Morgunblaðið - 18.01.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
✝ Sigurður HelgiValgarðsson,
(Siggi) fæddist á
Siglufirði 11. ágúst
1933. Hann lést þ.
10. janúar 2021 á
líknardeildinni í
Kópavogi.
Foreldrar hans
voru hjónin Fann-
ey Björnsdóttir, f.
1904, frá Göngu-
staðakoti í Svarf-
aðardal og Valgarður Þorkels-
son, f. 1905, frá Húnstöðum í
Fljótum.
Hann var elstur 5 barna
þeirra sem eru: Óskar Henning,
f. 1935, Anna Sigríður, f. 1936,
Valgarður, f. 1945, og Fanney,
f. 1948, og er einstaklega fal-
legt samband á milli þeirra
systkina.
Sigurður kvæntist Kristjönu
Kjartansdóttur, f. 1937, leiðir
þeirra skildi. Börn þeirra eru
Valgarður, f. 1956, Fanney, f.
1957, Kjartan, f.
1962, Dröfn, f.
1965, Kolbrún, f.
1970.
Barna- og
barnabarnabörn
eru 31. Bróðir sam-
mæðra er Þórður
Jóhann, f. 1978.
Sigurður stund-
aði sjómennsku frá
unga aldri og fór
sína fyrstu sjóferð
6 ára gamall með föður sínum.
Hann lærði til vélstjóra og
sigldi víða um heim. Síðustu ár-
in var hann vaktmaður á varð-
skipum frá Hafrannsóknastofn-
un. Hann var handverksmaður
góður og hafði gaman af að
smíða úr hvaða efnivið sem er.
Útförin fer fram frá kirkju
Óháða safnaðarins í dag, 18.
janúar 2021, klukkan 15.
Vegna samkomutakmarkana
verða aðeins nánasta fjölskylda
og vinir viðstödd.
Nú, þegar komið er að leiðar-
lokum, langar mig að minnast vin-
ar míns, Sigurðar Valgarðssonar,
í nokkrum orðum.
Sigurður var afi sonar míns,
sem heitir einmitt Sigurður í höf-
uðið á báðum öfum sínum.
Siggi, eins og hann var jafnan
kallaður, tók mér vel frá fyrsta
degi og mér þótti hann skemmti-
legur, afburðavel gefinn, fróður,
víðsýnn og með einstaklega
skemmtilega lífssýn.
Húmorinn var grásvartur og
Siggi sagði skemmtilega frá. Ég
fékk fréttir af börnum og barna-
börnum, nágrönnum, systkinum
og fjölskyldum þeirra en aldrei þó
neinar langlokur heldur allt á
skemmtilegum nótum.
Á árum áður kom ég við hjá
Sigga á Þorláksmessu og við
stungum úr nokkrum kaffibollum
og röbbuðum um heima og geima.
Hann reykti pípuna sína en ég
gerði konfektbirgðum heimilisins
góð skil. Siggi hafði lúmskt gaman
af að ýja að því að ég væri nú ekki
tággrönn en á svo skemmtilegan
máta að ég bara hló og fékk mér
annan mola. Að lokum rétti hann
mér seðil til að kaupa jólagjöf fyrir
sonarsoninn og sagði alltaf: „þús-
undkall á kjaft“ og átti þar við öll
ófermd barnabörn. Og þegar
þetta tiltekna barnabarn hefði átt
að fermast, en fermdist ekki, þá
rétti hann mér samt fimmþúsund-
kall því allir fengu jafnt!
Hófgerði er vel skipulagt heim-
ili þar sem munir sem Siggi smíð-
aði úr kopar prýddu hillur í eld-
húsinu, svefnherbergið var fullt af
bókum af öllu tagi og gamlar
saumavélar voru þar einnig í röð-
um.
Það var alltaf gestkvæmt í Hóf-
gerði. Þegar ég kom við var iðu-
lega einn nýfarinn eða annar rétt
ókominn. Þarna gerði líka köttur
úr nágrenninu sig heimakominn
og fékk fisk hjá Sigga.
Ég var í þeim hópi sem naut
þeirrar virðingar að taka við bók-
um sem Siggi hafði keypt í Góða
hirðinum og þær komu sannar-
lega úr ólíkum áttum, og fjölluðu
um allt milli himins og jarðar að
ég held.
