Morgunblaðið - 18.01.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2021
HM 2021
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Guðmundur Þ. Guðmundsson lands-
liðsþjálfari í handknattleik er ekki
með það í forgangi að dreifa álaginu
á sína menn þegar Ísland mætir
Marokkó í lokaleik F-riðils heims-
meistaramótsins í Egyptalandi í
kvöld.
Íslenska liðinu nægir jafntefli til
að gulltryggja stöðu sína og fara
áfram með tvö stig og fimmtán mörk
í plús úr sigurleiknum gegn Alsír í
milliriðlakeppni mótsins. Leikurinn
má alls ekki tapast því þá kæmist
Marokkó í milliriðil og Ísland færi
áfram án stiga.
„Þeir eru sýnd veiði en ekki gefin,
og svo er staðan þannig hjá okkur að
við verðum að vinna leikinn til þess
að fara með stigin með okkur inn í
milliriðilinn, sem er mjög mikils
virði. Það er því allt undir í þessum
leik og ekki hægt að slaka neitt á,“
sagði Guðmundur við Morgunblaðið
í gær en ítarlegt viðtal við hann er á
HM-vefnum á mbl.is/sport.
Eftir leiki laugardagsins í E- og
F-riðlum blasir það við að Ísland
leiki gegn Sviss á miðvikudaginn,
gegn Frakklandi á föstudaginn og
gegn Noregi á sunnudaginn. Ís-
lenska liðið þarf að fá að lágmarki
fjögur stig úr þessum þremur leikj-
um til að eiga möguleika á að ná
öðru sæti milliriðilsins og komast í
átta liða úrslit mótsins.
Íslenska liðið átti stórgóðan leik
gegn Alsír í fyrrakvöld og vann
39:24 eftir 22:10 í hálfleik þar sem
Ísland skoraði úr 22 skotum af 23.
„Þessi fyrri hálfleikur fer nú nánast í
sögubækurnar fyrir nýtingu. Ég
man bara ekki eftir svona tölum og
held að þetta hafi aldrei gerst áður,“
sagði Guðmundur.
Janus ekki meira með
Bjarki Már Elísson skoraði 12
mörk, Björgvin Páll Gústavsson
varði 15 skot og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson var að margra mati besti
leikmaður íslenska liðsins.
Janus Daði Smárason leikur ekki
meira með íslenska liðinu á þessu
móti. Hann er á heimleið vegna
meiðsla öxl og ekki lá fyrir í gær-
kvöld hvort nýr leikmaður yrði kall-
aður í hópinn í hans stað.
Allt undir gegn Marokkó
Ekkert hægt að slaka á, segir Guð-
mundur um lokaleik riðilsins í kvöld
AFP
Mark Elliði Snær Viðarsson skorar í stórsigrinum gegn Alsír í fyrrakvöld.
Alfreð Gíslason og hans menn í
þýska landsliðinu í handknattleik
þurftu ekki að spila á heimsmeist-
aramóti karla í Egyptalandi í gær
til að vinna sér sæti í milliriðli.
Nokkrum tímum áður en leikur
þeirra við Grænhöfðaeyjar átti að
hefjast kom á daginn að Afr-
íkuþjóðin gæti ekki mætt til leiks
vegna kórónuveirusmita. Aðeins
níu leikmenn af 22 voru leikfærir
en lágmark er að vera með tíu leik-
menn á skýrslu á mótinu. Þýska-
landi var því úrskurðaður 10:0 sig-
ur í leiknum.
Þrettán smit og
leikur tapaður
AFP
Frí Alfreð Gíslason þurfti ekki að
mæta til leiks á HM í gær.
Handknattleiksþjálfararnir Dagur
Sigurðsson og Halldór Jóhann Sig-
fússon eru á leið með landslið Jap-
ans og Barein í hreina úrslitaleiki
um sæti í milliriðlum HM í Egypta-
landi á morgun. Dagur var hárs-
breidd frá öðrum óvæntum úrslit-
um þegar Japan tapaði fyrir Katar,
29:31, eftir að hafa verið yfir af og
til í leiknum og unnið upp sex
marka forystu í seinni hálfleik. Jap-
an mætir Angóla í úrslitaleik. Hall-
dór og hans menn í Barein töpuðu
24:21 fyrir Argentínu og mæta
Kongó í úrslitaleik á morgun.
Dagur og Halldór
í úrslitaleiki
AFP
Barein Halldór Jóhann Sigfússon á
hliðarlínunni gegn Argentínu.
HM karla í Egyptalandi
A-RIÐILL:
Grænhöfðaeyjar – Þýskaland.............. 0:10
Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland.
