Morgunblaðið - 29.01.2021, Page 22

Morgunblaðið - 29.01.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021 Stefán Karlsson lykilmanna fyrirtækisins sem stóðu Stebba nærri. Þeirra miss- ir er mikill. Stebbi var drengur góður í sterkustu og fegurstu birtingu þeirrar lýsingar sem á vænum manni er. Hvers manns hugljúfi. Hans er, og verður, saknað af okkur öllum. Það er okkar ábyrgð að gæta festu, tryggja starfsemi og áframhald- andi uppvöxt sem og sjálfbærni Controlant í sessi fram veginn. Það væri í anda Stebba og honum að skapi. Þetta eru fátækleg orð, og ef til vill meira meðferð und- irritaðs, en hvað annað til að bregðast við sviplegu fráfalli góðs vinnufélaga? Nánustu að- standendum Stebba, eiginkonu, sonum og nærfjölskyldu votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Ástvaldur Jóhannsson. „Eitthvað nýtt í þessu?“ Þetta eru orðin sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til vinar míns Stebba Karls. Þetta sagði hann yfirleitt er hann gekk inn á skrifstofu til mín í Valsheimilinu – alltaf með kaffibolla í hendi og bros á vör. Stebba kynntist ég upphaflega þegar ég tók við stöðu fram- kvæmdastjóra Vals. Örfáum dög- um eftir að ég hóf störf fékk ég símtal þar sem Stefán kynnti sig og bauð fram aðstoð sína til að setja mig inn í starfið enda hafði hann gegnt sömu stöðu örfáum árum áður. Ég þáði boðið og átti von á 15-20 mínútna kaffispjalli með þessum nýja kunningja mín- um. En þannig var Stebbi ekki settur saman – hann gaf alltaf meira af sér en minna. Hann kom á skrifstofuna dag- inn eftir og við eyddum rúmum þremur klukkutímum saman. Stebbi fór gaumgæfilega yfir sína reynslu og gaf mér dýrmæt ráð. Ég hafði orð á því við hann þegar ég hætti störfum, tæpum fjórum árum síðar, að líklega hefði ég ekki enst fjóra mánuði í starfinu ef ekki hefði verið fyrir hans góðu ráðleggingar. Á þeim árum sem ég starfaði í Val var Stebbi iðulega í trúnaðar- störfum fyrir félagið og tvinnuð- ust með okkur traust vinabönd. Hann var formaður handknatt- leiksdeildar Vals og unnum við því náið saman. Stebba fannst mikilvægt að hafa létt og gott andrúmsloft í kringum sig en gat líka tekið á móti, ef andspænis- viðmótið var með þeim hætti. Hann hafði þetta einstaka jafnvægi og jafnaðargeð sem er svo mikilvægt í sjálfboðaliða- störfum íþróttafélaga. Okkur Stebba til mikillar gleði deildum við sama afmælisdegi, 17. september. Fyrir nokkrum árum fengum við þá bráðsnjöllu hugmynd að halda sameiginlega upp á afmælið okkar árið 2022, því þá yrði Stebbi 43 og ég 37 sem við gætum þá kallað áttræð- isafmæli. Mikið vildi ég óska þess að sú hefði orðið raunin. Vegferð okkar Stebba hélt svo áfram er við fórum saman í MBA-nám við Háskólann í Reykjavik. Þar urðum við báðir hluti af einstökum hópi og Stebbi var alger stjarna í náminu með sitt smitandi bros, jákvæða hug- arfar og hreinræktuðu gleði. Oft er talað um að fólk geti orðið hrókur alls fagnaðar – Stebbi var kóngur alls fagnaðar. Og á MBA- árunum voru mörg góð tilefni til góðra fagnaða og þá sérstaklega í ferðum til Köben, New York og Boston. Allt dýrmætar minning- ar. Þegar hinar hörmulegu fregn- ir af andláti Stebba bárust mér neitaði ég upphaflega að trúa þeim – þetta hlytu