Morgunblaðið - 27.01.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
VANTAR ÞIG JÁRN?
Náttúrulegir bragðbætandi járnúðar sem frásogast
í gegnum slímhúð í munni og valda því ekki
magaóþægindum
Vel þekkt og algeng einkenni járnskorts
sem gott er að vera vakandi yfir:
n Orkuleysi
n Svimi & slappleiki
n Hjartsláttartruflanir
n Föl húð
n Andþyngsli
n Minni mótstaða gegn veikindum
n Handa- og fótkuldi
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HÉR ER MATSEÐILLINN. ÉG KEM SVO TIL
BAKA EFTIR KLUKKUTÍMA.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að stilla hjörtun
saman.
ÝT!
ÝT!
ÝT!
ÝT!
ÝT!
ÝT!
ÞÚ ERT AÐ HLUSTA Á
„LEIKIÐ MEÐ GARN”
HLAÐVARP ……
ÞETTA ER BARA
EKKI ÞAÐ SAMA
MAÐURINN MINN
HEFUR EKKI TALAÐ
VIÐ MIG Í TVO DAGA!
Æ,Æ!
HVERS
VEGNA?
ÉG SAGÐI HONUM AÐ
TALA EKKI VIÐ MIG!
MUN
VINNA
FYRIR
MAT
ÉG LÍKA
– EN
ÖRYGGIÐ
GENGUR
FYRIR
undan og gerði sér far um að kynnast
mér og jafnvel læra táknmál.
Ég á þá von í brjósti að tækni og
menntun gefi öllum sem fæðast
heyrnarlausir þá möguleika sem þeir
óska í námi og starfi, öllum til bless-
unar.“
Fjölskylda
Eiginmaður Hervarar er Guð-
mundur K. Egilsson, f. 15.10. 1928,
fyrrverandi verkstjóri og forstöðu-
maður Minjasafns Orkuveitu Reykja-
víkur. Þau dvelja nú á Hrafnistu í
Hafnarfirði við gott atlæti. Foreldrar
Guðmundar voru hjónin Egill Ólafs-
son, f. 19.3. 1891, d. 26.1. 1976, stýri-
maður og síðar verkstjóri hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, og Ragn-
heiður Rannveig Stefanía Stefáns-
dóttir, f. 11.2. 1897, d. 6.7. 1949,
húsfrú í Reykjavík.
Börn Guðmundar og Hervarar eru:
1) Bryndís, f. 25.3. 1959, talmeina-
fræðingur, gift Árna Sigfússyni,
framkvæmdastjóra og fyrrverandi
borgar- og bæjarstjóra, og eru börn
þeirra Aldís Kristín, Védís Hervör,
Guðmundur Egill og Sigfús Jóhann;
2) Magnús, f. 11.7. 1960, ráðgjafi og
hestabóndi í Svíþjóð, í sambúð með
Kajsu Arena kennara, en börn hans
eru Arna Ösp, Jóhann, Hrafnhildur
Ylfa og Jafet Máni; 3) Ragnheiður
Eygló, f. 19.6. 1962, verkefnastjóri,
gift Gunnari Salvarssyni, sérfræðingi
í utanríkisráðuneytinu, en börn
þeirra eru Arnaldur Jón, Egill Ólafur,
Högni Freyr og Hávar Snær; 4) Guð-
jón Gísli, f. 27.10. 1963, viðskiptafræð-
ingur, en börn hans eru Baldur Abra-
ham, Vigdís Hervör, Valdís Sólvör og
Sóldís Salvör; 5) María Guðrún, f.
23.1. 1966, viðskiptafræðingur, gift
Steingrími Sigurgeirssyni ráðgjafa
og eru dætur þeirra Helga Sigríður,
Ragnheiður Rannveig og Brynhildur
Birna. Langafabörnin eru nú 19 tals-
ins.
Systkini Hervarar voru Þorvarður,
f. 28.1. 1929, d. 24.1. 2011, María Guð-
rún, f. 19.3. 1932, d. 9.10. 2020, Helga
Jóna, f. 27.4. 1933, d. 17.11. 2019;
Svava, f. 19.5. 1934, d. 20.10. 2019;
Ingólfur Hafsteinn, f. 16.7. 1935, d.
