Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021
✝ Ásdís Jennafæddist á Ak-
ureyri 10. janúar
1970. Hún lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi 16. janúar
2021. Foreldrar
hennar voru Ást-
ráður Benedikt
Hreiðarsson lækn-
ir, f. 1942, og Ásta
Bryndís Þorsteins-
dóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 1945, d. 1998.
Eftir fæðingu fékk Ásdís
fyrirburagulu, sem skaddaði
miðtaugakerfið og olli því að
hún varð fjölfötluð og háð hjóla-
stól. Hún hafði litla sem enga
stjórn á útlimum ásamt mikilli
vöðvaspennu og ósjálfráðum
hreyfingum. Með fylgdi heyrn-
arleysi og talerfiðleikar.
Árið 1992 lauk Ásdís stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð. Eftir það tók við
nám við lýðháskóla í Danmörku.
Síðar lauk hún svo BA-prófi í
táknmálsfræði frá Háskóla Ís-
lands. Einnig lagði hún stund á
nám í fötlunarfræði og und-
anfarin ár nám við lagadeild Há-
Á sl. ári óskaði Ásdís Jenna
eftir því að skilgreina sig sem
karlkyns og tók upp nafnið
Blær.
Albræður Blæs eru Arnar, f.
1967, og Þorsteinn Hreiðar, f.
1975, og hálfsystur, dætur Ást-
ráðs og seinni konu hans, Önnu
Ingibjargar Gunnarsdóttur, f.
1969, eru Ása María, f. 2006, og
Soffía Sóllilja, f. 2008.
Dætur Arnars og Rikke Mar-
ie Jensen, f. 1973, eru Asta
Marie, f. 2008, og Agnes, f.
2012. Þorsteinn Hreiðar er
kvæntur Berglindi Þóru Árna-
dóttur, f. 1978. Börn þeirra eru
Benedikt Árni, f. 2007, Júlía
Margrét, f. 2010, og Kristján
Tómas, f. 2019.
Útför Blæs verður gerð frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 29.
janúar 2021, klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
er eingöngu nánustu ætt-
ingjum og vinum boðið að vera
viðstaddir.
Útförinni verður streymt á:
http://beint.is/streymi/blaerasdis
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
skólans á Bifröst.
Hún vann um
tíma við þýðingar á
myndböndum með
táknmálstexta og
einnig við ráðgjöf
um tölvunotkun
fatlaðra ásamt því
að vera á tímabili í
stjórn NPA-
miðstöðvarinnar.
Hún sendi frá sér
ljóðabókina „Ég
hugsa eins og þið“ árið 1990,
endurútg. 1993, og var óþreyt-
andi baráttumanneskja fyrir
bættum kjörum og réttindum
fatlaðra, bæði í ræðu og riti. Ár-
ið 1992 gerði Sigrún Stef-
ánsdóttir sjónvarpsmynd um líf
Ásdísar sem sýnd var á RÚV.
Ásta heitin móðir hennar var
jafnframt mikil baráttukona og
fyrirmynd. Hún var formaður
Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar um árabil og alþingismaður
er hún féll frá.
Hinn 1. ágúst 2009 gekk Ásdís
að eiga Kevin Kristofer Olivers-
son ljósmyndara, f. 1968. Sonur
þeirra er Adam Ástráður, f.
2011.
Elsku dóttir. Þú barðist alla tíð
fyrir því að fatlaðir gætu tekið
þátt í samfélaginu til jafns við
aðra og þar ruddir þú brautina.
Margir frábærir einstaklingar
hafa þar lagt hönd á plóginn og
skal þeim hér þakkað. Þinn öfl-
ugasti og dyggasti stuðnings-
maður var þó alltaf eldhuginn
hún móðir þín. Ásta heitin,
mamma þín, var eins og þú, bjart-
sýn, hugmyndarík, framsýn og
hugrökk baráttukona með hjart-
að á réttum stað.
