Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.2021, Blaðsíða 12
yngri. Ég hafði unnið sem dyravörð- ur á skemmtistöðum á Ak- ureyri með seinni hluta Mennta- skólans og meðfram Háskólanum og var orðinn mjög vanur að eiga við fólk í misjöfnu ástandi. Ég hafði einnig gaman af samskiptum við fólk og að leysa úr vandamálum sem komu upp. Ég taldi lögregluna vera gott tækifæri til að fá einstaka reynslu og sló til. Ég fékk svo fram- lengingu eftir sumarið og sótti um í lögregluskólanum árið 2002.“ Hvernig lýsir þú starfinu þínu? „Kennari í lögregluskólanum árið 2002 sagði eftirminnilega að maður er ekki að velja bara starf maður er að velja sér lífsstíl og það er mikið til í því að mínu mati. Starfið er gríð- arlega fjölbreytt og krefjandi. Það er auðvelt að þykja vænt um þetta starf en stundum getur það haft mjög djúp áhrif á mann. Því er mik- ilvægt að menn fái þekkingu og reynslu til að leysa hvert viðfangs- efni á sem bestan hátt. Þar kemur H araldur Logi, lögreglu- fulltrúi hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sinnir skipulagningu á þjálfun og bún- aðarmálum hjá því embætti. Hann er einnig hluti af aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra þar sem hann sinnir upplýsingagjöf og tækni- málum. Hann er búsettur á Akureyri, kvæntur Ingibjörg Elínu Halldórs- dóttur og á 21 árs dóttur og 15 ára gamlan son. Hann lauk námi í Lög- regluskóla ríkisins árið 2002 og hef- ur starfað í lögreglunni í tæp 20 ár. Hann var í fyrsta hópnum sem út- skrifaðist frá Háskólanum á Ak- ureyri með BA í lögreglu- og lög- gæslufræði árið 2019 en lögreglunám á Íslandi var fært upp á háskólastig árið 2016. Hann er sá eini sem lokið hefur BA-gráðu í lög- reglu- og löggæslufræði við Háskól- ann á Akureyri og námi frá Lög- regluskóla ríkisins. BA-ritgerð Haraldar Loga fjallaði um skaðavísa eða Crime Harm Index en það var þróað í Cambridge-háskólanum og fjallar um að meta brot út frá alvar- leika þeirra en ekki einungis fjölda þeirra. Að loknu BA-náminu hóf hann MBA-nám við Háskóla Íslands og er byrja á lokaönninni í náminu meðfram fullri vinnu. „Ég er alinn upp á Svalbarðseyri skammt frá Akureyri. Fór í Mennta- skólann á Akureyri. Var mikið í íþróttum á yngri árum og með gríð- arlegt keppnisskap. Það mátti lítið fara út fyrir reglur í leikjum og lét ég oft vel í mér heyra ef einhver fór ekki eftir reglunum, þótt það væri jafnvel bara í fótbolta úti á lóð. Í MBA-náminu vorum við látin taka persónuleikaprófið Myers-Briggs Type Indicator þar sem kom í ljós að ég er innhverfur (e. intro- vert), hagnýtur, rökvís og með ákveðna stefnu. Ég held að þetta sé bara ágætislýsing á mér. Fólk eins og ég á það víst til að velja sér lög- regluna, svo kannski hefur val mitt á starfsgrein ekki komið svo mikið á óvart.“ Alltaf þótt lögreglustarfið áhugavert Hvers vegna valdir þú þér að vera lögregla? „Þegar ég kom út úr menntaskóla tók ég eitt ár í tölvu- og upplýsinga- tækni í Háskólanum á Akureyri en fannst það nám ekki vera fastmótað og var ekki viss um hvað það væri sem mig langaði almennilega að gera. Þá sá ég auglýst eftir sumar- afleysingamönnum í lögreglunni á Akureyri en mér hefur alltaf fundist það starf áhugavert en faðir minn vann sem héraðslögreglumaður á Húsavík á ballvöktum þegar ég var Haraldur Logi Hringsson lögreglufulltrúi segir mikilvægt að vera góður í samskiptum í vinnunni. Hann er í MBA-námi við Háskóla Íslands og segir það góða viðbót við menntun sína. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is þjálfun og fræðsla sterkt inn í, en ég sinni því hlutverki innan lögregl- unnar í dag.“ Finnst MBA-námið nýtast vel Haraldur Logi hafði heyrt af MBA-náminu við Háskóla Íslands en óraði ekki fyrir því að hann færi í það sjálfur. „Að ljúka BA-gráðu í lögreglu- fræðinni gaf mér það tækifæri og eftir hvatningu frá konunni minni ákvað ég að sækja um. Það var stökk langt út fyrir þægindarammann og ljóst að þetta yrði mikil áskorun. Móttökurnar inn í námið voru mjög góðar og fagmannlega staðið að öllu. Strax eftir fyrstu kennslustundirnar kom í ljós einn besti hlutinn við nám- ið en það er hópurinn sem maður nú tilheyrir. Það er mikil hópavinna í náminu og að vinna með svona flottu fólki hefur reynst mjög lærdómsríkt og gefandi. Umræður og umfjöllun ýmissa mála í tímum þar sem meðal annars reynsla einstaklinga innan hópsins fær að njóta sín meðfram kennsluefninu gerir þetta nám mjög öflugt. Námið er tvö ár þannig að það er hægt að sinna því meðfram starfi. Kennsla er aðra hverja helgi á föstudegi og laugardegi. Maður öðl- ast mikla persónulega færni og fær þjálfun á sviði rekstrar og viðskipta undir leiðsögn reynslumikilla kenn- ara og heimsóknir gestafyrirlesara víðs vegar að úr atvinnulífinu gera þetta nám mjög innihaldsríkt.“ Hvernig mun námið nýtast þér í framtíðinni? „Námið hefur hjálpað manni að átta sig betur á eigin styrkleikum og veikleikum sem skiptir miklu máli í réttri ákvarðanatöku. Það hefur hjálpað mér mikið í að vinna í ólíkum Lögreglufulltrúi í MBA-námi sem trúir að jafnrétti sé besta leiðin Haraldur Logi er í MBA-námi um þessar mundir. Haraldur Logi lögreglu- fulltrúi segir samskipti skipta miklu máli í vinnunni. 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is Sjómennt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.