Morgunblaðið - 29.01.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021
✝ Stefán Karls-son fæddist í
Reykjavík 17. sept-
ember 1979. Hann
lést á heimili sínu
19. janúar 2021.
Faðir hans er Karl
Stefánsson, f. 22.
júní 1944 og maki
hans er Auður H.
Hafsteinsdóttir, f.
20. júlí 1947. Móðir
Stefáns er Valborg
Ísleifsdóttir, f. 28. febrúar 1945
og maki hennar er Guðjón Herj-
ólfsson, f. 23. mars 1941.
Stefán er yngstur fjögurra
systkina en elst er Guðrún
Karlsdóttir, f. 21. janúar 1965,
maki Guðjón Helgason, f. 13.
desember 1957 og eiga þau þrjú
börn, Hönnu Valdísi, Helga Karl
og Maríu. Herdís Karlsdóttir, f.
17. september 1966, maki Árni
Arnarson, f. 2. nóvember 1962
og eiga þau þrjár dætur, Rakel,
aðsfræðum frá Niels Brock árið
2002. Hann lauk BS-gráðu í
viðskiptafræði frá Háskólanum
á Bifröst árið 2006 og MBA-
gráðu frá Háskólanum í Reykja-
vík árið 2018. Stefán hóf störf
hjá Vinnufötum ehf. eftir að
hann kom frá námi í Danmörku
og vann þar með hléum stóran
hluta ævi sinnar. Stefán vann í
rúmlega 20 ár í kringum Knatt-
spyrnufélagið Val í mörgum
lykilhlutverkum. Hann var m.a.
formaður handknattleiksdeildar
og á árunum 2008-2009 starfaði
hann fyrst sem fjármálastjóri og
svo sem framkvæmdastjóri fé-
lagsins. Stefán var einn stofn-
enda Controlant hf. og starfaði
hann þar sem framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs síðustu ár.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju 29. janúar 2021 klukkan
13. Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu verður boðið í útförina. At-
höfninni verður streymt á:
https://www.sonik.is/stefan
virkan hlekk á steymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Ernu og Hrafnhildi.
Ísleifur Heiðar
Karlsson, f. 26. júlí
1972, d. 21. júlí
1996, eftirlifandi
maki Heiður Hjalta-
dóttir og eiga þau
einn son, Hjalta
Þór. Núverandi
maki Heiðar er
Arnar Már Sigurðs-
son og eiga þau
eina dóttur, Sól-
veigu.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns
er Sigurlaug Rúna Rúnarsdótt-
ir, f. 31. janúar 1979. Synir Sig-
urlaugar og Stefáns eru Krist-
ófer, f. 20. apríl 2005, Rúnar, f.
18. desember 2007, og Ingimar,
f. 17. desember 2009. Stefán út-
skrifaðist úr Verslunar-
skólanum árið 1999 og eftir það
lá leið þeirra Sigurlaugar til
Danmerkur þar sem hann út-
skrifaðist með diplóma í mark-
Elsku Stebbi minn er látinn.
Þetta er það sárasta sem ég hef
lent í vegna þess að hann var svo
einstakur. Ég veit ekki hver á
núna að taka vel í allar klikkuðu
hugmyndirnar sem ég fæ og allt
sem mér dettur í hug. Hann var
alltaf tilbúinn að gera næstum
allt sem mér í datt í hug. Það
skipti engu máli hvort það voru
dansmyndbönd, syngja Hatara-
lagið eða eitthvað annað. Hann
færði það yfir á næsta stig. Hann
var alltaf svo spenntur fyrir því
sem ég var búin að skipuleggja
fyrir okkur. Fyrir nákvæmlega
tveimur vikum fórum við í mat til
vina þar sem við áttum að koma
með rétt sem tengdist kvikmynd.
Við völdum Eat, love and pray og
hann samdi ljóð sem tengdist
pray-hlutanum. Ljóðið hljóðar
svona:
Við saman erum hér og gleðjumst
og tökumst á við lífsins sjó.
Um okkar hugarheima ferðumst
og leitum þar að innri ró.
Ef hugur leitar til þinna niðja
er gott að eiga góðan forða.