Ungverjaland – Úrúgvæ...................... 44:18
Staðan:
Þýskaland 2 2 0 0 53:14 4
Ungverjaland 2 2 0 0 78:45 4
Grænhöfðaeyjar 2 0 0 2 27:44 0
Úrúgvæ 2 0 0 2 32:87 0
Þýskaland og Ungverjaland eru komin í
milliriðil.
B-RIÐILL:
Túnis – Brasilía..................................... 32:32
Pólland – Spánn.................................... 26:27
Staðan:
Spánn 2 1 1 0 56:55 3
Pólland 2 1 0 1 56:55 2
Brasilía 2 0 2 0 61:61 2
Túnis 2 0 1 1 60:62 1
Ekkert liðanna er komið áfram og öll
geta komist í milliriðilinn.
C-RIÐILL:
Katar – Japan....................................... 31:29
Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.
Angóla – Króatía .................................. 20:28
Staðan:
Katar 2 2 0 0 61:54 4
Króatía 2 1 1 0 57:49 3
Japan 2 0 1 1 58:60 1
Angóla 2 0 0 2 45:58 0
Katar og Króatía eru komin í milliriðil.
D-RIÐILL:
Argentína – Barein ............................. 24:21
Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein.
Kongó – Danmörk ................................ 19:39
Staðan:
Danmörk 2 2 0 0 73:39 4
Argentína 2 2 0 0 52:43 4
Barein 2 0 0 2 41:58 0
Kongó 2 0 0 2 41:67 0
Danmörk og Argentína eru komin í milli-
riðil.
E-RIÐILL:
Austurríki – Frakkland ....................... 28:35
Sviss – Noregur .................................... 25:31
Staðan:
Frakkland 2 2 0 0 63:52 4
Noregur 2 1 0 1 55:53 2
Sviss 2 1 0 1 53:56 2
Austurríki 2 0 0 2 53:63 0
Frakkland er komið í milliriðil.
F-RIÐILL:
Marokkó – Portúgal ............................. 20:33
Alsír – Ísland......................................... 24:39
Staðan:
Portúgal 2 2 0 0 58:43 4
Ísland 2 1 0 1 62:49 2
Alsír 2 1 0 1 48:62 2
Marokkó 2 0 0 2 43:57 0
Portúgal er komið í milliriðil.
G-RIÐILL:
Egyptaland – N-Makedónía................ 38:19
Síle – Svíþjóð......................................... 26:41
Staðan:
Svíþjóð 2 2 0 0 73:46 4
Egyptaland 2 2 0 0 73:48 4
Síle 2 0 0 2 55:76 0
N-Makedónía 2 0 0 2 39:70 0
Svíþjóð og Egyptaland eru komin í milli-
riðil.
H-RIÐILL:
Hvíta-Rússland – Suður-Kórea .......... 32:24
Rússland – Slóvenía ............................. 31:25
Staðan:
Hvíta-Rússland 2 1 1 0 64:56 3
Rússland 2 1 1 0 63:57 3
Slóvenía 2 1 0 1 76:60 2
Suður-Kórea 2 0 0 2 53:83 0
Hvíta-Rússland, Rússland og Slóvenía
eru komin í milliriðil.
Leikir í dag:
14.30 Norður-Makedónía – Síle................. G
14.30 Suður-Kórea – Rússland ................. H
17.00 Frakkland – Sviss............................. E
17.00 Portúgal – Alsír................................. F
17.00 Svíþjóð – Egyptaland ....................... G
17.00 Slóvenía – Hvíta-Rússland .............. H
19.30 Noregur – Austurríki ....................... E
19.30 Marokkó – Ísland.............................. F
Olísdeild kvenna
Valur – Stjarnan ................................... 28:21
HK – FH ............................................... 33:21
Haukar – KA/Þór ................................. 20:21
Fram – ÍBV........................................... 26:25
Staðan:
Valur 4 3 0 1 109:91 6
Fram 4 3 0 1 107:100 6
ÍBV 4 2 1 1 94:90 5
KA/Þór 4 2 1 1 84:83 5
HK 4 2 0 2 103:94 4
Stjarnan 4 2 0 2 96:95 4
Haukar 4 1 0 3 92:109 2
FH 4 0 0 4 86:109 0
Grill 66-deild kvenna
Selfoss – Fjölnir/Fylkir ....................... 30:23
HK U – Víkingur .................................. 26:24
Afturelding – Fram U.......................... 22:25
Valur U – Grótta................................... 28:18
Þýskaland
Oldenburg – Leverkusen.................... 26:22
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 2
mörk fyrir Leverkusen.