einfaldlega að vera einhver mistök eða mis- skilningur. En Stebbi glímdi við sjúkdóm sem er jafn óútreiknan- legur og hann er miskunnarlaus. Ég mun sakna Stebba alveg óg- urlega. Þó að við töluðum ekki saman daglega var hann einn af þessum föstu punktum til að ráða manni heilt þegar eitthvað bjátaði á. Ég sendi Sillu, Kristófer, Rúnari, Ingimar og öðrum ást- vinum Stebba mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng mun lifa. Jóhann Már Helgason. Kaldbakur, þessi hópur æsku- vina úr Kópavoginum, er einum færri. Ekki í þessar hefðbundnu tvær mínútur líkt og í handbolt- anum eða út leiktímann og fram að næsta leik líkt og í fótbolt- anum. Heldur til frambúðar. Þetta er tilfinning sem aldrei mun venjast en nokkuð sem við þurfum að lifa með. Við yljum okkur við þær mörgu minningar sem við eigum um Stebba okkar og syrgjum þær sem aldrei urðu. Það er á nákvæmlega svona stundum sem Stebbi hefði tekið frumkvæði og leitt okkur hina í gegnum svona áfall. Stebbi var einstakur. Það vita allir sem honum kynntust. Bjó yfir mikilli sam- kennd, tilfinningagreind og hafði einstaklega góða nærveru. Spurði okkur af einlægum áhuga hvernig við hefðum það. Og við sögðum honum það. Af því að hann lét manni líða þannig og hann vildi vita hvað væri að ger- ast í lífi okkar. Hann vildi fara á dýptina því hann vissi að það skiptir máli. Og það skiptir máli. Við sem eftir erum ætlum að taka hann til fyrirmyndar, því það er það sem hann var. Fyr- irmynd. Fráfall hans er svo mik- ið reiðarslag, svo ótímabært, svo sárt. Hann var hryggjarsúlan í hópnum. Hann var alltaf mættur í skíðaferðirnar, þó að hann hafi ekkert kunnað á skíði til að byrja með. Hann var alltaf mættur í veiðiferðirnar, þó að hann hafi ekkert kunnað að veiða til að byrja með. En hann kunni frá upphafi að vera vinur. Í því var hann bestur. Vera með vinunum. Og þar mun hann ávallt vera, með okkur. Hvíl í friði kæri vin- ur. Fyrir hönd æskuvinanna úr Kópavoginum, Ívar Gestsson. Elsku vinur okkar, mikið of- boðslega er sárt að kveðja, að kveðja alltof snemma, og sárt að hugsa til þess að þér hafi liðið svo illa að þú misstir sjónar á eigin frábæru verkum, eigin ein- stöku kostum og þeim ofboðs- lega hlýleika og gleði sem þú skildir eftir hjá öllum sem þú tengdist. Það eru fáir sem gefa af sér jafn rausnarlega og þú hefur alltaf gert. Fáir sem gera sér eins far um að öllum líði eins og þeir tilheyri og fylgjast jafn vel með framvindu lífsins hjá vinum sínum, vinnufélögum og öllum í kring. Samt alltaf stutt í stríðni og grín og enginn betri í að keyra partíið í gang, alltaf klár í að gera og græja og taka þátt, al- veg sama hvaða hugmyndir duttu inn á borð. Á sama tíma einstaklega klár og duglegur, áttir alltaf tíma til að fara yfir málin og maður gat treyst á að betri niðurstaða feng- ist á eftir. Það leyndi sér ekki hvað þú elskaðir Silluna þína og drengina ykkar þrjá og það var alltaf blik í augunum á þér þegar þau bar á góma. Þér fannst ekki leiðinlegt að benda á keppnisskap elskunnar þinnar og krýndir hana meistara þegar það átti við en hún er ein- mitt eilíflega tímalínumeistari. Þú áttir yfirfullt af stjörnuryki sem þú stráðir í kringum þig og svo ekkert færi á milli mála