Hann valdi bækurnar fyrir mig
af kostgæfni en bækurnar voru
tíndar ein í senn í tvo bunka. Ég
fékk ævintýri, glæpasögur, ein-
staka bók um raungreinar og ást-
arsögur (sem hann hafði auðvitað
ekki lesið en sagði: „Þú hefur
gaman af þessu.“). Bækur um
tækni, sjómennsku og heimsstyrj-
öldina síðari, frá sjónarhorni Sov-
étríkjanna, sem ég myndi ekki
hafa vit á eða gaman af, voru sett-
ar í hinn bunkann.
Flestar enduðu þessar bækur
aftur í Góða hirðinum, ekki lús-
lesnar allar af minni hálfu, en
þetta var skemmtilegur siður og
minningar sem mér þykir vænt
um. Nú sit ég uppi með tvær bæk-
ur um Frímúrarahreyfinguna sem
Siggi sagði mér að lesa og skila
sér svo til baka. Það verður víst
ekki af því en bækurnar skal ég
lesa áður en yfir lýkur, honum til
heiðurs.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Sigurði Valgarðssyni og
kveð nú þennan heiðursmann með
virðingu. Aðstandendum votta ég
einlæga samúð.
Ragnheiður Sigurðardóttir.
Sigurður Helgi
Valgarðsson
Hafsteinn
tengdapabbi var
níutíu og þriggja
ára þegar hann dó. Ég kynntist
honum þegar hann var um
fimmtugt. Þá var hann búinn að
koma undir sig fótum eins og
sagt er og var önnum kafinn við
uppbyggingu vélsmiðjunnar og
virkur í félagslífi með Kiwanis-
hreyfingunni og fjölskyldu
sinni. Hafsteinn lærði snemma
að það er gott að vera duglegur
og standa sig. Hann talaði með
hlýju um mömmu sína og
Friðrik Hafsteinn
Guðjónsson
✝ Friðrik Haf-steinn Guð-
jónsson fæddist 8.
febrúar 1927. Hann
andaðist 20. desem-
ber 2020.
Útför Hafsteins
fór fram 5. janúar
2021.
hvernig hann gerði
sitt til að hjálpa til
heima. Hann var
yngstur af systkinun-
um og bar systrum
sínum alltaf vel sög-
una, þær hefðu verið
honum góðar. Hann
var af kynslóð sem
þurfti að vinna mikið
og var stoltur af
verkum sínum. Haf-
steinn var glaðsinna
og hafði gaman af spjalli og
dansi en rekstur vélsmiðjunnar
var í raun bæði starf og áhuga-
mál.
Þegar starfsorkan dvínaði og
Hafsteinn var meira heima við
kynntist ég betur mjúku hlið-
inni á honum. Eins og mönnum
er stundum tamt var hann ekk-
ert að bera tilfinningar sínar á
torg. Hann fór þó ekki varhluta
af áföllum á lífsleiðinni. Þegar
við spjölluðum saman síðustu
árin minntist hann oft á að hann
hefði verið duglegur að byggja
hús. Hann teiknaði og byggði
hús að Melabraut 2 á Seltjarn-
arnesi, nú Skólabraut 2, og bjó
þar. Hann byggði einnig Skálat-
ún á Hrólfskálareit fyrir Sig-
urdísi systur sína og Pétur Guð-
mundsson. Þeir Pétur og
Hafsteinn voru góðir vinir,
stofnfélagar í Kiwanisklúbbnum
Nesi, unnu af alúð fyrir klúbb-
inn og áttu mörg góð ár saman
á fiskeríi í frístundum á trill-
unni Hrólfi HF 106. Trillan var
Hafsteini kær og eftir að Pétur
komst ekki lengur með fór Haf-
steinn oft á sjóinn með góðum
félögum, bæði til fiskveiða og til
að ná í svartfugl. Hafsteinn
byggði nýtt húsnæði fyrir Vél-
smiðju Jens Árnasonar og einn-
ig heimili sitt að Vesturbergi
155. Þetta er lýsandi fyrir dugn-
aðarforkinn Hafstein sem vildi
búa vel og gera sem mest sjálf-
ur af meðfæddri útsjónarsemi.
Hafsteinn var rausnarlegur
og hjálpsamur. Hann studdi við
okkur Jens þegar við byggðum
okkur hús að Reynibergi 9
Hafnarfirði. „Hvernig ferðu að
þessu?“ spurðu nágrannarnir
þegar voldugir timburbjálkar
voru sveigðir mjúklega í girð-
ingu um lóðina. Það var verk
Hafsteins sem var lærður skipa-
smiður og kunni að móta við-
arborð í eikarbáta. Þeir feðgar
skemmtu sér vel við þetta verk.
