Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
Í fyrri grein minni
um galla í nýbygg-
ingum á Íslandi sagði
svo m.a.: Ef ekki er
safnað upplýsingum um
tíðni, alvarleika og
ástæður mistaka og
gripið til fyrirbyggj-
andi aðgerða þá halda
mistökin áfram að birt-
ast á sama hátt og áður,
eins og gerst hefur
varðandi galla í nýbyggingum á Ís-
landi.
Hönnuðir mæla fyrir um bygging-
arefni og byggingaraðferðir, verk-
taki vinnur verkið í samræmi við þau
gögn sem hönnuðir mæla fyrir um
og hafa verið samþykkt af bygging-
aryfirvöldum og byggingarstjóri
fylgist með að byggt sé í samræmi
við hönnunargögn, mannvirkjalög
og byggingarreglugerð.
Hönnuðir
Hönnuðurinn ber ábyrgð á því að
það efni sem hann mælir fyrir um
standist kröfur, eins og kemur fram
í byggingarreglugerð, svo sem hvort
þau skuli vera CE-merkt. Í nýlegri
umfjöllun kom fram efi um að CE-
merkingin dygði vegna íslenskra að-
stæðna.
Varla er hægt að ætlast til þess að
hver og einn hönnuður hafi næga
þekkingu til að meta
það í öllum tilvikum og
spurt er um það hvort
staðlaráð, sem ber
ábyrgð á merkinu hér
á landi, búi yfir henni.
Það gæti m.a. verið
hlutverk úrskurð-
arnefndar HMS að úr-
skurða og svara slík-
um fyrirspurnum
hönnuða, en þekkingin
væri m.a. byggð á
þeirri starfsemi sem
flutt væri frá Nýsköp-
unarmiðstöð til HMS.
Verktakar
Oftast er það verktakinn sem fær
skömm í hattinn ef gallar koma fram
í byggingu og því miður er ábyrgðin
á þeim oft hjá honum. Dæmi var t.d.
nefnt í umfjölluninni um vitlausan
halla á gólfi þar sem vatnshalli átti
að vera, ónýtt parket sem var of
snemma lagt og að verktaki hafi ver-
ið gjaldþrota þegar átti að sækja til
hans bætur.
Verktakinn ber ábyrgð á því að
byggt sé samkvæmt teikningum,
lögum og reglugerðum og það á ekki
að vera þörf á því að kaupandinn
leggi í mikinn kostnað og tíma til að
sækja bætur vegna galla sem selj-
andi (verktaki) ber augljóslega
ábyrgð á.
Hér er því aftur vísað til stofnunar
úrskurðarnefndar HMS sem hefði
það hlutverk að úrskurða um galla
og hver beri ábyrgð á þeim og einnig
að aðstoða hinn almenna íbúðar-
kaupanda í nýbyggingum við að leita
réttar síns.
Byggingarstjórar
Við allar leyfisskyldar fram-
kvæmdir er byggingarstjóri og er
hans hlutverk samkv. 27. gr. mann-
virkjalaga nr. 160/2010 eftirfarandi:
„Byggingarstjóri er faglegur
fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð
og starfar í umboði hans samkvæmt
skriflegum ráðningar- eða verk-
samningi við eiganda. Bygging-
arstjóri skal gæta réttmætra hags-
muna eigenda gagnvart
byggingaryfirvöldum, hönnuðum,
iðnmeisturum og öðrum sem að
mannvirkjagerðinni koma.“
Og í 29 gr. má m.a. lesa:
„Byggingarstjóri skal hafa virkt
eftirlit með því að þeir sem koma að
byggingu mannvirkis fylgi sam-
þykktum hönnunargögnum, verk-
lýsingum og ákvæðum laga þessara
(laga um byggingarvörur) og reglu-
gerða sem settar eru á grundvelli
þeirra.“
Ekki ætti að vera vafi á stöðu og
skyldum byggingarstjóra sam-
kvæmt þessu og ætti það að tryggja
gallalausar eða gallalitlar nýbygg-
ingar. En svo er greinilega ekki.
Hvorki opinberir aðilar né aðrir fara
eftir þessum lögum. Byggingarstjór-
inn sem á að starfa í umboði eiganda
er iðulega starfsmaður verktakans
þar sem eigandinn og verktakinn
eru sinn hvor aðilinn og einnig þar
sem þeir eru sami aðilinn.
