Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 13
10.1. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
En annað stórlið? Myndi Chelsea til dæmis
skoða Gerrard sem raunhæfan kost? Myndi
Gerrard skoða Chelsea sem raunhæfan kost?
Nú, eða Arsenal eða Tottenham? Fyrr færi
hann að selja poppkorn í kvikmyndahúsi en
að fara til Manchesster United. Það vitum við
öll.
John Terry er annar langsóttur möguleiki.
Gamli Chelsea-fyrirliðinn er nú aðstoðar-
maður Deans Smiths hjá Villa og hefur
metnað til að stýra liði einn og óstuddur. Gæti
Chelsea hugsað sér að skipta honum inn fyrir
Lampard? Þarf hann ekki að setjast í (fun)
heita sætið annars staðar fyrst? Að vísu
veðjaði Arsenal á Mikel Arteta, blautan bak
við bæði eyrun. Það hefur gengið upp og ofan.
Og Manchester United á Ole Gunnar Sol-
skjær án þess að hann hefði stýrt liði í alvöru
deild – með fullri virðingu fyrir frændum vor-
um í Noregi.
Rokkað eins og Harry Kane
Þannig að stjórar þriggja af sex stóru liðunum
eru fyrrverandi leikmenn þeirra. Ef til vill gef-
ur það mönnum á borð við Harry Kane von um
að hann eigi dag einn eftir að taka við stjórn-
velinum hjá Tottenham. Það er auðvitað al-
gjörlega ótímabær pæling, maðurinn á hátindi
ferils síns sem leikmaður. Kane býr á hinn
bóginn að ofboðslegri sparkgreind sem hæg-
lega gæti nýst honum áfram eftir að hann
sjálfur leggur skóna á hilluna. Nú er ég auðvit-
að bara að hugsa upphátt, neyðin kennir naktri
konu að spinna og allt það, og þið segið auðvit-
að ekki sálu frá þessu. Lásuð það samt fyrst
hér!
Talandi um langa bið þá er Tottenham eina
af stóru liðunum sex sem aldrei hefur unnið
úrvalsdeildina; raunar þarf að fara sextíu ár
aftur í tímann til að grafa upp seinasta meist-
aratitil félagsins. Það var á því herrans ári
1961, þegar Kennedy var forseti Bandaríkj-
anna, Bítlarnir voru enn að troða upp í klúbb-
um í Hamborg og við Íslendingar ókum á
vinstri helmingi vegarins.
Sigurinn, undir stjórn Englendingsins Bills
Nicholsons, var að vísu óhemju sannfærandi
og sætur og Tottenham gerði sér lítið fyrir og
jafnaði stigamet nágranna sinna í Arsenal frá
1931, 66 stig. Nicholson keyrði liðið að lang-
mestu á aðeins fjórtán mönnum sem væri með
öllu óhugsandi í dag. Tottenham varð þetta
sama ár fyrsta liðið á 20. öldinni til að vinna
tvennuna og var fyrir vikið talað um „lið ald-
arinnar“ í mörgum miðlum. Fleiri lið gerðu
síðar tilkall til þeirrar nafnbótar.
Sá harðasti og hugrakkasti
Potturinn og pannan í þessu liði var Skotinn
Dave Mackay sem sjálfur George Best sagði
að hefði verið harðasti og hugrakkasti leik-
maður sem hann hefði nokkru sinn mætt á
velli. Mackay sneri sér síðar að knatt-
spyrnustjórnun og gerði Derby County að
enskum meistara árið 1975.
Fínt fordæmi fyrir Harry Kane, ekki satt?
Nema hvað hörðustu Spursarar hefðu ugg-
laust engan húmor fyrir því að þeirra maður
færi að marsera með Derby County í hæstu
hæðir. Hrútarnir hafa ekki þurft að bíða ná-
lægt því eins lengi eftir meistaratitli – bara 46
ár!