Nýja höfuðborgin, HM karla, F-riðill,
laugardag 16. janúar 2021.
Gangur leiksins: 3:3, 3:6, 5:11, 9:19,
10:22, 15:27, 17:32, 20:36, 24:39.
Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson
12/7, Ólafur Guðmundsson 6, Alex-
ander Petersson 4, Gísli Þorgeir
Kristjánsson 3, Viggó Kristjánsson 3,
ALSÍR – ÍSLAND 24:39
Oddur Gretarsson 3, Sigvaldi Björn
Guðjónsson 2, Elliði Snær Viðarsson
2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Arnar
Freyr Arnarsson 1, Björgvin Páll
Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
15.
Utan vallar: 10 mínútur.
Keflavík er áfram eina taplausa lið-
ið í úrvalsdeild kvenna í körfu-
knattleik, Dominos-deildinni, eftir
sigur á Fjölni, 72:60, á laugardag-
inn. Nýliðar Fjölnis töpuðu öðrum
leiknum í röð eftir að hafa unnið
fyrstu þrjá í haust.
Katla Rún Garðarsdóttir skoraði
18 stig fyrir Keflavík og Ariel
Hearn 17 fyrir Fjölni.
Isabella Ósk Sigurðardóttir tók
22 fráköst fyrir Breiðablik sem
fékk sín fyrstu stig með sigri á KR í
Vesturbænum, 73:58. Annika Holo-
painen skoraði 20 stig fyrir KR og
tók 17 fráköst.
Keira Robinson skoraði 30 stig
fyrir Skallagrím og Sanja Orozovic
26 í sigri gegn Snæfelli, 85:80, í
Vesturlandsslag í Borgarnesi.
Haiden Palmer var með 29 stig og
þrefalda tvennu fyrir Snæfell.
Helena Sverrisdóttir skoraði
20 stig og tók 12 fráköst fyrir Val á
sínum gamla heimavelli þegar Hlíð-
arendaliðið vann Hauka, 74:64, á
Ásvöllum þegar umferðinni lauk í
fyrrakvöld. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Íris
Öflug Isabella Ósk Sigurðardóttir, fyrir miðju, tók 22 fráköst fyrir Blika.
Keflavíkurkonur eru
einar með fullt hús
Fram lagði ÍBV að velli, 26:25, í
æsispennandi toppslag í úrvalsdeild
kvenna í handknattleik, Olísdeild-
inni, í Safamýri í gær, eftir að leikn-
um hafði verið frestað um sólar-
hring vegna vandræða Eyjakvenna
með að komast með Herjólfi til
Reykjavíkur.
Fram náði Val að stigum á toppn-
um en ÍBV sem var eina taplausa
liðið eftir þrjár umferðir situr eftir
í þriðja sæti.
Steinunn Björnsdóttir skoraði
sigurmark Fram en vítakast geig-
aði hjá Eyjakonum þegar mínúta
var eftir og ekkert var skorað eftir
það.
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði
12 mörk fyrir Fram en Sunna Jóns-
dóttir gerði 7 mörk fyrir ÍBV og
Marta Wawrzynkowska varði 14
skot í marki Eyjakvenna, tíu þeirra
í fyrri hálfleik.
Valur var ekki í teljandi vand-
ræðum með Stjörnuna á Hlíð-
arenda á laugardag og vann 28:21.
Lovísa Thompson skoraði 10 mörk
fyrir Val og Ragnhildur Edda Þórð-
ardóttir 7 en Eva Björk Davíðs-
dóttir skoraði 11 mörk fyrir Stjörn-
una.
HK skoraði 19 mörk gegn 6 í
seinni hálfleik og vann FH, 33:21, í
Kórnum á laugardag eftir að hafa
verið undir í hálfleik, 14:15. Díana
Kristín Sigmarsdóttir skoraði 7
mörk fyrir HK, Kristín Guðmunds-
dóttir 6 og Sigríður Hauksdóttir 6.
Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði
10 mörk fyrir FH.
Rut Jónsdóttir skoraði 9 mörk
fyrir KA/Þór sem lagði Hauka á
Ásvöllum, 21:20. Sara Odden og
Birta Lind Jóhannsdóttir gerðu 5
mörk hvor fyrir Hauka. vs@mbl.is
Sigurmark Stein-
unnar gegn ÍBV
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Safamýri Steinunn Björnsdóttir
skorar fyrir Fram gegn ÍBV.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Ásvellir: Haukar – Keflavík................. 18.15
Origo-höll: Valur – KR......................... 20.15
Í KVÖLD!