Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Sími 555 3100 www.donna.is Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlíf móðufrí C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er algjörlega ljóst af þessum úttektum að íþróttafélögin gera margt mjög vel en það er líka hægt að gera betur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður mann- réttinda-, ný- sköpunar- og lýð- ræðisráðs borgarinnar. Á fundi ráðsins í síðustu viku var samþykkt að í ár verði gerð jafn- réttisúttekt á þremur íþróttafélög- um í borginni, ÍR, Fram og Víkingi. Verða þau síðustu hverfisíþrótta- félögin í Reykjavík sem gerð er út- tekt á, en árið 2016 var sams konar úttekt gerð á Fjölni, Þrótti og KR. Í fyrra var úttekt gerð á Ármanni, Fylki og Val. „Við viljum að öllum líði vel í Reykjavík og það eru gerðar kröfur til íþróttafélaganna um að allir hafi jöfn tækifæri til að stunda íþróttir, óháð því hvaða hópi þeir tilheyra. Félögin fá enda peninga frá borginni í gegnum ÍBR,“ segir Dóra Björt. Hún segir að meðal þess sem kannað er við jafnréttisúttektir sé hvort íþróttafélög séu með virkar jafnréttisáætlanir og siðareglur og hvernig fjármagni sé skipt á milli kynja hjá félögunum. „Sums staðar hefur verið vel hug- að að jöfnu aðgengi kynja, aðgengi að klefum og aðstöðu en það er ekki alls staðar,“ segir Dóra Björt. Hún getur þess að íþróttafélög mættu gjarnan stuðla enn frekar að fjölgun iðkenda sem hafa annað móðurmál en íslensku og huga að jafnara kynjahlutfalli í stjórnum og hjá starfsfólki. „Við viljum gjarnan hvetja íþróttafélögin til að auka sýni- leika jafnréttisáætlana og siða- reglna. Ef það er ekki búið að laga þær að starfinu, kynna þær fyrir starfsfólki og iðkendum, hafa þær ekki tilætluð áhrif.“ Hvað varðar aðstöðu segir Dóra að ekki sé alls staðar hugað að iðk- endum sem skilgreina sig hvorki sem konur né karla og að þörfum transfólks. „Það er mikilvægt að öll- um líði vel. Unglingar og börn eru mörg á viðkvæmum stað í sínum þroska og hvað varðar kynhneigð, kynvitund og alls konar þætti og rétt er að veita stuðning og taka mið af því. Eins hefur vantað upp á hinseg- in fræðslu, til dæmis að tengsl séu fyrir hendi við Samtökin 78. Það þarf að vera til staðar meðvitund um það hvernig hægt sé að taka vel á móti hinsegin fólki innan íþróttafélag- anna. Fræðsla getur haft veigamikil og jákvæð áhrif enda er þekking öfl- ugt vopn gegn fordómum.“ Aðspurð kveðst Dóra ekki vera með það á reiðum höndum hver kostnaður sé við gerð jafnréttisút- tekta hjá íþróttafélögunum. „Þær eru gerðar af okkar fólki hjá mann- réttinda- og lýðræðisskrifstofu og það býður líka fram aðstoð við eft- irfylgni jafnréttisáætlana og eins ef eitthvað kemur í ljós sem þarf að laga.“ Kanna stöðu jafnréttismála í íþróttum  Úttekt gerð á þremur íþróttafélögum í Reykjavík í ár  Fyrri úttektir benda til þess að þótt margt sé vel gert megi ýmislegt betur fara í jafnréttismálum hjá félögunum  Vilja að allir fái jöfn tækifæri Morgunblaðið/Eggert Handbolti Ráðist verður í jafnréttisúttekt hjá Fram og Víkingi í ár. Dóra Björt Guðjónsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á mjólkurafurðum minnkaði á nýliðnu ári, þriðja árið í röð. Að þessu sinni er ástæðan talin fækkun ferðamanna vegna kórónuveirufar- aldursins. „Ég tel að kúabændur og mjólkuriðnaðurinn megi vel við una, miðað við brotthvarf ferðamanna, að ekki ekki varð meiri samdrátt- ur,“ segir Jóhanna Hreinsdóttir, formaður stjórnar Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði. Sala á öllum flokkum mjólkuraf- urða nema rjóma minnkaði á síð- asta ári, miðað við árið á undan. Mesti samdrátturinn var í sölu á skyri á innanlandsmarkaði, 8,7%. Ef sala í öllum vöruflokkum er lögð saman sést að samdrátturinn nem- ur 1.236 þúsund tonnum/lítrum, eða um 2,3%. Þess ber að geta að um mismunandi mælieiningar er að ræða og mismikil mjólk er á bak við vörurnar. Jóhanna segir að samdrátturinn skýrist aðallega af brotthvarfi ferðamanna. Færri neytendur hafi því verið í landinu dag hvern að meðaltali miðað við árið á undan. Hún nefnir mikla minnkun í sölu á skyri sem dæmi um áhrif færri ferðamanna því skyrið sé vinsæll matur á morgunverðarborði hótel- anna. Þá hafi verið minni sala til mötuneyta en meira selt í gegnum matvöruverslanir enda margir Ís- lendingar dvalið stóran hluta ársins heima við nám og vinnu. Svipaður innflutningur Ekki liggja fyrir tölur um inn- flutning á ostum og öðrum mjólk- urafurðum á árinu 2020. Í lok nóv- ember var innflutningur mjólkur- afurða svipaður og á sama tíma árið á undan. Þar fyrir utan er innflutn- ingur á jurtaosti og fleiri afurðum sem fluttar hafa verið inn án tolla og mjólkuriðnaðurinn hefur talið ranglega skráðar. Yfirvöld tolla- mála hafa sagt að þessi mál væru í skoðun. Hvað sem veldur þá hefur lítið verið flutt inn af jurtaosti síð- ustu mánuði árins, að því er op- inberar tölur sýna. Þá hefur einnig verið lítill innflutningur á jurta- rjóma enda starfsemi veitingahúsa í lágmarki. Birgðir af osti og smjöri hafa aukist á árinu. Jóhanna segir að birgðir í árslok séu eðlilegar miðað við sölu. Þrátt fyrir samdrátt í sölu og aukningu birgða ákvað landbúnað- arráðherra að minnka ekki fram- leiðsluheimildir. Heildargreiðslu- mark mjólkur sem skiptist á milli framleiðenda mjólkur og bændur fá beingreiðslur út á var óbreytt. Það þýðir að framleiðslan er talsvert umfram sölu. Jóhanna Hreinsdóttir segir að vonast sé til að salan taki aftur við sér þegar starfsemi þjóð- félagsins fer aftur af stað og ferða- menn sæki landið heim á ný. Efnahallinn eykst Vegna misvægis í sölu á fiturík- um og próteinríkum afurðum mynd- ast svokallaður efnahalli. Sá halli jókst á síðasta ári vegna þess að samdráttur í sölu kom meira fram í þeim hluta mjólkurafurða. Sam- kvæmt nýjum stuðlum er munurinn nú 20 milljónir lítra. Skapar þetta vandamál fyrir mjólkuriðnaðinn vegna þess hve lágt verð fæst fyrir próteinið sem er umfram. Jóhanna segir við þessu sé brugðist með vöruþróun til að auka sölu á próteinríkum vörum, knýja á um rétta skráningu á innflutningi og leita leiða til að auka útflutnings- verðmæti þeirra afurða sem þarf að flytja úr landi. Innflutningur á jurtaosti jók þennan vanda en nú mun búið að setja undir þann mjólkurleka. Þá hefur verið aukin áhersla á að framleiða hér skyr fyr- ir ákveðna erlenda markaði. 