Að elska af hjarta og biðja
og alls ekki gleyma að borða.
Það sem okkur langar að segja
hljómar eins og gömul lumma.
Af lífsins braut þú ert að beygja
er besta lausnin alltaf að humma.
Ég mun geyma allar minning-
ar okkar í hjarta mínu og minn-
ing hans lifir í gegnum okkur öll.
Ég passa strákana okkar. Við
ætlum ekki að reyna að skilja
allt, en við fyrirgefum. Stebbi var
ekki bara eiginmaður minn held-
ur líka minn besti vinur og sálu-
félagi. Ég er einstaklega þakklát
fyrir þessi 23 ár sem við fengum
saman. Ég þarf að læra að lifa
með því að elsku Stebbi minn sé
farinn. Ég get ekki orða bundist
hversu mikið ég sakna hans og
mig verkjar í hjartað að vita til
þess að hann muni aldrei halda
utan um mig aftur, hlæja að
bröndurunum mínum eða elda
fyrir mig lund og béarnaise.
Stebbi var frábær pabbi, eigin-
maður, félagi og vinur í blíðu og
stríðu.
Takk fyrir allt ástin mín og
einn daginn munu leiðir okkar
liggja saman aftur en þangað til
sé ég um strákana.
Orð eru fátækleg í sorginni, en
eftirfarandi orð úr Spámanninum
eru okkur ofarlega í huga:
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“
Þín
Sigurlaug (Silla).
Elsku pabbi, þú varst fyndinn,
góður, duglegur og skemmtileg-
ur. Við munum sakna hláturs
þíns og hversu góður þú varst.
Við munum sakna þess þegar þú
söngst Dengsa-lögin hans
Hemma. Þú varst alltaf til í að
gera allt með okkur, hvort sem
það var að leika hákarl í sund-
lauginni, spila FIFA eða hvað
sem er. Við munum alltaf elska
þig og hugsum fallega til þín.
Kristófer, Rúnar og Ingimar.
Elsku Stebbi litli bróðir minn.
Það er svo nístingssárt að
setjast niður og skrifa um þig
minningarorð. Ég fékk þig í af-
mælisgjöf á þrettán ára afmæl-
isdaginn minn. Það var svo sann-
arlega besta afmælisgjöf sem ég
hef fengið.
Fljótlega kom í ljós að þú
hafðir einstaklega létta lund og
leyfðir okkur vinkonunum að
hnoðast með þig á allan hátt.
Varst til dæmis notaður sem
hárgreiðslumódel ef því var að
skipta og alltaf brostir þú bara
breitt.
Þrátt fyrir að eiga sama af-
mælisdag vorum við að mörgu
leyti ólík. Við vorum þó bæði
skapmikil og áttum til að rjúka
upp. En við vorum fljót aftur nið-
ur og á milli okkar ríkti þegjandi
samkomulag um að hafa allt í
góðu okkar í milli. Það bárum við
gæfu til að gera. Við brölluðum
margt saman í gegnum tíðina.
Árið 2002 komst þú í vinnu til
okkar í Vinnuföt sem var mikið
gæfuspor fyrir okkur. Varst hjá
okkur með hléum til ársins 2018.
Þú varst einstaklega klár en með
mikla fullkomnunaráráttu sem
var þér stundum fjötur um fót.
Þú hafðir mikla útgeislun og
áttir auðvelt með að laða að þér
fólk. Þú varst mikill stemnings-
maður og ræðuskörungur og
hélst flottar veislur.
Þú varst mikill fjölskyldumað-
ur og duglegur að skipuleggja
samverustundir. Síðasta ferðin
okkar fyrir rúmu ári til London
var einstök. Það er svo margt
sem verður aldrei eins. Gamlárs-
kvöld, út að borða saman og allar
skemmtilegu samverustundirn-
ar.
Þú varst svo stoltur af Sillu
þinni og drengjunum þínum. Síð-
ustu daga höfum við fengið að
kynnast því hversu mikil ofur-
kona Silla þín er. Hún hefur látið
okkur öllum líða aðeins skár.
