Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Qupperneq 8
Ég geri það um hver áramót aðsetja mér markmið fyrir hiðnýja ár, skrifa þau niður og
geng svo tryggilega frá blaðinu.
Oftar en ekki týnast þau blöð, en
sum hef ég fundið og það er magn-
að að á þeim sem ég týni rætast öll
markmið mín, minna á hinum sem
ég finn,“ segir Gylfi Þór Þor-
steinsson, forstöðumaður Farsótt-
arhússins.
„Eitt af markmiðum mínum á
hverju ári er að vera duglegri; dug-
legri í hestunum, duglegri að sinna
vinunum eða duglegri að njóta þess
sem lífið hefur upp á að bjóða.
Hingað til hefur mér bara tekist að
njóta lífsins,“ segir hann.
„Eitt helsta markmið ársins er
að loka farsóttarhúsum. Það er
ekki alveg undir mér komið en sum
markmið þurfa að vera þannig að
maður þurfi að teygja sig til stjarn-
anna. Svo er líka gott að teygja sig,
það tekur spennu úr bakinu og er
sú líkamsrækt sem ég stunda mest
fyrir utan hestamennskuna. Það er
fátt hollara en að moka skít, þar er
önnur hreyfing sem heldur manni í
formi og tæmir algerlega hugann.“
Spurður hvers vegna hann hafi
þessi markmið á nýju ári svarar
Gylfi:
„Ef okkur tekst að loka
farsóttarhúsum þýðir það að Covid
hefur tapað og þar sem ég er mikill
keppnismaður er það helsta mark-
miðið, þýðir reyndar að ég þurfi að
leita á önnur mið varðandi atvinnu
en sem fyrrverandi hármódel kem-
ur alltaf eitthvað nýtt og spennandi
upp í hendurnar á manni.“
500 sýktir í vinnunni
Var eitthvað á kórónuárinu mikla
2020 sem fékk þig til að endur-
skoða lífið eða markmið framtíð-
arinnar?
„Eftir að hafa umgengist um 500
Covid-sýkta einstaklinga á árinu
og fáa aðra hef ég komist að því að
vinir mínir, sem ég hef nánast ekk-
ert séð, eru þrælskemmtilegt fólk
og ætla ég því að láta verða af því
að umgangast þá meira. En við það
að vera svona mikið einn, sem er
svo sem ágætt líka, þjálfast maður í
að sýna þolinmæði sem og kynnast
öllum hliðum sjálfs sín. Ég lærði
fyrir þó nokkrum árum að lífið er
hverfult, og því skal lifa hvern dag
eins og hann sé sá dýrmætasti. Sú
reynsla og sá lærdómur fær mig til
að vakna hvern dag með bros á vör
og sofna brosandi líka. Las það ein-
hvern tíma á Smartlandinu að bros
væri besta meðal við hrukkumynd-
un, svo ég reyni að sofa brosandi á
milli þess sem ég geri öndunar-
æfingar í svefni, sem sumir kalla
hrotur. Ég er ekki frá því að ég
vakni unglegri á hverjum morgni.“
Gylfi fyllti fimmta tuginn á árinu
og segir það hafa komið sér á óvart.
„Ég er ekki mjög glöggur á tíma
þótt ég sé stundvís engu að síður.
Ég tók að mér verkefni sem er
Farsóttarhús, það vissi enginn
hvað eða hvernig það átti að vera
svo ég hafði nokkuð frítt spil með
það hvernig og hvaða aðferðum
öðrum en sóttvörnum yrði háttað
og það hefur gengið mjög vel. Ég
hef opnað sex mismunandi hús á
þremur stöðum á landinu og hjá
okkur hafa verið um eitt þúsund
manns, og eins og fyrr segir um
helmingur þeirra sýktur af
Covid-19. En starfið var líka erfitt.
Það var erfitt að fara með unga
ekkju upp í líkhús að kveðja unn-
usta sinn, sýkta af veirunni, það er
erfitt að hlúa að fólki sem veit ekk-
ert um hvaða afleiðingar sjúkdóm-
urinn hefur og það er erfitt að hafa
fá svör til fólks sem er hrætt um
heilsu sína og afleiðingar veikinda.
Starfið var þó engu að síður mjög
gefandi og skemmtilegt fyrir mig.
Ég var á hillu sem ég kunni vel við
mig á, þótt aldrei hafi ég unnið jafn
margar vinnustundir eins og ein-
mitt á árinu 2020 en skráðar vinnu-
stundir nálgast fjórða þúsundið,
allan sólarhringinn.“
Náðir mér ekki skratti
Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að
gera þegar þú ert bólusettur?
„Ég veit ekki hvenær ég verð
bólusettur en þegar það gerist mun
ég hugsa tvennt. Annars vegar:
„þú náðir mér ekki skrattinn þinn“
og eins hitt að ég vona að ég sofni
ekki og byrji að hrjóta þessar tutt-
ugu mínútur sem ég þarf að sitja
kyrr og láta fylgjast með mér.“
Gylfi er bjartsýnn á nýju ári.
