Morgunblaðið - 15.01.2021, Qupperneq 20
H
afa þarf í huga að háskólapróf í listum og skap-
andi greinum er tiltölulega ungt fyrirbæri og ég
held að það sé nú flestum ljóst að í listum skiptir
meira máli hvað þú gerir en hvort þú hafir próf-
gráðu. Þrátt fyrir að vera ekki ánægður með allt
hef ég hins tekið fullan þátt í því að byggja upp og skapa list-
nám á háskólastigi undanfarin 25 ár og það þýðir markviss
rannsóknarvinna sem einkennir bæði vísindamenn og lista-
menn sem skara fram úr. Sú rannsóknarvinna sem ég er að
vinna að er íslensk myndmálssaga,“ segir Goddur.
Á árinu 2020 og fram á þetta ár hefur námið að miklu leyti
farið fram í fjarkennslu á netinu. Hvernig upplifir þú það?
„Gott skólahald eins og ég hef upplifað það er hvorki fugl
né fiskur þegar það fer fram í gegnum netið. Það má ekki
gleyma því að svo stór partur af námi er að læra af skóla-
félögum. Þegar ég var í námi lærði ég meira af skólafélögum
mínum en kennurum eða alla vega í þessum tæknilegu fag-
greinum. Við vorum ófeimin við að spyrja félaga okkar. Það
eru kannski þrír kennarar af að minnsta kosti eitt hundrað
kennurum sem standa upp úr en það voru kennarar sem
kveiktu ljósið, veittu innblástur þegar þeir fóru á flug. Mesta
nándin var samt ekki endilega í skólastofum heldur frekar á
námsferðalögum, á kaffihúsum og svoleiðis,“ segir Goddur og
hlær.
Heiðarleikinn kemur fólki lengra
Hann segir að bestu kennararnir hafi verið þeir sem höfðu
eitthvað að gefa af sér og voru sannir.
„Það finna allir fyrir tilgerð og uppskafningshætti. Það er
ekki hægt að hafa einkarétt á hugmyndum en það er hægt að
hafa einkarétt á útfærslum. Þeir sem eru sannir sjálfum sér
og ná því að hafa það sem persónueinkenni verða þeir sem við
köllum listamenn. Það góða við sannleikann er að maður þarf
ekki að leggja hann á minnið. Það sem gerist ef fólk er
heiðarlegt og trúverðugt er að það kveikir áhuga hjá öðrum.
Listamenn, rithöfundar og ljóðskáld verða að hafa innstæðu.
Ég á ekki við stórasannleika með prédikun, heldur þegar fólk
talar út frá sjálfu sér, hjarta
sínu, innsæi sínu og gefur af
sér,“ segir hann.
Nútímasamfélag breytist
hratt þessa dagana vegna staf-
rænnar þróunar. Goddur bendir
á að það sé margt sem sé varla
lengur til sem stofnanir í föstu
formi í okkar samfélagi eins og
til dæmis bankar. Nú sé hægt
að ná sér í alla heimsins þekk-
ingu í gegnum netið en það
breyti því ekki að manneskjan
er félagsvera sem þurfi and-
rúmsloft samtals og nærveru í
raunheimi.
„Þetta andrúmsloft sem er svo hvetjandi og skapandi virkar
ekki eins á tölvuskjám. Þegar skólarnir eru komnir á netið
vakna spurningar eðlilega um hvort við höfum eitthvað með
þá að gera í raunheimi,“ segir hann og nefnir að þegar fólk
hittist í gegnum Teams eða eitthvað í þeim dúr fari fólk að
velta fyrir sér öðrum hlutum eins og hvernig umhverfi fólks
sé á þessum fundum. Hvernig er heima hjá fólki? Goddur seg-
ist sakna þess að finna grúvið í samskiptum sem eiga sér stað
maður á mann eða í hóp. Hann bendir líka á að skólar hafi
orðið til á tímum Friðriks mikla Prússakeisara. Hann muni
„Það er
lágmenn-
ing að
snobba“
Guðmundur Oddur Magnússon eða
Goddur eins og hann er yfirleitt kallaður er
líklega eini rannsóknarprófessor í
háskólasamfélaginu sem er ekki með há-
skólapróf. Hann segir að allt grúv tapist í
gegnum fjarkennslu og að fólk læri oft
meira af skólafélögum sínum en kennurum.
Marta María | mm@mbl.is
Vandamálið við þetta
er að þú getur bara
mælt það sem er og
var en ekki ófæddan
mögulegan raunveru-
leika. Við þurfum að
endurvekja kvenlegt
innsæi. Stýrið inn í
framtíðina byggist á
innsæi og tilfinninga-
greind.
Goddur hefur síðustu 25 ár starfað
við Listaháskóla Íslands þótt hann
sé ekki með háskólapróf sjálfur.
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021