Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is ÖFLUGAR ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR Verkstæði Heilbrigðis-stofnanir Fiskvinnslu- fyrirtæki Hótel og gistiheimili Leikskólar og skólar Íþróttafélög og sundlaugar Efnalaugar og þvottahús Björn Bjarnason fjallar um for-ystumenn í verkalýðshreyfing- unni undir fyrirsögninni Öfgafólk í ógöngum, sem á vel við. Vegna orða Ragnars Þórs Ingólfssonar, for- manns VR, um nauð- syn þess að verka- lýðshreyfingin „geri sig gildandi“ fyrir komandi kosningar rifjar Björn upp um- mæli Ragnars Þórs í nóvember 2019.    Þá sagði RagnarÞór um hug- myndir um að verka- lýðshreyfingin tæki þátt í þingkosn- ingum með eigin framboði: „Ég er ekki kominn langt og þetta hefur ekk- ert verið formlega rætt innan okkar raða. Ég er að þreifa fyrir mér svona maður á mann. Ég er líka að ræða við fólk úr öðrum flokkum sem er orðið langþreytt á því sama og við. Það kemur væntanlega í ljós fljótlega hvort einhver flötur er á þessu en eitt er víst að ég hef aldrei fengið önnur eins viðbrögð við neinu sem ég hef gert. Það er hvatningu og jákvæð viðbrögð. Mér finnst greinilegt að fólk sé að kalla eftir einhverju svona. Svo verður að koma í ljós hvað gerist.“    Björn bendir á að nýlega hafiRagnar Þór gert sig gildandi „gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna og beitti sér gegn því að sjóðurinn keypti hlutabréf í Ice- landair í fyrra. Framkvæmd krafna hans um það efni hafa ekki reynst sjóðnum arðbærar.“    Það er mjög umhugsunarvert fyr-ir þá sem greiða til VR hversu langt núverandi forysta er reiðubúin að ganga til að knýja fram skoðanir sínar, alveg óháð hagsmunum fé- lagsmannanna. Björn Bjarnason Gera sig gildandi á annarra kostnað STAKSTEINAR Ragnar Þór Ingólfsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhald- andi starfa að sveitarstjórnarmálum þegar yfir- standandi kjörtímabili lýkur á næsta ári. Frá þessu greinir hún í viðtali í Nesfréttum. Ásgerður segir í viðtalinu að hún muni ljúka sínu þriðja kjörtímabili sem bæjarstjóri vorið 2022 og setja þar endapunkt eftir 12 ára setu í stól bæj- arstjóra. Hún kveðst telja það farsælast að Sjálf- stæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hafi tíma til þess að fylkja liði að nýju. „Ég hef það líka sem fyrirmynd að svona gerði Sigurgeir Sigurðsson þetta þegar hann hætti eftir sinn langa bæjarstjóraferil.“ Það hefur gustað um Ásgerði á síðustu misserum. Margir hafa lýst óánægju með fjár- málastjórn bæjarins og fylgið minnkað. Ásgerður hafnar því þó í viðtalinu að staðan í skoð- anakönnunum sé ástæða brott- hvarfsins, ekki sé um skyndi- ákvörðun að ræða. Ásgerður segir að 12 ár verði að teljast nokkurt langlífi í bæjarstjórastól á okkar tímum. Flokkar og frambjóðendur eiga ekkert fylgi víst og fyrir því verði að berjast með því að skora mörk og vinna leiki. Samstaðan skipti mestu máli og sín helsta ósk sé að sjálfstæðismenn á Nesinu gangi sameinaðir til næstu kosninga. „Seltjarnarnesbær er með eitt allra lægsta skuldahlutfall allra sveitarfélaga landsins þó að skattar á íbúa séu óvíða lægri. Þessi staða gefur bæjarfélaginu svigrúm til þess að laga sig að nýj- um aðstæðum. Það hefur einnig mikil sóknarfæri,“ segir Ásgerður. Ásgerður hættir eftir kjörtímabilið  Bæjarstjóraskipti fyrir höndum á Seltjarnarnesi  Engin skyndiákvörðun Ásgerður Halldórsdóttir Meint brot á sóttvarnalögum á blaðamannafundinum þar sem bóluefnið frá Pfizer var kynnt hér á landi er til skoðunar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Frum- athugun er í gangi hjá lögreglunni í Hafnarfirði sem fer með forræði málsins þar sem bóluefnið var kynnt í húsakynnum Distica í Garðabæ. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um málið. Heilbrigðisráðuneytið boðaði til fundarins sem haldinn var 28. des- ember síðastliðinn. Þar voru fulltrúar fjölmiðla minntir á þágild- andi sóttvarnareglur. Fram kom í máli Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis og Rögn- valdar Ólafssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, eftir fundinn að of margir hafi verið inni í frétta- mannahólfi miðað við þágildandi sóttvarnareglur. vidar@mbl.is Skoða meint lögbrot á bóluefnafundi  Sagði of marga í fréttamannahólfi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fundur Frá fundinum sem var haldinn í húsakynnum Distica fyrir áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.