Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 10
NÝTT ÁR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021 Einar Bárðarson, fram-kvæmdastjóri votlend-issjóðs, er ekki mikið fyrir að setja sér áramótaheit. „Ég geri það ekki nú orðið en í upphafi árs 2003 setti ég mér það áramótaheit að ganga á Esjuna það ár. Skemmst er frá því að segja að það gleymd- ist en rifjaðist upp í matarboði á öðrum degi jóla. Þá varð uppi fótur og fit og á sunnudag á milli hátíða og í aftakaveðri óð ég af stað en varð frá að hverfa rétt ofan við stein,“ seg- ir Einar sem segist nú ekki hafa sett sér mælanleg mark- mið fyrir árið 2021. Betri tími með nánustu „Ég strengdi þess þó heit að halda áfram að sitja einbeittur í núinu, halda föstum kúrs á því sem skiptir mig og mína nánustu mestu máli. Halda áfram að beita mér af fullu að starfinu mínu, sinna áhuga- málum,“ segir hann. Einar segist verða fimm- tugur árið 2022 og er því hugsi yfir hvort hann þurfi að klára ákveðna hluti fyrir fimmtugt. „En um leið verð ég að segja að ég hef verið svo farsæll og heppinn að það er ekkert sem kallar í mig þannig að ef ég klára það ekki fyrir fimmtugt þá eru mér ekki öll sund lokuð. Reyndar hef ég áorkað alveg ótrúlega miklu og fátt sem liggur á mér þannig,“ segir Einar. Bölvar ekki árinu 2020 Var eitthvað á kórónuárinu mikla 2020 sem fékk þig til að endurskoða lífið? „Þetta var náttúrlega lengsta fjarfundarkennsla um það hvernig á að takast á við mótlæti þetta blessaða ár sem nú er að kveðja. En atvinnu- öryggi mínu var ekki ógnað á árinu sem er að líða og enginn nátengdur mér smitaðist þannig af veirunni að veikindi yrðu alvarleg. Þannig hef ég ekki yfir neinu að kvarta og ætla ekki að bæta mér á vagn þeirra sem bölva 2020. Mest gaf það mér af tíma og fyrir mann á mínum aldri er ekkert eins verðmætt og tíminn,“ seg- ir Einar og nefnir einnig að upp úr standi ferð til Vest- fjarða í tilefni af afmæli konu hans. Fór á Bubba Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera þegar þú ert bólusettur? „Ég á ekki von á neinum stórkostlegum breytingum öðrum en þeim að ég mun faðma nána vini og vanda- menn af meiri innlifun og þakklæti. Eina sem ég í raun sakna er að fara á tónleika. Ég var svo heppinn að vera einn örfárra gesta hjá Bubba á Þor- láksmessu með dóttur minni; það voru nánast einka- tónleikar en maður saknar þess helst af því sem er á bannlista vegna veirunnar.“ Einar segist vita innst inni að árið 2021 verði stórkostlegt. „Við losnum úr þessari klakabindingu kófsins. Það er einlæg von mín að við finnum öll bæði andlega og veraldlega fjársjóði á hverjum degi. Gildi ársins verða gleði, hamingja og góð heilsa!“ EINAR BÁRÐARSON Saknar tónleika Ríkissáttasemjarinn segir mik-ilvægt að staldra við reglu-lega, horfa í kringum sig og meta hvar hann stendur bæði í einka- lífi og vinnu. „Áramótin eru frábær tími fyrir sjálfsskoðun og ég reyni að nýta mér það. Niðurstaðan er stundum sú að ég staðfesti fyrri markmið en breyti ef til vill aðferðum við að ná þeim og yfirleitt set ég mér einhver ný mark- mið,“ segir Aðalsteinn Leifsson. Yfirvann lofthræðslu „Á síðasta ári setti ég mér meðal ann- ars markmið um að yfirvinna loft- hræðslu, sem hefur hamlað mér í fjallgöngum, og að læra almennilega á skíði til að geta fylgt konunni minni, Ágústu, upp kletta og niður gil á fjallaskíðum. Ég fór í dáleiðslu til að losna við lofthræðsluna, og það gekk framar björtustu vonum. Við hjónin höfum átt frábærar stundir á fjalla- skíðunum saman. Yfirleitt hefur mér tekist ágætlega að ná markmiðum mínum, þótt stundum hafi þau ekki náðst fyrr en tveimur til þremur ár- um eftir að ég ætlaði að ná þeim. Mín reynsla er að ef ég set mér mjög „eigingjörn“ markmið, þá næ ég þeim síður en ef ég set mér markmið sem nýtast ekki aðeins mér heldur einnig öðrum í kringum mig.