Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 17
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 17
stuðningi frá skólanum, foreldrum og mikilli
skuldsetningu og kom síðan heim og ákvað að
ég þyrfti að skilja fjármál betur. Ég tók þess
vegna grunn í hagfræði og endaði á að klára
meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Há-
skóla Íslands. Ég þurfti hins vegar að gera
þetta í tveimur atrennum vegna þess að ég varð
fyrir miklu áfalli þegar ég hóf nám í Háskóla Ís-
lands eftir samanburð við FÍV og Embry
Riddle. Mér fannst flestir kennarar mínir í há-
skólanum mest uppteknir af pólitík á þeirri
stundu. Þetta er á tíma þar sem stjórnlaga-
þingskosningar vegna mögulegrar endurskoð-
unar nýrrar stjórnarskrár voru í gangi og mikl-
ar umræður um ESB-aðild höfðu verið í gangi.
Margir kennarar voru uppteknir af þessu og
létu nemendur finna fyrir því ef þeir voru ekki
sammála. Ég man þegar ég ákvað að hætta í há-
skólanum, það var eftir að einn kennarinn sendi
póst á alla nemendur sína að segja þeim að
kjósa bróður sinn til stjórnlagaþings. Ég fór í
millitíðinni í nám í Lögregluskóla ríkisins sem
mér þótti vera algjört toppnám og þegar ég var
hálfnaður þar hélt ég áfram með námið við Há-
skóla Íslands og að þessu sinni með minni vænt-
ingar. Ég kláraði síðan hvort tveggja. Ég vil þó
taka fram að ég tel ekki að þessi reynsla mín sé
algild fyrir Háskóla Íslands eða kennara þar,
heldur tel ég að ég hafi verið óheppinn og tekið
nám þegar samfélagið var á óvenjulegum stað.
Nokkrir af kennurunum við Háskóla Íslands
eru þeir bestu sem ég hef fengið þannig að lit-
rófið var breitt.“
Sér ekki eftir því að hafa farið í nám erlendis
Hvers vegna ákvaðstu að fara utan í nám?
„Ég geng í gegnum grunnskóla og fram-
haldsskóla þegar það eru miklir kraftar að fara í
gegnum skólakerfið á Íslandi um að passa upp á
að enginn skari fram úr og lægsti samnefnari
ráði ferðinni á menntun bekkjarins hverju sinni.
Það mátti aldrei segja hverjir stóðu sig best og
það mátti ekki fara á undan og það var eytt
löngum stundum í að fara yfir heimanám og
þetta voru þættir sem mér líkaði ekki. Ég kvart-
aði og kvartaði yfir þessu heima hjá mér og á
endanum sagði pabbi við mig að ef ég vildi kom-
ast í svona samkeppnisumhverfi yrði ég að
flytja til Bandaríkjanna. Ég tók karlinn á orð-
inu, enda veit hann yfirleitt hvað hann syngur,
og fór til Bandaríkjanna í grunnnám. Þetta var
allt hárrétt hjá honum og það var reglulega til-
kynnt hverjir væru efstir þarna úti og þeir
fengu sem dæmi fundi með toppfyrirtækjum og
-stofnunum sem leituðu til skólanna og spurðu
um bestu nemendurna. Í gegnum slíkar teng-
ingar var ég kominn með nokkrar áhugaverðar
brautir fyrir framan mig eftir útskrift sem ég
hefði líklega nýtt ef það hefði ekki orðið hrun á
Íslandi og mér runnið blóðið til skyldunnar að
fara heim og reyna að verða að einhverju liði í
endurreisninni.