Við mamma þín og bræður
höfðum vissulega oft áhyggjur af
þér þegar þú varst lítil og auðvit-
að líka síðar. Þú fannst þetta og
eftir að þú gast farið að tjá þig þá
var þetta oft þitt viðkvæði:
„Elsku pabbi og mamma ekki
vera leið.“ Fötlunin var vissulega
áhyggjuefni en þín smitandi
bjartsýni og atorka við að sigrast
á ótal erfiðleikum var öðrum fyr-
irmynd og okkur fjölskyldu þinni
léttir og gleðigjafi. Þitt mottó var
ætíð: „Það er allt hægt með vilj-
ann að vopni.“
Það komu þó dimmir dagar
þar sem þú sagðir „ég vil ekki
vera fangi í eigin líkama“ og tími
þegar þú varst unglingur og neit-
aðir að sætta þig við það að geta
ekki gengið eins og allir í kring-
um þig. Eðlilega fannst þér það
ekki sanngjarnt. Þú neitaðir að
fara í hjólastólinn, lást bara á
gólfinu og beiðst eftir kraftaverki
sem því miður kom ekki. Sem
betur fer gekk þetta ástand yfir
og þú fórst að einbeita þér að því
að lifa lífinu á þínum forsendum.
Reyndar var líf þitt fullt af
kraftaverkum, þú laukst stúd-
entsprófi frá MH með prýði, fórst
í danskan lýðháskóla, svo í Há-
skóla Íslands og laukst þar BA-
prófi, gafst út ljóðabók o.fl. Þú
giftist góðum manni og þið eign-
uðust yndislegan dreng sem þú
kallaðir stjörnuna þína. Skurðað-
gerðir sem minnkuðu spennu og
ósjálfráðar hreyfingar (svæfa
apaköttinn eins og þú kallar það)
gerðu þér lífið bærilegra.
Elsku dóttir, ég sé fyrir mér að
þú og hún mamma þín hittist fyr-
ir hinum megin og ég sé þig í hug-
anum hlaupa brosandi og glöð í
hlýjan faðm hennar.
Þinn
pabbi.
Barátta er fyrsta orðið sem
kemur upp í hugann þegar ég
hugsa um þig, og baráttan var
þörf. Barátta fyrir réttindum,
barátta fyrir virðingu og barátta
gegn stöðluðu og barnalegu við-
horfi til fólks með fötlun.
Þú varst óþolinmóð og komst
með hraði í heiminn. Þú varst
heppin með foreldra. Foreldrar
sem voru vakin og sofin yfir vel-
ferð þinni, studdu þig í einu og
öllu, foreldrar sem börðust fyrir
þig þegar þú varst of ung og með
þér þegar árin liðu. Uppgjöf kom
aldrei til greina.
Þú varst ljóðskáld, ljóðin eru
sterk og hreyfa við manni.
Ég elska fuglana
fuglarnir geta flogið
ég get ekki flogið
fuglarnir geta sungið
ég get sungið
fuglarnir syngja með mér
Ég elska mennina
mennirnir geta gengið
Ég get ekki gengið
Mennirnir geta sungið
Ég get sungið
Mennirnir syngja ekki með mér.
(Ásdís Jenna Ástráðsdóttir)
Þú varst hreinlynd og opinská
og þú varst hlý. Þú hafðir gott
skopskyn og varst brosmild.
Brosið var fallegt og brosið var
einlægt. Félagslynd varstu og
naust þín í góðum gleðskap. En
þú varst áhrifagjörn og leitandi,
leitandi að speglun í samfélaginu
og leitandi eftir viðurkenningu.
Þú hafðir yndi af því að ferðast
og margra ferða er að minnast,
sérstaklega fjölskylduferðarinn-
ar okkar til Flórída. Það gleður
mig að systur þínar kynntust þér.
Stoltust varstu af Adam, skær-
ustu og dýrmætustu stjörnunni
þinni eins og þú kallaðir hann. Þú
lifir áfram í honum. Ykkar sam-
band var fallegt, Adam fann fyrir
samkennd gagnvart mömmu
sinni og langaði að létta henni líf-
ið. Hann mun muna eftir þér og
eiga dýrmætar minningar um
hugrakka og þrautseiga móður
sem lét ekkert stoppa sig. Minn-
ingar sem fylgja honum út í lífið.
Þú varst trúuð og í trúnni fólst
æðruleysi og vissan um endur-
fundi við heittelskaða móður,
ömmur og afa.
Elskan mín, baráttu þinni í
þessari jarðvist er lokið, orust-
urnar voru margar og þær voru
stórar, sumar unnust, í öðrum
taka aðrir við keflinu. Ég mun
minnast þín með mikilli hlýju og
þakklæti. Þakklæti fyrir sam-
fylgdina og þakklæti fyrir þau
áhrif sem þú hafðir á mitt viðhorf
og gildismat.