“ Vera meira til staðar Hver eru markmið fyrir árið 2021? „Eitt af markmiðunum er mjög í anda breytinga á íslenskum vinnu- markaði, en það er að stytta vinnutím- ann og vinna betur þann tíma sem ég er í vinnunni. Annað markmið tengt því er að vera meira til staðar fyrir fjölskylduna þegar ég er heima, meðal annars með því að leggja frá mér sím- ann og beina athyglinni að sameig- inlegum verkefnum með krökkunum. Síðan er ég með nokkur minni mark- mið, eins og að vera inni á baði á með- an ég bursta í mér tennurnar!“ Af hverju þessi ákveðnu markmið? „Mér finnst best þegar ég set mér markmið að byrja á því að velta fyrir mér hvað er mikilvægast fyrir mig og fólkið í kringum mig. Síðan flæða markmiðin eðlilega fram. Við erum stór fjölskylda þar sem allir eru upp- teknir við sitt og mig langar mikið að synda á móti straumi snjalltækja og 24/7-aðgengis – þá með því að setja meðvituð markmið um að gera hluti með hverju og einu barnanna og að við tökum frá tíma til að gera eitthvað öll saman.“ Flutti heim frá Sviss Var eitthvað á kórónuárinu mikla 2020 sem fékk þig til að endurskoða lífið? „Nei. Lífið er stutt og ég endur- skoða reglulega lífið og markmið framtíðarinnar. Það er ekki sjálfgefið að vakna sprækur á morgnana og dagar okkar allra eru taldir, þannig að það er fyrir öllu að nýta stundirnar sem okkur eru gefnar og reyna að vera sæmilega trúr sjálfum sér,“ seg- ir Aðalsteinn og segir flutninga til Ís- lands og nýtt starf standa upp úr á síðasta ári. „Við fluttum á árinu frá Sviss til Ís- lands og allir fóru í ný verkefni; störf og skóla. Ég er sérstaklega stoltur af krökkunum, sem tókust á við þá áskorun að flytja í „nýtt“ land eftir sex ára fjarveru og það mitt í heims- faraldri. Ég mætti áskorunum frá fyrsta degi í nýju starfi og hef notið þess mjög að takast á við þær. Það sem stendur upp úr í vinnunni er það frábæra fólk sem ég hef kynnst,“ seg- ir hann. „Síðustu mánuði ársins var fjöl- skyldan mjög upptekin við að styðja við heimilishundinn, Kríu, sem missti fót í kjölfar bílslyss. Hún hefur náð sér ótrúlega hratt og er jafn fjörug og glöð á þremur fótum.“ Tími uppbyggingar Aðalsteinn segist hlakka mikið til að fá bólusetningu, þótt það sé kannski langt í það. „Ég hef verið mjög varkár, meðal annars vegna vinnunnar, til þess að lágmarka líkur á að sóttkví eða ein- angrun trufli samningaviðræður. Ég mun setja upp dagskrá með heim- sóknum til fólks sem ég hef lítið eða ekkert getað umgengist og örugglega skoða möguleika á að ferðast og fara á stærri viðburði þegar þeir verða heimilaðir,“ segir hann og er bjart- sýnn á að 2021 verði frábært ár. „Sag- an kennir okkur að eftir áföll og erf- iðleika tekur við tími uppbyggingar og gleði. Ísland er í sérstaklega góðri stöðu og við getum átt sterka og góða viðspyrnu þegar tekist hefur að bólu- setja alla sem eru í viðkvæmum hóp- um. Ég bjó í Genf og einkunnarorð borgarinnar eru Post tenebras lux: Eftir myrkur ljós. Ég bind vonir við að þessi orð eigi vel við 2021.“ AÐALSTEINN LEIFSSON Að bursta tennur inni á baði Bæjarstjóri Akureyrar, Ásthild-ur Sturludóttir, segist alltafsetja sér ákveðin markmið en um áramót verði þau gjarnan stærri í sniðum. Það áramótaheit sem stend- ur þó upp úr þegar hún horfir til baka er klárlega áramótaheitið 2015/2016 en hún ákvað þá að hún skyldi eignast barn. Hver eru markmiðin fyrir árið 2021? „Að læra á fjallaskíði. Setja skinnin undir og arka upp í mót, taka skinnin undan og bruna niður brekkurnar,“ segir Ásthildur og segir að á Akur- eyri séu allir á skíðum, hjólum eða hlaupandi. „Bærinn og næsta nágrenni eru mikil útivistarparadís. Mér finnst eitt- hvað voðalega smart við það að labba á fjöllin í kringum okkur og skíða nið- ur. Kannski er þetta hjarðeðlið í mér eða kannski er ég bara strax orðin svona mikill Akureyringur!“ Njóta fegurðar hins smáa Ásthildur segist hafa lært ýmislegt á kórónuárinu mikla. „Þetta furðulega ár hefur vonandi kennt okkur öllum að taka engu sem gefnu. Ég held að ég hafi í það minnsta lært að gera minni kröfur og njóta fegurðar hins smáa. Getur verið að endalausar utanlandsferðir séu bara „eitthvað svo mikið 2019?“ Ég ætla að minnsta kosti að ferðast sjaldnar og staldra þá frekar lengur við á hverjum stað, læra að meta bet- ur og njóta meira.