Besta afrekskerfi sem ég hef þó fengið að taka
þátt í var Bandaríkjaher. Allt sem þú gerðir var
mælt og mælingarnar hengdar upp í herstöðinni
hverju sinni. Þetta var hreinasta svokallaða umb-
unarkerfi (e. meritocracy) sem ég hef nokkurn
tímann fyrr eða síðar komist í. Þannig vissi maður
alltaf hvar maður var staddur og við hvern maður
var að keppa og hvað maður þyrfti að gera til að
komast ofar. Tækifærum og aðgangi að störfum,
styrkjum, leiðtogahlutverkum og fleiru var síðan
úthlutað eftir skori og þess vegna virkilega gegn-
sætt og skýrt hvernig maður stóð sig og gat kom-
ist áfram. Sem ungum karlmanni á þessum tíma
fannst mér þetta vera það besta sem hafði verið
gert síðan brauðið var fyrst skorið. Mér var boðið
100 þúsund dollara bónus og ríkisborgararéttur
við útskrift ef ég var tilbúinn að taka að mér
ákveðið verkefni hjá þeim og það byggðist á
skráðum árangri síðustu ára. Ég vildi ekki bjóða
Guðnýju, sem þá var orðin eiginkona mín, upp á
það líf að vera kona hermanns en það hefur alltaf
setið í mér síðan ýmislegt sem ég lærði úr þessu
afrekskerfi Bandaríkjahers. Staða drengja í ís-
lenska menntakerfinu í dag er mjög veik, 34%
þeirra útskrifast úr grunnskóla án þess að geta
lesið sér til gagns og við höfum eitt lægsta hlutfall
OECD á nýskráningum drengja í háskólanám og
ég hef stundum hugsað til lærdómsins hjá Banda-
ríkjaher þegar ég velti fyrir mér vandamálum
drengja í skólakerfinu á Íslandi.“
Ýmislegt hægt að kenna í gegnum skólakerfið
Tryggvi segir einnig áhugavert að kenna fólki
í gegnum skóla að vera hreyfarar í samfélaginu.
„Mér finnst áhugaverð sú fullvissa að þú get-
ur breytt heiminum sem var hamrað inn í nem-
endur, auðmýktin gagnvart því að gera sitt
besta í að hjálpa öðrum að ná árangri og að-
ferðafræðin að finna alltaf 20% sem munu
hreyfa 80% sem hefur verið mantra í mínu lífi
síðan. Gæðin á kennurunum voru líka mikil
enda voru þeir metnir af nemendum og sam-
kennurum á hverri önn í mjög umfangsmiklu
ferli. Það er þó ákveðin hætta á einkunnaverð-
bólgu í slíku kerfi en hún virðist þó eiga sér stað
þegar þetta er ekki gert líka þannig að ef til vill
er sú hætta ofmetin.“
Er menntun máttur?
„Ekki spurning, en ég tel þó að í dag þurfi
líka að bera meiri virðingu fyrir menntun sem á
sér stað utan menntastofnana. Við lifum á þeim
ótrúlegu tímum þar sem ég get ákveðið að læra
að forrita tölvuleik og get fengið allar lexíur og
leiðbeiningu sem ég þarf frítt í gegnum miðla
eins og YouTube. Ef ég hef sjálfsaga, tíma og
metnað get ég náð mér í heimsklassamenntun
og reynslu án þess að ná mér í formlega
framhaldsmenntun. Háskólagráða færir manni
hins vegar annan mikilvægan ábata en bara
gráðuna sjálfa og menntunina, sem er tengls-
anetið. Í háskólanámi kynnistu fólki á svipuðum
stað og þú í lífinu með svipuð áhugamál sem fer
oft í svipuð verkefni. Slíkt tengslanet leiðir síðan
hjá mörgum til vináttu og þá ertu heldur betur
farin/n að uppskera fyrir lífstíð. Rétta mennt-
unin á réttum tíma er að sjálfsögðu ómetanleg
en hana getur þó verið að finna víðar en bara í
skólastofu eins og við erum að læra hratt þessi
misserin.“
Hvers vegna er mikilvægt að skilja það
hvernig manneskjan hegðar sér að þínu mati?
„Það gefur þér stórkostlegt forskot í lífinu að
skilja hvernig aðrir og þú sjálfur stýrast af til-
finningum, hafa það grunndrif að þjóna sjálfum
sér umfram aðra og hvað það þýðir með tilliti til
samkenndar, auðmýktar og sjálfsfórnar og að
við höfum ekki heila sem kann vel að reikna töl-
fræði með tilliti til svokallaðra hugsanahneigða
og styttri leiða sem heilinn hefur í úrvinnslu-
kerfum okkar.
Án þess að hafa ágætis yfirgripsþekkingu í
þessum efnum myndi ég telja að það væri tals-
verð hætta á dýrum yfirsjónum í mannlegum
samskiptum og mati á gæðum í eigin ákvarð-
anatöku hverju sinni.“
Er ekki fullkominn frekar en annað fólk
Er ekki aðeins öðruvísi fyrir þig að umgang-
ast fólk eftir námið?
