Morgunblaðið - 27.01.2021, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2021
✝ Helga SvalaSigurðardóttir
fæddist á Seltjarn-
arnesi 30. júlí 1932.
Hún lést 13. janúar
2021.
Hún var dóttir
Sigurðar Jónssonar
skólastjóra, f. 1893,
d. 1959, og Þuríðar
Helgadóttur kenn-
ara, f. 1905, d.
1987. Svala ólst upp
í Mýrarhúsaskóla ásamt systk-
inum sínum, Jóni Grétari, f.
1929, d. 1982, Margréti Krist-
rúnu, f. 1931, d. 2000, og Dóru,
f. 1943.
Svala giftist árið 1954 Þor-
birni Karlssyni prófessor, f.
1927, d. 2012. Þau eignuðust
þrjár dætur, Þuríði, f. 1954,
Bergþóru Sólveigu, f. 1955, og
Helgu, f. 1957. Þuríður er gift
Hálfdani Ómari Hálfdanarsyni,
f. 1949, og eiga þau saman Önnu
Þyrí, f. 1990. Hálfdan Ómar á af
Dóru Ófeigsdóttur. Þeirra börn
eru Auður Anna, f. 2009, og
Ófeigur Orri, f. 2017. Sambýlis-
kona Grétars Dórs er Heiðrún
Björk Gísladóttir og eiga þau
tvær dætur, Hönnu Sólveigu, f.
2013, og Hörpu Margréti, f.
2017. Kári er giftur Eddu Hall-
dórsdóttur og er sonur þeirra
Hallur, f. 2017. Helga Svala er í
sambúð með Sigurði Óla Árna-
syni.
Helga er gift James Eric
Skjelbreia og eiga þau fjóra
syni: Lars, f. 1983, Þór, f. 1986,
Ara, f. 1989, og Kjartan, f. 1991.
Sambýliskona Þórs er Ingrid
Almli. Börn þeirra eru Svala, f.
2017, og Knut, f. 2020.
Svala lauk verslunarskóla-
prófi frá Verslunarskóla Íslands
í Reykjavík árið 1950. Auk hús-
móðurstarfa vann hún ýmis
verslunar- og skrifstofustörf,
lengst af sem skólaritari í Val-
húsaskóla, Seltjarnarnesi. Svala
bjó nær alla sína ævi á Seltjarn-
arnesi, en í Kaliforníu á sjöunda
áratug síðustu aldar.
Svala verður jarðsungin frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 27.
janúar 2021, klukkan 13, að við-
staddri fjölskyldu og nánustu
vinum.
fyrra hjónabandi
Gauju, f. 1973, og
Söru Hlín, f. 1976.
Börn Þuríðar og
fyrri manns henn-
ar, Sigurðar Ind-
riðasonar, eru
Svala, f. 1978, og
Indriði, f. 1981.
Svala er gift Ró-
berti Gunnarssyni.
Þeirra börn eru
Birta, f. 2006,
Gunnar, f. 2008, og Katla, f.
2011. Dóttir Svölu og Ívars
Bjarklind er Hulda Bjarklind, f.
1997. Indriði er giftur Jóhönnu
Sigmundsdóttur og eiga þau
dæturnar Hildi Þurí, f. 2007, Ás-
dísi Ernu, f. 2009, og Sigríði
Láru, f. 2015.
Bergþóra Sólveig er gift Sig-
urði Júlíusi Grétarssyni, f. 1955.
Börn þeirra eru Þorbjörn, f.
1979, Grétar Dór, f. 1982, Kári,
f. 1985, og Helga Svala, f. 1989.
Þorbjörn er í sambúð með Önnu
Svala tengdamóðir okkar
verkaði dálítið feimin við fyrstu
kynni. En það þurfti ekki mikla
viðkynningu til að átta sig á að
þarna fór óvenjulega sterk kona.