hvaða sjarmatröll var þar á ferð skelltirðu þér í hvít jakkaföt og fórst ekki framhjá neinum. Minningarnar eru óteljandi en efstar eru samtöl okkar síðustu ár yfir kaffibolla yfir daginn, föstudagsbjór eða símtal að kvöldi þar sem stóru málin voru oft leyst, jú eða spjall fram eftir kvöldum síðasta árið þar sem ekkert var heilagt og farið yfir málin af einlægni. Við söknum þín og erum ennþá dofin, frá- hvarf þitt skilur eftir mikið skarð í vinahópnum sem og á vinnustaðnum. Við ætlum að leggja okkur fram um að umvefja Sillu og fal- legu drengina ykkur og sendum þeim styrk og okkar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku Stebbi okkar, minning um dýrmæta vininn með gullhjartað mun ávallt lifa og þú verður alltaf með okkur. Far í friði, okkar kæri vin, og við sjáumst í draumalandinu. Þínir vinir, Guðmundur (Gummi) og Hildur. Elsku vinur, mér finnst erfitt að setja minningar mínar um þig á blað. Mér finnst erfitt að rifja þær upp því það kemur svo mikil sorg með því. Þú varst besti vin- ur minn eins og Silla er besta vinkona mín. Leiðir okkar lágu saman í Versló og vináttan small saman þegar við vorum í íþróttanefnd- inni. Silla var partur af mér og fljótlega urðuð þið óaðskiljanleg, mér til ómældrar ánægju því þarna var búið að sameina mína bestu vini. Við áttum saman óteljandi stundir á Sogavegin- um, á Wunderbar og síðar í Valsheimilinu. Þú varst ekki bara happafengur fyrir Sillu og mig, heldur líka fyrir Val. Á þeim tíma vantaði málsvara fyr- ir meistaraflokk kvenna og þú alltaf jafn bóngóður sagðir „ekki málið, ég fer í stjórnina og redda þessu“. Eitt af fyrstu verkum þínum var að fá í gegn að við stelpurnar fengjum æfingafatn- að, nokkuð sem við höfðum aldr- ei fengið áður (já margt breyst síðan þá í Val). Við biðum spenntar eftir bolunum en gát- um svo ekki annað en hlegið því stærðirnar voru barnastærðir, bolirnir voru eins og sundbolir á okkur og auk þess bleikir á lit, dóttir mín 11 ára passar í bolinn í dag og æfir stolt í honum. En það var hugurinn sem skipti máli og við vorum þakklátar. Þú gerðir mikið fyrir Val og varst happafengur fyrir félagið. En við vorum ekki bara æsku- vinir, Tobbi bættist í hópinn stuttu seinna og vináttan varð enn sterkari. Seinna komu börn- in og við urðum fjölskylduvinir og minningarnar urðu fleiri. Við gerðum svo margt saman, við deildum gleði, upplifun og sorg. Við fórum í ferðalög, fórum á leiki, fórum í leiki og við sköp- uðum minningar. Það sem stendur upp úr er hláturinn, léttleikinn og gleðin. Þegar þið Tobbi tókuð ljóta Speedo-sundskýludaginn á Mal- lorca, þegar þið Tobbi spiluðuð körfubolta við strákana fram á nótt á Laugarvatni, endalausu sundferðirnar þar sem við vor- um alltaf undirmönnuð gagnvart börnunum og urðum að spila svæðisvörn, skíðaferðirnar á Ak- ureyri, öll matarboðin, jólahefð- in okkar að labba Laugaveginn, þegar Pípinn og Kátur fóru sam- an í Laugavegarhlaupið og ótelj- andi samverustundir í Kidda- húsi og á Böðmóði. Ég mun sakna þess að fá sím- tal frá þér þegar afmælið hennar Sillu eða jólin nálgast þar sem þú spyrð mig ráða um gjöf til Sillu. Við munum sakna þess að geta hringt í þig til að leita ráða hjá þér eða bara til að spjalla. Við munum sakna þess að vaka fram á nótt, hlæja, spjalla, syngja og dansa saman. Minn- ingarnar munu ylja, gleðja og vonandi styrkja okkur til fram- tíðar. Vinátta okkar var fögur, áreynslulaus og hlý. Fyrir það verðum við ávallt þakklát. Stebbi, þessar minningar munu alltaf lifa og við munum varðveita þær í hjarta okkar. Við fjölskyldan höldum áfram að vera með þinni fjölskyldu. Við munum halda í heiðri minningar um þig og skapa nýjar minning- ar með Sillu og strákunum. Það grætir okkur að skrifa um þig í þátíð en við sættum okkur við það að við getum ekki breytt þátíð í nútíð. Hvíl í friði elsku vinur og þú veist að við höldum áfram að leika við Sillu og strák- ana. Þínir vinir, Arna og Þorbjörn. Það var mikið áfall og sárt að fá þær óvæntu og sorglegu frétt- ir að elsku Stebbi væri fallinn frá. Minningar um allar stundirn- ar sem við Stebbi áttum saman í barnæsku í Víðigrundinni streyma fram. Gatan okkar var óvenju mikil barnagata þar sem oft var líf og fjör og ég oftast eina stelpan með strákunum í þeim mikla strákahópi sem þar bjó. Á okkar uppeldisárum þegar við vorum farin að fá örlítið meira vit leið varla sá dagur sem við hlupum ekki hvort yfir til annars til þess að leika okkur saman. Flestir okkar leikir tengdust keppni að einhverju leyti þar sem stig, hraðamet eða mörk voru talin. Það var sama hvort við vorum að spila á spil, spila borðtennis, fótbolta eða pílukast; allt var skráð því það gerði leikina bæði meira spenn- andi og skemmtilegri. Eitt af okkar stóru áhugamálum um tíma var svo skák og get ég þakkað Stebba og Karli föður hans, sem báðir voru klókir skákmenn, fyrir að hafa komið mér á bragðið hvað það varðar. Þær voru ófáar skákirnar sem við tefldum saman og pældum í skákbyrjunum svo ekki sé minnst á öll skákmótin sem við fórum á saman. Þegar við nálguðumst menntaskólaárin og ég tveimur árum eldri en Stebbi minnkaði samveran eins og gengur og ger- ist en vináttan og kærleikurinn var alltaf til staðar þegar við hittumst. Nokkrum árum seinna, eftir að við Bragi fluttum til Dan- merkur, lágu leiðir okkar Stebba aftur saman um tíma þegar hann og Silla fluttu til Kaupmanna- hafnar. Áttum við þar skemmti- legar og eftirminnilegar sam- verustundir sem ég alltaf mun minnast með gleði í hjarta. Ég er endalaust þakklát fyrir kynni okkar Stebba og þá vin- áttu sem skapaðist innan Víði- grundarhópsins. Þær minningar sem við eigum eru dýrmætar og þykir mér afar vænt um þá gleði og kærleik sem þeim hefur fylgt. Aldrei hefði mig þó órað fyrir því síðasta sumar að það yrði síðasta skiptið sem ég hitti Stebba, Guð- mund og Kristin saman; vinina þrjá sem alltaf voru óaðskiljan- legir í mínum huga. Missir þeirra og sorg er mikil þar sem stórt skarð er höggvið í það fal- lega vinatríó sem þeir hafa átt og ræktað svo vel í öll þessi ár. Ég sendi þeim bræðrum og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um elsku Stebba mun lifa og ég veit að hann á stað í hjarta margra eins og hann á og mun alltaf eiga í hjarta mínu sem góður og fallegur æskuvinur. Elsku Silla, Kristófer, Rúnar, Ingimar, Valborg, Kalli, Rúna, Dísa og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu og sorglegu tím- um. Hugur minn er hjá ykkur. Erla