Þeir voru vinnufélagar því að
Jens lærði vélvirkjun hjá Jens
Árnasyni hf. og starfaði þar alla
tíð. Hafsteinn missti mikið þeg-
ar Jens dó aðeins fjörutíu og
níu ára og rekstur verkstæð-
isins lagðist fljótlega af upp úr
því þó að fyrirtækið sé enn í
rekstri.
Eftirlifandi sambýliskona
Hafsteins er Guðbjörg Sigríður
Kristjónsdóttir. Þau eiga að
baki um tuttugu ára sambúð.
Hafsteinn mat Gígí sína mikils
og ég er þakklát henni og fjöl-
skyldu hennar fyrir góð kynni
og umhyggju þeirra. Ég á góðar
minningar um samverustundir
með Hafsteini og kveð hann,
sannfærð um að hann var sáttur
við ævistarfið og tilbúinn að
fara.
Guðríður Óskarsdóttir.
Það er ekki hægt
að segja frá Tómasi
í þátíð, hvað þá
skrifa um hann, en
ég verð að gera þetta, til að
heiðra minningu elskulegs eigin-
manns míns.
Eiginmaðurinn minn Tómas
Reynir Hauksson lést af völdum
krabbameins í Helsinki í Finn-
landi.
Tómas barðist fyrir lífi sínu
eins og hann gat. Hann var sann-
ur baráttumaður, og hann lang-
aði mikið til þess að lifa. Ég
studdi Tómas á margan hátt og
blés honum trú í brjóst, að okkur
myndi takast það saman að
lengja líf hans.
Við trúðum bæði, að við hefð-
Tómas Reynir
Hauksson
✝ Tómas ReynirHauksson
fæddist 10. janúar
1957. Hann lést 11.
desember 2020.
Útför Tómasar
fór fram 9. janúar
2021.
um enn tíma og að
við saman myndum
sigrast á erfiðleik-
unum dag eftir dag,
klukkutíma eftir
klukkutíma; við
trúðum á krafta-
verk. Við trúðum,
að við myndum
halda jól saman,
kveikja á kertum og
opna gjafir. Við lét-
um okkur dreyma
og bjuggum til áætlanir, við
grétum saman og glöddumst
saman jafnvel yfir minnstu
heilsufarsbetrun hjá Tómasi.
En Guð réð þó öðruvísi, og
þann 11. desember 2020 klukkan
23:25 stöðvaðist hjartað í elskaða
eiginmanninum mínum fyrir fullt
og allt.
En bestu minningarnar verða
þó alltaf til í mínu brostna hjarta.
24. febrúar er dagur okkar
Tómasar. Þetta er dagur þegar
við hittumst og urðum ástfangin
af hvort öðru. Samveran okkar
varð stutt, enda var samlífið ein-
ungis 6,5 ára langt. Samt voru
þessi ár þau eftirminnilegustu,
viðburðaríkustu og hamingju-
sömustu æviár okkar.
Tómas var besti, blíðasti,
traustasti og elskulegasti eigin-
maðurinn. Hann var bæði vinur
og kennari minn.
Hann var rómantískur og
fannst gaman að koma mér
skemmtilega á óvart.
Hann leiddi allt til lykta, sem
hann byrjaði á, og frestaði sjald-
an hlutum til morguns.
Einu sinni hermdi Tómas mér,
að það hefði breytt lífi hans, þeg-
ar hann hitti mig. Eftir þetta fór
hann að trúa á styrk sinn, öðl-
aðist sjálfstraust og fékk að vita
hvað það þýddi að elska og vera
elskaður. Tómas kunni vel að
meta, að ég tók honum eins og
hann var, og að ég varðveitti
heilleika hans með ást og skiln-
ingi mínum og gerði honum
kleift að þroskast sem einstak-
lingur.
Á kvöldin spjölluðum við oft
saman um alls kyns efni. Ég man
þegar Tómas sagði:
Þegar maður elskar einhvern,
þá finnur maður fyrir samein-
ingu við þann sem maður elskar,
fullkomið traust gagnvart hon-
um, ósjálfráðan djúpan skilning
á sál hans, hugsunum, upplifun-
um, óskum, af gleði hans og sárs-
auka, ótta og löngunum.