Þegar áratugirnir liðu varð
manni ljóst að hún var einn
tryggasti og mikilvægasti vinur
manns. Og við fyrstu kynni gat
maður líka látið sér detta í hug
að hún væri aðeins óviss í stefnu-
málum. En aftur leiddu nánari
kynni annað í ljós. Svala reyndist
staðföst í besta lagi og þegar til
lengdar lét reyndist hún einstak-
lega kjarkmikil og þrautgóð
manneskja.
Á einu sviði var aldrei hætta á
neinni byrjendamissýn. Það var
augljóst strax við fyrstu kynni að
fjölskylda Svölu var þungamiðja
lífs hennar og það breyttist aldr-
ei. Systkini hennar og stórfjöl-
skylda voru henni auðvitað kær
en Þorbjörn og afkomendur
þeirra í þrjá ættliði – dætur,
barnabörn og þeirra börn – voru
alla tíð fyrstu þiggjendur sívirkr-
ar umhyggju hennar.
Hún fæddist í gamla Mýrar-
húsaskólanum á Seltjarnarnesi
og þar ólst hún upp hjá foreldr-
um sínum, Sigurði Jónssyni,
skólastjóra og sveitarhöfðingja,
frá Stöpum á Vatnsnesi og Þuríði
Helgadóttur kennara, frá Stóru-
Reykjum í Flóa. Á stríðsárunum
þegar breski herinn lagði undir
sig hluta skólahússins um hálfs
árs skeið bjó fjölskyldan áfram á
efri hæð hússins með börnum
sínum. Það segir sína sögu um
mannkosti þeirra að hermennirn-
ir dvöldu í fullri sátt í húsinu með
fjölskyldunni á efri hæðinni og
vinátta skapaðist á milli þessara
ólíku heima.
Svala átti því ekki langt að
sækja höfðingsskapinn sem ein-
kenndi alla tíð heimili þeirra Þor-
björns. Þar gegndi Svala fjöl-
mörgum hlutverkum sem lúta að
stjórnun og rekstri slíks glæsi-
heimilis – samkvæmt hefðbund-
inni verkaskiptingu tíðarinnar –
en samband þeirra hjóna var
traust og kærleiksríkt. Þau voru
samhent og samtaka í öllu því
sem þau tóku sér fyrir hendur,
jafnt heima sem á tíðum ferðum
sínum um heiminn.
Við þökkum áratugasamfylgd
góðrar konu og biðjum Guð að
blessa minningu hennar.
Hálfdan Ómar
Hálfdanarson,
Sigurður J. Grétarsson,
James Eric Skjelbreia.
Elsku besta amma Svala mín
er því miður fallin frá og er
hjarta mitt fullt af sorg, ég er svo
leið að hafa ekki náð að flytja til
Íslands og sinna henni almenni-
lega áður en hún lést, það nístir
hjarta mitt, en auðvitað hefur
amma örugglega miklu frekar
viljað fara til elsku afa sem fyrst.
Í hjarta mínu er sem betur fer
meira en sorgin, en þar á ég einn-
ig urmul af góðum minningum og
hef ég leyft þeim að streyma til
mín síðustu daga. Amma Svala
mín var yndisleg kona, fögur og
hlý, dugleg og skemmtileg, með
einstakan hlátur sem ég gleymi
aldrei. Ég var svo heppin að vera
hennar fyrsta barnabarn, næst-
um því alnafna, og var því alveg
fordekruð. Þvílíkt lán að muna
mikið eftir þessu dásemdar dekri
og hlýju sem ég fékk frá elsku
ömmu og mjög áhugavert hvað
ég á margar mjög gamlar minn-
ingar. Ætli ég hafi ekki verið í
mesta lagi þriggja ára er ég man
fyrst eftir mér hjá henni og mér
finnst í raun eins og ég hafi átt
annað heimili hjá ömmu og afa.