Hendriksdóttir. ✝ Ólafur Þórð-arson fæddist á Brekku í Norður- árdal 28. desember 1927. Hann lést á Landspítalanum 20. janúar 2021. Foreldrar hans voru Þórður Ólafs- son, f. 1. apríl 1889, frá Desey, Norður- árdal, d. 5. sept- ember 1981, og Þórhildur Þorsteinsdóttir, f. 3. janúar 1903, frá Hamri, Þver- árhlíð, d. 14. september 1982, bændur á Brekku. Systkini Ólafs eru Þórunn Erna, f. 10. desember 1926, d. 19. janúar 2020, Þorsteinn, f. 4. desember 1930, d. 10. mars 2018, og Guðrún f. 29. apríl 1940. Ólafur ólst upp á Brekku, gekk í barnaskóla í Norður- árdal og stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni. Ólafur giftist 3. mars 1962 Æsu Jóhannesdóttur frá Fagra- nesi í Öxnadal, Eyjafjarð- arsveit, f. 13. janúar 1934. For- eldrar hennar voru Jóhannes Örn Jónsson frá Árnesi í Tungusveit í Skagafirði, f. 1. október 1892, d. 15. október 1960, og Sigríður Ágústsdóttir frá Kjós undir Trékyllisheiði í Árneshreppi í Strandasýslu, f. 18. júní 1908, d. 30. september 1988. Dóttir Ólafs og Æsu er Sigríður Arna, f. 8. febrúar 1969, íþróttakenn- ari og nú starfs- maður á skrifstofu tollgæslustjóra. Eiginmaður henn- ar er Sævar Þór Gylfason íþróttakennari frá Höfn í Hornafirði. Þau eiga þrjá syni, Ólaf Albert, Maríus og Trausta, og eitt barnabarn, Ragnheiði Rut. Ólafur bjó lengi vel á Brekku og stundaði þar hefðbundin bú- störf, smíðavinnu og fleira og svo keypti hann sér vörubíl og vann við vegavinnu. Ólafur og Æsa kynntust þegar hún vann sem bakari á Bifröst og saman fluttu þau til Reykjavíkur um 1960. Árið 1964 keyptu þau sér íbúð í Bólstaðarhlíðinni og bjuggu þar alla tíð. Ólafur vann hjá Máli og menningu eftir að hann flutti til Reykjavíkur og allt til starfs- loka 1997, m.a. við byggingu hússins við Laugaveg 18 á sín- um tíma. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk Ólafs. Afi Óli var í miklu uppáhaldi hjá okkur bræðrum. Það var alltaf mikil tilhlökkun og gleði að fara til Reykjavíkur að hitta afa og ömmu Æsu því að þar mátti ýmislegt sem ekki var daglegt brauð hjá okkur. Þá fengum við sykrað morgunkorn og allt það kex og bakkelsi sem við gátum í okkur látið. Afi var líka einstaklega dugleg- ur að fara með okkur að brasa ým- islegt. Það var nánast alltaf kíkt í bíó, keilu, McDonalds, vídeóleigu og ísrúnt. Það er óhætt að segja að okkur leiddist sko ekki þessar heimsóknir til höfuðborgarinnar. Á langri ævi var afi búinn að upplifa ansi margar og miklar breytingar í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir það var hann alltaf vel upp- lýstur og með á nótunum fram til síðasta dags. Hann var sérstaklega viðræðugóður og ekki var komið að tómum kofunum með umræðuefni. Þótt aldursmunur okkar væri mik- ill var alltaf gott að halda uppi sam- ræðum við hann. Afi var virkilega góður maður sem vildi allt fyrir okkur gera og sýndi öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga. Þegar við heimsóttum hann upp á spítala núna um daginn var vitað að hverju stefndi. Þegar við spurðum hvernig honum liði sagðist hann bara vera sprækur en svolítið latur og við ættum ekkert að vera að hafa áhyggjur af honum en halda okkar striki. Afa langaði mest að vita hvort það væri ekki eitthvað sem hann gæti gert fyrir okkur