Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.01.2021, Qupperneq 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2021  Landsliðskonan Dagný Brynj- arsdóttir er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið West Ham og skrifaði hún eins og háls árs samning við úrvalsdeildarliðið. Dagný kemur til félagsins frá Selfossi þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Miðjukonan, sem er 29 ára gömul, er uppalin á Hellu hjá KFR en hún á að baki 118 leiki í efstu deild með Selfossi og Val þar sem hún hefur skorað 44 mörk. Þá á hún að baki farsælan atvinnumannsferil með bæði Bayern München í Þýskalandi og Portland Thorns í Bandaríkj- unum.Dagný varð Þýskalandsmeistari með Bayern árið 2015, deildarmeistari með Portland Thorns 2016 og meist- ari með liðinu 2017. Hún er á meðal leikjahæstu landsliðskvenna Íslands frá upphafi en hún hefur leikið 90 A- landsleiki og skorað í þeim 29 mörk. West Ham er í tíunda sæti ensku úr- valsdeildarinnar með 7 stig en tólf lið leika í deildinni. Liðið er fimm stigum frá fallsæti eftir tíu spilaða leiki.  KSÍ staðfesti í gær að Guðni Bergsson formaður sambandsins myndi bjóða sig fram að nýju til tveggja ára á ársþinginu sem haldið verður 27. febrúar. Hann var kjörinn til tveggja ára árið 2019 og hefur gegnt starfinu í fjögur ár. Allt það stjórn- arfólk sambandsins sem var kjörið til tveggja ára árið 2019 gefur kost á sér til endurkjörs.  Ísland verður í riðli með Portúgal, Grikklandi, Hvíta-Rússlandi, Kýpur og Liechtenstein í undankeppni Evr- ópumóts 21-árs landsliða karla í fót- bolta. Sú undankeppni hefst í haust og leikið er um sæti í lokakeppninni sem haldin verður í Georgíu og Rúm- eníu sumarið 2023. Núverandi 21-árs lið er hins vegar á leið til Ungverja- lands í lok mars þar sem það leikur í úrslitakeppni EM 2021 og mætir Rússlandi, Danmörku og Frakklandi. Davíð Snorri Jónasson var á dög- unum ráðinn þjálfari 21-árs landsliðs- ins í stað Arnars Þórs Viðarssonar.  Norska knattspyrnufélagið Molde staðfesti í gær að ekki væri öruggt að félagið myndi kaupa Björn Bergmann Sigurðarson af Lilleström. Björn sagði í fyrradag að hann væri á leið til Molde en norski fjölmiðillinn VG fjallaði um málið í gær og upplýsti að hann væri mögulega of dýr fyrir félagið. Molde fengi hann ekki eins ódýrt og talið hefði verið í fyrstu en Björn er samn- ingsbundinn Lille- ström út þetta ár. Félögin stað- festu bæði við VG að við- ræður þeirra á milli væru í gangi. Eitt ogannað fimmtán hafa því verið á aldrinum 30 til 40 ára þegar þeir voru ráðnir til starfa. Ekki fyrstur Norðfirðinga Þorsteinn er borinn og barnfædd- ur Norðfirðingur og lék sjálfur með Þrótti í Neskaupstað á árum áður. Hann er þó ekki fyrsti Norðfirðing- urinn sem þjálfar liðið því Helena Ólafsdóttir, sem stýrði því árin 2003 og 2004, er frá Neskaupstað og bjó þar til ellefu ára aldurs. Hún og Þor- steinn léku einmitt nokkra leiki saman með yngri flokkum Þróttar.  Rætt er við Þorstein og fjallað nánar um ráðningu hans á mbl.is/ sport/fotbolti. ÞJÁLFARAMÁL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þorsteinn Halldórsson er elsti og reyndasti þjálfari sem KSÍ hefur ráðið til starfa sem landsliðsþjálfari kvenna í sögu íslenska kvennalands- liðsins. Ráðning hans sem tilkynnt var í gær er því til marks um ákveðna stefnubreytingu í þjálfara- málum liðsins. Þorsteinn er 53 ára gamall og þjálfaði fyrst meistaraflokkslið fyrir 28 árum, kvennalið Fram, en hefur í seinni tíð þjálfað karlalið Hauka og Þróttar í Reykjavík, og verið sig- ursæll þjálfari kvennaliðs Breiða- bliks frá árinu 2015. Þetta er í fyrsta sinn frá aldamót- um sem þjálfari yfir fertugu tekur við kvennalandsliðinu, en frá 2001 hafa þjálfarar liðsins aðeins verið 30 til 34 ára gamlir þegar þeir hafa tekið við því. Jörundur Áki Sveins- son, Helena Ólafsdóttir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Freyr Alex- andersson voru öll á þeim aldri. Jón Þór Hauksson, forveri Þorsteins, var fertugur