Margar minningar eru um það að
hafa fengið að gista uppi í hjá
ömmu og afa, mér fannst ekkert
betra en að fá að kúra hjá elsku
ömmu. Ég elskaði ömmu sterkt,
já það er líklega réttasta orðið, á
tímabili grét ég í hvert skipti
þegar við fórum heim eftir að
hafa verið í sunnudagslæri hjá
ömmu Svölu, svo mikil var ástin.
Mér leið eins og það væri að rífa
úr mér hjartað, grét mig í svefn
því það var svo langt þangað til
næsti sunnudagur kæmi, og
óbærilegt að bíða þangað til. Ég
man ég óskaði mér að ég mætti
búa hjá henni alltaf. Sá draumur
varð enn eftirsóknarverðari í
desember, því það voru líka frá-
bærir jólasveinar hjá henni á
Barðaströndinni, það sem maður
gat ekki fengið í skóinn þar! Á
unglingsárunum vann amma sem
ritari í Valhúsaskóla, en ég gekk
þar í 8. til 10. bekk, og þrátt fyrir
mikla gelgju, þá vildi ég samt
fara með ömmu heim í hádeginu,
þar dekraði hún við mig með
nýju ostarúnnstykki úr bakaríinu
og hunangsskinku, munaðarvöru
sem var ekki algeng heima hjá
mér, svo eftir matinn lögðum við
afi okkur í sófanum. Amma Svala
mín studdi mig sem námsmann,
huggaði mig í ástarsorg, passaði
Hulduna mína, og er ég óend-
anlega þakklát fyrir það hve gott
þeirra samband var líka, hún var
frábær langamma sem öll mín
börn elskuðu mikið.
Elsku amma mín, ég er viss
um að þú ert aftur komin í faðm
elsku afa og að þið vakið yfir okk-
ur öllum, saman á ný. Þakka þér
fyrir allt það sem þú gafst mér og
mínum, þín er og verður sárt
saknað og ég gleymi þér aldrei.
Svala Sigurðardóttir.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
ömmu sem var ekki bara hlý og
góð kona sem gaf mér bollakökur
heldur ein besta vinkona mín
sem ég gat slúðrað við og spurt
álits á helstu málum. Ég er þakk-
lát fyrir að hún og afi hafi búið í
minna en tvö hundruð metra
fjarlægð, leið sem ég náði að
stytta um tugi metra með því að
fara í gegnum garða nágranna
því tveggja mínútna ferðatími
var óviðunandi. Ég sótti svo mik-
ið í félagsskap ömmu að á ung-
lingsárunum reyndi hún að borga
mér fyrir að fara frekar í fé-
lagsmiðstöðina, samningur sem
náðist ekki.
Amma var sönn ættmóðir sem
færði alla fjölskylduna saman
með föstum happy hour þar sem
allir drukku gin og tónik, þeir
hugrakkari færðu sig í campari.
Eitt skiptið, þá 81 árs, fannst
henni fólk ekki vera að standa sig
nógu vel og fór og náði í nokkur
skotglös og flöskur af ýmsum
ókunnum spíra. Djammið klárað-
ist þó alltaf fyrir kvöldmat og eft-
ir pítsuát gátu gestir farið sáttir
heim að horfa á föstudagsmynd-
ina á RÚV, búnir með helgar-
skammtinn.
Seltjarnarnestaugin var sterk,
amma bjó síðustu árin í sömu
götu og hún fæddist, með öll
börn og systkini sem bjuggu á
landinu í hálfrar til þriggja mín-
útna göngufjarlægð. Ekkert
barnabarn hennar hefur hætt sér
austur fyrir Suðurgötu, stað-
reynd sem ég hélt fullum fetum
fram þegar ég bjó í Stokkhólmi –
augljóslega töluvert austar – en
hefði þó aldrei hætt mér fjær
ömmu bestu á Íslandi.
Ég er þakklát fyrir hversu
mikinn og góðan tíma ég fékk
með ömmu. Hann skilar sér auð-
vitað í söknuði, en fyrst og
fremst í yl við sælar minningar.
