Morgunblaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 16. tölublað 109. árgangur
VEIRAN OG
VAÐLAHEIÐAR-
GÖNGIN
STÓRBROTIN
JARÐARFÖR
VICTORS HUGO
VEL UNDIRBÚNIR
SVISSLENDINGAR
MÆTA ÍSLANDI
ÞÝÐING RUTAR 24 HM Í HANDBOLTA 26-27VIÐSKIPTAMOGGINN
Stefnir í mjög þungt högg
Vonir dvína um öfluga viðspyrnu með komu erlendra ferðamanna í sumar
Hótel um landið búa sig undir „Íslendingasumar“ með fremur lágu verði
Rangár. Hann segir að ef ekkert
verður af komu erlendra ferðamanna
muni það þýða gríðarlegt högg á
ferðaþjónustuna.
„Fyrirtækin höfðu flest hver ein-
hverja sjóði til að ganga í, auk þess
ótrúlega mikilvæga stuðnings sem
stjórnvöld veittu. En allar aðgerðir
hafa miðað að því að þreyja Þorrann
fram á komandi sumar.“
Af samtölum við aðra hótelrekend-
ur um landið að dæma eru þeir flestir
farnir að búa sig undir að byggja að
stórum hluta á innlendri eftirspurn á
komandi sumri. Magnea Þ. Hjálmars-
dóttir, framkvæmdastjóri Icelandair
Hotels, segir að tekið verði vel á móti
Íslendingum á komandi sumri með
spennandi tilboðum og að þá miði
starfsemin einnig við að meira verði
um barnafólk en alla jafna gildir þeg-
ar erlendir ferðamenn eru annars
vegar.
Davíð Torfi Ólafsson fram-
kvæmdastjóri tekur í svipaðan
streng. Hann segist þó vona að eft-
irspurnin muni dreifast meira yfir
sumarið en hún gerði í fyrra.
„Nú er fólk búið undir þessa stöðu
og byggir ekki eins mikið á von um að
úr rætist með ferðalög milli landa.“
Hann segir að Íslandshótel muni
áfram bjóða upp á tilboð til Íslend-
inga og unnið sé að útfærslu þeirra.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Með hverjum deginum dvína vonir
um mikinn straum ferðamanna hing-
að á komandi sumri. Við verðum þó að
vona að það geti gerst á síðari hluta
sumars, í júlí eða ágúst. Hins vegar
fögnum við hverjum einasta íslenska
gesti sem hingað kemur. Þeir skipta
okkur öllu máli í þessari stöðu.“ Þetta
segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels MViðskiptaMogginn
Þó að dagarnir séu farnir að lengjast skiptir engu að
síður máli að góð birta sé á götunum, enda ríkir enn
myrkur stóran hluta sólarhringsins.
Það þarf því sífellt að sinna mikilvægum viðhalds-
verkefnum eins og að skipta um perur í ljósastaurum,
enda eru viðhaldsverkefnin viðvarandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ljósaskipti í Lönguhlíðinni
Viðhaldsverkefnin eru viðvarandi
Leifur Björn Dagfinnsson, fram-
kvæmdastjóri True North, segir
innlenda verktaka og alþjóðlega
fjárfesta hafa lýst yfir áhuga á að
reisa kvikmyndaver á Íslandi.
Leifur segir slíka uppbyggingu
geta skilað sér margfalt til baka.
Raunhæft sé að stórauka tekjur
þjóðarinnar af kvikmyndagerð með
því að geta fulltekið myndir hér. Síð-
ustu ár hafi kvikmyndaverin valið að
gera myndir í öðrum löndum, eftir
að athugun benti til að ekki væri
hægt að framleiða efnið hér.
Náið samstarf við Tom Cruise
Leifur lýsir í samtali við Við-
skiptaMoggann uppgangi dóttur-
félags True Norths í Noregi en það
velti tveimur milljörðum í fyrra.
Það er ekki síst að þakka sam-
starfi við Tom Cruise um upptökur á
Mission Impossible 7 í Noregi með
500 manna tökuliði. baldura@mbl.is
Upptöku-
ver eru í
pípunum
Fjárfestar vilja
reisa kvikmyndaver
Ljósmynd/Þór Kjartansson
Á Vatnajökli True North við upp-
tökur á The Tomorrow War.
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2
Bergdís Ell-
ertsdóttir,
sendiherra Ís-
lands í Banda-
ríkjunum, segir
sérstakt and-
rúmsloft ríkja í
Washington-
borg um þessar
mundir, en Joe
Biden tekur við
forsetaembætt-
inu í dag og hefst athöfnin um kl.
16:30 að íslenskum tíma.
Mikil spenna ríkir eftir að stuðn-
ingsmenn Donalds Trump, fráfar-
andi Bandaríkjaforseta, gerðu
áhlaup á bandaríska þinghúsið 6.
janúar síðastliðinn, og sagði Berg-
dís í samtali við mbl.is í gær að
þeim hluta borgarinnar sem hýsir
flestar helstu stofnanirnar, á borð
við Hvíta húsið og þinghúsið, hafi
verið nær algjörlega lokað í að-
draganda embættistökunnar. Þar
standi vörð fjöldi hermanna sem
kallaðir hafi verið út á undan-
förnum vikum.
Bergdís segir það þó hafa verið
ljóst fyrir árásina að athöfnin yrði
með öðru sniði í ár vegna heims-
faraldursins. »11
Sérstakt andrúms-
loft í Washington
Bergdís
Ellertsdóttir
„Við viljum að
öllum líði vel í
Reykjavík og það
eru gerðar kröfur
til íþróttafélag-
anna um að allir
hafi jöfn tækifæri
til að stunda
íþróttir, óháð því
hvaða hópi þeir
tilheyra. Félögin
fá enda peninga
frá borginni í gegnum ÍBR,“ segir
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður
mannréttinda-, nýsköpunar- og lýð-
ræðisráðs Reykjavíkurborgar.
Á fundi ráðsins í síðustu viku var
samþykkt að í ár verði gerð jafnrétt-
isúttekt á þremur íþróttafélögum í
borginni, ÍR, Fram og Víkingi. Meðal
þess sem kannað er við jafnréttis-
úttektir er hvort íþróttafélög séu
með virkar jafnréttisáætlanir og
siðareglur, kynjahlutfall iðkenda og
hvernig fjármagni sé skipt á milli
kynja. „Það er algjörlega ljóst af
þessum úttektum að íþróttafélögin
gera margt mjög vel en það er líka
hægt að gera betur,“ segir Dóra
Björt. »4
Kanna jafnréttismál
hjá íþróttafélögum
Dóra Björt
Guðjónsdóttir