Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 23

Morgunblaðið - 15.01.2021, Side 23
„Ég hef verið með ljósmyndakennlu á vegum ljosmynd- ari.is frá árinu 2002. Ég hef kennt hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum og einnig hjá Símenntunarmiðstöðum um land allt. Myndir eftir mig hafa birst opinberlega víða um heim, í bæklingum, plakötum, dagblöðum, tímaritum, póstkortum, jólakortum, dagatölum, í auglýsingum og fleira. Ríkissjónvarpið birti myndir frá mér í dagskrárlok í yfir 20 ár. Einnig hef ég aðeins fengist við videotökur og vinnslu. Bjó til videómynd um Akureyri og sendi í stutt- myndakeppni sem Stöð 2 , Japis og Hótel Loftleiðir stóðu fyrir árið 1989 og lenti þar í öðru sæti.“ Ættu allir að kunna að taka fallegar ljósmyndir? „Fólk hefur auðvitað mismikla hæfileika, en með góðri þjálfun ætti fólk að geta tekið fínar myndir, en það er ekki búnaðurinn sem skiptir máli, heldur er það augað sem skiptir öllu máli.“ Pálmi segir að hann hafi gaman af því að taka ljós- myndir úr flugvél. „Eitt sinn hafði ég samband við Reyni Ragnarsson, lög- reglumann í Vík í Mýrdal, en hann gerði mikið af því að fljúga. Á leiðinni út á flugvöll spurði ég hann hvort vélin væri klár, þá svaraði hann um hæl: ég tók af hurðina þín megin. Mér brá aðeins við að heyra þetta en þegar ég var kominn inn í vélina sagði Reynir, settu á þig belti og bittu þig með kaðli, sem ég og gerði. Þegar við vorum yfir þessu fallega svæði í Landmannalaugum fór ég að undirbúa mig með myndatökuna. Þá sagði ég við Reyni, að ég ætlaði að skreppa út fyrir og hann sagði, já þú bara passar þig. Þar með fór ég úr beltinu og var reyndar bundinn með kaðlinum, setti annan fótinn á vængsstífuna, en vindurinn var svo mikill að ég náði ekki í fyrstu tilraun, en það tókst í annarri tilraun. Svo teygði ég mig bara út og var kominn rúmlega hálfur út úr vélinni og tók þannig magnaðar myndir. Þetta var alveg æðisleg tilfinn- ing að hafa svona gott útsýni og fjöllin og jöklana fyrir neðan og sjá svo Vestmannaeyjar í fjarska.“ Hvenær uppgötvaðir þú fyrst áhuga þinn á ljósmyndun? „Ég byrjaði að taka ljósmyndir 12 ára. Ég var að skoða þær myndir sem ég tók sem unglingur og þær voru býsna góðar, þrátt fyrir ungan aldur, þannig að ég var með ágæt- isauga fyrir myndbyggingu frá upphafi.“ Pálmi Guðmundsson eigandi fjarnámskeið.is býr á Tenerife og kennir fólki að taka fallegar ljósmyndir á netnámskeiði. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is P álmi hefur frá árinu 2002 boðið einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum upp á námskeið í ljósmyndun, stúdíótökum, al- mennum myndatökum, „Lightroom“-vinnslu og Photoshopvinnslu. Pálmi setti á laggirnar fjarnámskeið í ljósmyndun árið 2009. Hann flutti til Tene- rife 2019, kennir ljósmyndun og vinnur við vefsíðugerð. „Markmið fjarnámskeiðsins er að kenna grunnatriðin í ljósmyndatöku – skref fyrir skref – bæði fyrir áhugaljós- myndara og eins þá sem hyggja á frekara nám í ljósmynd- un. Kennd eru undirstöðuatriði í ljósmyndatækninni, með- al annars hvernig best er að stilla myndavélina fyrir mismunandi myndatökur, hvernig hægt er að ná sem mestu úr myndavélinni. Auk þess eru sýndar alls kyns myndatökur og sýnd mörg dæmi. Hér er um að ræða mjög ítarlegt kennsluefni í ljósmyndun. Gefin eru góð ráð fyrir almennar myndatökur bæði inn- andyra og utandyra, sýnd notkun á ljósum í stúdíói, „raw“ vinnsla í tölvu ásamt grunnvinnslu í Photoshop og margt fleira. Ég kenni á aðalatriði í Lightroom-forritinu. Grunn- stillingar á mörgum myndavélum, ásamt öðrum stillingum á vélunum, eru útskýrðar. Fjallað um hvernig er best að stilla myndavélina við að ná sem bestum myndum við hin- ar ýmsu aðstæður. Vandamál og lausnir, þar sem tekin eru fyrir helstu vandamál varðandi myndatökur og bent á góð- ar lausnir. Fjallað um videotöku og videovinnslu. Síðan er fjallað um videoklippiforrit og sýnt hvernig á að klippa video, hljóðsetja ásamt mörgu öðru. Það er mikinn fróðleik um ljósmyndun að finna á þessu fjarnámskeiði og er nýju námsefni bætt inn í hverjum mánuði.