Ég hef alltaf verið innilega stolt
af því að heita í höfuðið á glæsi-
legustu konu bæjarins, sem vildi
svo skemmtilega til að var líka
besta amma í heimi.
Helga Svala.
Amma Svala var tignarleg
kona og höfuð ættarinnar á Sel-
tjarnarnesi. Hún var mikill Sel-
tirningur enda fædd í Mýrar-
húsaskóla, dóttir skóla- og
hreppstjórahjóna Seltjarnarnes-
hrepps hins forna og bjó þar
mestan part ævinnar, umkringd
ættingjum. Amma var sannur
heimsborgari, víðsýn og hugrökk
og allt fram á níræðisaldur ferð-
aðist hún mikið og víða. Hún bjó í
um áratug í Kaliforníu með afa
okkar Þorbirni og brúneygðu
dætrunum þremur og gætti
áhrifa Kaliforníudvalarinnar
ávallt í hefðum, siðum og innan-
stokksmunum. Þannig var ýmis-
legt sem þótti eðlilegur hlutur á
Barðaströndinni hjá ömmu og
afa sem ekki þekktist á flestum
íslenskum heimilum þess tíma.
Amerísku áhrifin þótti okkur til
marks um nokkurn lúxus og dró
ekki úr aðdáun okkar á ömmu og
þeirri vissu að allt væri aðeins
betra hjá henni en annars staðar.
Jólatrén voru stærri en annars
staðar, síminn hennar var úr
gulli, sem hún svaraði ekki í með
sveitalegu „halló“ heldur þokka-
fullu já-i, og vöfflurnar hennar
voru stökkar og brakandi en ekki
linar og seigar. Meira að segja
var hvergi kaldari mjólk eða kók
að fá en úr ísskápnum hennar
ömmu. Þegar vissum aldri barna-
barnanna var náð bættust við
happy hour hjá ömmu og afa á
föstudögum þar sem okkur var
innrættur góður smekkur fyrir
gini og tonic. Það var góður skóli.
Amma Svala tók öllum alltaf
fagnandi, óháð stund eða tilefni.
Hún var hlý og umhyggjusöm en
ef henni þótti tilefni til var hún
afar hreinskiptin og sagði hlutina
alltaf beint út. Fram á síðasta
dag var amma óaðfinnanleg til
fara og það var engu líkara en að
hún hafi tekið sólina með sér frá
Kaliforníu til Íslands, enda aug-
ljóslega sólríkara og skjólsælla í
garðinum hjá henni og aldrei
virtist sólbrúnkan dofna sem var
svo einkennandi fyrir hana.
Amma Svala var barngóð og
sýndi barnabörnum sínum, og
barnabarnabörnum þegar þau
komu eitt af öðru í heiminn,
mikla ástúð og bar hag þeirra
alltaf fyrir brjósti. Við vorum öll
„púsimúsi“ (kk.) og „púsamúsa“
(kvk.) hennar ömmu og þó að þau
hugtök séu e.t.v. framandi þeim
sem ekki þekktu ömmu þá þekkj-
um við merkingu þeirra og skil-
um til komandi kynslóða, ömmu
Svölu til heiðurs.
Þínir dætrasynir og fjölskyld-
ur,
Þorbjörn, Indriði,
Grétar Dór og Kári.
Svala systir mín var 11 ára
þegar ég fæddist. Við vorum
fjögur systkinin, öll fædd í Mýr-
arhúsaskóla, þar sem faðir okk-
ar, Sigurður Jónsson, var skóla-
stjóri og móðir okkar, Þuríður
Helgadóttir, kenndi handavinnu.
Heimili okkar var í skólanum,
en á efri hæð hans var íbúð skóla-
stjórans og skrifstofa hans en
jafnframt skólastjórastöðunni
var hann um tíma oddviti,
hreppsstjóri o.fl.
