Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 2021 Gunnar Rögnvaldsson bendir áað fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhan- veiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytenda- pakkningum innanlands í Kína.    Þar virðist húnhafa það gott.    Það þarf vístekki að benda íslenskum yfirvöld- um á hættuna sem að fiskútflutningi okkar myndi steðja ef veiran kæmist úr verk- unarfólki í fisk til neyslu og út- flutnings.    Þeir sem segja sóttvarnir viðlandamærin og innanlands óþarfar og jafnvel ekkert gagn gera, hljóta að minnsta kosti að taka þessum rökum þó svo að þeir taki beinum fólksvörnum fá- lega.    Um það bil 37.500 mannsliggja nú á sjúkrahúsum Bretlands vegna kínversku Wuh- an-veirunnar og þar af eru um það bil 3.900 í öndunarvélum.    Staðan í Þýskalandi er að22.000 manns liggja á sjúkra- húsum landsins vegna veirunnar og þar af eru 5.000 á gjörgæslu.    Samt er Þýskaland ekki enn ásama stað í veiruferlinu og Bretland.“    Ýmsir segja gagnslítið aðgrímubúast sem veiruvörn. Staksteinum er ljóst að þeir gera lítið prívat og persónulega til að tryggja sig og aðra á veirutíð og setja því upp maska við öll tæki- færi. Það skaðar ekki og bætir að auki útlitið í þeirra tilviki. Gunnar Rögnvaldsson Loks á grímuball STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja skipulagningu atvinnulóða í Keldnalandi var felld á fundi borg- arstjórnar í gær. „Hún fékk skjótan dauðdaga, þrátt fyrir að borgina skorti land til uppbyggingar, og þrátt fyrir að hvergi sé betra land fyrir hraða uppbyggingu,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Eyþór segir ætlun meirihlutans í borginni vera þá að gera ekki neitt í Keldnalandi næstu tíu árin. „Og þar með er lokað á stærsta tækifærið til að koma í veg fyrir flótta fyrirtækja úr borginni, og sömuleiðis að tryggja meira jafnvægi þannig að umferðar- straumurinn sé ekki allur bara í eina átt á háannatímum.“ Eyþór bætir við að það sé líkt og ekki megi styrkja austurborgina á nokkurn hátt, en hann segir að tillagan hefði getað styrkt mjög byggðirnar í Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. „Það mun fljótlega vanta annað sjúkrahús, og það tekur langan tíma að skipuleggja fyrir slíka starfsemi,“ segir Eyþór og bætir við að sú starf- semi tæki innan við 5% landsins sem um ræðir og nægt rými væri þá til að skipuleggja íbúðir og útvistarsvæði í sátt. sgs@mbl.is Ekki byggt upp í Keldnalandi  Tillaga sjálfstæðismanna fékk „skjót- an dauðdaga“ á fundi borgarstjórnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Keldnaland Tillaga sjálfstæðis- manna var felld í gær. Matsnefnd lagði mat á hæfi dómara í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar, forseta Hæstaréttar, gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Málið var tekið fyrir í Hæstarétti nýlega en Jón Steinar hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness og í Landsrétti. Lög- menn tvímenninganna tókust hart á við fyrirtöku málsins þar sem sér- staklega var farið yfir notkun orðs- ins dómsmorð. Benedikt hefur krafist þess að fimm ummæli í bók Jóns Steinars verði dæmd dauð og ómerk. Segir hann Jón Steinar saka sig um dóms- morð. Málið sem sá síðarnefndi fjallaði um í bókinni var mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytisins, sem síðar var dæmdur fyrir inn- herjasvik. Śett í hendur matsnefndar Þar sem um er að ræða mál fyrr- verandi hæstaréttardómara og for- seta Hæstaréttar þurfti að notast við sérstaka aðferð við skipun dóm- ara. Hæstiréttur valdi ekki dóm- arana heldur var það sett í hendur matsnefndar. Matsnefndin er skipuð af fimm mismunandi stofnunum: Hæstarétti, Lögmannafélagi Ís- lands, Alþingi, Landsrétti og Dóm- stólasýslunni. Nefndin gerði jafnframt tillögur um dómara sem dómsmálaráðherra þurfti að samþykkja. Dómarar í málinu eru: Árni Vil- hjálmsson lögmaður, Þórunn Guð- mundsdóttir lögmaður, Hildur Briem héraðsdómari, Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari og Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðs- dómari. Sérstök matsnefnd lagði til dómara  Benedikt og Jón Steinar takast á Morgunblaðið/Eggert Dómhús Úr húsi Hæstaréttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.