Anna Ingibjörg
Gunnarsdóttir.
Þú fæddist dimma vetrarnótt á
Akureyri. Ég var þriggja ára. Al-
varleg fötlun þín var áfall en
pabbi og mamma studdu þig
óendanlega og kom aldrei til
greina að þú byggir ekki heima.
Við ólumst upp í Danmörku og þú
fékkst góða aðstoð. Þú varst klár
og last mikið og varst mikil mála-
manneskja. Þú erfðir skáldgáfu
Jennu ömmu og Hreiðars afa,
sem studdu þig mikið, og gafst út
ljóðabók. Seinni ár málaðirðu
myndir rafrænt með augunum
meðfram laganámi. Þú háðir
ójafna baráttu en gafst aldrei
upp. Þú laukst stúdentsprófi og
háskólagráðu. Þú fórst í ensku-
skóla á Bretlandi og lýðháskóla í
Danmörku. Þú ruddir brautina
fyrir aðra fatlaða með nýrri tjá-
skiptatækni og sjálfstæðri bú-
setu. Þú ferðaðist um allt, með
fjölskyldunni eða ein með aðstoð,
m.a. til Tyrklands, Spánar, Ítalíu
og Bandaríkjanna. Þú komst oft í
heimsókn til mín í Danmörku og í
Boston og við spókuðum okkur í
miðbænum, fórum út að borða,
og þú keyptir föt og skartgripi.
Síðasta utanlandsferð okkar
saman var til Orlando í tilefni 75
ára afmælis pabba. Ég er feginn
að þú komst svo í doktorsvörn
mína í Kaupmannahöfn fyrir
þremur árum, og þú hélst flotta
ræðu í veislunni.
Ég vildi geta hjálpað þér og fór
í læknisfræði, en hafði þó stöð-
ugar áhyggjur af þér. Langt sér-
nám og vísindavinna erlendis tók
við. Þú kallaðir okkur fjölskyld-
una oft læknamafíuna. Hinn virti
heilaskurðlæknir Tipu Aziz frá
Oxford var fenginn til landsins
2001, og græddi í þig djúpheila-
örva sem þá var ný meðferð. Síð-
ar fékkstu svo lyfjadælu í mænu-
göng. Tækin hjálpuðu þér að
slaka á og minnka ofhreyfingar.
Fyrir fjórum árum gekkstu undir
nýja og bætta djúpheilaörvaað-
gerð í London fyrir tilstilli okkar
Tipu og Guðrúnar Rósu tauga-
læknis. Pabbi og Þorsteinn bróð-
ir voru með í för. Þú varst slök og
hress eftir þá aðgerð, og gast í
fyrsta sinn stjórnað rafmagns-
hjólastólnum með hendinni, eða
tryllitækinu þínu, eins og þú kall-
aðir hann. En við stefndum
lengra. Nýlega tókst rannsóknar-
hóp okkar við læknadeild Har-
vardháskóla að framleiða tauga-
stofnfrumur úr fullorðinsfrumum
sjúklinga og við græddum frum-
urnar í heila tilraunadýra með
góðum árangri. Það var einungis
tímaspurning, hvenær þú gætir
notið góðs af slíkri meðferð.
Þú þráðir ástina sem ung kona
og kynntist loks Kevin, þið gift-
ust og eignuðust efnilegan son,
Adam, sem er níu ára í dag. Síðar
tóku pabbi og Anna hann að sér
af mikilli alúð, ásamt Ásu Maríu
og Soffíu, en þið hittuð hann oft.
Þú varst vinmörg og ég var hepp-
inn að eignast góða vini gegnum
þig.
Mér þykir vænt um löng kynni
mín við Ernu Hrönn söngkonu,
sem flutti lag okkar tileinkað þér
og Kevin í Söngvakeppni Sjón-
varpsins 2011.
Þú leist vel út í sumar, varst
ánægð og framtíðin virtist björt.
En áföllin ásóttu þig. Þú tókst
upp nýtt nafn, þér liði betur
þannig. Ferðalagi okkar var ekki
lokið, en hefur nú endað brátt.
