Morgunblaðið - 27.01.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við sjáum mikil tækifæri í fjalla-
skíðamennsku og vonum að yfirvöld
verði tilbúin að liðka til svo hægt
verði að taka á móti slíkum ferða-
mönnum hingað í vetur,“ segir Arn-
heiður Jóhannsdóttir, framkvæmda-
stjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Arnheiður segir að hagsmuna-
aðilar í ferðaþjónustu hafi síðan í vor
átt í viðræðum við bæði hátt setta
aðila í stjórnsýslunni sem og sótt-
varnayfirvöld um tilslakanir á sótt-
varnareglum. Beðið er svara.
Vilji ferðaþjónustunnar stendur
til þess að hægt verði að taka á móti
litlum hópum af vel stæðum ferða-
mönnum sem kæmu hingað á einka-
þotum til Akureyrar. Við komuna
myndu þessir gestir framvísa nýju
Covid-prófi en yrðu jafnframt próf-
aðir hér. Frá Akureyri yrði hópur-
inn fluttur á dvalarstað og myndi
stunda afþreyingu sína fjarri
mannabyggð. Hópurinn væri því í
einangrun á meðan beðið væri nið-
urstöðu prófsins en gæti stundað
fjallaskíði.
„Við teljum þetta raunhæft og
höfum kynnt ferlið fyrir yfirvöldum.
Einn leiðsögumaður yrði með hverj-
um hópi, sótthreinsanir alls staðar
og starfsmenn sem kæmu nálægt
hópnum færu í sóttkví eftir að hann
fer. Þyrluskíðafyrirtækin eru með
ofboðslega flottar aðstæður og þess-
ir ferðamenn þurfa ekki að fara neitt
lengra.“
Arnheiður segir að ef sóttvarna-
yfirvöld gæfu grænt ljós á slíkt fyr-
irkomulag væri þess ekki langt að
bíða að hingað kæmu lúxusferða-
menn. „Það eru ferðaskrifstofur til-
búnar með viðskiptavini. Þetta
myndi skila miklum tekjum. Við
reiknum með að þetta myndi skila
okkur 1,5 milljörðum bara hér fyrir
norðan og þá eru Vestfirðir eftir.“
Gæti skilað 1,5 milljörðum í ár
Vilja fá hingað
ferðamenn í fjalla-
skíðamennsku
Morgunblaðið/Hari
Fjallaskíði Miklir hagsmunir eru í
húfi fyrir ferðaþjónustuna nyrðra.
Loka átti á rafmagn til rækjuverk-
smiðjunnar Kampa á Ísafirði eftir að
fyrirtækið hætti að greiða af skuld
sinni við Orkubú Vestfjarða. Elías
Jónatansson orkubússtjóri staðfestir
þetta í samtali við Morgunblaðið.
Samkvæmt heimildum blaðsins hljóp
skuld Kampa á tugum milljóna króna.
Aðspurður segist Elías ekki vilja tjá
sig um upphæð skulda tiltekinna við-
skiptavina.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
fyrr í vikunni fékk rækjuvinnslan
greiðslustöðvun á dögunum eftir að í
ljós kom að staða félagsins var allt
önnur en fram hafði komið í ársreikn-
ingi. Þannig var fjárhagsstaðan miklu
verri, en samkvæmt heimildum blaðs-
ins skeikaði stöðunni um hundruð
milljóna króna. Hefur stjórnar-
formaður Kampa, Jón Guðbjartsson,
sagt að einum stjórnanda sé þar um
að kenna.
Elías segir að skuld Kampa gagn-
vart Orkubúi Vestfjarða sé að hluta
til gömul. Hún hafði lækkað á síðasta
ári, eða þar til á seinni hluta ársins
þegar síga fór á ógæfuhliðina. „Þá
hætta að berast reglulegar greiðslur,
en fram að því höfðu plön félagsins
verið trúverðug. Þetta var komið
þangað að við ætluðum að loka á raf-
magnið til þeirra.“
Öðrum af tveimur verklegum
stjórnendum Kampa var vísað úr
stjórn félagsins í gær. Honum hafði
verið sagt upp störfum fyrir jól, en
hann er sakaður um að hafa gefið
ranga mynd af fjárhagsstöðu fyrir-
tækisins.