Þú varst þannig að maður ef-
aðist aldrei um væntumþykju
þína. Það er svo sárt að geta ekki
sagt þér hversu undurvænt okk-
ur þótti um þig. Við ætlum að
gera allt sem við getum til að
létta undir með Sillu og drengj-
unum þínum.
Elsku Silla, Kristófer, Rúnar,
Ingimar og við öll. Megi Guð
gefa okkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Stebbi, þú varst sko bestur.
Þín systir og mágur,
Herdís (Dísa) og Árni.
Í ljóði Þórarins Eldjárns um
sálartýruna segir:
Það skín með skini hljóðu
og skynjar hulin mál
ljósið inni í okkur
sem oft er kallað sál
Það lýsir okkur einum
svo áttum við getum náð
en glampar gegnum augun
sem geislandi augnaráð
Sálartýran hans Stebba bróð-
ur skein skært, frá henni stafaði
birtu og yl. Hann hafði mikla út-
geislun og var einstaklega hlýr.
Og nú hefur slokknað á sálartýr-
unni hans, allt of snemma. Hann
lenti í krísu fyrir nokkrum árum
og svo aftur núna, það reyndist of
mikið. Kannski áminning um það
í hvaða ógöngur álag og streita
geta leitt okkur, þegar ljósið
innra með okkur hættir að lýsa
okkur leið. Eftir sitjum við hníp-
in, í djúpri sorg og söknuði.
Stebbi var á margan hátt ein-
stakur persónuleiki, alltumvefj-
andi og gefandi. Alltaf til í tuskið,
stutt í brosið og húmorinn, já-
kvæður, gleðigjafi. Gott að leita
til hans, gott að eiga við hann
spjall um lífið og tilveruna, gott
að vera með honum. Minningarn-
ar eru ótalmargar, fyrst og
fremst skemmtilegar. Þær ylja
okkur núna og munu gera um
ókomna tíð.
Hann skilur eftir sig dýrmæt-
an fjársjóð í sinni yndislegu fjöl-
skyldu, klettinum henni Sillu og
strákunum. Við munum gera
okkar besta til að hlúa að þeim.
Guðrún (Rúna) og Guðjón.
Í dag kveð ég Stefán tengda-
son minn með miklum trega og
sorg í hjarta. Hann var einstak-
ur, lífsglaður og góður drengur.
Ekki var nú verra að hann hélt
með réttu liði, Liverpool, og var
ég svo lánsamur að fara á Anfield
og sjá leik með Liverpool og Ful-
ham með þeim feðgum, Stefáni
og Kristófer. Þar áttum við góðar
stundir saman. Sá Stefán um all-
an undirbúning ferðarinnar eins
og honum var einum lagið.
Svo vinur kæri vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Sigfús Sig.)
Rúnar Sigurðsson.
Elsku Stebbi okkar, Stebbi
frændi. Að setjast niður og skrifa
minningarorð um þig er óraun-
verulegt og tilhugsunin um að þú
sért búinn að kveðja þetta líf er
óbærileg. Söknuðurinn er sár en
minningin um yndislega frænda
okkar mun lifa í hjarta okkar um
ókomna tíð.
Þú varst alla tíð svo ótrúlega
áhugasamur og hvetjandi í öllu
því sem við litlu frænkur þínar
tókum okkur fyrir hendur,
áhugasamur um hversdagsleik-
ann og lífið almennt. Þetta hefur
verið okkur afskaplega dýrmætt
og til marks um væntumþykju
þína sem skein í gegn.
Þú varst alltaf reiðubúinn að
leggja fram hjálparhönd sem við
systur nutum ósjaldan góðs af.
Þau voru nú alls konar, verkefnin
sem við systur leituðum til þín
eftir aðstoð með. Misgáfuleg og
allt það en alltaf gátum við treyst
á að Stebbi frændi myndi leggja
sitt af mörkum. Fyrir það verð-
um við ævinlega þakklátar.
Þú varst mikill stemningsmað-
ur og áttir auðvelt með að hrífa
fólk með þér. Að ná að draga
mömmu á Hlíðarenda á hand-
boltaleik hjá Sillu þinni (þann
fyrsta og eina sem hún hefur far-
ið á) er skemmtileg minning og
staðfesting á því.