Auðvitað er þetta aðeins hugarleikfimi en
þið getið ekki neitað því að það er heilmikil
rómantík í því að Tottenham Hotspur vinni
enska meistaratitilinn undir stjórn Harrys
Kane. Það yrði að vísu ekki fyrr en eftir svona
tíu til fimmtán ár en er það ekki biðarinnar
virði? Í öllu falli er ég ekki í vafa um að þeir fé-
lagar Vladimir og Estragon myndu hinkra við.
Sælir og glaðir.
Howard Wilkinson heimsótti Vík-
ina árið 2005 og hitti þar Sigurð
Jónsson, sem lék undir hans stjórn
hjá Sheffield Wednesday á níunda
áratugnum. Wilkinson er síðasti
Englendingurinn til að gera enskt
lið að meistara, Leeds 1992.
Morgunblaðið/ÞÖK
Gareth Southgate er líklega stærsta
nafnið í veröld enskra knatt-
spyrnustjóra um þessar mundir. Og
þarf raunar ekki mikið til.
AFP
Frank Lampard, knattspyrnustjóri
Chelsea, er í bestri stöðu til að rjúfa
þrautagöngu enskra stjóra. Hann hefur þó
ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
AFP
Bob Paisley er sigursælusti enski
knattspyrnustjóri sögunnar, vann sex
meistaratitla með Liverpool á átt-
unda og níunda áratugnum.
Marga dreymir um að Steven Gerrard
taki við Liverpool í framtíðinni. Verður
hann næsti enski knattspyrnustjórinn til
að vinna ensku úrvalsdeildina?
AFP
Sir Alex Ferguson vann þrettán
meistaratitla með Manchester Unit-
ed, alla í úrvalsdeildinni. Hann er hins
vegar Skoti en ekki Englendingur.
Reuters
Fréttavefur Sky Sports-sjónvarpsstöðv-
arinnar var líka í biðstuði í vikunni og
birti lista yfir það hversu lengi úrvals-
deildarliðin tuttugu hafa þurft að bíða
eftir stórum titli.
Stóru liðin röðuðu sér að vonum í
efstu eða neðstu sætin, eftir því hvernig á
það er lítið. Þau hafa með öðrum orðum
þurft að bíða styst.
Liverpool (meistari), Arsenal (bikar-
meistari) og Manchester City (deildar-
bikarmeistari) unnu öll titil á nýliðnu ári.
Chelsea vann Evrópudeildina 2019 og
Manchester United sömu deild 2017.
Það þýðir fjögurra ára bið sem þykir
raunar langur tími í Leikhúsi draumanna.
Tottenham hefur beðið lengst stóru
liðanna sex en liðið vann síðast deildabik-
arinn árið 2008, eða fyrir þrettán árum.
Liðið er komið í úrslit sömu keppni nú.
Af smærri liðunum er Leicester City
auðvitað í sérflokki eftir óvæntasta
meistaratitil sögunnar, myndu flestir lík-
lega segja, árið 2016.
Næstu félög á listanum hafa beðið
mun lengur. Aston Villa vann deildabik-
arinn fyrir 25 árum og Everton enska bik-
arinn fyrir 26 árum. Skallinn frá Paul Ri-
deout gegn Manchester United. Þá
kemur Leeds með meistaratitilinn sinn
1992.
West Ham hefur beðið í 41 ár frá bik-
armeistaratitlinum 1980. Úlfarnir unnu
deildabikarinn sama ár. Southampton
varð bikarmeistari 1976 og Newcastle
United vann borgarkeppni Evrópu sálugu
1969. West Bromwich Albion varð bik-
armeistari 1968 og Burnley enskur
meistari 1960. Þarna er biðin orðin
lengri en sextíu ár. Það er þó hátíð frá
sjónarhóli Sheffield United sem vann síð-
ast bikarinn fyrir 96 árum, á því herrans
ári 1925.
Brighton and Hove Albion, Crystal Pa-
lace og Fulham myndu þó glöð vilja vera í
þeim sporum en þau ágætu félög eru enn
að bíða eftir sínum fyrsta titli. Hafa
sumsé aldrei unnið neitt.
Þrjátíu ára bið Liverpool eftir meistaratitlinum lauk á síðasta ári.
AFP
Sum bíða lengur en önnur