Og við vorum í raun og veru
eins og tveir hlutar af einni og
sömu heild. Við skildum hvort
annað án orða.
Nokkrum vikum fyrir andlát
sitt pantaði Tómas handa mér
stóran vönd af rauðum rósum, og
honum fylgdi miði með þakklæt-
isorðum: Þakka þér, elskan mín,
fyrir að hafa verið hjá mér á
þessum erfiðustu stundum ævi
minnar. – Tómas kunni að þakka
og að vera þakklátur.
Ég votta innilega mína samúð
öllum nánustu vegna fráfalls ást-
kæra Tómasar okkar sem hefur
látist fyrir aldur fram. Það er
mjög erfitt að finna huggunar-
orð. Megi Drottinn blessa og
hugga ykkur á þessum erfiðu
sorgartímum.
Mig langar einnig að þakka
fjölskyldu og foreldrum Tómasar
fyrir að hafa alið upp svo virðing-
arverðan og hugrakkan mann.
Innilegar þakkir!
Það er hvorki hægt að gleyma
því, trúa því né taka við því.
Sofðu rótt, mest elskaði mað-
urinn minn! Ég mun koma öllum
okkar áætlunum í framkvæmd;
þú veist, að ég get það.
Elskandi eiginkonan þín,
Sofia Hauksson, Finnlandi.
Afi, ég elska
þig og ég sakna
þín. Ég vona að
þér líði vel og ég elska þig að
eilífu.
Kveðja, besti afastrákur,
Guðbjörn Kári
Kristjánsson, sex ára.
Elsku afi okkar, við erum svo
þakklátar fyrir að hafa haft þig í
lífi okkar og fengið að kalla þig
afa.
Munum mjög vel eftir öllum
ferðunum sem við fengum að
koma með ykkur ömmu á Laug-
arvatn í hjólhýsið ykkar sem þið
áttuð einu sinni og þegar þú
varst alltaf að gefa okkur
nammi þegar við komum í heim-
sókn til þín.
Eyjólfur
Kristjánsson
✝ EyjólfurKristjánsson
fæddist 6. maí
1943. Hann lést
16. desember
2020.
Eyjólfur var
jarðsunginn 22.
desember 2020.
Trúum því varla
að þú sért farinn
frá okkur en eftir
mikil veikindi líður
þér mun betur.
Maður gat alltaf
leitað til afa þegar
eitthvað var að;
sama hvað það var
varstu alltaf tilbú-
inn að hjálpa. Sökn-
um þín og elskum
þig af öllu hjarta.
Hvíldu í friði engillinn okkar.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Þínar
Eyrún Elín og
Kristrún María.
Hæ afi.
Ég elska þig að eilífu. Hvar
ertu í alvörunni sko? Ég vona að
þú hittir Blíðu. Ég sakna þín
núna. Bæ.
Þinn
Eyjólfur Máni
Kristjánsson, sex ára.
Elsku faðir, sonur og bróðir,
GRÉTAR RAFNSSON,
varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum.
Kveðjustund verður tilkynnt síðar.
Gyða Dröfn Grétarsdóttir
Ísfold Rán Grétarsdóttir Valur Örn Vífilsson
Rafn Sigurbergsson
Rún Rafnsdóttir
Páll Rafnsson
barnabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HILMAR ÁRNASON,
Holtabyggð 1, Hafnarfirði,
áður Hólum 15, Patreksfirði,
lést föstudaginn 8. janúar á heimili sínu.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 22. janúar kl. 13:00.
Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni
streymt á https://youtu.be/kp8Sutvinbg
Heimir Hilmarsson
Kristjana Magnea Hilmarsd.
Sylvía Hilmarsdóttir Per Larsson
Ragnar Borgþór, Helena Rós
Hilmar, Jessica
Emelía, Soffía
Benjamín, Patrick Arnar
Elisabeth Mist og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR
frá Bakka í Bjarnarfirði,
síðast til heimilis að Eyjaholti 10a,
Garði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
12. janúar. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 20. janúar kl.
13.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á
www.facebook.com/groups/
sigridurbenediktsdottir/
Ólafur Einarsson Anna Magnúsdóttir
Hannes Ólafsson
Guðveig Einarsdóttir Árni Pétursson
Jóhann Karl Einarsson Ásrún Guðmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn