Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samfélags-miðlarnir ogtækniris-
arnir í Bandaríkj-
unum, svo sem
Facebook, Twitter,
Amazon og Google,
hafa setið undir harðari og erf-
iðari umræðu að undanförnu en
líklegt er að þeir hafi gert ráð
fyrir þegar þeir gripu til að-
gerða gegn Trump forseta og
lokuðu á hann, auk þess að loka
á samfélagsmiðil sem stuðn-
ingsmenn hans voru taldir
mundu nýta. Sú aðgerð var
vafasöm óháð því hvað fólki
þykir um Trump og þær skoð-
anir sem hann viðrar á Twitter
og víðar. Það var af þeim sök-
um sem fólk víða að hefur
gagnrýnt þessi inngrip í opna
umræðu og hafa margir bent á
að umræðan batni frekar með
því að svara því sem fólk er
ósammála en að reyna að
hindra aðra í að tjá skoðanir
sínar.
Þá hefur verið á það bent að
aðgerðir samfélagsmiðlanna
gegn Trump séu í ósamræmi
við það sem tíðkast gagnvart
öðrum. Þannig er bent á að
leiðtogi Írans haldi óáreittur
úti hatursáróðri gegn Ísrael á
Twitter og að á þeim miðli sé
einnig haldið úti reikningum
sem hvetji til þess að Trump
verði drepinn sem og reikn-
ingum sem hvetji til ofbeldis
gegn lögregluþjónum í Banda-
ríkjunum. Þá hefur verið bent
á að forseti fulltrúadeildar-
innar, Nancy Pelosi, hafi tíst
um það ári eftir að Trump sigr-
aði Clinton í forsetakosning-
unum að hann hefði ekki unnið
og væri ekki réttkjörinn for-
seti. Nú sé lokað á Trump fyrir
sams konar „upplýsinga-
óreiðu“.
Allt er þetta mjög sér-
kennilegt og vekur réttilega
upp spurningar um eðli þess-
ara miðla og hvert þeir stefna,
hvort sem er af sjálfsdáðum
eða með aðgerðum hins opin-
bera. Einn þeirra
sem nú hefur stigið
fram og gagnrýnt
samfélagsmiðlana
harðlega, jafnvel
enn harðar en
flestir, er hagfræð-
ingurinn Nouriel Roubini. Sá
er enginn stuðningsmaður nú-
verandi forseta (fyrir þá sem
lesa þetta fyrir hádegi á Wash-
ington-tíma) enda var hann
efnahagsráðgjafi Obama og er
mjög gagnrýninn á Trump og
telur jafnvel að rétt hafi verið
að loka á hann. En í samtali við
Der Spiegel bendir hann á að
þar hafi verið um algera tæki-
færismennsku að ræða: „Þar til
nýlega aflaði Facebook fjár
með sölu pólitískra auglýsinga
og nú, við lok kjörtímabils
Trumps, grípa þeir til aðgerða
gegn honum. Mark Zucker-
berg, framkvæmdastjóri Face-
book, hugsar bara um peninga,
hann er algerlega ógeðslegur
náungi. Twitter og hinir sam-
félagsmiðlarnir eru slæmir,
Facebook er verri.“
Roubini segir alveg ljóst að
tæknirisarnir séu orðnir of
valdamiklir, en ekki sé auðvelt
að eiga við þá. Hefðbundin lög
gegn einokunarstarfsemi dugi
ekki þar sem þjónusta þeirra
kosti ekkert en þeir fénýti not-
endaupplýsingarnar. Þeim
verði að setja þröngar skorður
en með annars konar reglu-
verki.
Ekki er ólíklegt að Biden sé
tæknirisunum þakklátur fyrir
að hafa þaggað niður í forvera
hans og að aðrir forystumenn
demókrata séu sama sinnis. En
risarnir ættu þó ekki að gera
ráð fyrir að það þakklæti komi í
veg fyrir að regluverk sem um
þá gildir verði tekið til endur-
skoðunar. Jafnvel hörðustu
andstæðingum fráfarandi for-
seta blöskrar ósamræmið og
hafa mikla fyrirvara á því að
einstaka risafyrirtæki, eða öllu
heldur ofurríkir eigendur
þeirra, geti tekið sér slík völd.
Nú er sótt að ris-
unum úr öllum átt-
um og ekki ólíklegt
að aðgerðir fylgi}
Gagnrýni á tæknirisa
Stjórnarand-staðan á þingi
telur sig geta haft
gott af því að and-
mæla sölu á hlut í
ríkisbankanum Ís-
landsbanka. Smári
McCarty, þingmaður Pírata,
lét sig meira að segja hafa það
að halda því fram að einu for-
sendur sölunnar væru þær að
hún kæmi fram í stjórnarsátt-
málanum.
En það er ástæða fyrir því að
þetta er í stjórnarsáttmálan-
um, mun betri ástæða en fyrir
sumu öðru sem þar er að finna.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra benti til
að mynda á að það
þyrfti „að leita alla
leið til ríkja á borð
við Kína, jafnvel
Norður-Kóreu, til
að finna viðlíka
eignarhald ríkisins á fjármála-
fyrirtækjum,“ og er hér á
landi.
Nú kann að vera að Píratar
og jafnvel fleiri telji umsvif
ríkisins í þessum löndum til
fyrirmyndar, um það skal ekk-
ert fullyrt, en flestir aðrir eru
sennilega þeirrar skoðunar að
umsvifin mættu vera nokkru
minni hér á landi.
Þegar ríkið á tvo
stóra banka er
andstaða við sölu
sérkennileg}
Engar forsendur?
Á
vallt ber að stefna að því að bæta
þjónustu hins opinbera, gera
hana skilvikari og einfaldari.
Allir þeir sem fjárfest hafa í hús-
næði þekkja það að þurfa að
þinglýsa viðeigandi pappírum. Þinglýsingar
gegna þýðingarmiklu hlutverki í fjármála- og
viðskiptalífi landsmanna. Það á ekki bara við
um atvinnurekstur heldur einnig einstaklinga.
Sá sem vill stofna til réttinda yfir eign getur
bæði aflað veðbókarvottorða og rannsakað
fasteignabækur hjá sýslumanni og gengið
þannig úr skugga um hverjir eiga réttindi yfir
eigninni og hvaða kvaðir hvíla á henni.
Framkvæmd þinglýsinga hefur verið hand-
virk fram að þessu. Á þessu ári verða rafræn-
ar þinglýsingar loks að veruleika. Það mun
gerast í nokkrum skrefum. Ég bind vonir við
að áfangasigrum fari fjölgandi á næstunni um
leið og fyrstu rafrænu færslurnar fara að berast til
þinglýsingar og verkefnið kemst á almennilegt skrið.
Rafrænar aflýsingar, sem telja um 40% skjala hjá sýslu-
manni, eru nú þegar tilbúnar til notkunar og fjármála-
stofnanir geta nýtt sér þá lausn.
Ný framkvæmd mun auka öryggi í viðskiptum og um
leið stytta afgreiðslutímann til muna. Þinglýsingin verð-
ur að jafnaði framkvæmd á fáeinum sekúndum með
sjálfvirkri ákvarðanatöku þinglýsingakerfisins. Það er
ekki á hverjum degi sem við sjáum afgreiðslu ríkisins
stytta úr nokkrum vikum niður í nokkrar sekúndur en
það á svo sannarlega við hér.
Rafrænar þinglýsingar munu ótvírætt
leiða til hagræðingar fyrir samfélagið í heild
og þá einkum fyrir þá sem koma að þinglýs-
ingum og byggja rétt sinn á þinglýsingu.
Áætlaður árlegur ávinningur ríkisins, fyrir-
tækja, banka, lífeyrissjóða og annarra aðila
er á bilinu 1,2 – 1,7 milljarðar króna. Erfitt er
að meta annan ávinning, svo sem tímasparn-
að fyrir einstaklinga og fyrirtæki, en hann er
ótvíræður þegar við snúum frá fornri fram-
kvæmd að nútímalegum og stafrænum
stjórnsýsluháttum.
Stjórnvöld eiga að bjóða upp á framúrskar-
andi þjónustu, skjóta afgreiðslu mála og ein-
faldar lausnir þar sem það á við, líkt og í
þessu tilviki. Okkur ber ætíð að leita leiða til
að einfalda líf bæði almennings og fyrirtækja
og það má ekki vera þannig að ríkið sé Þránd-
ur í götu hefðbundinna viðskipta. Stjórn-
endur fyrirtækja í samkeppnisrekstri átta sig flestir á því
að þó svo að hlutirnir hafi einu sinni verði gerðir með ein-
hverjum ákveðnum hætti þá þýðir það ekki að þannig
þurfi það alltaf að vera, sérstaklega þegar betra fyrir-
komulag er fyrir hendi. Þeir verða að tileinka sér nýja
tækni og laga sig að breyttum aðstæðum. Hlutverk okkar
stjórnmálamanna er að einfalda líf fólks og tryggja að
ríkið og þjónustustofnanir þess dragist ekki aftur úr
heldur sinni verkefnum sínum eins og best verður á kosið
hverju sinni.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Nokkrar vikur verða að sekúndum
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Viðamiklar breytingar eru aðeiga sér stað um þessarmundir á vinnustöðum umallt land vegna styttingar
vinnuvikunnar og víða fer enn mikil
vinna fram við mismunandi útfærslur
á styttingu vinnutímans. Í kjarasamn-
ingum BSRB fyrir aðildarfélögin sem
undirritaður var í mars í fyrra var
samið um að stytting vinnuvikunnar
kæmi til framkvæmda hjá dag-
vinnufólki 1. janúar sl. Stytting dag-
vinnutímans er þegar komin til fram-
kvæmda í fjölda stofnana hjá ríkinu og
er lokið hjá Reykjavíkurborg en skv.
yfirliti BSRB hafa alls 160 vinnustaðir
hjá borginni samþykkt að fara þá leið
að stytta í 36 stundir á viku en 14 fara
aðrar leiðir, m.a. blandaða leið með
styttingu í ýmist 37 eða 38 stundir.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað-
ur BSRB, segir að komnar séu á milli
160 og 180 tilkynningar um útfærslur
á styttingu vinnuvikunnar í opinber-
um stofnunum og mikill meirihluti
þeirra hafi ákveðið að taka upp 36
stunda vinnuviku. Einnig megi reikna
með að fjöldi tilkynninga um sam-
komulag á vinnustöðum um stytt-
inguna hafi borist ráðuneytunum, sem
BSRB eigi eftir að fá afrit af. Vinnan
hefur gengið aðeins hægar fyrir sig
hjá sveitarfélögunum en að sögn
Sonju hafa staðfestingar um styttingu
nú borist frá vinnustöðum í um 20
sveitarfélögum.
Stytting vinnuvikunnar hjá
vaktavinnufólki og breytingar á
vaktavinnufyrirkomulagi eru mun
flóknari í framkvæmd. Hjá vakta-
vinnufólki á vinnuvikan að styttast um
fjórar stundir að lágmarki og í mesta
lagi um átta stundir eftir því hvernig
vaktir starfsmenn vinna. Stytting
vinnutíma vaktavinnufólks hjá hinu
opinbera á að taka gildi 1. maí næst-
komandi. Sú breyting getur orðið
kostnaðarsöm. Fram kom í svari
Reykjavíkurborgar í borgarráði í
seinustu viku að áætlað er að kostn-
aður vegna styttingar hjá vakta-
vinnufólki gæti orðið um 520 milljónir
króna á þessu ári. Að óbreyttu muni
stytting vinnuskyldu vaktavinnufólks,
úr 40 í 36 virkar stundir, hafa veruleg
áhrif á starfsemi og mönnunargat
myndast.
„Ástæðan fyrir því að þetta tek-
ur gildi 1. maí var sú að við vissum að
þetta yrðu mun umfangsmeiri og
flóknari breytingar. Tryggja þarf að
allir séu mjög meðvitaðir um hvað
fyrirhugað er að gera, að starfmenn
taki sitt umbótasamtal á vinnustaðn-
um og að tæknihliðin sé líka tryggð
þannig að það er í mörg horn að líta í
þeirri vinnu sem býsna margir eru að
vinna að þessa dagana,“ segir Sonja.
Hún segir, spurð um kostnað, að það
hafi verið skýr forsenda kjarasamn-
inganna að stytting vinnutímans í
dagvinnu myndi ekki fela í sér aukinn
kostnað fyrir launagreiðendur „en
hins vegar líka að það kallaði á aukinn
kostnað í vaktavinnunni. Það voru því
mjög skýr skil þarna á milli.“
Þjónusta skerðist ekki
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, segir að samið hafi verið um
það að stytting dagvinnutímans valdi
hvorki auknum kostnaði né verði til
þess að þjónusta skerðist. „Hins veg-
ar myndast auðvitað mönnunargat í
vaktavinnunni sem mun hafa í för
með sér kostnað,“ segir hún.
Inga Rún segir hvert sveitarfé-
lag fyrir sig vinna þessa dagana að út-
færslu á styttingu vinnutímans og
segir að sambandið hafi ekki haldið
utan um samanlagðan kostnað við
breytingarnar. Vaktavinnufólk er
víða stór hluti starfsmanna, s.s. í vel-
ferðarþjónustunni, þjónustu við fatl-
aða og á öldrunarheimilum, í íþrótta-
húsum og sundlaugum.
Stytting vinnutíma í
höfn í fjölda stofnana
Morgunblaðið/Hari
Vinnutímabreytingar Með styttingu vinnutímans eiga vinnustaðir að verða
fjölskylduvænni og skilvirkari en ella og nýting vinnutímans á að batna.
Í kjarasamningunum á almenna
vinnumarkaðinum 2019 var
samið um styttingar og breyt-
ingar á virkum vinnutíma og eru
útfærslurnar mjög mismunandi
eftir félögum og á vinnustöðum.
Ekki hefur verið lagt mat á
kostnað atvinnulífsins af vinnu-
tímastyttingunni en í ítarlegri
úttekt Hagstofunnar í maí á síð-
asta ári á áhrifum styttingar
vinnuvikunnar á launakostnað
og launavísitöluna, kom fram að
stytting vinnutíma versl-
unarmanna og starfsmanna
fjármálafyrirtækja leiddi til
0,6% hækkunar á launavísitöl-
unni á milli mánaða í janúar
2020 þegar breytingin tók gildi.
Ástæðan var sú að færri vinnu-
stundir voru að baki launum og
því hækkaði verð hverrar vinnu-
stundar. Bendir Hagstofan á að
ef vinnudagurinn er styttur með
því að fella niður fastákveðna
kaffitíma og taka upp sveigj-
anleg hvíldarhlé á móti, hefur
það ekki áhrif á launavísitöluna
nema vinnutíminn styttist um-
fram niðurfellingu kaffitímans.
Olli hækkun
launavísitölu
ÁHRIF STYTTINGAR