En þú ert nú laus úr fjötrum og
komin til mömmu, sem þú sakn-
aðir sárt. Farðu í friði, elsku Ás-
dís/Blær.
Arnar Ástráðsson.
Systir mín, Ásdís Jenna eins
og ég hef þekkt hana nánast alla
mína ævi, er látin. Eða Blær eins
og hann vildi láta ávarpa sig.
Hann var þó meðvitaður um að
aðlögun okkar að þessari nýjustu
breytingu var nýhafin og fyrirgaf
nafnarugl okkar. Fyrirburagula
eftir fæðingu hafði afdrifaríkar
afleiðingar fyrir líf Ásdísar. For-
eldrar okkar einsettu sér þó
snemma að þetta fatlaða barn
skyldi alast upp á sem eðlilegast-
an hátt og ekki sætta sig við
neinn milliveg þegar kæmi að
markmiðum í lífinu.
Eftir góð ár í Danmörku hélt
skólagangan áfram í MH. Á þeim
tíma hafði jafnfötluð manneskja
vart tekið stúdentspróf við ís-
lenskan menntaskóla. Í Háskóla
Íslands var svo farið og niður-
staðan varð BA-gráða í tákn-
málsfræði. Á tímabili orti Blær
ljóð sem reyndust mikilvægt
tjáningarform. Amma okkar og
nafna Ásdísar, Jenna Jensdóttir,
hvatti til dáða og ljóðabókin „Ég
hugsa eins og þið“ kom út árið
1990. Ekki fór mikið fyrir skrif-
um hin síðari ár en hin listræna
þörf kom fram í rafrænum mál-
verkum þess í stað.
Systir mín þráði að stofna fjöl-
skyldu. Ásdís og Kevin gengu í
hjónaband árið 2009 í fallegri at-
höfn og 2011 fæddist þeim Adam
Ástráður sem í dag er kankvís og
bráðgreindur gutti sem elskar
fótbolta. Aðstæður höguðu því
þannig að Adam hefur síðastliðin
ár dvalið hjá Ástráði afa sínum og
Önnu Ingibjörgu en hefur haldið
góðum tengslum við foreldra
sína. Blæ þótti gríðarlega vænt
um son sinn.
Mótvindurinn var þó mikill og
Blær var sífellt á höttunum eftir
lækningaaðferðum til að draga úr
áhrifum fötlunarinnar. Má þar
nefna kuðungsígræðslu til heyrn-
arbætingar og djúpheilaörvun.
Síðustu aðgerðina fór Blær í fyrir
nokkrum árum. Eftir aðgerðina
áttum við mjög góðan tíma sam-
an í London.
„Ég gefst ekki upp“ var
mantra sem ég heyrði systur
mína segja síknt og heilagt þegar
ég ólst upp og ég hygg að hafi
fleytt henni langt. Hér var um
gríðarlega þrjóskan einstakling
að ræða sem gaf sig ekki. Lík-
aminn var á ystu nöf nokkrum
sinnum en stóð af sér ýmsar lífs-
hættur. Andlátið kom okkur þó í
opna skjöldu.
Að baki Blæs stóðu foreldrar
okkar sem klettar. Það var Blæ
mikið áfall þegar móðir okkar
lést. Þar missti hún sinn besta
vin. Fötlunina sætti Ásdís sig
aldrei við og trúði heitt á að hún
myndi endurfæðast án fötlunar.
Á síðastliðnum árum brutust
fram mismunandi persónuleikar
sem virtust vera aðferð hugans til
að glíma við aðstæðurnar. Einn
af þessum persónuleikum bar
nafnið Blær. Ef til vill hefði enn
annar persónuleiki gert vart við
sig áður en langt hefði um liðið,
eða mögulega hefði Ásdís Jenna
komið aftur.Við sem stóðum Blæ
næst vorum rétt að byrja að átta
okkur betur á þessum persónu-
leika er andlátið bar skyndilega
að garði.
Elsku Blær.
Ég er sannfærður um, að að
kvöldi hins 16. janúar síðastliðins
hefur fæðst lítið ófatlað barn ein-
hvers staðar í þessum heimi inn-
blásið þínum magnaða persónu-
leika. Engu máli skiptir hvaða
nafn þetta barn mun bera.
Þinn litli bróðir,
Þorsteinn Hreiðar
Ástráðsson.