Allar samverustundirnar, í
Köben og London, í fjölskyldu-
boðum og í Vinnufötum, eiga sér-
stakan stað í hjarta okkar. Þú
varst svo ómissandi hluti af fjöl-
skyldunni og það er svo margt
sem verður aldrei eins án þín.
Elsku Silla, Kristófer, Rúnar,
Ingimar, amma og Guðjón, afi og
Auður, mamma og pabbi, Rúna
og Guðjón, fjölskyldan öll og
kæru vinir Stebba, við biðjum
Guð að gefa okkur styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Þínar frænkur,
Rakel, Erna og Hrafnhildur.
Það var mér mikið áfall að
frétta að Stebbi, föðurbróðir
minn, væri látinn. Við höfðum
síðast hist í árlega jóladagsboð-
inu hjá ömmu og þá hvarflaði
ekki að mér að það yrðu okkar
hinstu fundir.
Stebbi hefur alla tíð verið mér
afar kær. Þegar ég var lítill polli
og bjó á Akureyri var það alltaf
mikið tilhlökkunarefni að fá hann
í heimsókn norður og eins að
hitta hann þegar ég fór suður, því
hann gaf sér ávallt tíma til að
gera eitthvað skemmtilegt með
mér. Í seinni tíð höfum við æv-
inlega spjallað mikið þegar við
hittumst. Það var gott að tala við
hann því hann var jafnan hress
en gaf sig í senn allan að sam-
ræðunum. Ég leit mjög upp til
hans og hann var mér sérlega
mikilvægur sem fyrirmynd því
hann veitti mér oft góða leiðsögn
og talaði jafnvel um fyrir mér ef
svo bar undir.
Orð fá ekki lýst hve sárt mér
þykir að þú sért nú farinn, elsku
Stebbi. Ég vildi að þú vissir hve
dýrmætur þú varst fólkinu þínu
og hve mikið þú glæddir líf þess.
Með fráfalli þínu er nú stórt
skarð höggvið í tilveru margra
sem verður ekki fyllt. Mér er
hugsað til Sillu og strákanna
ykkar sem fara nú út í lífið án
þín. Eins er mér hugsað til ömmu
og afa sem nú syrgja annan son
sinn. Það á enginn að þurfa að
ganga í gegnum.
Ljóst er að þér hefur liðið
hræðilega en þetta var ekki rétta
lausnin á vandamálum þínum,
hve stór sem þau kunna að hafa
virst þér. Ég vona þó að þú hafir
fundið frið og þér líði betur núna.
Vertu sæll, elsku frændi.
Hjalti Þór Ísleifsson.
Stebbi mágur okkar kom 19
ára í fjölskylduna þegar þau Silla
urðu kærustupar og tryggði sér
strax sess í hjarta okkar enda
hvers manns hugljúfi. Stebbi var
miklum mannkostum búinn,
skarpgreindur, traustur og
skemmtilegur en umfram allt var
hann algjört góðmenni og þegar
Stebbi brosti náði brosið svo fal-
lega til augnanna. Þau Silla eign-
uðust þrjá yndislega drengi og
naut Stebbi sín í foreldrahlut-
verkinu. Ýmislegt var brallað
með þeim Stebba, Sillu og strák-
unum í gegnum árin. Eitt sinn í
göngu á Fjallabaksleið brast á
með mikilli blíðu og Stebbi fann
engar stuttbuxur í bakpokanum
svo hann brá á það ráð að ganga í
síðbrókinni einni fata, rúllaði upp
skálmunum og sagði að þetta
þætti mjög flott í Frakklandi. Við
erum Stebba þakklát fyrir allar
þær góðu minningar sem við eig-
um um hann en það voru forrétt-
indi að hafa hann í fjölskyldunni.
Með þessum hugljúfu minning-
um kveðjum við Stebba okkar.
Minning þín lifir að eilífu.
Hörður, Laufey og
fjölskyldur.
Elsku, elsku Stebbi minn.