160 150 140 130 120 110 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Sala mjólkurafurða 2020 Skipting afurða 2020 Framleiðsla og sala, milljónir lítra Heimild: SAM ( bráðabirgðatölur) Þúsundir lítra / tonn 2019 2020 Breyting Mjólk og sýrðar vörur 38.756 38.049 -1,8% Rjómi og sýrður rjómi 3.217 3.233 0,5% Skyrvörur 3.001 2.740 -8,7% Viðbit 2.390 2.328 -2,6% Ostar 6.187 5.994 -3,1% Duft 1.173 1.144 -2,5% Samtals 54.724 53.488 -2,3% Innvegin mjólk Heildarsala umreiknuð í fi tu Heildarsala umreiknuð í prótein Mjólk og sýrðar vörur, 71% (38.049 lítrar) Rjómi og sýrður rjómi, 6% Viðbit, 4% Duft, 2% Ostar, 11% Skyr og skyr drykkir, 5% Samtals 53.488 þúsundir lítra og kílóa123 143 151 Sala eftir vörufl okkum 2.000 1.500 1.000 500 0 Birgðir mjólkurvara 2020 Tonn afurða Viðbit Ostar Duft 532426 2.462 1.924 415441 Ársbyrjun Árslok Sala minnkaði á flest- öllum afurðum mjólkur  Skyrsala minnkaði mest  Auknar birgðir af smjöri og osti Alls fengu 2.460 einstaklingar fjár- hagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg til framfærslu mánuðina janúar til nóv- ember á síðasta ári. Til samanburðar fengu 2.125 manns fjárhagsaðstoð til framfærslu á fyrstu 11 mánuðum ársins 2019. Þetta kemur fram í svari Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Morgunblaðsins. Búist er við því að margir atvinnu- lausir einstaklingar sem missa bóta- rétt sinn hjá Vinnumálastofnun muni leita eftir framfærslu í gegnum fjár- hagsaðstoð frá borginni og er því spáð að fjöldi þeirra sem þurfa að óska eftir fjárhagsaðstoð á yfirstand- andi ári aukist um hátt í 500 manns á milli ára. Um þriðjungur er atvinnulaus og án bótaréttar „Fjárhagsaðstoð Reykjavík- urborgar hefur aukist mikið í kjölfar Covid-19 og er um 32% aukning á fjölda þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu á vegum borgarinnar á milli ára. Í júlí 2019 fengu 1.067 slíka aðstoð en í júlí í fyrra voru þeir 1.408,“ segir Hólmfríður Helga. Hún bendir á að rúmlega þriðj- ungur þeirra sem fá fjárhagsaðstoð er atvinnulaus án bótaréttar. Þá hafi þeim erlendu ríkisborgurum sem þiggja fjárhagsaðstoð fjölgað um- talsvert og voru þeir um 40% í lok síðasta árs. „Auk þess að gera ráð fyrir áfram- haldandi fjölgun í hópi þeirra sem eru atvinnulausir er gert ráð fyrir að margir þeirra sem missa bótarétt hjá Vinnumálastofnun muni leita eftir framfærslu í gegnum fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Spá fyrir 2021 tekur mið af þessu en í áætlun ársins er gert ráð fyrir mikilli fjölgun not- enda, eða að fjöldi þeirra aukist úr 1. 375 á mánuði í 1.852 árið 2021 sem er um 35% fjölgun. Þess ber að geta að regluverk varðandi atvinnuleys- isbætur og fjárhagsaðstoð er ólíkt. Þeir sem eiga rétt á atvinnuleys- isbótum eiga ekki allir rétt á fjár- hagsaðstoð, meðal annars vegna þess að tekjur maka hafa áhrif á þann rétt,“ segir í svari hennar. Velferðarsvið borgarinnar gerir ráð fyrir því í áætlun fyrir árið 2021 að hlutfall þeirra sem missa bótarétt á árinu fari lækkandi þegar líður á árið og verði tiltölulega lágt í lok árs. Er það m.a. vegna væntinga um að það dragi úr áhrifum kórónuveiru- faraldursins á hagkerfið. omfr@mbl.is Fleiri þurfa á fjár- hagsaðstoð að halda  Búast við 35% fjölgun á milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.