þegar hann tók við ár- ið 2018 en hafði þá aldrei verið aðal- þjálfari meistaraflokksliðs, nema til bráðabirgða. Einu þjálfararnir í sögu landsliðs- ins sem hafa verið komnir yfir fer- tugt þegar þeir tóku við því eru Þórður Georg Lárusson sem þjálf- aði liðið árið 1999 og Logi Ólafsson sem tók við því í annað skipti árið 2000. Þorsteinn er fimmtándi þjálfari landsliðsins frá því Guðmundur Þórðarson og Sigurður Hannesson stýrðu liðinu í fyrstu leikjunum á ár- unum 1981 til 1983. Tólf af þessum Stefnubreyting með ráðningu Þorsteins Morgunblaðið/Kris Ráðnir Ásmundur Guðni Haraldsson aðstoðarþjálfari, Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson formaður KSÍ. ÞÝSKALAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Alexandra Jóhannsdóttir hélt út í atvinnumennsku á dögunum til Þýskalands en hún lagði ríka áherslu á að skrifa undir hjá félagi þar sem hún fengi að spila reglulega. Hafnfirðingurinn, sem er einungis tvítug að ár- um, skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Eintracht Frankfurt en liðið er eitt sigursæl- asta lið Þýskalands. Sjö sinnum hefur það orðið Þýskalandsmeist- ari, síðast árið 2007, og þá hefur félagið orðið oft- ast bikarmeistari allra liða eða níu sinnum, síðast árið 2014. Miðjukonan er uppalin hjá Haukum í Hafn- arfirði en gekk til liðs við Breiðablik eftir tímabilið 2017 og varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á tíma sínum í Kópavoginum. „Þetta er auðvitað allt rosalega nýtt fyrir manni og það er erfitt að skilja ekki tungumálið á æfing- um,“ sagði Alexandra í samtali við Morgunblaðið en hún flaug til Þýskalands í síðustu viku og er nú komin á fulla ferð með þýska félaginu. „ Fótboltalega séð er þetta algjörlega geggjað og hraðinn og ákafinn á æfingum er frábær. Ég er búin að spila í tveimur æfingaleikjum gegn Wolfs- burg síðan ég kom og þótt úrslitin hafi ekki verið okkur í hag fannst mér við spila ágætlega. Það var virkilega gott að fá þessa leiki til að koma sér að- eins inn í hlutina. Það var einhver áhugi annars staðar frá en mig langaði fyrst og fremst að spila í þýsku 1. deild- inni. Þýska deildin hefur alltaf heillað mig og þetta er gott fyrsta skref fyrir mig persónulega á mínum atvinnumannsferli. Eintracht Frankfurt var á höttunum eftir miðjumanni og ég vil fyrst og fremst spila fótbolta. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að fara að fá gefins sæti í byrj- unarliðinu og ég þarf að vinna fyrir mínu sæti en ég er enn þá bara tvítug og það mikilvægasta fyrir mig núna er að spila. Ég horfði mest til þess þegar ég tók ákvörðun um að skrifa undir hjá félaginu,“ bætti Alexandra við sem á að baki 67 leiki í efstu deild fyrir Hauka og Breiðablik. Félag í uppbyggingu Þrátt fyrir mikla yfirburði Wolfsburg og Bay- ern München í Þýskalandi á undanförnum árum hefur Eintracht Frankfurt unnið fleiri landstitla í gegnum tíðina. „Leikmannahópurinn hérna er mjög ungur og félagið er í ákveðinni uppbyggingu um þessar mundir. Það er mikið um yngri landsliðsleikmenn í bland við eldri landsliðsmenn þannig að það er engin pressa frá félaginu á þessari leiktíð að gera einhverja atlögu að titlinum sem dæmi. Það er verið að byggja til framtíðar og á næstu leiktíð vill félagið blanda sér í baráttu um Evr- ópusæti. Þeir vildu til dæmis fá mig út núna en mér stóð líka til boða að taka eitt tímabil í viðbót heima á Íslandi og fara svo til þeirra í Þýskalandi. Mig langaði bara að koma fyrr út, læra tungu- málið og reyna að koma mér inn í liðið á þessari leiktíð til þess að auka möguleika mína á byrj- unarliðssæti þegar næsta tímabil hefst.