Í báðum tilvikum er bygging-
arstjórinn í þeirri stöðu að hafa eft-
irlit með vinnuveitanda sínum og
það setur hann í ómögulega stöðu
gagnvart honum.
Ef opinberir aðilar fara ekki að
lögum, hvernig geta þeir þá gert
kröfu um að aðrir geri það?
Aðgerðir til að koma í veg fyrir
galla í nýbyggingum o.fl.
Tryggja samræmi á kröfum um
gæði og eftirlit á öllum stöðum á
landinu.
Tryggja gæði byggingarefna
t.d. með því að hönnuðir geti beint
fyrirspurnum til HMS um þau, eftir
sameiningu HMS og Nýsköp-
unarmiðstöðvar (um CE-merkingu
og mat vegna ísl. séraðstæðna).
Tryggja gjaldfrjálsan aðgang
allra framkvæmdaraðila í bygg-
ingum að íslenskum bygging-
arstöðlum til að auðvelda þeim að
fylgja og fara eftir þeim, einnig litlu
framkvæmdaraðilunum.
Tryggja hæfilegt lóðaframboð
hagstæðra lóða (lagabreytingar).
Að koma á fót starfsemi með
hag hins almenna íbúðarkaupanda í
huga, sem væri úrskurðarefnd MVS
sem úrskurði um ábyrgðir á göllum í
nýbyggingum. Þessi nefnd fylgdi
þessum kröfum eftir fyrir íbúðareig-
endur eða vísaði þeim í réttan farveg
í samræmi við sinn úrskurð.
Úrskurðarnefndin skrái alla til-
kynnta galla, birti reglulega yfirlit
yfir þá (mánaðarlega/jafnóðum) og
tillögur til yfirvalda út frá því um að-
gerðir til að koma í veg fyrir að þeir
endurtaki sig (minnst árlega).
Breyta mannvirkjalögum þann-
ig að byggingarstjóri verði á vegum
sjálfstæðs aðila (eða HMS), til að
tryggja óvilhallt eftirlit, þar sem eig-
andi og verktaki eru sami aðilinn.
Hönnuðir – Skráning HMS á
hönnunargöllum, greining og mat
HMS og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Verktakar – Skráning bygging-
arstjóra á göllum, greining og mat
HMS og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Fylgja því eftir að staða bygg-
ingarstjóra sé virt og virk sam-
kvæmt 27. gr. mannvirkjalaga.
Eftir Sigurð
Ingólfsson » Spurningin er hvort
mannvirkjalögin
þurfi frekari endur-
skoðunar við eða hvort
gallar í nýbyggingum
séu vegna þess að lög-
unum sé ekki fylgt.
Sigurður Ingólfsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hannars ehf.
Gallar í nýbyggingum á Íslandi
Ef þú lesandi góður
hefur ekki áttað þig á
hvað upplýs-
ingaóreiða er, þá er
einfaldast að benda
þér á hérlendar og er-
lendar fregnir af bólu-
efni gegn Covid-19. Í
gleði sinni yfir því að
tekizt hefur að búa til
nothæft bóluefni gegn
veiruskömminni hafa
sumir aðeins misst sig í fréttaflutn-
ingi, jafnvel ábyrg stjórnvöld. Öll
met sló Svíinn í Sviss sem sagður
var ábyrgur fyrir dreifingu bólu-
efnisins á norðurslóðum ESB.
Hann sagði að búið væri tryggja Ís-
landi meira en milljón skammta af
bóluefninu. Sá þyrfti sannarlega að
endurtelja á annexíunni.
Einhvern veginn hefur mörgum
yfirsézt að nægjanlegt magn af
bóluefni verður ekki til á einni
nóttu. Þríeykinu okkar var þetta þó
ljóst enda fagfólk í fremstu víglínu
og flokkaði þjóðina í forgangshópa.
Það var vissulega mjög mikilvægt
þótt seint verði gert svo öllum líki.
Þó má ætla að sátt sé að mestu um
þá tillögu þríeykisins eins og um
flest annað sem frá því kemur.