“ Hvað varðar einkalífið segir Ást- hildur: „Þetta er alls ekki versta ár sem ég hef upplifað en það var býsna undar- legt. Það er undarlegt að vinna heima. Það er undarlegt að hitta ekki vini sína og geta ekki hitt alla fjöl- skylduna í einu. Við hjónin komumst þó í yndislegt frí saman síðasta sumar með dótturinni Lilju sem fékk að veiða fisk og upplifa fegurð óspilltrar náttúru. Íslenska sumarið er stutt en kannski kunnum við að meta dásemd- ir þess betur en nokkru sinni fyrr. Við fengum líka tvær dásamlegar au pair- stúlkur til okkar á þessu ári, þó ekki samtímis. Það var mikil og góð viðbót við fjölskylduna.“ Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera þegar þú hefur verið bólusett? „Brosa allan hringinn og kalla í boð með systkinum mínum og fjöl- skyldum þeirra og hitta svo vinkonur mínar.“ Nú reynir á þolgæðið Heldurðu að 2021 verði gott ár? „Þetta verður erfitt ár. Nú fyrst reynir á þolgæðið. Margir hafa vænt- ingar um að allt verði eins og áður var, en ég held að við þurfum að taka með okkur inn í framtíðina það sem Covid-19 hefur kennt okkur. Árið 2021 kallar á breyttan hugsunarhátt hjá okkur öllum og öðruvísi lífsstíl. En þegar allir varnaglar hafa verið slegnir þá held ég að mér sé óhætt að fullyrða að þetta verði þrátt fyrir allt gott ár.“ ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR Brosa allan hringinn HeilsufrömuðurinnLukka Pálsdóttirsegist heldur betur strengja áramótaheit. „Í fyrra fannst mér stór- sniðug hugmynd, þar sem ég var að verða fimmtug á árinu, að setja mér 50 markmið. Ég settist við símann og byrjaði að skrifa lista. Þar sem ég get verið mikill sveimhugi hef ég greinilega gleymt mér í miðjum klíðum því ég skrifaði ekki nema 22 atriði á listann! Þannig að ég stóð ekki einu sinni við markmiðið um að setja mér markmið. Og gleymdi svo alveg að skoða listann reglulega svo ég hef alls ekki uppfyllt öll þessi 22 markmið ennþá. Sum þeirra hafa þó ræst,“ segir Lukka sem segist ætla að endurtaka leikinn fyrir árið 2021 og setja sér fimmtíu markmið. Hámarka heilsu „Eitt af markmiðum ársins 2020 var að stofna fyrirtæki sem stuðlar að því að hámarka góða heilsu landsmanna og hjálpa fólki að ná sem allra bestum árangri í hreyfingu og útivist. Greenfit varð að veru- leika og formleg starfsemi hófst 1. mars. Það muna sennilega margir hvað annað fór af stað um þau mánaðamót en þrátt fyrir Covid hefur Greenfit farið gríðarlega vel af stað og er langur biðlisti í ástandsskoðun og frábært að sjá hve mikinn áhuga fólk hefur á að bæta eig- in heilsu með heilbrigðum leið- um í næringu og þjálfun. Greenfit hefur nú þegar hjálpað fólki að snúa við langvinnum sjúkdómum og bæta lífið til muna. Við hlökkum til að halda þeirri vegferð áfram á komandi árum,“ segir hún. Aukið æðruleysi Var eitthvað á árinu 2020 sem fékk þig til að endurskoða lífið eða endurskoða markmið framtíðarinnar? „Það er eitthvað á hverju ári sem fær mig til að staldra við og endurmeta gildi mín og venjur. Mér finnst lexía ársins 2020 felast í auknu æðruleysi, sveigjanleika og því að treysta lífinu. Vera meira í flæðinu og minna í stjórninni og áhyggj- um. Anda inn, anda út,“ segir hún og segir að árið hafi verið sér gott. „Þetta var árið sem ég fór í ævintýra-hjóla-kajakferð sem endaði í neyðarskýli skjálfandi af kulda og vosbúð um hásum- ar og skellihló að því öllu með góðum vinum. Þetta var árið sem ég sá strákinn minn blómstra í kvikmyndanámi. Þetta var árið sem ég flaug í fyrsta sinn í þyrlu. Þetta var árið sem ég komst í drauma- starfið mitt og missti ekki dag úr vinnu. Þetta var árið sem ég fékk að hafa mömmu og pabba meira hjá mér. Þetta var árið sem ég lokaði einum kafla og hóf nýjan.“ Snerta og knúsa Lukka veit nákvæmlega hvað hún vill gera þegar hún er komin með vörn við veirunni. „Snerta og knúsa. Ég vona að ég muni hvernig á að gera það! Ég er alltaf sannfærð um að árið fram undan verði gott!“ LUKKA PÁLSDÓTTIR Fimmtíu markmið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.