25.7. 1987; Sveinbjörn Guðjón, f. 14.6.
1940, d. 20.7. 2007. Auk þess létust
sex systkini í frumbernsku.
Foreldrar Hervarar voru hjónin
Guðjón Gísli Guðjónsson, f. 28.10.
1897, d. 29.3. 1980, og Guðbjörg
Sveinfríður Sigurðardóttur, f. 22.8.
1901, d. 25.3. 1980, bændur á Hesti í
Önundarfirði.
Hervör
Guðjónsdóttir
Einar Guðmundsson
bóndi á Selakirkjubóli
í Önundarfirði
Guðbjörg Einarsdóttir
húsfreyja á Gilsbakka í Súgandafirði og á Suðureyri
Sigurður „skurður“ Jóhannsson
bóndi og kvæðamaður á Gilsbakka, síðast bús. á Suðureyri
Sveinfríður Sigurðardóttir
húsfreyja á Hesti
Sigurlaug Sigurðardóttir
húsfreyja í Unaðsdal
Jóhann Guðmundsson
bóndi í Unaðsdal á Snæfjallaströnd
Ingibjörg Hallgrímsdóttir
húsfreyja á Selakirkjubóli
Helga Einarsdóttir
húsfreyja, síðast í Efri-Húsum
Guðjón Sigurðsson
bóndi, síðast í Efri-Húsum í Önundarfirði
Guðríður Jónsdóttir
vinnukona í Hringsdal og víðar
Sigurður Gíslason
vinnumaður í Hringsdal íArnarfirði og víðar
Úr frændgarði Hervarar Guðjónsdóttur
Guðjón Gísli Guðjónsson
bóndi á Hesti í Önundarfirði
Pálsmessa var á mánudag, 25.janúar, daginn sem Páll postuli
snerist til kristni. Þann dag rifjaði
Karl Sigurbjörnsson biskup upp
gamla húsganga og setti á fésbók:
Heiðskírt veður og himinn klár
á helgri Pálusmessu
mun þá verða mjög gott ár
maður uppfrá þessu.
Ef heiðríkt er úti veður
á Pálsmessu degi,
ársins gróða’ og gæða meður
get ég, að vænta megi.
Góður vinur minn sendi mér póst:
„Fréttamaðurinn góðkunni, Gísli
Einarsson í Borgarnesi, fagnaði
bóndadeginum, fyrsta degi þorra,
með því að fá sér reyktan magál í
morgunmat og skar hann niður
með vígalegu saxi. Gunnar Rögn-
valdsson á Löngumýri í Skagafirði
orti“:
Af feitum magál flísar sker
flíkar vopni þungu.
Bóndadagur byrjar hér
á búrkuta og tungu.
Það er „vetrarkvíði“ í Hallmundi
Guðmundssyni:
Þó fannirnar fjöllin hér skrýða
þá finn ég í huga mér kvíða;
sem kallar á frí
til Kanarí,
– en þar er nú bongóblíða.
Atli Harðarson segir svo frá:
„Þegar ég les sögur af Samfylking-
unni rifjast upp kviðlingur sem Jós-
efína heitin sáluga laumaði eitt sinn
út úr sér“:
Skolli finnst mér skynsamlegt að skjóta
í fótinn
á sér, kveð ég eikin spanga,
ef menn vilja haltir ganga.
Á Boðnarmiði segist Sigrún Huld
Þorgrímsdóttir hafa rekist á þessa
vísu „eignaða Guðrúnu dóttur Bólu-
Hjálmars. Hún átti barn og kenndi
Þórarni nokkrum, en hann neitaði
og sagði barnið ekki fætt á þeim
tíma sem vera ætti“:
Yfir því hlakkar andi minn
eg þó flakki víða,
þennan krakka á Þórarinn
þó að skakki um mánuðinn.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
skrifar á mánudag: „Hér er loks að
birta. Samt enn stormur og skaf-
renningur“:
Oft hefur hríðin ólmast fyr
nú ýlir í lausa faginu.
svo fiðlari vindanna fram við dyr
fer bara’ útaf laginu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Pálsmessa og
feitur magáll