Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 13

Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 13
Háskólanum á Akureyri á sendifull- trúanámskeiði Rauða krossins sem hann og lauk. „Mig hefur lengi langað að komast utan í sérverkefni sem tengjast þessari menntun minni.“ Mikið álag í vinnunni vegna veir- unnar Hvernig var árið 2020 fyrir þig persónulega? „Árið 2020 einkenndist af verk- efnum sem tengd eru kórónuveiru- faraldrinum. Í upphafi faraldurs var farið í að yfirfara áætlanir og sjá til þess að við yrðum eins reiðubúnir og hægt er að takast á við þetta óvissu- verkefni. Mitt hlutverk innan aðgerða- stjórnar á Norðurlandi eystra var að miðla upplýsingum út til fólks um fjölda tilfella á okkar svæði og um þær sóttvarnaaðgerðir sem verið var að grípa til vegna ástandsins. Við fengum fjöldann allan af smitum seinni part sumars og tók það mikið á. Vinnustaðnum var skipt upp og mikið álag var á fólki, sem hefur staðið sig frábærlega vel. Það er ekki auðvelt að vera í fullri vinnu og í meistaranámi í Háskól- anum en með stuðningi fjölskyld- unnar og yfirmanna gengur það upp og er ég mjög þakklátur fyrir það.“ Hvað vonarðu að árið 2021 beri í skauti sér? „Ég vona eins og flestir að við verðum laus við þessa veiru og drög- um ákveðinn lærdóm af þessu ástandi sem búið er að ríkja.“ hópum og styrkt mig í lausnamiðaðri hugsun. Að nýta sér upplýsingar og gögn til að greina vandamál og finna lausnir er stór hluti af náminu og það mun nýtast vel í leik og starfi. Vonandi verður það til þess að mað- ur fái spennandi verkefni og tæki- færi til að láta gott af sér leiða.“ Haraldur Logi segir lögreglu- störfin gefa ákveðna sýn á lífið og til- veruna. „Mannleg samskipti eru stærsti hluti af þessu starfi og ef samskipti eru góð hvar svo sem sá vettvangur er þá ganga hlutir oft best.“ Haraldur Logi er með sterk gildi í lífinu og er fjölskyldan þar í fyrir- rúmi. „Í MBA-náminu fengum við verk- efni að greina hópafélaga okkar og leggja fyrir spurningar til að finna út gildi viðkomandi. Atriðin sem hópafélagarnir mínir fundu út hjá mér voru áreiðanleiki og öryggi auk þess að vera mikill fjölskyldumað- ur.“ Mikilvægt að lögreglan taki réttar ákvarðanir í aðstæðum Nú eru margir hræddir við lög- regluna, hvernig getum við með við- talinu brúað þetta bil á milli ykkar og almennings? „Lögreglan á Íslandi nýtur mikils traust samkvæmt könnunum og við eigum að keppast við að halda því þannig. Það er mikilvægt að lög- reglumenn átti sig strax á er þeir byrja í þessu starfi að okkur er falin ábyrgð á gríðarlegu valdi í lögregl- unni. Við verðum að bera virðingu fyrir því sem við erum að gera og fyrir því fólki sem við eigum í sam- skiptum við. Ég hef trú á að flestir sem velja að sinna þessu starfi vilji að allir séu sem öruggastir. Ég kynntist því fljótlega að þeir sem töldust harð- astir í þessu starfi voru miklir fjöl- skyldumenn og hinir ljúfustu þótt þeir virkuðu eflaust á köflum eins og vélmenni. Frá því ég byrjaði í lögreglunni hefur orðið mikil breyting og fleiri konur komnar inn í starfi sem er fagnaðarefni og góð þróun.“ Haraldur Logi segir að sem þjálf- ari lögreglumanna sjálfur hafi hann það alltaf að markmiði að þjálfa fólk þannig að það taki réttar ákvarðanir á því augnbliki sem ákvörðunin er tekin. „Aðstæður eru breytilegar og við verðum að vera fagmannleg í öllum aðstæðum. Það getur verið allt frá smávægilegum afskiptum upp í stór- ar ákvarðanir þar sem beiting valds er nauðsynleg. Það er mikilvægt að notuð verði þekkingarmiðuð löggæsla til að vinnan verði hnitmiðaðri og vand- aðri.“ Ef þú gætir breytt einhverju einu í heiminum, hvað væri það? „Á þessari stundu að við myndum ráða niðurlögum þessarar veiru en almennt hugsa ég mikið um mikil- vægi þess að auka jafnrétti í heim- inum.“ Haraldur var meðfram námi sínu í Að ljúka BA- gráðu í lög- reglufræðinni gaf mér það tækifæri og eftir hvatningu frá konunni minni ákvað ég að sækja um. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 13 Er kominn tími til að gera eitthvað? Styrkleikar Þátttakendur fá tækifæri til að greina helstu styrkleika sína og skoða leiðir til að nýta þá betur í daglegu lífi. Rannsóknir benda til þess að aukin meðvitund um helstu styrkleika okkar auki vellíðan okkar. Bókhald, Excel og tölvubókhald Farið er yfir grundvallaratriði og hugtök í bókfærslu og bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Þátttakendur læra færslu bókhalds frá grunni og því ekki gert ráð fyrir forþekkingu og námskeiðið nýtist einnig þeim sem hafa ákveðinn grunn fyrir. ÚFF - Úr frestun í framkvæmd Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Jákvæð sálfræði Almenn umfjöllun um jákvæða sálfræði og hvernig hún tengist andlegri heilsu og vellíðan. Í fókus - að ná fram því besta með ADHD Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti/ofvirkni) og hvernig er hægt að ná betri tökum á einkennum ADHD í daglegu lífi. Næstu námskeið í boði hjá Hringsjá Ég heiti Svala Breiðfjörð Arnardóttir Ég er löggiltur bókari hjá Hringsjá náms- og starfsendur- hæfingu. Ég var nemandi í Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu. „Hringsjá breytti lífinu til hins betra. Í dag er ég í draumastarfi og elska að vakna á morgnana.“ Hringsjá býður úrval af öðru- vísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.