Ég eignaðist nýjan frænda
fyrir u.þ.b ári. Það var þegar
frænka mín, Ásdís Jenna, lét fjöl-
skyldu sína vita að hún væri
transkarlmaður. Eftir það fékk
hún nafnið Blær og við ræddum
við hana í karlkyni. Ég virði
þessa ákvörðun Blæs. Hins vegar
langar mig að minnast hans á
þeim tíma sem ég þekkti hann
sem Ásdísi Jennu því það er ekki
hægt að stroka þann part minn-
inga minna út.
Fyrir löngu sendi Ásdís Jenna
frá sér ljóðabókina „Ég hugsa
eins og þið“. Í ljóðabókinni eru
mörg falleg ljóð og er þar líklega
frægast ljóðið sem ljóðabókin
heitir eftir.
Ég hugsa eins og þið
En þið vitið það ekki
Ég get ekki sagt ykkur það
Þið skiljið mig ekki
Ég reyni að tala við ykkur
En þið horfið bara á mig og farið.
Þetta ljóð lýsir mjög vel lífi Ás-
dísar Jennu. Hún fæddist með
mikla fötlun sem leiddi til þess að
hún var bundin í hjólastól alla
sína ævi og gat ekki bjargað sér
sjálf. Hún var heyrnarskert og
átti oft erfitt með að tjá sig fylli-
lega. Það getur enginn gert sér í
hugarlund hversu erfitt hún hef-
ur oft átt þegar hana langaði til
að taka þátt í leik og starfi eins og
aðrir en mátti sitja eftir, oft mis-
skilin af umhverfi sínu.
Ásdís var alin upp af foreldr-
um sem alla tíð börðust fyrir
hennar hagsmunum og kenndu
henni að fylgja draumum sínum
og öðlast sjálfstæðan vilja. Þau,
og síðar einnig systkini hennar,
studdu hana og hvöttu áfram til
að öðlast hamingju og lífsfyll-
ingu. Þetta markaði hana og hún
varð á fullorðinsárum mikil bar-
áttukona fyrir réttindum fatl-
aðra. Henni tókst með einurð og
elju að taka þátt í því lífi sem
ófatlaðir telja svo sjálfsagt, að
fara í menntaskóla, háskóla, gifta
sig og eignast barn. Þetta krafð-
ist mikillar vinnu og fórna en
henni tókst þetta. Auk foreldra
og systkina var Jenna amma
hennar einnig mikill áhrifavaldur
í lífi hennar og kenndi henni m.a.
dálæti á ljóðagerð.
Með tilkomu tölvutækninnar
og alþjóðavefsins opnaðist nýr
heimur fyrir Ásdísi Jennu þar
sem hún gat verið þátttakandi en
ekki bara áhorfandi að því sem
var að gerast í kringum hana.
Hún var dugleg að kynna sér
tækninýjungar fyrir einstaklinga
með fötlun eins og hennar og
fékk að njóta góðs af sumum
þeirra. En það gat líka reynt á og
það var oft sem hún varð þreytt
og örvæntingarfull þegar mót-
lætið virtist vera eða varð óyfir-
stíganlegt. En alltaf reis hún upp
aftur og hélt áfram að berjast
fyrir réttindum sínum og annarra
sem voru í svipaðri stöðu og hún.
Því miður tókst Blæ ekki ná að
vinna fleiri sigra fyrir réttindum
fatlaðra, að klára lögfræðinámið
á Bifröst og síðast en ekki síst að
fylgjast með uppvexti sonar síns.
Blær var mjög trúaður og ef það
er líf eftir dauðann þá veit ég að
þau hafa beðið eftir honum móðir
hans, ömmur og afar og saman
munu þau vaka yfir lífi og heill
Adams.
Ég og fjölskylda mín sendum
Adam, Kevin, Ástráði, Önnu,
Arnari og dætrum, Þorsteini
Hreiðari, Berglindi og börnum,
Ásu Maríu og Soffíu Sóllilju inni-
legar samúðarkveðjur.
Jóna Freysdóttir
Það er sárt að horfa nú eftir
Blæ yfir móðuna miklu, svo
óvænt – og þó ekki. Hugurinn
leitar til tímans í kringum fæð-
ingu hans. Litla fjölskyldan hafði
flutt norður yfir heiðar til Akur-
eyrar og ekki var von á fæðingu
fyrr en undir vorið, ekki í janúar.