því við værum besta fjárfestingin hans. Best er að lýsa honum afa sem öðlingi og prúðmenni. Hann var heiðarlegur, hógvær, nærgætinn, þolinmóður, tillitssamur og skemmtilegur. Svo var hann alltaf snyrtilegur og reisn yfir fasi hans og athöfnum. Þess vegna var hann svo góð fyrirmynd í svo mörgu og hans verður sárt saknað. Við munum ylja okkur við góðu minningarnar sem við bræðurnir eigum um afa Óla og ömmu Æsu og takk fyrir allt og allt. Þínir afastrákar, Ólafur Albert, Maríus og Trausti Sævarssynir. Hann er farinn hann Óli. Bless- aður elsku kallinn. Þeim fækkar stöðugt í hópnum sem „alltaf hefur verið í tilveru minni“ en eru nú búnir að klára og eru farnir. Óli kvaddi okkur í síðustu viku og hans verður sárt saknað. Eiginlega get ég varla sagt bara Óli, heldur Æsa og Óli því þau hafa alla tíð verið sem eitt og þar sem annað var, þar var hitt líka. En í þessa ferð fer hver á eigin vegum og nú er hann farinn og elsku Æsa er eftir. Ég votta henni, Sigríði Örnu og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð. Ég man ekki svo langt aftur að Óli hafi ekki verið þar. Sem lítið barn dvöldum við Jói bróðir oft hjá þeim Æsu og áttum þar góðar stundir. Óli var gull af manni. Ein- staklega barngóður og barasta yf- irleitt góður maður. Skemmtileg- ur, hlýr, prúður, mannblendinn, viðræðugóður, æðrulaus, sam- viskusamur, vandaður og áhuga- samur um fólk og líðandi stund. Öðlingsmaður. Sveitadrengur úr Borgarfirðinum, frá Brekku í Norðurárdal. Ég man að þegar ég sat í rútunni og keyrði norður á vorin til að fara í sveitina horfði ég alltaf á þetta stóra hús sem var á bænum og sást svo vel frá veg- inum og hugsaði að Óli hefði átt þar heima einu sinni. Og ég geri það enn. Óli vann eftir að ég man eftir honum hjá Máli og menningu á Laugaveginum og alltaf var gam- an að hitta hann þar ef maður kíkti við. Ekki voru þær verri móttök- urnar í Bólstaðarhlíðinni þegar við komum þangað, súkku- laðikaka a la Æsa, engri lík, og ís- köld mjólk. Og ég strax þá svo veik í súkkulaði. Man að ég tók súkkulaðikremið af og geymdi þar til síðast, borðaði kökuna fyrst og svo hitt. Svo var spilað, sungið og teiknað meðan tíminn flaug. Fyrstu minningar mínar af mér að teikna á ég við eldhúsborðið hjá Æsu og Óla. Þessar eru minning- ar stúlkubarnsins sem fékk að fara til þeirra heiðurshjóna spari þegar pabbi og mamma voru eitt- hvað upptekin. En síðan er komin rúmlega hálf öld og ungu hjónin sem léku sér við okkur krakkana hefur tíminn gleypt og skilið eftir minningarnar sem vissulega ylja. Fram á síðasta dag bar Óli hag fjölskyldunnar helst fyrir brjósti og 93 ára að aldri sá hann enn um að sinna heimilinu og Æsu sem hefur ekki verið heilsuhraust um langt skeið. Nú á dögum, þegar allir þurfa að fá verðlaun ef þeir hafa gert eitthvað aukalega, get ég ekki annað en dáðst að því æðruleysi og kærleik sem þessi maður hefur alla tíð sýnt í þeim aðstæðum sem lífið lét honum í hendur og aldrei búist við neinum verðlaunum. Og eins og ég sit hér og skrifa þessar línur þá er ekki nokkur vafi í huga mínum að hann er ekki langt undan, hinum megin við huluna og bíður okkar hinna þar þegar okkar tími kemur. Ólafur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.