“ Hann segir fjarnamskeid.is með þægilegt viðmót og kennsluefnið er skipulega sett upp.“ Hvað einkennir góða ljósmynd? „Góð mynd er mynd sem snertir þig, vekur upp tilfinn- ingar, sem geta verið glaðlegar, sorglegar, jafnvel sem segja sögu. Myndirnar þurfa helst að uppfylla ákveðnar tæknikröfur ásamt því að vera rétt upp byggðar.“ Pálmi er sjálfmenntaður ljósmyndari og hefur tekið ljósmyndir síðan 1967. Hvað getur þú sagt mér um menntun þína og feril? Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson Skemmtilegast að taka ljósmyndir úr flugvél kannski ekki af og kunnum ekki leiðir til að virkja þau.“ Heilinn virkar til að við lifum af Anna Dóra segir að grunnáskorun okkar mannfólksins sé fólgin í því hvernig heilinn okkar virkar. „Hann er því miður ekki víraður til að við séum hamingjusöm heldur þannig að við komumst lífs af. Þannig að út frá þróunarlegu sjónarmiði mun hugur okkar alltaf koma til með að einblína á hættur og ógnir og búa okkur undir hið versta. Þetta er það sem við mannfólkið fáum í vöggugjöf og er ekki okkur að kenna. Það er hins vegar á okkar ábyrgð að vinna með það sem við höfum og því er þessi hugarþjálfun sem felst í núvit- undar- og samkenndarþjálfun tilvalin leið til að virkja æðri hugarstarfsemi okkar. Svo við getum meðvitað valið hvort við ætlum að beina athygli okk- ar að áhyggjuhugsunum um hluti sem við höfum enga stjórn á eða beina athygli okkar að líðandi stundu og þeim tækifærum sem bjóðast hér og nú; með lífshamingju okkar í huga. Eins og svo oft hefur verið sagt þá er núið eini tíminn sem við getum raun- verulega stjórnað til að hafa áhrif á lífshamingju okkar. Það eru þessi litlu augnablik sem við náum að vera til staðar á, sem safnast saman í líf okkar í heild, sem skipta mestu máli þegar upp er staðið. Það er svo auð- velt að vera andlega fjarverandi, sér- staklega á erfiðum tímum, flýja að- stæður og okkur sjálf og jafnvel afneita þeim, en þá er í raun aldrei eins mikil þörf fyrir okkur að vera til staðar fyrir okkur, haldast í tengslum við okkur og standa með okkur.“ Að virkja æðri hugarstarfsemi Að sögn Önnu Dóru er svo mikil- vægt fyrir okkur mannfólkið á tímum sem þessum að tengjast innri bjarg- ráðum og virkja æðri hugarstarfsemi, með hagmuni okkar sjálfra og allra að leiðarljósi. Að lokum má nefna að Núvitund- arsetrið hefur í gegnum tíðina boðið almenningi upp á opnar hugleiðslu- stundir einu sinni í viku en sökum að- stæðna hefur sú þjónusta ekki verið í boði á síðasta ári. En fagaðilar Núvit- undarsetursins hafa ákveðið að bjóða öllum sem vilja, upp á hálftíma langar opnar núvitundarstundir, fólki að kostnaðarlausu, í gegnum Zoom á föstudögum frá klukkan tuttugu mín- útur yfir tólf til tíu mínútur í eitt. „Það er hugsað til að styðja fólk við að viðhalda núvitundariðkun sinni og mögulega að kynna hana þeim sem áhuga hafa. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir marga.“ Núvitundarsetrið og Embætti landlæknis stóðu fyrir viðburði í Hörpu þegar Jon Kabat-Zinn, frum- kvöðull á sviði núvitundar í vestræn- um heimi, kom til landsins í maí 2018. Fjölmargir sóttu viðburðinn og fengu þannig æfingu í að vera hér og nú með þeim bestu. Anna Dóra segir mikilvægt að þjálfa núvitund. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 23 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.