Í fyrsta hópi voru íbúar hjúkr-
unarheimilanna sem var mjög mik-
ilvægt. En svo kom fregn af því að
forgangsröðun hefði verið breytt
um framhaldið á þann veg að
starfsfólk á hjúkrunarheimilum
hefði verið sett aftur fyrir þá sem
eru komnir yfir sjötugt og enn á
frjálsum fæti. Þessi breyting leggst
ekki vel í undirritaðan. Þetta þýðir
að bólusetning starfs-
fólksins tefst um ein-
hverjar vikur sem
mögulega getur seink-
að afléttingu heim-
sóknartakmarkana til
íbúa hjúkrunarheim-
ilanna að einhverju
leyti. Þær takmarkanir
hafa verið óhjákvæmi-
legar hvað sem fólki
kann að finnast um
þær eða framkvæmd
þeirra. Þær hafa dugað
vel en eru komnar að þolmörkum
gagnvart íbúunum. Þær eru ein-
angrandi og skerða mjög lífgæði
íbúanna, fólks sem ekki hefur mik-
inn tíma upp á að hlaupa, á fæsta
möguleikana til að bæta sér upp
skert lífgæði síðar en bíður í hljóðri
von. Fram hjá því má ekki horfa.
Þess vegna hugnast mér ekki hin
breytta forgangsröðun en við-
urkenni að ég þekki ekki rökin fyrir
þeirri ákvörðun. En það væri ekki
gott að missa starfsfólkið í veikindi
nú þegar það er mögulegt að fyr-
irbyggja slíkt og í augsýn er betra
líf á hjúkrunarheimilunum.
Breytt forgangs-
röðum á hjúkrun-
arheimilunum
Eftir Jón G.
Guðbjörnsson
Jón G. Guðbjörnsson
» Þetta þýðir að bólu-
setning starfsfólks-
ins tefst um einhverjar
vikur sem mögulega
getur seinkað afléttingu
heimsóknartakmarkana
til íbúa
Höfundur er stjórnarformaður
Brákarhlíðar og í flokki 70+.
Í tveimur fyrri
greinum mínum hér á
síðum Morgunblaðsins
hef ég fjallað nokkuð
um um tengsl Egypta-
lands hins forna og
Biblíunnar. Verður nú
fram haldið þessari
umfjöllun. Það er
reyndar erfitt að segja
hvenær nákvæmlega
saga Egypta og Ísraels
tengjast. Það eru nefnilega engar
heimildir til utan Biblíunnar um þau
Abraham, Söru, Ísak, Ísmael, Jak-
ob, Jósef, Móse, Davíð, Sál eða Sal-
ómon. Hvað þá heldur sögulegar
frásagnir Mósebókanna af flótt-
anum frá Egyptalandi, göngunni í
gegnum Rauðahafið, innrásinni í
Landið helga og átökunum við Fíl-
istea.
Samt telja sumir sig geta lesið
sögulegar staðreyndir út frá frá-
sögnum Gamla testamentisins.
Hvert er eiginlega heimildagildi
þeirra?
Til að svara þessari spurningu og
öðrum um frásögur Gamla testa-
mentisins verðum við að snúa aug-
unum frá Egyptalandi um stund og
horfa austur fyrir eyðimörkina
miklu sem skilur að Ísrael og Persa-
flóa. Þar ríkti annað mikið stórveldi
fornaldarinnar sem einnig markaði
spor í sögu Biblíunnar. Það var stór-
veldi Assýríumanna og Súmera. Það
mikla heimsveldi reis og hneig og
átti sér mörg birtingarform og heiti,
en var til í einni eða annarri mynd
allt frá árinu 2000 fyrir okkar tíma-
tal og fram undir árið 600 fyrir
Krist. Assýringar voru herveldi og í
raun miklu hernaðarsinnaðri en
Egyptar nokkurn tímann. Annað
heiti þessa landsvæðis er þeir ríktu
yfir er Mesópótamía á grísku, eða
landið milli fljótanna. Fljótin eru
Efrat og Tígris. Þar byrjuðu menn
snemma að rækta landið, byggja
borgir og skipa lög. Þar varð til
fyrsta skráða skáldsaga sem við
þekkjum, Gilgameskviða, skrifuð
með letri sem kallast fleygrúnir.
Assýringar voru ekki aðeins fræknir
og miskunnarlausir hermenn, þeir
voru líka dugmiklir
stjórnendur. Þeir
komu á fót miklu skrif-
ræði. Og þeir héldu
skrá yfir ekki aðeins
skatta og skyldur,
heldur líka orustur,
sóknir og sigra. Eitt af
því sem þeir gerðu var
að halda annála yfir at-
burði ársins og skrá þá
á lista. Listarnir fengu
síðan heiti eftir stjórn-
anda nýárshátíðar
hvers árs. Og árið var líka nefnt í
höfuðið á honum. En árið tengdist
gangi himintunglanna. Þannig get-
um við auðveldlega rakið hvaða ár
hvaða stjórnandi sat við völd og
hvað gerðist þá í ríkinu. Og út frá
þessum listum getum við ákveðið ár-
töl ýmissa atburða sem getið er um
á listunum, innan og utan ríkisins.
Hvernig kemur þetta heimild-
argildi Biblíunnar við? Jú, nú fer
þetta að verða spennandi. Það er
nefnilega þannig að á árinu „Daian-
Assur“, sem er árið 853 fyrir Krist,
háði Salmanassar III konungur
Assyríumanna mikla orustu við
Karkar, sem var kastali í norður-
hluta þess sem nú er kallað Sýrland.
Þar börðust herdeildir hans við
sameinaðan her ellefu konunga sem
höfðu smalað liði til að stoppa fram-
rás Assyríumanna niður á sléttur
Sýrlands, Líbanons og Ísraels. Einn
þeirra hét „Ahabbu Sirilaa“. Hafði
hann meðferðis til orrustunnar
10.000 hermenn. Allt er þetta sam-
viskusamlega skráð á einsteinung
sem fannst í tyrkneska hluta Kúr-
distan árið 1861. Ahabbu Sirilaa er
öðru nafni Ahab frá Ísrael. Á öðrum
einsteinungi sem fannst þar sem nú
er Írak segir frá því að hinn sami
Salmanassar III hafi á sínu 18.
stjórnarári, sem var árið 841 f. Kr.,
tekið á móti gjöfum frá konungi sem
hét „Iaua mar Huumri“ eða öðru
nafni „Jehu konungur af ætt Omri“.
Bæði Jehu og Omri voru kon-
ungar í Ísrael og frá þeim segir í
Biblíunni.
Þannig að niðurstaða alls þessa er
að það virðast vera til kirfilegar
heimildir utan Biblíunnar um kon-
unga Ísraels hins forna til allt frá
því á áttundu öld f.Kr.
Svo nú getum við leikið okkur að
því að búa til reiknidæmi. Gamla
testamentið segir sögu ísraelsku
konunganna frá Sál, Davíð og Sal-
ómon. Nú höfum við nákvæma
heimild frá Assýríu, upp á dag, hve-
nær orustan við Karkar átti sér stað
eins og ég sagði frá hér fyrr. Það
var árið 853 f.Kr. og það ár var einn-
ig síðasta stjórnarár Ahabs konungs
í Ísrael sem tók þátt í orustunni.
Með sínum 10.000 hermönnum. Og
tapaði. Svo er bara að reikna aftur á
bak frá 853, mínus stjórnarár
Ahabs, mínus stjórnarár þeirra kon-
unga sem komu á undan honum
samkvæmt Konungabókum og
Krönikubókunum í Gamla testa-
mentinu og til Salómons konungs.
Og þá fáum við út að stjórnartíð Sal-
ómons konungs hafi verið árin 970
til 931 f.Kr. og að á þeim árum hafi
musterið mikla verið byggt. Gamla
testamentið segir að hafist hafi ver-
ið handa um að reisa það á „fjórða
stjórnarári Salómons konungs“, sem
er þá árið 966 f.Kr. Síðar segir að
það hafi verið 480 árum eftir að Ísr-
aelsmenn héldu burt úr Egypta-
landi.
Eða með öðrum orðum: flóttinn
frá Egyptalandi hófst árið 1446 f.Kr.
En fjölskylda Jósefs kom til
Egyptalands 430 árum fyrir það,
segir Gamla testamentið, eða árið
1876 fyrir Krist. Sem er einmitt um
það leyti sem hirðingjar frá Asíu
koma yfir eyðimörkina og byrja að
herja á Egyptalandi og leggja það
undir sig samkvæmt egypskum
heimildum.
En nánar verður sagt frá þeirri
sögu allri í næstu og síðustu grein
minni um þessar vangaveltur allar.
Enn um egypskar
heimildir Biblíunnar
Eftir Þórhall
Heimisson
» Það virðast vera til
kirfilegar heimildir
utan Biblíunnar um
konunga Ísraels hins
forna allt frá því á átt-
undu öld f. Kr.
Þórhallur Heimisson
Höfundur er prestur og
rithöfundur.
thorhallur33@gmail.com
Atvinna