Morgunblaðið - 18.01.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
vötn í kringum höfuðborgina og ég
er búin að ákveða fluguna og staðinn
sem ég ætla að byrja á þegar vorar.
Það verða eitthvað lágstemmd há-
tíðahöldin vegna afmælisins en með
öll þessi 50 ár á bakinu ætla ég yfir
Fimmvörðuháls í sumar, vonandi í
góðu veðri en alla vega með góðu
fólki, þá er allt hægt.“
Fjölskylda
Eiginmaður Eirúnar er Magnús
Þór Þorbergsson, f. 1.4. 1971, leik-
listarfræðingur. Þau eru búsett í 101
Reykjavík. Foreldrar Magnúsar eru
Anna Magnúsdóttir, f. 9.5. 1952,
bókasafnsfræðingur, búsett í
Reykjavík, og Þorbergur Karlsson,
f. 23.6. 1951, verkfræðingur, búsett-
ur í Garðabæ ásamt seinni konu
sinni, Jónínu A. Sanders, f. 23.12.
1955, viðskiptafræðingi.
Börn Eirúnar og Magnúsar eru 1)
Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir, f.
7.11. 2000, háskólanemi í heima-
húsum; 2) Hildur Magnúsdóttir Eir-
únardóttir, f. 30.9. 2005, grunn-
skólanemi í heimahúsum.
Alsystur Eirúnar eru Vaka Sig-
urðardóttir, f. 7.5. 1974, kúabóndi á
Dagverðareyri í Hörgársveit; Tinna
Sigurðardóttir, f. 28.6. 1979, leik-
skólakennari í Noregi. Sammæðra
bróðir er Teitur Magnússon, f. 14.1.
1987, tónlistarmaður í Reykjavík.
Samfeðra systkin eru Ása Sigurð-
ardóttir, f. 3.12. 1969, búsett í Nor-
egi, og Gideon Einarsson, f. 25.8.
2002, nemi í Berlín. Stjúpsystir er
Berglind Rós Magnúsdóttir, f. 20.5.
1973, háskólakennari í Reykjavík.
Foreldrar Eirúnar eru Hildur
Skarphéðinsdóttir, f. 4.7. 1951, leik-
skólakennari, -stjóri og síðar skrif-
stofustjóri hjá Reykjavíkurborg, og
Sigurður Einarsson, f. 23.9. 1949,
húsa- og húsgagnasmiður í Reykja-
vík nú búsettur í Berlín ásamt seinni
konu sinni, Sabine Einarsson. Stjúp-
faðir Eirúnar er Magnús Hjartar-
son, f. 4.8. 1948, byggingatæknifræð-
ingur, búsettur í Reykjavík.
Eirún
Sigurðardóttir
Jón Ólafsson
kennari í Vík í Mýrdal
Sigríður Einarsdóttir
húsfreyja í Vík í Mýrdal
Einar Jónsson
gjaldkeri hjá SÍS í Reykjavík
Sigrún Þórðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurður Einarsson
húsa- og húsgagnasmiður
búsettur í Berlín
Þórður Jóhannsson
starfsmaður hjá Pósti og
síma í Reykjavík
Jóhanna Eiríksdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Pétur Zóphóníasson
ættfræðingur í Reykjavík
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Skarphéðinn Pétursson
prestur í Bjarnanesi
Sigurlaug Guðjónsdóttir
prestsfrú í Bjarnanesi í Hornafirði
Guðjón Hallgrímsson
bóndi í Hvammi og
Marðarnúpi
Rósa Ívarsdóttir
húsfreyja í Hvammi og Marðarnúpi í Vatnsdal
Úr frændgarði Eirúnar Sigurðardóttur
Hildur Skarphéðinsdóttir
skrifstofustjóri hjá skóla- og
frístundasviði Reykjavíkurborgar
„ÓKEI… SVO ÞETTA ER EKKI
DANSNÁMSKEIÐ?”
„GETURÐU STAÐIÐ KYRR?!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fagna saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG SETTIST OG KLÆDDI
MIG Í VINSTRI SOKKINN …
ÉG VISSI AÐ ÞETTA
VAR SÁ VINSTRI …
VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER
BÚINN AÐ SAUMA „vinstri”
og „hægri” inn í þá
ÞVÍ
MIÐUR
SATT
GEFSTU UPP
EÐA HLJÓTTU
VERRA AF,
RIDDARI!
HA! GLEYMDU ÞVÍ!
EKKERT GETUR SÆRT
MIG Í ÞESSARI
BRYNJU!
ÉG KJAFTA Í
KÆRUSTUNA ÞÍNA
HVAÐ ÞÚ ERT BÚINN AÐ
VERA AÐ GERA!
ÞETTA AFVOPNAÐI HANN!
TÓLF
SPOR
Helgi R. Einarsson sendi mérpóst á miðvikudag, sagði að
nú væru strákarnir okkar komnir
til Egyptalands og veitti ekki af
smá stuðningi. Hann fór síðan með
„Íþróttaferðabæn“:
„Heyrðu mig heilagur andi
svo handboltapiltar sig standi,
verndaðu þá
vonbrigðum frá
og veirum í Egyptalandi.“
Guðbjartur Sturluson segist hafa
gaman af að fylgjast með Vísna-
horni og séð þar vísu um hann
Grím, sem var að gifta sig en
kvæntist þó ekki! Hjá frændfólki
sínu á Kirkjubóli í Bjarnadal í Ön-
undarfirði lærði hann í gamla daga
aðra vísu um Grím, sem þá var á
leið heim af engjum:
Nú er úti veður vott,
vökna skór með þvengjum,
ekki fær hann Grímur gott,
að ganga heim af engjum.
Ólafur Stefánsson segir að sam-
kvæmt fréttum séu bæði fiskifræð-
ingar og sjómenn rasandi og ráð-
þrota gagnvart framferði
loðnunnar, sem ekki sé á réttu róli
og lætur ekki ná í sig frekar en
embættismaður í helgarfríi. Óvíst
sé að loðnan sinni þessu kvabbi, og
hvað verður þá um alla milljarðana
sem búið var að reikna inn í þjóð-
arbúið?
Úthaldið gengur út á það,
að ösla og stíma,
og veiða loðnu á vitlausum stað,
og vondum tíma.
Fía á Sandi tekur undir með sín-
um hætti:
Vont er ef ekki veiðist
þá veltur allt kerfið á slig.
Ætli loðnunni leiðist
að láta menn veiða sig?
Stefán Vilhjálmsson segir: Góð
spurning, Fía. Í hugann kom versið
um grásleppuna sem ég lærði á
kennarastofu MA forðum. Prófaði
að gúgla og viti menn, það birtist
svona í vísnaþætti Torfa Jónssonar
í Dagblaðinu-Vísi árið 1990, – göm-
ul kosningavísa eftir Freystein
Gunnarsson skólastjóra:
Grásleppan veiðist suður með sjó,
það sýnir hvað hún er gáfnasljó
að alltaf fiskast þar nægtanóg
í netin á hverjum vetri,
– en aðrir fiskar í öðrum sjó
eru víst lítið betri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stingur í hjartað og
loðna á vitlausum stað