Ætluðu
að loka á
rafmagnið
Stjórnandanum
vísað úr stjórn
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra harmar fregnir af því að
Pfizer og AstraZeneca geti ekki af-
hent jafnmikið bóluefni og til hafði
staðið á næstu vikum, en ítrekar
samt þá trú sína „að við munum ná
að bólusetja þorra þjóðarinnar á
fyrstu tveimur fjórðungum þessa
árs.“
Heilbrigðisráðherra flutti Alþingi
munnlega skýrslu um öflun og dreif-
ingu bóluefnis í gær. Þar sagði hún
m.a. að gera mætti ráð fyrir að
35.000 Íslendingar yrðu bólusettir
við kórónuveirunni fyrir lok mars-
mánaðar. Heilbrigðiskerfið væri vel
búið undir þetta viðamikla verkefni,
en væri háð því hversu ört bóluefni
bærist að utan. Hún varaði þó við því
að bólusetning myndi „eiga sér stað
hægt og bítandi á fyrstu tveimur
fjórðungum þessa árs“.
Þingmenn misánægðir
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Mið-
flokksins, óskaði eftir rökstuðningi á
því áliti, en ráðherra vísaði aðeins til
gerðra samninga og afhendingar-
áætlunar, sem að vísu væri ekki ná-
kvæm. Að fenginni reynslu vonaði
hún að þó nú hefði slegið í bakseglin,
þá gæti blásið byrlegar síðar. Sömu-
leiðis kvaðst hún aðspurð ánægð
með þátttöku Íslands í Evrópusam-
starfi um bóluefnisöflun.
Sigríður Á.
Andersen, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokks, gagn-
rýndi líkt og
Ólafur þá leynd,
sem verið hefði
um bóluefnismál-
in, en spurði jafn-
framt hvort það
hefði ekki verið
óvarlegt að hafa
ekki þegar í upphafi tryggt skammta
fyrir 90.000 manns, svo unnt væri að
bólusetja a.m.k. skilgreinda for-
gangshópa. Heilbrigðisráðherra
sagði það misskilning að Ísland hefði
nokkru ráðið um fjölda þeirra
skammta sem til landsins bærust,
þar fengi landið aðeins úthlutað úr
heildarpotti Evrópusamstarfsins.
Sara Elísa Þórðardóttir, þingmað-
ur Pírata, vildi vita hvað átt væri við
með „þorra þjóðarinnar“, hvort þar
væri miðað við hjarðónæmi, svo
efnahagslífið gæti tekið við sér á ný.
Eins vildi hún vita hvort ekki væri
tímabært að Íslendingar reyndu að
afla sér bóluefnis óháð Evrópusam-
bandinu, sem hefði ekki gengið jafn-
vel að afla bóluefnis og að hefði verið
stefnt. Ráðherra skýrði ekki nánar
hvað átt væri við með þorranum, en
taldi útilokað að Íslendingar næðu
árangri utan Evrópusamstarfsins.
Bóluefni hefði borist hingað í
litlum mæli, en nú stæðu vonir til
þess að sendingar yrðu reglulegri.
Þorrinn bólusettur fyrir júlí
Svandís vongóð þrátt fyrir bóluefnisbakslag Ánægð með Evrópusamstarfið
Svandís
Svavarsdóttir
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarna-
dóttir og Sumarliði R. Ísleifsson hlutu í gærkvöldi Íslensku bókmennta-
verðlaunin 2020 er þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í
32. sinn úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.
Elísabet hlaut verðlaunin í flokki skáldverka fyrir skáldævisöguna
Aprílsólarkuldi sem JPV útgáfa gefur út, Arndís og Hulda í flokki barna-
og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Blokkin á heimsenda sem Mál og
menning gefur út og Sumarliði í flokki fræðibóka og rita almenns efnis
fyrir bókina Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þús-
und ár sem Sögufélag gefur út. Í þakkarræðu sinni tileinkaði Elísabet
verðlaunin aðstandendum þeirra sem veikst hafa á geði. Arndís gerði starf
rithöfundarins að umtalsefni og sagði sköpunina vera galdur. Sumarliði
gerði fordóma að umtalsefni og minnti á að staðalmyndir hafa tilhneigingu
til langlífis. Á menningarsíðum eru ítarleg viðtöl við verðlaunahafa. »24
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 afhent
Lyfjastofnun hefur nú fengið alls
átta tilkynningar um andlát í kjöl-
far bólusetningar við Covid-19.
Engar vísbendingar hafa fundist
um tengsl andlátanna og bólusetn-
ingarinnar.
Í öllum tilvikum er um að ræða
aldraða einstaklinga sem bjuggu á
heilbrigðisstofnunum. Nýjasta til-
kynningin barst vegna einstaklings
sem hafði fengið báðar sprauturnar
af bóluefni Pfizer/BioNTech.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg,
forstjóri Lyfjastofnunar, bendir á
að heilbrigðisstarfsmönnum beri
skylda til að tilkynna andlát, leiki
grunur á tengslum þess við bólu-
setningu.
Átta andlát í kjölfar
bólusetningar