„Ef okkur tekst að útrýma Covid
úr samfélaginu, loka farsóttar-
húsum og getum tekið til við að
tjútta þegar okkur langar til, þá
verður þetta frábært ár. Það er
reyndar þannig með tímann, það er
undir okkur komið hvað við gerum
við hann, hvernig við nýtum hann
og hvernig við leyfum okkur að
upplifa hann. Jafnvel á okkar
verstu stundum er hægt að læra
eitthvað jákvætt, brosa og minna
okkur á að lífið er eins og við spil-
um úr því, þrátt fyrir erfiðleika og
mótbyr. Þetta verður gott og
skemmtilegt ár.“
GYLFI ÞÓR ÞORSTEINSSON
Fátt hollara en að
moka skít
NÝTT ÁR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021
Áramótaheitin 2021!
Nýtt ár er runnið upp og margir sem strengja áramótaheit eða setja sér ný markmið. Morgunblaðið bað nokkra þekkta
Íslendinga að segja frá sínum heitum og markmiðum og um leið velta fyrir sér lífinu á þessum skrítnu tímum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það er svona upp og ofan hvort égstrengi áramótaheit eða ekki,en ég lít alltaf yfir farinn veg og
skoða hvað ég gerði á árinu sem var að
líða og hvað ég vil leggja áherslu á á
því næsta,“ segir leik- og söngkonan
Jóhanna Vigdís spurð hvort hún
strengi áramótaheit.
„Áramót fylla mig alltaf bjartsýni –
nýtt upphaf og maður hefur alltaf
möguleikann á að gera betur,“ segir
hún.
„Einhverju sinni strengdi ég ára-
mótaheit um að minnka sjónvarpsgláp.
Ég stóð svo sem alveg við það en jók
bara samfélagsmiðlanotkun á móti,
þannig að það féll eiginlega um sjálft
sig.“
Að kæla og væla
Hver eru markmiðin fyrir árið 2021?
„Markmiðið í ár er að gera eitthvað
nýtt í hverjum mánuði, eitthvað sem
ég hef ekki gert áður. Við hjónin ætl-
um að gera það saman. Við erum nú
þegar búin að ákveða hvað við gerum í
janúar, en það er „Hættu að væla
komdu að kæla“-námskeið og ég er
komin með kvíðahnút í magann!
Spurning hvort maður megi væla á
meðan maður er að kæla!“
Jóhanna segir ástæðuna fyrir þess-
um markmiðum vera þá að hún eigi
það til að vera frekar vanaföst og
heimakær og þurfi stundum að skora
sjálfa sig á hólm.
Var eitthvað á árinu 2020 sem fékk
þig til að endurskoða markmið fram-
tíðarinnar?
„Já, ég myndi segja að markmið mín
fyrir árið 2021 séu engin tilviljun. Það
hægðist svolítið á öllu á síðasta ári og
það ýtti á mig að hafa það í huga að líf-
ið er stórkostleg gjöf og maður á að
njóta alls þess sem það hefur upp á að
bjóða á meðan maður getur,“ segir hún
og bætir við: „Það sem stendur upp úr
frá 2020 er hvað við fjölskyldan erum
orðin nánari og vorum við nú alveg ná-
in fyrir. Mínar bestu stundir á árinu
voru þegar við hjónin áttum í enda-
lausum samræðum við syni okkar um
allt og ekki neitt og öll hlátursköstin
sem enduðu stundum í einhverri al-
gjörri vitleysu. Ég er líka afskaplega
stolt af því hvernig strákarnir mínir
hafa höndlað þetta ár, sem hefur kennt
þeim auðmýkt og þolinmæði. Árið hef-
ur líka gert mig viðkvæmari, það er
ansi stutt í kvikuna stundum og ég er
haldin einhverjum kosmískum kær-
leika, sem ég vissi ekki að ég ætti til.“
Ætla að knúsa mömmu
Jóhanna veit nákvæmlega hvað hún
ætlar að gera fyrst þegar hún fær
bólusetningu.
„Ég ætla að knúsa móður mína um
leið og ég má!“
Hvernig verður 2021?
„Ég held að 2021 verði gott ár, ég er
svo mikil bjartsýnismanneskja. Það
verður margt öðruvísi en áður og ég
vona að við berum gæfu til að notfæra
okkur það góða sem þetta ár færði
okkur. Við þurfum ekki að fara á enda-
lausar ráðstefnur og fundi til útlanda;
við getum að minnsta kosti fækkað
ferðunum talsvert. Ég held að síðasta
ár hafi kennt okkur að kunna að meta
betur fólkið okkar og vini. Ég ætla að
reyna að sinna minni fjölskyldu og vin-
um meira á næsta ári og segja oftar já
við hugmyndum. Við vitum hvort eð er
ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér!“
JÓHANNA VIGDÍS ARNARDÓTTIR
Kosmískur kærleikur
Sendiherra Íslands í Kaupmanna-höfn, Helga Hauksdóttir, segistí raun ekki strengja áramóta-
heit, þótt hún lofi sjálfri sér oft bót og
betrun.