Svala giftist Þorbirni Karls-
syni árið 1954, þá var ég 11 ára.
Þau giftu sig í Mýrarhúsaskóla, í
kapellunni sem var á neðri hæð
hússins, og veislan var uppi í
skólastjóraíbúðinni. Þetta var 8.
maí. Í minningunni var allt mjög
spennandi, bjart og fallegt veður
og umhverfi Seltjarnarness
skartaði sínu fegursta. Mér
fannst þau alveg stórglæsileg og
var spennt fyrir að eignast mág,
nánast nýjan bróður, hann var
svo sætur og góður.
Næstu árin eignuðust þau
Þurí, Beggu og Helgu og var ég
mjög upptekin af því að fá litlar
frænkur til að passa, enda hafði
ég nánast verið eins og einbirni,
svo mikill var aldursmunur á mér
og systkinum mínum.
Fyrst bjuggu þau á Víðimel
60, en síðan á Melabraut 3 sem
Þorbjörn byggði ásamt föður
mínum.
Svala og Þorbjörn fóru ásamt
Þurí og Beggu til Los Angeles og
Houston haustið 1956 og Magga
systir með þeim sem au-pair. Var
það mjög skemmtileg ferð hjá
þeim, og þau komu aftur rétt áð-
ur en ég var fermd vorið 1957.
Árið 1961 var Þorbirni boðið
starf í Los Angeles og fluttust
þau þangað með dæturnar og var
Þurí þá sex ára, Begga fimm ára
og Helga fjögurra ára, og bjuggu
þar í átta ár.
Svala var heimavinnandi með-
an þau voru í LA, enda nægt
verkefni að annast dæturnar,
skólagöngu þeirra o.s.frv.
Móðir okkar, foreldrar Þor-
bjarnar o.fl. heimsóttu þau í LA.
Ég heimsótti þau líka, og fékk
vinnu sem hjúkrunarfræðingur
við sjúkrahús í LA í átta mánuði.
Þá ákváðu Svala og Þorbjörn að
fara í heimsókn til Íslands og
ákvað ég að fara með þeim heim.
Svala og stelpurnar voru heima
sumarið 1966 og Þorbjörn kom
og sótti þær um haustið. Þetta
var yndislegt sumar, stelpurnar
rifjuðu upp íslenskuna og eign-
uðust vini á Seltjarnarnesi.
Árið 1969 fluttust þau aftur til
Íslands þegar Þorbjörn tók við
stöðu prófessors í vélaverkfræði
við Háskóla Íslands. Þau höfðu
keypt hús á Barðaströnd 13 og
fluttust í það fyrir jólin 1969.
Stelpurnar fóru í Mýrarhúsa-
skóla, sem þá var orðinn gagn-
fræðaskóli, og þar tók Þurí
landspróf og gekk vel.
Svala fór að vinna hjá Mála-
skólanum Mími og síðar sem
skólaritari í Valhúsaskóla.
Svala systir var glæsileg kona,
smekkleg í klæðaburði og vel á
sig komin. Hún var dugleg að
sækja félagsstarf eldri borgara á
vegum bæjar og kirkju, leikhús
og tónleika og virk m.a. í starfi
Sinawik.
Það var áfall fyrir hana þegar
Þorbjörn lést fyrir níu árum en
hún mætti því af æðruleysi.
Svala systir lést að kvöldi 18.
janúar á hjúkrunarheimilinu
Grund eftir ársdvöl þar.
Ég og fjölskylda mín eigum
eftir að sakna Svölu mjög því
samgangur var mikill á milli okk-
ar og hún hafði mikinn áhuga á
börnunum okkar og velferð
þeirra.
Elsku systir, far þú í friði,
blessun Guðs fylgi þér, haf þökk
fyrir allt og allt.
Dóra Sigurðardóttir.
