Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 6

Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 sem við munum fara inn í nýtt hagkerfi og með yngri stjórn- endur. Réttindi minnihlutahópa skipta mig máli og það að allir geti haft það gott.“ Málefni kvenna eru honum hugleikin og réttindabarátta þeirra. „Ég veit að það hafa orðið miklar framfarir í þessum málum á undanförnum fjörutíu árum. Það er ótrúlegt í mínum huga samt hvað þessir hlutir taka langan tíma. Það er ótrúlegt að ekki sé búið að ná fullu jafnrétti á þessu sviði. Það á að vera jafnrétti í heiminum og samvinna kvenna og karla er það eina sem virkar í mínum huga. Ég vildi að ég þyrfti ekki að nefna þetta en mig langar að sjá þessar breytingar verða enn þá meiri og hraðari. Því við þurfum að byggja upp framtíðina á grunni sem felur í sér samvinnu og aðkomu allra; kvenna og karla. Ég held að þessi hugsun sé einmitt einnig einkennandi hjá ungum stjórnendum. Ég hef ekki lengur trú á því að peningar eigi að vera einungis fyrir fáa útvalda og þeir sterku eigi að koma fyrst. Það er gam- aldags hugsun sem virkar ekki lengur. Við þurfum að fylgja hvert öðru og við þurfum nýsköpun til að finna leiðir svo að allir hafi það sem best. Það verður ekkert aftur til fortíðarinnar held- ur áfram til framtíðar sem á að verða vænlegur staður fyrir alla að fara á.“ Atli segir þessa hugsun hafa orðið áberandi í kórónuveirunni. Þar sem við fylgdumst betur með eldra fólki og hjálpuðumst meira að sem hópur. Vænlegt að eiga eitthvað áður en maður gefur það áfram Áttu eitt gott ráð inn í nýja árið? „Settu athyglina á þig svo þú getir verið til staðar fyrir aðra. Finndu út alla hluti sem gera þér gott og gerðu mikið af þeim. Finndu ástina og lífshamingjuna innra með þér en ekki í öðru fólki. Þú getur aldrei breytt öðru fólki og aðlagað það þínum þörfum. Heldur einungis breytt áliti þínu á því sem þú sérð og ef þér líkar ekki það sem þú sérð, þá getur þú alltaf bara fært þig til. Ég gerði það og það hefur verið einstakt.“ Atli Freyr segir heim- speki góðan grunn fyrir starf sitt í dag. Ljósmynd/ Laetitia Vancon Landsmennt Styrkur þinn til náms Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is Í starfi mínu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu snúa verkefni mín einkum að starfsumhverfi forstöðu- manna og innleiðingu stjórnendastefnu ríkisins. Markmið stefnunnar er að bæta stjórnendafærni hjá ríkinu, stuðla að auknum samfélagslegum ávinningi og árangri í ríkisrekstri. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni sem unnið er í góðu samstarfi við forstöðumenn ríkisstofn- ana sem gefandi er að vinna með. Svo get ég varla beðið eftir að byrja aftur að kenna jóga sem ég vona að verði hægt á næstunni, það er svo nærandi að stunda og miðla jóga í góðum hópi.“ Guðrún Jóhanna er með BA-gráðu í félags- og atvinnu- lífsfræði frá Háskóla Íslands. „Svo tók ég meistaranám í mannauðsstjórnun við University of Westminster. Ég hef líka tekið mörg námskeið og endurmenntun í fræðunum og þessa dagana er ég að vinna að ACC-vottun í mark- þjálfun. Svo er ég alltaf að bæta einhverju við mig í jóga- fræðunum, það er óendanlega margt og spennandi í boði þar.“ Guðrún er með námskeið hjá Endurmenntun sem er ætlað fyrir stjórnendur. Um er að ræða fjögurra tíma námskeið þar sem farið verður yfir erfið starfsmannamál. „Stjórnendur sem koma á þetta námskeið eru einmitt fólk sem er að eiga við erfið starfsmannamál. Það er svo mikilvægt að stjórnendur geti stigið út af vinnustaðnum og rætt við jafningja og fengið fræðslu um þessi mál og sjái að þeir eru ekki einir í heiminum með þessi mál í fang- inu, mál sem oft skapa mikla streitu og stundum vanlíðan hjá þeim sem bera ábyrgð á að koma þeim í farveg og leysa. Nú er ég búin að fá vinkonu mína og fyrrverandi sam- starfskonu, Hildi Halldórsdóttur, mannauðsstjóra Þjóð- minjasafns Íslands, í lið með mér og ætlum við nú í janúar að vera saman með þetta námskeið í fyrsta skipti. Ég er búin að vera með þetta námskeið hjá Endurmenntun í um átta ár að mig minnir og finnst mér tími til kominn að poppa þetta aðeins upp og gaman að vinna þetta saman, enda höfum við Hildur reynslu í því að skipuleggja og halda námskeið og vinnustofur sem hefur verið mjög gef- andi og gengið vel.