„Fyrst þegar ég fór að máta fólk inn í þessa
hegðunarferla alla sem námið lagði grunnskiln-
ing að varð ég hræddur þegar ég sá hversu oft
þetta reyndist gera fólk fyrirsjáanlegt en með
tíma og því að kynnast fleiri einstaklingum sem
eru þroskaðri en ég hef ég lært að lykilatriðið er
að nálgast einstakling sem einstaka sköpun af
auðmýkt, með samkennd og í kærleika og þá í
raun skipta öll þessi varnarviðbrögð okkar og
reiknikerfi svo litlu máli. Ég er samt sjálfur
stórkostlega ófullkominn í þessu ferðalagi og
ennþá algjört barn í þessum efnum. Þess vegna
eru það svo mikil forréttindi að fá að fylgjast
með og læra af öðrum og það er ekki hægt að
gera af einlægni með árangri ef maður ætlar sér
að ramma alla einstaklinga inn í einhver fyrir-
frammótuð hegðunarmynstur því þau grípa
bara þinn takmarkaða skilning hverju sinni.
Það var í raun ekki fyrr en ég tók öll þessi
verkfæri sem ég fékk í náminu og notaði þau til
að lesa Biblíuna upp á nýtt og þá sérstaklega
fjallræðu Jesú Krists í fimmta kafla Mattheus-
arguðsjalls sem ég skildi hvað ég var hroka-
fullur og blindur í bróðurparti af nálgun minni á
náunga minn. Ég var alltaf voða duglegur að
setja fólk í flokka og ákveða fyrirfram að þessi
og hinn væru vitleysingar sem væru ekki virði
þess að gefa tíma. Það var algjör rassskelling
fyrir mig þegar ég áttaði mig á að þessi afstaða
gerði mig minnstan meðal bræðra minna og
systra.“
Nú veit ég að þú ert mjög listrænn líka, tak-
ast þessi öfl á í þér eða lifa í sátt og samlyndi?
„Ég uppgötvaði á síðasta ári að ég naut þess
ekki lengur að semja tónlist eins og ég hafði áð-
ur gert. Ég hætti þess vegna að semja tónlist og
velti þessu fyrir mér í marga mánuði. Ég áttaði
mig síðan á því að ég samdi oft út frá þeim vinkli
að þegar ég gæfi þetta út myndi þetta láta mig
líta vel út. Það er ekki lengur nærandi fyrir mig,
þvert á móti. Þannig að núna er ég að reyna að
skilja hvernig maður semur tónlist í auðmýkt.
Vá hvað það er margt sem ég kann ekki. Ég
óska eftir hjálp í þessum efnum.“
Árið aðeins öðruvísi en hann hélt það yrði
Hvernig er árið 2020 búið að vera?
„Ég sá frábæra tilvitnun um daginn sem lýsir
því vel:
„Árið 2020 var árið sem ég ætlaði að ná ár-
angri á fullt af nýjum sviðum en endaði á að
vera árið þar sem ég lærði að vera þakklátari
fyrir allt sem ég á nú þegar
Ég hef aldrei verið jafn mikið með börnunum
mínum með einbeittari athygli en árið 2020. Í
gegnum það ferli skildi ég enn betur að það er
afskaplega lítið í lífinu sem er betri notkun á
tíma mínum.“
Hvaða væntingar ertu með til ársins 2021?
„Yfirskrift ársins í markmiðaskjalinu mínu
fyrir árið er: verði þinn vilji og gæði. Ég ætla að
gefa mér betri tíma í að hlusta á Guð og svo ætla
ég að taka að mér færri verkefni en gera þau
betur.“
Ef þú ættir eina ósk fyrir mannkynið – hver
væri hún?
„Að hver og einn einstaklingur fyndi ofur-
kraftinn auðmýkt virka í lífi sínu og lifði í henni
og færi í kjölfarið að lifa í græðandi samfélagi
við kærleiksríkan Guð og skildi þar með af
hverju við erum smíðuð eins og við erum smíðuð
og uppskæri þannig djúpan frið, óslökkvandi
gleði og tilgangsríkt sjálfsfórnandi líf fyrir
aðra.“
Tryggvi fór í Lögreglu-
skólann og hefur
starfað í lögreglunni í
Vestmannaeyjum.
Tryggvi fór í ferðalag um
Bandaríkin til að finna rétta
háskólann fyrir sig.
Tryggvi og Guðný eiginkona hans
á 12 ára brúðkaupsafmæli sínu.