Minningar okkar um móður-
systur okkar Svölu Sigurðardótt-
ur eru ljúfar og fallegar. Svala
var einkar barngóð og á yngri ár-
um vorum við systkinin reglu-
lega í pössun hjá henni og Þor-
birni Karlssyni eiginmanni
hennar. Við minnumst afmælis-
veislna, jólaboða og sérlega
glæsilegra áramótapartía á
Barðaströndinni. Hún hafði einn-
ig unun af því að umgangast
börnin okkar þegar þau bættust í
hópinn og fylgdist með uppvexti
þeirra af athygli.
Rausnarskapur og gjafmildi
einkenndi Svölu og hún naut þess
að halda fallegt heimili. Það var
rólegur og góður andi sem ein-
kenndi heimilishaldið en einnig
nokkuð framandi svipur þar sem
Svala og Þorbjörn höfðu búið í
Bandaríkjunum. Okkur þótti því
ætíð spennandi að koma til
þeirra.
Svala var alla tíð glæsileg og
falleg bæði í fasi og klæðaburði
og í eðli sínu frekar mikill töffari.
Hún hafði búið í Los Angeles á
sjöunda áratug síðustu aldar og
mótast af þeirri dvöl. Þau hjónin
óku meðal annars Bandaríkin
þver og endilöng í samfloti á
flutningabíl og fólksbíl með börn-
in þegar þau fluttu aftur til Ís-
lands.
Svala var ritari í Valhúsaskóla
öll árin sem við systkinin geng-
um í gegnum gagnfræðanám. Við
vorum stolt af því að okkar glæsi-
lega frænka væri starfsmaður
skólans og tengd okkur enda vel
liðin af nemendum skólans.
Nú þegar við systkinin eld-
umst og fullorðnumst og höfum
eignast okkar eigin börn sjáum
við hve mikið ríkidæmi er fólgið í
því að hafa fjölskyldu sína og ást-
vini nálægt og geta notið ljúfra
stunda. Að hafa móðursystur sín-
ar og frændfólk í næsta nágrenni
er dýrmætt og erum við einstak-
lega þakklát fyrir þær ljúfu
æskuminningar sem nálægð okk-
ar og sambýli á Seltjarnarnesi
veitti okkur.
Það var fallegt að sjá sam-
heldni og ástríki fjölskyldu
Svölu. Lengi vel var sá siður við-
hafður að börn hennar og barna-
börn hittust á föstudögum heima
hjá Svölu á Kirkjubrautinni í
„happy hour“ undir lok vinnuvik-
unnar. Oftar en ekki var okkur
boðið með og minnumst við
þeirra stunda með ánægju.
Við kveðjum einstaklega góða
og glæsilega frænku sem við
munum sakna mikið. Við biðjum
guð að styrkja dætur Svölu og
fjölskyldur þeirra.
Sigurður, Anna og Margrét.
Ég kveð þig kæra Svala með
söknuði og þakklæti. Allar góðu
stundirnar saman í Gullfos-
sklúbbnum og kvennahlaupinu í
Garðabæ áratugum saman. Það
var gefandi að eiga samleið með
þér, vandaða og glæsilega vin-
kona.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Minningin lifir.
Gunnlaug.
Helga Svala
Sigurðardóttir
Okkar elskaði, yndislegi og hjartahlýi sonur,
bróðir, mágur og frændi,
GUÐNI PÉTUR GUÐNASON,
Sólheimum 7, Reykjavík,
lést af slysförum föstudaginn 22. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðni Heiðar Guðnason Sigrún Drífa Annieardóttir
Edgar Smári Gerður Steinarsdóttir
Bjarki Enok
frændfólk og vinir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hvassaleiti 58 í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík
22. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. febrúar
klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu takmarkast fjöldi í
kirkjunni við 100 manns og eru ættingjar og nánir vinir velkomnir
á meðan húsrúm leyfir. Streymt verður frá athöfninni á slóð sem
birtist í vefútgáfum og facebooksíðum aðstandenda.
Áslaug Haraldsdóttir
Stefán Haraldsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn