Morgunblaðið - 27.01.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 22. tölublað 109. árgangur
ELÍSABET Á
MEÐAL VERÐ-
LAUNAHAFA
FINNA FYRIR
ÁHUGA
FERÐAMANNA
KARÓLÍNA UND-
IRRITAÐI SAMN-
ING VIÐ TOPPLIÐ
VIÐSKIPTAMOGGINN LANDSLIÐSKONA 22VERÐLAUN AFHENT 24-25
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nokkur fyrirtæki vinna nú að hönn-
un og fjármögnun nýrra baðlóna hér
á landi sem ætlunin er að taka í
notkun á næstu árum. Kostnaður
við fyrirhuguð verkefni nemur á
annan tug milljarða króna, gangi
áætlanir eftir. Þá stefna aðstand-
endur nýs baðlóns á Kársnesi í
Kópavogi að því að opna dyr sínar
fyrir gestum og gangandi á vormán-
uðum og nemur framkvæmdakostn-
aður við verkefnið ríflega 4 millj-
örðum króna að sögn Dagnýjar
Pétursdóttur, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins sem heldur utan um
uppbygginguna.
Lónið á Kársnesi og þau sem eru
á teikniborðinu í Þjórsárdal, á Efri-
Reykjum í Biskupstungum og í
austanverðum Eyjafirði munu ef allt
gengur að óskum bætast við fjöl-
breytta flóru einkarekinna baðstaða
sem byggðir hafa verið upp hringinn
um landið síðustu þrjá áratugi. Eitt
og sama fyrirtækið, Bláa lónið,
tengist uppbyggingu fimm annarra
baðlóna, m.a. þess sem ætlunin er að
gera í Þjórsárdal. Kostnaður við það
verkefni, sem einnig mun fela í sér
hótelstarfsemi, nemur á fimmta
milljarð króna. Samkvæmt upplýs-
ingum sem ViðskiptaMogginn aflaði
gera áætlanir um uppbyggingu á
Efri-Reykjum enn ráð fyrir baðlóni
og hótelstarfsemi og að heildar-
kostnaður við uppbygginguna nemi
hátt í 8 milljörðum króna. Vinna við
fjármögnun þess verkefnis er nú
hafin í kjölfar þess að breytingar á
deiliskipulagi á svæðinu voru sam-
þykktar rétt fyrir jól.
Fjárfesting
í farvatninu
Einkareknum baðlónum fjölgar enn
Engin svartsýni þrátt fyrir faraldur
MViðskiptaMogginn
Tölvuteikning/Zeppelin Arkitektar
Næstu skref Um nokkurra ára skeið hefur þróunarfélag unnið að undir-
búningi uppbyggingar baðlóns og hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum.
Löng saga
» Bláa lónið hóf formlega
starfsemi árið 1992.
» Síðan þá hefur fyrirtækið
komið að uppbyggingu á Laug-
arvatni, Mývatni, Héraði og nú
síðast að verkefni í Þjórsárdal.
» Með óbeinum hætti tengist
Bláa lónið einnig uppbyggingu
sjóbaða á Húsavík.
Vetrarfærð var í flestum landshlutum í gær þó greiðfært væri með suður-
ströndinni. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók myndina hér að ofan á Húsa-
vík en þar var snjóþungt. Í gærkvöldi lokaði Vegagerðin svo þjóðvegi eitt á
milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastíflu sem flæddi yfir veginn við
brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á
Norðurlandi eystra líktist krapahaugurinn snjóflóði. Hann var um þriggja
metra djúpur og náði yfir 200 metra af veginum. Talið er að krapaflóðið
hafi hrannast upp um miðjan dag í gær, upp úr klukkan þrjú. »8
Vetrarfærð víða um land
og krapaflóð á Austurlandi
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Styrmir Þór
Bragason, for-
stjóri Arctic Ad-
ventures, segir
endurskipulagn-
ingu félagsins
langt komna. Fé-
lagið hafi selt
þrjár rekstrar-
einingar og sala
á þeirri fjórðu sé
í undirbúningi.
„Það er fleira í farvatninu. Við
erum að ganga frá kaupum á fyrir-
tækjum sem eru tengd því sem við
viljum styrkja enn frekar,“ segir
Styrmir Þór í samtali við Viðskipta-
Moggann um uppstokkunina.
Félagið sérhæfir sig í ævintýra-
ferðum. Þegar mest var störfuðu
um 300 manns hjá félaginu en nú
eru starfsmennirnir um 20 talsins.
Arctic Adventures
leitar kauptækifæra
Styrmir Þór
Bragason
Vilji ferðaþjónustunnar stendur
til þess að mögulegt verði að taka á
móti litlum hópum af vel stæðum
ferðamönnum sem kæmu til Akur-
eyrar á einkaþotum. Við komuna
myndu þeir framvísa Covid-prófi
og vera prófaðir hér. Þá yrðu þeir
fluttir á dvalarstað og myndu
stunda afþreyingu sína fjarri
mannabyggð. Hagsmunaaðilar í
ferðaþjónustu hafa síðan í vor átt í
viðræðum við sóttvarnayfirvöld um
tilslakanir á sóttvarnareglum.
Markaðsstofur landshlutanna
taka ríkan þátt í því að undirbúa
ferðaþjónustuaðila fyrir sumarið.
Viðbúið er að aftur verði um ferða-
sumar Íslendinga að ræða og horfa
nú margir til þess að bjóða upp á
spennandi tilboð í gistingu, mat og
afþreyingu. »2, 10
Morgunblaðið/Eggert
Strokkur Markvisst er unnið að íslensku
ferðamannasumri eins og síðasta sumri.
Vilja vel stæða ferða-
menn til landsins
Guðni Bergsson, formaður KSÍ,
segir að með vorinu verði ráðist í
markaðskönnun á rekstri nýs
þjóðarleikvangs í Laugardal. Með
því verði fylgt eftir valkostagrein-
ingu AFL arkitekta sem unnin var
fyrir félagið Þjóðarleikvang ehf.
Hluthafar eru ríki, borg og KSÍ,
en ekki hefur verið rætt formlega
um hvernig kostnaðurinn við leik-
vanginn muni skiptast milli þeirra.
Fjallað er ítarlega um áformin í
ViðskiptaMogganum í dag. Að sögn
Guðna er m.a. horft til þess að með
nýjum leikvangi megi halda nokkra
stórtónleika á ári með skærustu
stjörnum tónlistarinnar.
Kostar frá 8,6 milljörðum
Að mati AFL kemur helst til álita
að byggja 15.000 eða 17.500 manna
völl, en yfirbyggt þak auki notkunar-
möguleika. Kynntar eru ólíkar út-
færslur sem kosta 8,6-15,8 milljarða.
Þjóðarleikvangur
aftur á dagskrá
KSÍ lætur meta viðskiptaforsendur
Teikning/Zaha Hadid arkitektar
Setið hringinn Drög að leikvangi eftir arkitektastofu Zaha Hadid, hins heimskunna arkitekts sem lést 2016. Stofan
sýndi verkinu mikinn áhuga, að sögn Guðna, en samstarfið kom til í gegnum EON arkitekta á Íslandi.