“ Hvernig skilgreinum við erfið starfsmannamál? „Erfið starfsmannamál eru af ýmsum toga og er mis- jafnt eftir því hver á í hlut hvernig við skilgreinum þau. Í raun geta öll mál sem snerta starfsmenn endað á að flokk- ast sem erfið starfsmannamál. Þetta snýst einkum um stjórnun og samskipti, ef ekki er tekið á málum og þau fá að grassera þá getur það endað illa. Þessi mál eru oftast mjög persónuleg og þá á fólk erfitt með að rísa upp og beita rökhugsun, heldur lætur tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta er allt eitthvað svo mannlegt. Vinnu- staðamenning hefur mikil áhrif, hvernig samskipti og upplýsingamiðlun tíðkast á vinnustöðum er svo misjafnt og oft viðgengst meðvirkni með óheilbrigðum samskiptum sem fólk er orðið samdauna. Þetta klassíska sem allir eru sammála um eru annars vegar erfið samskipti og einelti og svo hins vegar þegar fólk sér hlutina í allt öðru ljósi, til dæmis hvað varðar frammistöðu sem endar oft í upp- sögnum. Svo eru ótal birtingarmyndir af þessum þáttum.“ Hvað þarf mannauðsstjóri að hafa í huga um þessar mundir? „Það er svo ótal margt, það sem kemur fyrst upp í hug- ann miðað við það ástand sem er í dag eru skýrar boðleið- ir, gott upplýsingaflæði, umhyggja, traust og eftirfylgni með árangri, allt jafn mikilvægt. Óvissan er mikil í þessu kórónuveiruástandi og því nauðsynlegt að hafa allt uppi á borðunum. Svo er það þetta klassíska, vanda og bæta allt ráðningarferli og móttöku starfsfólks.“ Hvað er algengasti vandi sem mannauðsstjórar mæta hjá starfsmönnum sínum? „Þegar fólk sér ekki hlutina í sama ljósi, grænt er ekki endilega grænt hjá öllum og þá getur verið nær ómögu- legt að ná saman. Skapa heilbrigt vinnuumhverfi þar sem sveigjanleiki ríkir í báðar áttir, finna þetta nauðsynlega jafnvægi sem þarf að ríkja á milli árangurs annars vegar og góðs starfsumhverfis og umbunar hins vegar. Það get- ur verið mjög erfitt að ná þessu jafnvægi, einkum þar sem bæði er kynslóða- og einstaklingsmunur.“ Hvers vegna valdir þú að verða sérfræðingur á þessu sviði? „Eins og svo oft í mínu lífi þá réð tilviljun því að ég end- aði í þessum málaflokki. Ég er ein af þeim sem finnst margt svo spennandi og var búin að prófa margt há- skólanám áður en ég endaði í náminu úti í London. Ég var í raun á leið í myndlistarþerapíu til Boston þegar ég skráði mig í félagsfræðina, en þá var ég búin að vera í hagverk- fræði í Vestur-Berlín, hagfræði og listasögu í Háskóla Ís- lands svo eitthvað sé nefnt. Svo heillaðist ég af öllu sem sneri að hvatningu, í námskeiði sem ég tók í vinnusálfræði í Háskóla Íslands. Þar var meðal annars tekið fyrir hvað það er sem fær mann til að tikka og bara almennt vakna á morgnana? Enda skrifaði ég um hvatningu bæði í BA- og MA-verkefnum mínum. Svo fann ég þetta nám úti í Lond- on sem mér fannst spennandi, en á þeim tíma var ekki byrjað að kenna mannauðsstjórnun hér á Íslandi. Námið var mjög skemmtilegt og ég full bjartsýni á að geta gert heiminn aðeins betri með því að leggja mín lóð á vog- arskálarnar til að gera vinnuumhverfið betra og með því væri hægt að ná auknum árangri. Svo tekur raunveruleik- inn við og maður lærir að við erum öll svo mannleg og ólík og því miður ekki hægt að leysa öll mál þannig að allir séu sáttir, en maður reynir. Það eru endalausir möguleikar í þessu fagi á að stuðla að aukinni vellíðan og ná árangri, enda trúi ég því að allir vilji gera sitt besta, þess vegna er ég enn í þessu, held ég.“ Mikilvægt að bera virðingu fyrir öllum Er eitthvað sem þú hefur alltaf í huga í vinnunni sem þú gætir gefið áfram til lesenda? „Að koma fram af virðingu við alla það er lykilinn að góðum samskiptum. Gera sér grein fyrir því að það eru alltaf margar hliðar á öllum málum og mikilvægt að kynna sér þær áður en unnið er að lausnum.“ Getur þú sagt eitthvað við þá sem langar að fara í meira nám en skortir kjarkinn í það? „Ég trúi því að allir geti lært, áhugi og úthald er það sem þarf. Það er ekkert sem heitir að vera fullkominn í einhverju, það þarf að vera smá dass af kæruleysi til að klára nám, of mikil fullkomnunarárátta sem oft stafar af kvíða skemmir fyrir. Nú eru til ótal leiðir til að ná stjórn á kvíða og mörgum hefur tekist vel að yfirvinna. Það sem hindrar okkur í að láta drauma okkar rætast erum við sjálf í flestum tilfellum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erfið starfsmannamál geta endað illa Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir hefur unnið við mannauðsmál í yfir 20 ár. Hún er sérfræðingur í mannauðsmálum við fjármála- og efnahagsráðuneytið og heldur námskeið fyrir stjórnendur um erfið starfsamannamál hjá Endurmenntun. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Guðrún Jóhanna Guð- mundsdóttir er með námskeið í erfiðum starfsmannamálum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.