Morgunblaðið - 18.01.2021, Síða 32
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Á liðnu ári var þess minnst að 150
ár voru liðin frá því Íslendingar,
fjórir ungir menn frá Eyrarbakka,
settust fyrst að á Washington-eyju í
Michigan-vatni í Wisconsin í Banda-
ríkjunum. Af því tilefni var sleginn
sérstakur minningarpeningur og í
liðinni viku fékk forseti Íslands slík-
an pening afhentan frá 25 afkom-
endum fjórmenninganna vestra.
Mappa með upplýsingum um gef-
endur og persónulegum kveðjum
þeirra fylgdi sem og bókin Thordar-
son and Rock Island eftir Richard
Purinton, forystumann hópsins.
Almar Grímsson, fyrrverandi for-
maður Þjóðræknisfélags Íslendinga,
og Lýður Pálsson, forstöðumaður
Byggðasafns Árnesinga – Hússins á
Eyrarbakka, afhentu Guðna Th. Jó-
hannessyni gripina fyrir hönd gef-
enda. Til stóð að hópurinn kæmi til
landsins í júní í fyrra vegna þessara
tímamóta en kórónuveirufaraldur-
inn kom í veg fyrir það. „Ég kom
fyrst út í Washington-eyju 2017 og
kynntist þessu fólki eftir að hafa
heimsótt nánast allar nýlendur Ís-
lendinga í Vesturheimi,“ segir Al-
mar, en hann og Lýður fóru síðan
þangað árið eftir og treystu böndin.
Löng ferð
Daninn William Wickmann flutti
til Wisconsin 1865 eftir að hafa ver-
ið verslunarþjónn á Eyrarbakka. Í
bréfi til Guðmundar Thorgrímsen,
faktors í verslun Lefolii, dásamaði
hann landkosti á svæðinu og meðal
annars á Washington-eyju. Guð-
mundur sýndi starfsmönnum sínum
bréfið og einum þeirra, Jóni Gísla-
syni, verslunarþjóni og bróður lang-
afa Almars, var ekki til setunnar
boðið enda hafði hann lengi hugsað
sér að flytja af landi brott. Árni
Guðmundsson, Jón Einarsson og
Guðmundur Guðmundsson slógust í
för með honum og héldu þeir frá
Reykjavík með skipi til Kaup-
mannahafnar 12. maí 1870. Þaðan
sigldu þeir til Hull á Englandi, frá
Liverpool til Quebec í Kanada og
komu til Milwaukee í Wisconsin 27.
júní sama ár, en Washington-eyja
er um 300 km fyrir norðan Milwau-
kee.
Skipulagðar ferðir Íslendinga til
Vesturheims hófust 1855, þegar
hjónin Samúel Bjarnason og Mar-
grét Gísladóttir í Vestmannaeyjum
ásamt Helgu Jónsdóttur í Land-
eyjum fluttu til Utah. Á árunum
1863 til 1873 fór hópur fólks til
Brasilíu. Íslendingar settust fyrst
að á Nýja-Íslandi norðan við Winni-
peg í Kanada 1875 og fjöldaflutn-
ingar til Norður-Ameríku stóðu yfir
til 1914. Áætlaður fjöldi íslenskra
vesturfara er um 15.000 – 20.000 á
tímabilinu.
Washington-eyja hefur ætíð verið
fámenn og búa þar innan við 1.000
manns. Almar bendir á að Íslend-
ingar og afkomendur þeirra hafi
verið um 30% eyjarskeggja um
aldamótin 1900 og verið áberandi í
samfélaginu, sem einnig hafi eink-
um samanstaðið af Norðmönnum,
Dönum og Þjóðverjum. „Þeir hafa
verið mjög ræktarsamir við upprun-
ann og menningararfinn, haldið
gögnum og gömlum munum til haga
auk þess sem þeir hafa alla tíð haft
mjög sterk tengsl við Eyrarbakka.“
Tímamót í sögu
íslenskra vesturfara
Gjöfin afhent á Bessastöðum Lýður Pálsson, Guðni Th. Jóhannesson,
forseti Íslands, með peninginn og Almar Grímsson til hægri.
Fjórir menn settust að í Washington-eyju fyrir um 150 árum
Minningarpeningurinn Frá Íslandi til Washington-eyju 1870.
Picasso
rmúla 24 • S. 585 2800
Berliner Philharmoniker-hljómsveitin í Berlín, undir
stjórn Kirill Petrenko, mun 29. janúar næstkomandi
frumflytja nýtt hljómsveitarverk eftir Önnu Þorvalds-
dóttur tónskáld. Um heimsfrumflutning er að ræða en
hljómsveitin pantaði verkið af Önnu í samvinnu við Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníuhljómsveit New
York-borgar og Sinfóníuhljómsveit Birmingham-borgar,
með stuðningi Vinafélags Berlínarhljómsveitarinnar.
Verkið nefnist Catamorphosis og verður unnt að fylgj-
ast með frumflutningnum í streymi á netinu.
Nýtt tónverk Önnu verður frumflutt
af Fílharmóníuhljómsveit Berlínar
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Manchesterliðin United og City eru í tveimur efstu sæt-
um ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki
gærdagsins þar sem United gerði markalaust jafntefli
við Liverpool á Anfield og City vann sannfærandi sigur
á Crystal Palace. Englandsmeistarar Liverpool hafa
hins vegar aðeins skorað eitt mark í fjórum síðustu
leikjum og eru dottnir niður í fjórða sætið. »26
Manchesterliðin eru í efstu
sætunum á Englandi
ÍÞRÓTTIR MENNING