„Það er alveg týpískt eftir hátíð-
arnar, þegar maður er örmagna af áti
á alls konar mat og góðgæti, að maður
heitir sér því að hefja nýtt og betra líf
við fyrsta tækifæri, líf með hollara
mataræði og meiri hreyfingu. Slík
áform halda yfirleitt hjá mér eitthvað
fram eftir janúar og svo fer áherslan á
eitthvað annað,“ segir hún.
„Fyrir næstum áratug fór ég fyrir
tilviljun á skriðsundsnámskeið og
skömmu síðar og fyrir aðra tilviljun fór
ég að mæta á sundæfingar hjá Sund-
félagi Hafnarfjarðar. Ég verð að taka
fram að ég hef aldrei verið nein
íþróttatýpa, en hef stundað hreyfingu í
heilsubótarskyni lengi. En þarna gekk
ég skrefinu lengra og var orðin skráð-
ur meðlimur í íþróttafélagi, sem út af
fyrir sig var athyglisvert. Og sundið
hef ég stundað síðan og sett mér alls
konar markmið í því. Þarna leiddi
ákveðin tilviljun mig að virkilega góð-
um vana, en þetta hefði líka getað ver-
ið háleitt markmið og áramótaheit,“
segir Helga.
„Almennt er ég nokkuð sátt við
hvernig ég haga mínu lífi og hef ekki
fundið sérstaka þörf til að umbylta
neinu þar. Árið 2020 var ekki öðruvísi
fyrir mig að því leyti en flest önnur ár.
Maður lærði kannski að njóta litlu
hlutanna meira og veita þeim meiri at-
hygli, það gladdi mig meira en í venju-
legu ári þegar vorið kom og gróðurinn
lifnaði við. Ég bætti mig talsvert í
dönsku og danski orðaforðinn hefur nú
að geyma alls konar orð tengd smit-
sjúkdómum og heimsfaraldri. Og svo
varð maður mjög meðvitaður um
handþvott og að halda fjarlægð. En
kannski er þyngsta lexían á árinu sú að
persónulegt athafnafrelsi manns er
mjög dýrmætt, það finnur maður þeg-
ar það sætir takmörkunum, eins og
sóttvarnaráðstafanir óneitanlega hafa
ýtt undir,“ segir Helga og segir að
ýmsum verkefnum og viðburðum sem
átti að halda á árinu 2020 í sendiráðinu
hafi þurft að fresta.
Nóg að gera í sendiráðinu
„Þótt kórónufaraldrinum sé ekki lokið
og árið 2021 muni eflaust bera merki
þess líka, þá er ýmislegt á stefnu-
skránni í starfi sendiráðsins. Kórónu-
faraldurinn gerir það að verkum að
það er enn mikilvægara en áður að
vinna að viðskiptatengdum mark-
miðum, sérstaklega ferðaþjónustu, en
Ísland verður án efa áfram áhugaverð-
ur og eftirsóttur áfangastaður um leið
og aðstæður til ferðalaga batna. Kynn-
ing á íslenskum matvælum og hráefn-
um til matvælaframleiðslu er einnig
hluti af þessari mynd. Þá er jarðvegur
fyrir frumkvöðlastarfsemi og nýsköp-
un mjög frjór í Danmörku og margt
áhugavert fyrir íslenska frumkvöðla að
sækja þangað. Umhverfismál og
grænar lausnir eru Dönum mikilvæg
og þar getur Ísland miðlað af sinni
þekkingu á notkun endurnýjanlegrar
orku. Íslensk menning, sérstaklega
bókmenntir, nýtur mikillar hylli í Dan-
mörku og er áhrifarík leið til að styrkja
ímynd og orðspor Íslands enn frekar.
Sendiráðið mun á árinu vinna að marg-
víslegum markmiðum á þessum svið-
um með því að standa fyrir og taka
þátt í ýmsum viðburðum,“ segir hún.
„Líkt og með önnur ár held ég að ár-
ið 2021 verði það sem maður gerir úr
því, það verður fínt ár ef maður setur
sér það sem markmið. Maður þarf að
halda sínu striki, þótt ytri aðstæður
séu öðruvísi og þyngri í bili en maður á
að venjast. Ég býst ekki við að fá bólu-
setningu fljótlega á árinu, en þegar
það er frá hlakka ég til að komast heim
til Íslands án skimunar og sóttkvíar.“
HELGA HAUKSDÓTTIR
Lærði smitsjúkdómaorð á dönsku
Ljósmynd/Hasse Ferrold