Mikið rosalega var sárt að fá
símtalið frá Arnari mínum þann
19. janúar sl. þar sem hann sagði
mér að þú hefðir kvatt skömmu
áður. Mikið ofboðslega hefur mér
alltaf þótt vænt um þig, en ég er
búin að þekkja þig síðan þú varst
14 ára gamall, þegar ég fór að
vera með Ísleifi bróður þínum.
Þú og Silla þín voruð dugleg að
heimsækja okkur Hjalta Þór
norður til Akureyrar og það sem
Hjalti Þór var alltaf glaður þegar
þið komuð og hvað hann leit upp
til Stebba föðurbróður síns og
mikið rosalega varstu alltaf góð-
ur við hann elsku Stebbi minn.
Þú sást til þess að Hjalti héldi
með Breiðabliki löngu áður en
við fluttum suður og kunni að
syngja Breiðablikslagið þegar
hann var enn í leikskóla. Mikið
þótti mér vænt um að þú og Silla
þín komuð norður þegar ég hélt
upp á þrítugsafmælið mitt hérna
um árið og sáuð til þess að partý-
ið varð enn betra. Eins þegar þið
komuð norður til okkar með
Kristófer tæplega tveggja mán-
aða og gistuð á leið ykkar um
hringveginn.
Eftir að við fjölskyldan flutt-
um í Kópavoginn hittumst við
reglulega í barnaafmælum, stór-
afmælum, jólaboðum og útskrift-
um og við fleiri tilefni og alltaf
var Stebbi hress og kátur með
fallega brosið sitt. Sólveig okkar
og Kristófer ykkar voru saman í
bekk fyrstu fjögur árin sín og
með þeim hefur alltaf verið góður
vinskapur. Fertugsafmælið, sem
þið hjónin hélduð í maí 2019, var
eftirminnilegt, þar sem þið fóruð
á kostum. Stebbi var alltaf svo
glaður og hress og alltaf bros-
andi, ég man hann ekki öðruvísi.
En elsku Stebbi minn, þú barst
það svo sannarlega ekki utan á
þér að þér leið ekki alltaf vel. Það
er svakalega sárt að þurfa að
kveðja þig núna eftir að þú
ákvaðst að fara sömu leið og
hann Ísleifur minn, bróðir þinn,
valdi fyrir tæpum 25 árum. Eftir
sitja fjölskylda og vinir í sárum,
en ég trúi því og veit að Ísleifur
tekur vel á móti þér og mun leiða
þig og styðja. Við sem eftir erum
munum gera allt sem við getum
til að hlúa sem best að Sillu þinni,
Kristófer, Rúnari, Ingimari, for-
eldrum þínum og þeirra mökum,
systrum og okkur öllum sem að
þér stóðum og elskuðum þig.
Minningin um góðan og falleg-
an dreng mun lifa.
Heiður Hjaltadóttir.
Einn okkar allra besti maður
er fallinn frá og það allt of
snemma. Þvílíkt þakmenni, öð-
lingur, leikmaður og vinur. Það
er erfitt að koma orðum að þessu
öllu og því sem mig langar að
segja um hann. Hann hafði svo
hlýja og trausta nærveru; var
skarpur, agaður og nálgaðist
hlutina af yfirvegun.
Stebbi Karls var ekki bara ein-
stakur vinur heldur frábær pabbi
og fjölskyldumaður. Þau Silla
voru svo ótrúlega samstiga, al-
gjör fyrirmyndarhjón og lifðu
fyrir strákana sína þrjá.
Við vinirnir áttum margar
minnisstæðar stundir saman.
Bæði bara við tveir og svo með
konunum okkar og börnum. Ég
gleymi aldrei þegar við Stebbi
vorum að kynnast hve fljótt ég
áttaði mig á hvað hann var magn-
aður náungi. Hann hafði mikla
yfirsýn og ráð hans voru örugg
og yfirveguð. Þótt hann hafi
sjaldan eða nánast aldrei skipt
skapi var hann með gríðarlegt
keppnisskap. Það var sama hvort
það var í vinnu, boltanum eða
hreinlega í öllu.
Handboltaferðir til útlanda,
fjölskylduferðir og svo útilegurn-
ar allar. Ferðin til Tenerife með
fjölskyldurnar var stórkostleg og
við skemmtum okkur konung-
lega.
