Morgunblaðið - 18.01.2021, Page 11
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er gaman að sjá þessa bók
komna út en ég hef nú sjálfur mest lít-
ið þurft að gera,“ segir Gunnar Lárus
Hjálmarsson, betur þekktur sem tón-
listarmaðurinn og poppfræðingurinn
Dr. Gunni.
Nýverið kom út á kínversku þar-
lend útgáfa bókar Dr. Gunna, Blue
Eyed Pop, sem fjallar um íslenska
tónlist og menningu. Bókin kom út
hér á landi árið 2012 og er ensk útgáfa
fyrri bóka hans um íslenska tónlist-
arsögu, ætluð fyrir ferðamenn.
„Ég var bara að vinna í Fjallakof-
anum á Laugavegi þegar þar birtist
Kínverji sem hafði keypt Blue Eyed
Pop í Lucky Records. Honum var sagt
að ég ynni þarna og leitaði mig uppi.
Við ræddum saman og hann sagðist
óður og uppvægur vilja taka upp sam-
starf á grundvelli tónlistarmenningar
Íslands og Kína. Hann vildi sem sagt
fá að þýða bókina á kínversku og
skrifa sjálfur kafla í hana. Ég var auð-
vitað til í þetta og hér erum við,“ segir
Gunni. Bókin kom út í lok árs 2020 og
kallast „Dægurtónlist frá landi elds og
ísa“. Í henni er meðal annars að finna
inngangskafla sem Guðni Th. Jóhann-
esson, forseti Íslands, skrifaði.
Lítil bók á risamarkaði
Meðhöfundur Gunna heitir Zhang
Changxiao en kallar sig Sean White.
Útgáfufyrirtæki bókarinnar heitir CI-
TIC Press Group og er fyrsta upplag
hennar 5.000 eintök. Það hljómar
ágætlega á íslenskan mælikvarða en
Gunni bendir á að stærð markaðarins
í Kína sé slík að það jafnist um það bil
á við að tvö eintök væru gefin út hér.
Gunni segir að meðhöfundur sinn
hafi kynnt sig sem „menningarlegan
Marco Polo“, mann sem vilji kynna
Kínverjum menningu annarra landa.
„Hann býr hálft árið í Mílanó og hefur
áður skrifað bók um ítalska tónlist.
Svo fékk hann augastað á Íslandi og
var að flækjast hér. Eftir að þetta var
ákveðið árið 2017 kom hann nokkrum
sinnum aftur og ég leiddi hann undir
Megas, Bubba og allskonar lið. Hann
var líka á Airwaves eitt árið.“
Sjálfur fór Gunni til Kína árið 2018
við vinnslu bókarinnar. „Það var alveg
stórkostleg ferð og þá upplifði ég í
fyrsta skipti þetta menningarsjokk
sem fólk talar oft um. Maður gerir það
ekkert í Bandaríkjunum eða Evrópu.
Þarna var ég kynntur fyrir ýmsum
borgarstarfsmönnum og borgar-
fulltrúum og hlaut ýmsar viðurkenn-
ingar, var útnefndur vinur nokkurra
borga,“ segir hann.
Vill að forsetinn fái bókina
Dr. Gunni segir aðspurður að nú
standi yfir kynning á bókinni í Kína og
líklegt sé að hann fari þangað síðar á
árinu. „Þá verður eitthvert plögg í
bókabúðum og fleira. Svo hefur Sean
hug á að fá íslensk bönd til að fara til
Kína og kínverskir listamenn komi
hingað á móti. Annars vilja Kínverj-
arnir alltaf blanda einhverjum fyrir-
mennum í svona hluti og ætlunin mun
vera að nýta sér 50 ára afmæli stjórn-
málasambands Íslands og Kína á
árinu. Sean á sér þann draum að
Guðni forseti færi forseta Kína eintak
af bókinni að gjöf. Það er þegar búið
að senda kínverska sendiherranum
hér eintök og hann er voða ánægður
með bókina. Sendiráð Íslands í Peking
er líka vel með á nótunum.“
Heimsókn Dr. Gunni í Kína árið 2018 við vinnslu bókarinnar.
Viðtal Sean White meðhöfundur hitti Megas og fleiri íslenska listamenn.
Poppsaga
Íslands komin
út á kínversku
Bók Dr. Gunna þýdd og staðfærð
Útgáfa Poppsagan á kínversku.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
FASTEIGNASALA
Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900
valborgfs.is
Glæsilegar nýjar íbúðir í Fossvogsdal ogHraunbæ
Óskumað ráða
löggilta fasteignasala
VERÐMETUM SAMDÆGURS
ÓSKUMEFTIRÖLLUMGERÐUMEIGNAÁ SKRÁ
FOSSVOGSDALUR HRAUNBÆR
Tilbúnar til afhendingar!
Örfáar íbúðir óseldar!
Elvar Guðjónsson
Viðskiptafræðingur
Lögg. fasteignasali
Sími 895 4000
elvar@valborgfs.is
Þórður Heimir
Sveinsson
Lögmaður og
lögg. fasteignasali
Jónas Ólafsson
Viðskiptafræðingur
Sími 824 4320
jonas@valborgfs.is
Gunnar Biering
Agnarsson
Nemi til löggildingar
Sími 823 3300
gunnar@valborgfs.is
María Sigurðardóttir
Viðskiptafræðingur
Lögg. fasteignasali
Sími 820 1780
maria@valborgfs.is
Allar upplýsingar veita:
Skattfrjáls
söluhagnaður
SUMARHÚSAEIGENDUR
Frá 1. janúar 2021 er hagnaður af sölu sumarhúsa skattfrjáls.*
Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar.
Skógarvegur 6-8
Íbúðakjarni með 69 íbúðum á 4 hæðum
auk bílakjallara.
Hraunbær 103 A, B og C
Nýjar íbúðir fyrir 60+
Valborg óskar eftir að ráða löggilta
fasteignasala. Frábær vinnuaðstaða og
góður vinnuandi.
Nánari upplýsingar veitir Elvar
Guðjónsson, elvar@valborgfs.is
*að ákveðnum skilyrðum uppfylltum
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, vill að sál-
fræðingar skólaþjónustu borgarinn-
ar hafi aðsetur í þeim skólum sem
þeir sinna í stað þjónustumiðstöðva.
Hún leggur á þriðjudag fram tillögu
þess efnis í borgarstjórn.
Þá er lagt til að skólasálfræðing-
arnir heyri beint undir skólastjórn-
endur sem ákvarði í samráði við
nemendaverndarráð verkefnalista
sálfræðings án miðlægra afskipta.
Alls eru 837 börn á biðlista eftir
þjónustu fagfólks í skólum Reykja-
víkur, einkum þjónustu sálfræðinga.
Er það mat Kol-
brúnar, sem sjálf
er sálfræðingur
að mennt, að með
því að færa aðset-
ur sálfræðinga til
skólanna væru
þeir í daglegri
tengingu við börn
og kennara og
yrðu hluti af
skólasamfélag-
inu. Með núverandi fyrirkomulagi
þekki börn ekki skólasálfræðing sinn
og foreldrar viti upp til hópa ekki af
úrræðinu. Þá telur hún að skilvirkni
yrði meiri og þjónusta við börnin
betri með því að færa þjónustuna
nær börnunum.
Vill fjölga sálfræðingum
Flokkur fólksins hefur áður lagt
fram tillögur í borgarráði um að
skólasálfræðingum verði fjölgað, en í
greinargerð segir að öðruvísi verði
ekki tekið á biðlistum. Tillaga flokks-
ins um að fjölga stöðugildum skóla-
sálfræðinga um þrjú og talmeina-
fræðinga um tvö var felld í
desember. alexander@mbl.is
Vill sálfræðinga í skólana
837 börn á biðlista eftir þjónustu í skólum borgarinnar
Kolbrún
Baldursdóttir