Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021 Þ að er næsta óþarft að taka fram að stjórnmálamenn séu sjaldnast nokk- uð mikið meira en það. Menn sem snuddast í stjórnmálum. Þeir eru þó stundum hafnir til skýjanna eða hol- að niður dimma skúta. En eins og í öllum öðrum greinum eru þeir misgóðir í sínu „fagi“, þótt ekki sé til algildur mælikvarði á hvenær sá hópur sé góður í almennri merkingu orðsins. Önnur keppnisgrein Við, sem höfum lítið vit að fótbolta, látum þó eftir okk- ur að horfa á einstaka leik í enska boltanum, svo ekki sé talað um landsleik, og einkum hér áður þegar best gekk. Ykkur í trúnaði sagt er bréfritari ekki sérlega laginn í áhorfinu frekar en ýmsu öðru. Dæmi skal nefnt því til staðfestu: Sá var á sínum tíma ekki minna spenntur fyrir því að horfa á leik Íslands og Englands en aðrir. Þegar stóra stundin nálgaðist vildu menn hvarvetna vígbúast vel og koma sér svo vel og þægi- lega fyrir. Var skipulega gengið til leiks. Þótt maður væri einn heima þá var staðið upp þegar að þjóð- söngvar hljómuðu: Guð vors lands, fyrir okkur og Eld- gamla Ísafold fyrir tjallann, þótt hann vissi sjálfsagt minna en ekkert um það. Á meðan liðin komu sér fyrir á vellinum var stokkið fram og maís settur í voldugan pott á eldavél upp á gamla móðinn. Eftir aðeins 50 ára hjónaband, hafði ekki gefist tóm til að festa fé í örbylgjuofni. Enda varla umdeilt að fá tónverk eru jafnvel fallin til þess að koma manni í stuð og poppskothríð á eldavél. Eftir að skipt var um ílát, til að brenna sig ekki á puttum, var þrammað með herlegheitin og litla sykraða kók til að tryggja að frekari birgðasöfnun truflaði ekki áhorf- endur þegar fjörið byrjaði. Eftir þessar annir voru fá- einar mínútur liðnar af leiknum, sem engu gat breytt. Svo var sest niður með sælusvip og hljóðstyrkur hækkaður og eftir það vantaði ekkert. Þulir leiksins voru mjög óðamála eins og fer svo vel á. En áhorfand- inn, sem var einn í heiðursstúkunni heima, áttaði sig á því, eftir svo sem hálfa mínútu, að þulirnir voru að hrópa hvor framan í annan, að það væri sögulega ein- stakt að íslenska liðinu hefði tekist að skora tvö mörk svona fljótt gagnvart ofurefli Breta. Hvað hafði maður gert þeim? Hvergi hjálp að fá Það hefði ekki verið ofrausn að fá áfallahjálp senda heim eins og á stóð. En eins og stundum endra nær var hjálpin aðallega hvergi, þegar neyðin fólst í persónulegum aulagangi á stórslysaskala. Það bættist svo við að ekki var auðvelt að taka erg- elsi sitt út á neinum öðrum, sem gæti hafa hjálpað. Frúin hafði forðað sér út löngu fyrir leik. Kötturinn má vissulega eiga það að af öllu sjónvarpsefni hefur hann helst gaman af fótbolta og snooker. Snookerinn hefur það fram yfir boltann, að hans mati, að kúlurnar þjóta eftir borðinu og steypa sér svo óvænt ofan í hol- una, líkast þeim músum sem kisi metur hvað mest. En kisi krefst þess á móti að útsendingin sé hljóðlaus enda hafi hávaðinn ekkert með leikinn að gera nema síður sé og þessir hrópandi þulir viti ekki meira um baráttuna en kisi sjálfur. Og satt best að segja hefði aulanum, sem í hlut átti, þótt það hámark ósanngirni að láta þennan baráttu- bróður sinn fá á baukinn fyrir afglöpin. Það næsta sem kom í hug var að dúndra poppinu í ruslafötuna í vandlætingar- og hefndarskyni. En það rann fljótt upp fyrir öllum viðstöddum að það bitnaði helst á þeim sem síst skyldi. Eina úrræðið sem eftir stóð var að segja ekki nokkr- um manni frá „afrekum“ dagsins. En til að drepa klaufasparkinu á dreif má velta fyrir sér sérkennum tengdum áhuga á erlendum boltaleikjum. Svíkjum aldrei okkar lið Mörg okkar hafa skoðun á því hvaða lið í einhverri borg Bretlands eigi helst að vinna næsta leik. Og það er ekki laust við að menn telji sig betri menn hafi þeir haldið fast með sama liðinu í áratugi. Fæst tryggðar- tröllin eiga þó nokkur tengsl við þessar borgir, sem koma við sögu. Enda er borgin eiginlega aukaatriði. Iðulega eru fleiri en eitt stórlið í borginni og þá sýnir það mikil viðbótarheilindi áhorfandans að hata hin lið- in í sömu borg eins og pestina. Þegar vísindaleg kynning fer fram vikulega á liðinu sem menn styðja meir en nánustu fjölskyldu sína a.m.k. þennan dagpart, þá kemur í ljós að langflestir Ertu alltaf í boltanum, eða hinu? ’ Enginn vafi er á því að gengið hefur verið allt of langt við að ríkisvæða íslensku stjórnmálaflokkana. Að sumu leyti hafa bæði tilfinning og ábyrgð fólks á flokkunum laskast með breytingunni. Reykjavíkurbréf08.01.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.