Hann var því mikill fyrirburi og
var vart hugað líf fyrstu víkurn-
ar. Síðan tók við langt tímabil
óvissu um hvað veikindin í kring-
um fæðinguna myndu skilja eftir.
Og það reyndist vera margþætt
og mótaði líf hans og fjölskyldu til
framtíðar.
Það varð þannig snemma ljóst
að um mikla fötlun til framtíðar
væri að ræða. Það kom svo smátt
og smátt í ljós hvílík hetja hann
var og tilbúinn að berjast. Þetta
sem og öflugur stuðningur fjöl-
skyldu og annarra þeirra sem
komu að uppvexti hans skilaði
framtíð sem fæstir þorðu að von-
ast eftir í byrjun. Allt lífið var
barátta, en sigrarnir því stærri.
Menntun í framhaldsskóla og há-
skóla með útskrift í táknmáls-
fræði og síðan nám í fötlunar-
fræðum og lögfræði. Útgáfa
bókar með eigin ljóðum. Greinar
og viðtöl í blöðum og tímaritum.
Hjónaband, meðganga og sonur
sem er núna níu ára. Baráttan
fyrir réttindum fatlaðra. Þau
voru þannig fjölmörg sporin sem
hann skildi eftir. Og allt þetta og
meira þrátt fyrir alvarlega
heyrnarskerðingu og hreyfihöml-
un með litla stjórn á líkama sín-
um. Var þannig bundinn hjólastól
og þurfti aðstoð annarra við
margt í daglegu lífi.
Blær bjó við foreldralán. Móð-
ir hans Ásta Bryndís Þorsteins-
son var mikill eldhugi og var for-
ystumaður í baráttunni fyrir
betra lífi fatlaðra. Hún var for-
maður Þroskahjálpar og alþing-
ismaður síðustu ár lífs síns, en
hún féll frá 1998 þegar Blær var
tæplega þrítugur. Það er því ljóst
hvaðan Blær fékk baráttuvilja
sinn og þrek. Ástráður faðir hans
og bróðir minn, rólegur og
traustur að baki fjölskyldu sinni.
Ömmur hennar, Ásdís og Jenna,
sem voru alltaf til staðar meðan
þeirra naut við, enda fékk skírn-
arbarnið nafn þeirra beggja, Ás-
dís Jenna. Bræður hans tveir
sem hafa stutt við hana alla tíð,
enda sagði móðir hans í Vikunni
fyrir margt löngu að systkini fatl-
aðra barna yrðu betri einstak-
lingar. Eiginmaður sem studdi
hann sem best hann gat og gaf
honum gjöf lífsins og sólargeisla,
Adam Ástráð.
Það hefur verið sagt að það
þurfi meira en foreldra til að ala
upp barn og styðja til fullorðins-
áranna, heldur þurfi til þess heilt
þorp. Þetta er ítrekað í Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og
átti vissulega við um Blæ. Nafna-
listi þeirra sem lögðu hönd á
plóginn yrði einn meira en þrjú
þúsund orð, ef ætti að birta hann
hérna. Það hefur verið einstakt
tækifæri að upplifa og heyra af
öllum þeim sem komu að því að
gera Blæ að því sem hann var, nú
þegar komið er að leiðarlokum.
Megi þeir allir hafa þökk fyrir.
Stefán Jóhann Hreiðarsson.
Kæra Ásdis, þú ert fallin frá.
„Think Pink Positive“, sagðir þú
alltaf. Ég hef þekkt Ásdísi i mörg
ár og deilt lífinu með þér daglega
og kannski meira en nokkur ann-
ar þau síðustu ár sem þú lifðir.
Við töluðum daglega saman, um
allt, ekkert og stundum um hluti
sem við ekki vorum sammála um.
Ég kom þér í gegnum mörg erfið
áföll og átti þátt í að þú varðst
ánægðari með lífið. Við töluðum
mikið um lífið eftir dauðann, og
við vorum ekki alltaf sammála.
Þú leitaðir stöðugt eftir svörum,
af hverju þú varðst svona líkam-
lega lokuð, eins og við völdum að
Blær Ástríkur Ástuson
Ástráðsson, áður Ásdís
Jenna Ástráðsdóttir