Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 24. tölublað 109. árgangur
BREYTTI AF-
STÖÐUNNI TIL
NÁTTÚRUNNAR
ÞJÁLFAR YFIR
200 KONUR
MÁNAÐARLEGA
HEILSA OG ÚTIVIST 32 SÍÐURSÍÐUSTU VERKIN 36
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2
Hreinsunarstarf á skíðasvæðinu í Skarðsdal
við Siglufjörð var í fullum gangi þegar ljós-
myndara og blaðamann Morgunblaðsins bar
að garði í gær.
Snjóflóð féll á skíðasvæðið í síðustu viku og
hreif með sér aðstöðu skíðasvæðisins, bæði
miðasölu og skíðaleigu, sem og einn troðara,
og gjöreyðilagði. Að sögn Egils Rögnvalds-
sonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, er áætl-
að að hreinsa til á svæðinu og koma húsa- og
gámarústum á brott áður en reistir verða gám-
ar svo koma megi starfsemi skíðasvæðisins
aftur af stað.
Búið er að aflétta hættustigi vegna snjó-
flóðahættu á svæðinu, en Egill segir þó að
meðan sé verið að vinna vilji þeir hafa sem
minnsta umferð við skíðasvæðið. Lögreglan
fylgdist vel með og elti bifreið blaðamanns og
ljósmyndara upp á svæðið til að kanna hvort
ekki væri allt með felldu.
„Það er búið að vera að taka þetta allt út
hérna í gær og í dag og þetta er orðið stöðugt.
Það er engin snjóflóðahætta hérna núna en við
viljum hafa sem minnsta umferð hérna,“ segir
Egill. Mildi þykir að skíðalyftur svæðisins hafi
sloppið við flóðið, en flóðið fór nánast alveg að
neðstu lyftunni sem flytur skíðaiðkendur upp á
svæðið. »4
Undirbúa opnun skíðasvæðisins
Morgunblaðið/Eggert
Skíðasvæði Í Skarðsdal í gær. Búið er að aflétta hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu, en Egill segir þó að meðan sé verið að vinna vilji þeir hafa sem minnsta umferð við skíðasvæðið.
Snjóflóðið hreif með sér miðasölu og skíðaleigu Mildi þykir að skíðalyftur svæðisins hafi sloppið
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikill meirihluti starfsfólks leik-
skóla Hafnarfjarðar hefur undir-
ritað mótmæli gegn ákvörðun bæj-
arins um að hafa leikskólana opna
12 mánuði ársins. Hingað til hafa
þeir verið lokaðir í fjórar vikur yfir
sumartímann. Haraldur Freyr
Gíslason, formaður Félags leik-
skólakennara, segir að mikil
óánægja sé með ákvörðunina. Þá
hugsi margir starfsmenn sér nú til
hreyfings. Í nýlegri grein í bæj-
arblaðinu Hafnfirðingi sögðu tveir
bæjarfulltrúar Samfylkingarinn-
ar, sem er í minnihluta í bæj-
arstjórn, að ákvörðun þessari hafi
verið „þröngvað fram af full-
komnu skilningsleysi á grundvall-
arstarfi leikskólans sem er að
mennta og efla þroska barnanna
okkar“.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar segir að fyr-
irkomulagið hafi gefist vel í ná-
grannasveitarfélögum. Þá segir
Rósa að unnið sé að útfærslu þessa
nýja fyrirkomulags. Rósa kveðst
hafa skilning á því að fólk hafi uppi
efasemdir um ágæti þessara hug-
mynda, slíkt sé eðlilegt og algengt
þegar gera eigi breytingar.
„Þetta er þó það sem hefur verið
kallað eftir í gegnum árin. Það hef-
ur gengið mjög vel í Garðabæ og
nú hefur Reykjavík tekið þetta upp
sömuleiðis. Það er til mikils að
vinna að prófa þetta.“
Starfsfólk leikskóla
mótmælir lengri opnun
Bæjarstjórinn kveðst skilja efasemdir starfsfólksins
MLeikskólinn … »2
Brynja Baldurs-
dóttir fram-
kvæmdastjóri
Creditinfo segir
að grípa þurfi til
aðgerða til að
jafna kynja-
hlutföll í fram-
kvæmdastjórn-
um fyrirtækja.
Ný samantekt
Creditinfo leiðir í
ljós að konur eru framkvæmda-
stjórar um 18% fyrirtækja. Sé að-
eins horft á þúsund tekjuhæstu
fyrirtækin er talan 13%. „Mark-
miðasetning er ekki næg ein og sér,
aðgerðir þurfa að fylgja. Það þarf
hreinlega að ráða fleiri konur til að
stýra fyrirtækjum svo það blasir við
að það eru stjórnir fyrirtækja sem
þurfa að stíga upp.“ »12
Aðgerðir þarf til að
jafna kynjahlutföll
Brynja
Baldursdóttir