Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 13

Morgunblaðið - 18.01.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Heimili í Evrópu og Norður- Ameríku eru á góðri leið með að yf- irfylla heimshöfin af plastmengun sem verður til er þau þvo fötin sín, að sögn vísindamanna sem leitt hafa í ljós með rannsóknum, að mestur hluti örplastsmengunar í sjó á norð- urskautssvæðinu sé pólýester- þræðir. Örplastið hefur smokrað sér inn á sum afskekktustu og að því er virðist ósnortnustu svæði heims. Þessar agnarsmáu flygsur hafa greinst í iðr- um fisks í dýpstu afkimum hafanna, í Mariana-djúpálnum, í sjávarís í Norðuríshafinu og reynst þekja snjó í Pýreneafjöllum á landamærum Spánar og Frakklands. Spurningin er akkúrat hvaðan þessi plastmengun er komin. Í nýrri rannsókn vistverndarsamtakanna Ocean Wise og sjávarútvegsráðu- neytis Kanada tóku vísindamenn sjávarsýni víða á norðurskautssvæð- inu. Komust þeir að því, að 92% ör- plastsmengunarinnar væru gerviefn- isþræðir. Reyndust 73 prósent þessa vera fjölester sem svipaði að eiginleikum og efnasamsetningu til vefnaðar úr gerviefnum, sér í lagi úr fatnaði. „Hinar sláandi niðurstöður eru þær að við erum með sterkar sann- anir fyrir því að heimili í Evrópu og Norður-Ameríku menga norð- urskautssvæðið beint með örþráðum úr tauþvotti (við skolun),“ segir aðal- höfundur rannsóknarskýrslunnar, Peter Ross frá Ocean Wise og Brit- ish Columbia-háskólanum. Áfram er gangvirki þessarar mengunar óljóst, segir hann, en bætir við að haf- straumar virðist gegna lykilhlutverki í flutningi trefjaþráðanna norður á bóginn, svo og loftslagsþættir. „Við erum umvafin plasti á alla vegu og þótt verulega ósanngjarnt væri að skella skuldinni sérstaklega á vefnað sem uppsprettu örplasts til heimshafanna höfum við engu að síð- ur áberandi fótspor pólýestera sem líklega eru að miklu leyti þangað komnir úr fatnaði,“ segir Ross við AFP-fréttaveituna. Úr þvottavél í sjóinn Vísindamennirnir söfnuðu upp- sjávarsýnum eftir 19.000 kílómetra ferli frá Tromsö í Noregi um Norð- urpólinn til heimskautasvæða Kan- ada og um þau niður í Beauforts-haf, en úr því greindu þeir líka sýni sem tekin voru á allt að þúsund metra dýpi. „Örplast reyndist vera í öllum sýnunum nema einu sem undir- strikar víðtæka dreifingu þessa vax- andi mengunarvalds,“ segir Ross. Sveit hans brúkaði smásjár og inn- rauða greiningu til að finna örflygs- urnar og mæla þær, en samkvæmt skilgreiningu eru þær innan við fimm millimetrar að stærð. Þrisvar sinnum meira örplast mældist í austurhluta norðurskauts- svæðisins en vesturhlutanum og álíta vísindamennirnir að nýmyndun plastsins streymi til austurhlutans um Norður-Atlantshafið. Ocean Wise hefur gert prófanir á þvottavélum og líkt eftir venjulegum heimilisþvotti. Niðurstaða þess er að ein flík geti losað milljónir trefja meðan á þvottinum stendur. Samtökin hafa einnig bent á að skolphreinsistöðvar fangi oftast ekki plastþræðina, en reiknað hefur verið út að heimili í Bandaríkjunum og Kanada gætu sín á milli losað um 878 tonn af örtrefjum árlega. „Vefnaðargeirinn gæti heilmikið gert í því að hanna og þróa öllu sjálf- bærari fatnað, þar á meðal föt sem losa frá sér minna örplast,“ segir Ross og bætir við að ríkisstjórnir gætu með eftirfylgni séð til þess að hreinsistöðvarnar séu búnar tækjum til að skilja örplastið frá skólpinu. Heimilin geta einnig komið að mál- inu, að hluta til með því að velja vörur sem búnar eru til úr vistvænum voð- um og svo látið koma línskafsgildrum í heimilisþvottavélina, að sögn Ross. Í rannsóknargrein í tímaritinu Science Advances árið 2019 var kom- ist að þeirri niðurstöðu að gríðarlegt magn örplastsagna og trefjaþráða bærust með vindum inn á norð- urskautssvæðið og tækju sér síðan far með snjókornum niður á yfirborð jarðar. Margar milljónir tonna rata árlega beinustu leið út í höfin þar sem þau brotna með tímanum niður í smásæj- ar agnir sem ósýnilegar eru berum augum. Síðustu tvo áratugina hefur verið framleitt meira plast um heims- byggðina en öll árhundruðin þar á undan. Áætlað er að plastfram- leiðslan aukist um fjögur prósent á ári fram til 2025, samkvæmt grein- ingu hugveitunnar Grand View Rese- arch í fyrra. Þvotturinn til norðurskautsins  Stór hluti örplasts í Norður-Íshafi kemur úr fatnaði  Heimilin geta komið að málinu með því að velja vörur úr vistvænum voðum og láta útbúa heimilisþvottavélina línskafsgildrum Um 70% af örplasti í sýnum úr Íshafinu var pólíester Örplast úr fatnaði á heimskautasvæðinu Heimild: Nature A TL A N TS - H A F Norðurpóll Beaufort-haf KYRRA - H A F RÚSSLAND GRÆNLAND ALASKA KANADA Örplast fannst á 1.015 metra dýpi Stærð örvanna er í hlutfalli við magn sjávar sem streymir á svæðið Sýnatökustaðir AFP Örplast Örplastflygsur sem fundust í sjávardýrum í Miðjarðarhafi. Örplast í hafinu » Plasteindir sem eru minni en 5 mm nefnast örplast » Örplastagnir í sjó myndast ýmist við niðurbrot plasts í sjónum eða berast þangað frá landi » Hér á landi eru hjólbarðar taldir langstærsta uppspretta örplasts í sjó eða um 75%. » Einhver mesti þéttleiki ör- plastagna sem fundist hefur á hafsbotni var við Svalbarða á 2,5 km dýpi Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Alexei Navalní, helsti stjórnarand- stæðingur Rússlands, var handtek- inn í gærkvöldi er hann sneri aftur til landsins í fyrsta sinn frá í ágúst. Fjölmennt lið lögreglu beið Na- valní þegar hann lenti á flugvelli í Moskvu og var hann handtekinn við vegabréfaeftirlit. Stjórnvöld höfðu þegar gefið út að hans biði hand- taka, að sögn fyrir að brjóta skilorð. Flugvélin átti upphaflega að lenda á Vnukovo-flugvellinum í Moskvu, þar sem fjöldi stuðnings- manna hans hafði safnast saman, en vélinni var síðan snúið að öðrum flugvelli í borginni. Hvergi banginn Navalní hefur dvalið í Þýskalandi síðustu mánuði en hann var fluttur þangað meðvitundarlaus á sjúkra- hús eftir að hafa orðið fyrir eitur- efnaárás í ágúst þegar hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Rannsókn hefur leitt í ljós að eitrað hafi verið fyrir honum með novichok-eitri, en það var búið til af rússneskum vísindamönnum á tímum kalda stríðsins. Talið er næsta víst að stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni en Evrópusam- bandið hefur meðal annars beitt Rússa efnahagsþvingunum vegna þessa. Þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér handtöku fór Navalní síður en svo leynt með fyrirætlun sína að snúa aftur til heimalandsins. Í ávarpi sem hann gaf út í síðustu viku greindi Navalní frá því að hann hefði að mestu jafnað sig á árásinni og bókað flug til Moskvu. „Þeir gerðu allt til að hræða mig. Það eina sem Pútín átti eftir var að hengja stærðarinnar skilti á Kreml- ín þar sem á stæði: Alexei, gerðu það ekki koma heim undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Navalní í myndbandinu. Þá segist hann ekki hafa farið til Þýskalands að eigin ósk heldur vegna þess að reynt var að drepa hann. Hann ætli ekki að gera andstæðingum sínum þann greiða að ílengjast þar. Pólitísk réttarhöld Opinber ástæða handtökunnar er sem fyrr segir að Navalní hafi rofið skilorð. Það gerði hann með því að mæta ekki til skýrslutöku hjá lög- reglu í Moskvu í desember, eins og honum bar. Navalní sætir skilorðs- bundnu fangelsi í Rússlandi en hann hefur tvívegis, árin 2013 og 2014, verði fundinn sekur um fjár- drátt. Dómsmálin þykja af pólitísk- um meiði og hefur Mannréttinda- dómstóll Evrópu til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi ekki notið sanngjarnra réttar- halda. Navalní handtekinn við komuna til Moskvu  Sneri heim frá Þýskalandi í fyrsta sinn eftir eiturefnaárás AFP Handtekinn Navalní vissi í hvað stefndi þegar hann lenti í Moskvu. Harðar samkomutakmarkanir, sem gilt hafa í Danmörku frá því fyrir jól, hafa verið framlengdar til 7. febrúar. Segja má að nær allt sé lokað í landinu, nema matvöruverslanir, apótek og önnur grunnþjónusta. Til skoðunar er að skylda farþega sem koma til landsins í tíu daga sóttkví en heilbrigð- isráðherra landsins hefur tekið vel í hugmyndir stjórnarandstöðu þess efnis. Morgunblaðið/Alexander Danir framlengja lokun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.