“ Góður grunnur fyrir EM Alexandra hefur verið á meðal bestu leikmanna úrvalsdeildarinnar undanfarin ár en hún var valin efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar eftir tímabilið 2018. „Ég vonast að sjálfsögðu til þess að fá að spila eitthvað á EM 2022 með landsliðinu og ég leit líka á skrefið til Þýskalands, á þessum tiltekna tíma- punkti, sem góðan grunn fyrir lokakeppnina á Englandi. Tímabilið á Íslandi hefst náttúrulega ekki fyrir alvöru fyrr en í sumar á meðan tímabilið er í fullum gangi hérna úti núna. Eins eru æfingarnar hérna meira krefjandi en heima og ég sé þess vegna fram á að bæta mig meira sem leikmaður hérna úti en ég hefði gert heima á Íslandi. Ég er bara búin að taka þátt í þremur æfingum síðan ég kom en það er æft allt upp í tvisvar á dag hérna úti, nokkra daga vik- unnar, og ég fann alveg fyrir lærunum á mér eftir fyrstu dagana. Ég var fljót að átta mig á því að ég þarf að vera miklu fljótari að hugsa með boltann, frekar en að vera í meiri hlaupum, og boltaþátturinn er eitt- hvað sem ég þarf að bæta mig í. Ég tel mig vera í góðu formi og ég hef ekki áhyggjur af því að það verði hlaupið yfir mig þegar keppni í deildinni hefst á nýjan leik.“ Reynsla sem nýtist vel Eintracht Frankfurt hefur verið um miðja deild undanfarin ár en Alexandra þekkir mótlæti vel eftir að hafa fallið úr efstu deild með uppeldis- félagi sínu Haukum haustið 2017. „Ég kann að vinna og þótt maður venjist því seint að tapa þá hefur maður þurft að ganga í gegnum það líka. Ég hef þurft að stíga upp á mín- um ferli, þrátt fyrir ungan aldur, og ég held að reynsla mín með Haukum til dæmis muni nýtast mér vel hérna. Ég veit hvað það er að ganga í gegnum mótlæti enda fór maður í gegnum heilt sumar í miklu mótlæti en eftir á að hyggja kom maður bara sterkari út úr því fyrir vikið. Það var erfitt að fara frá öllum heima á Íslandi og það mun taka einhvern tíma að venjast því. Það hefur alveg tekið á að vera ein núna, sérstaklega þar sem það er nánast allt lokað hérna í Þýska- landi vegna kórónuveirunnar, og maður getur því lítið farið út og gert eitthvað til þess að dreifa hug- anum. Við erum þrír liðsfélagar sem búum saman í íbúð á vegum Frankfurt og það er gott að vera með einhvern félagsskap á þessum tímum. Planið er svo bara að drífa sig á þýskunámskeið svo mað- ur geti tekið þátt í samræðum og skilið það sem fólkið í kringum mann er að segja.“ Bjartir tímar fram undan Alexandra á að baki 10 A-landsleiki en Þor- steinn Halldórsson, fyrrverandi þjálfari hennar hjá Breiðabliki, tók við þjálfun íslenska kvenna- landsliðsins í gær. „Þegar ég gekk til Breiðabliks var ég leikmaður sem var búinn að spila eitt tímabil í efstu deild og tapa öllum leikjunum mínum nema tveimur. Hann treysti mér strax frá fyrsta degi og gaf mér strax tækifæri í liði sem ætlaði sér Íslandsmeistaratit- ilinn. Hann Steini er frábær þjálfari og ég er virkilega glöð yfir að hann sé að taka við þessu. Hann tekur við liðinu núna á góðum stað og það eru flottir hlutir í gangi hjá landsliðinu um þessar mundir. Ég held að hann geti gert mjög góða hluti með liðið þar sem hann þekkir flesta leikmenn liðsins og hvernig þeir spila. Hann þarf ekki að kynnast þeim, hann veit að hverju hann gengur, og hann hefur þjálfað stelpur undanfarin sex ár og þekkir kvennaboltann því mjög vel. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi hjá landsliðinu og það er mjög góð blanda af bæði yngri og eldri leikmönnum í hópnum núna. Það er alveg raunhæft markmið hjá liðinu að setja stefn- una á lokakeppni HM 2023,“ bætti Alexandra við. Mikilvægt að spila þegar maður er ungur að árum  Alexandra Jóhannsdóttir skrifaði undir langtímasamning við Eintracht Frankfurt Ljósmynd/@eintracht_eng Frankfurt Alexandra Jóhannsdóttir hefur fylgst vel með gangi mála í Þýskalandi undanfarin ár. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellir: ÍR – Haukar ................... 18.15 MG-höllin: Stjarnan – Keflavík........... 20.15 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – Vestri ....................... 19.15 Flúðir: Hrunamenn – Álftanes............ 19.15 Hveragerði: Hamar – Breiðablik........ 19.15 Ice Lagoon-höll: Sindri – Skallagr...... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Víkin: Víkingur – Vængir Júpíters .......... 19 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.