Eins skíðaferðin í hittifyrra til
Austurríkis yfir jólin. Ógleyman-
legt frí þar sem við skíðuðum
með okkar fólki á daginn og svo
tók alltaf við okkar stund; stöðu-
fundur á svölunum á meðan
krakkarnir og konurnar slökuðu
á. Við ræddum alla hluti og trúð-
um alltaf og treystum hvor öðr-
um fyrir okkar málum. Traustið
á milli okkar var mikið og sterkt.
Góð saga úr skíðaferðinni
frægu var að á hverjum morgni
hjálpaði Stebbi strákunum sínum
í skíðaklossana. Ég gat ómögu-
lega beygt mig niður eða bara yf-
ir höfuð komist í klossana og því
sá hann um mig líka alla morgn-
ana; strákana sína þrjá og svo
Þykka.
Svipurinn á hótelgestum sem
sáu Stebba á fjórum fótum að
troða mér í klossana var óborg-
anlegur. En þetta var dæmigert
fyrir Stebba, hann gerði allt fyrir
alla og fannst þetta ekki mikið
mál.
Ég hef sagt frá fyrsta degi eft-
ir að ég kynntist Stebba - sagði
þetta við hann margoft og við
aðra - að hann væri klárasti mað-
ur sem ég hefði kynnst. Hann var
ótrúlega sjálfsöruggur og um leið
nálgaðist hann hlutina af mikilli
skynsemi og ró. Alltaf þegar ég
hef þurft að taka erfiðar ákvarð-
anir eða verið tvístígandi með
einhverja hluti leitaði ég til hans.
Stebbi hafði alveg ótrúlega mikla
yfirsýn, yfirvegun og gott skyn-
bragð á hlutina, ráðlagði mér og
um leið studdi mig alltaf á þeirri
leið sem ég var á.
Elsku vinur! Þetta er eitt það
erfiðasta sem ég hef þurft að
skrifa og vildi ekki þurfa að gera
það. En staðan er þessi og ég
reyni að komast í gegnum þetta
og lifa með þessu. Ég á frábærar
minningar sem ég mun rifja
reglulega upp og segja fólki sög-
ur af þér, hve einstök og góð per-
sóna þú varst. Ég vona að þér líði
vel elsku vinur. Ég mun gera allt
til að aðstoða Sillu og strákana
þrjá. Ég verð til staðar.
Elsku Silla, Kristófer, Rúnar
og Ingimar, missir ykkar er
mestur.
Minningin um frábæran pabba
og eiginmann mun lifa með ykk-
ur og vonandi styrkja í sorginni.
Elsku Stebbi Karls. Ég gleymi
þér aldrei, elsku vinur.
Ágúst Jóhannsson.
Stebbi vinur minn er fallinn
frá, langt fyrir aldur fram. Við
vorum nágrannar í Víðigrundinni
og lékum okkur saman frá því að
við vorum smápollar. Við geng-
um í Snælandsskóla sem var ör-
stutt frá heimilum okkar og vor-
um alltaf í sama bekk. Við sátum
oftast hlið við hlið og það var
merkilegt að fylgjast með því
hvað Stebbi var fljótur að til-
einka sér allt nám. Við félagarn-
ir, ég, Stebbi og Gummi bróðir,
vorum saman öllum stundum.
Við vorum saman í skólanum, í
íþróttunum og lékum okkur í
hverfinu og vorum því oft kall-
aðir þríburarnir.
Íþróttirnar sameinuðu okkur.
Ef við vorum ekki að spila fót-
bolta eða skjóta á körfu vorum
við oft heima í Víðigrundinni að
horfa á fótbolta eða NBA en
einnig tókum við í spil og spjöll-
uðum fram eftir nóttu.
Stebbi var alltaf jákvæður og
glaðlyndur, hann hafði lausnir
við öllu og vandamál voru ein-
ungis til þess að leysa þau. Hann
var góður hlustandi, hvatti mann
áfram og var alltaf til staðar.
Stebbi var metnaðarfullur í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur og
gerði kröfur til sjálfs sín. Hann
Stefán Karlsson