Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021
MATUR
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu áwww.heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
Öryggiskerfi
SAMSTARFSAÐILI
15:04 100%
Heilsusamlegur matur oghollt líferni hefur ávalltfylgt Sigrúnu en hún er
barnasálfræðingur hjá Barnaspítala
Hringsins en einnig með menntun í
heilsusálfræði. Hún heldur auk þess
úti vefsíðunni cafesigrun.com þar
sem hún deilir með lesendum upp-
skriftum og fróðleik um hollan og
bragðgóðan mat. Sigrún er með
mörg góð ráð í pokahorninu.
„Fólk á ekki að byrja of geyst
heldur taka lítil skref. Mikilvægt er
að fara ekki offari þegar maður er að
breyta til í mataræðinu. Betra er að
setja sér raunhæf markmið sem
hægt er að fylgja en að ætla að taka
allt með trompi.“
Hvað á fólk alveg að forðast?
„Ég er ekki hrifin af boðum og
bönnum og ekkert ætti í raun að
vera bannað því það sem er bannað
getur orðið sjálfkrafa meira spenn-
andi. Ég forðast þó sælgæti,
skyndibita og ruslfæði og hef alltaf
gert enda líður mér ekki vel af því.
Ég er líka mikið á móti gos-
drykkjum enda sykurmagnið svim-
andi, og ég kaupi þá ekki inn á
heimilið. Við ættum kannski alltaf
að forðast það sem fer ekki vel í
okkur en mannskepnan hefur með
tímanum því miður lært að hunsa
ýmis skilaboð sem líkaminn sendir
okkur, sem getur endað í ýmsum
sjúkdómum og heilsuflækjum síð-
ar.“
Að vera góð fyrirmynd
Hvernig gerir þú holla matinn
spennandi fyrir börnin?
„Ég hef fylgt ráðleggingum Önnu
Sigríðar Ólafsdóttur prófessors í
næringarfræði og leiðbeinanda mín-
um í doktorsnáminu um bragðlauka-
þjálfun – matvendni barna. Hennar
ráðleggingar eru að skipta mat ekki
í hollt og óhollt því þá fara börn að
aðgreina í flokka, eins og slæmt og
gott. Sem heilsusálfræðingur er ég
alveg sammála þessu og finnst gam-
an að sjá hvað börnin mín almennt
flokka ekki mat í flokkana hollt eða
óhollt. Aftur á móti vita þau heilan
helling um hvaða áhrif matur getur
haft á okkur. Eins og Anna Sigríður
er ég skrýtna mamman sem jafnvel
ber nýbakaðar súkkulaðibitakökur á
borð með salatinu og fyrir mín börn
er jafn sjálfsagt að sjá hvort tveggja
á borðinu. Að sjálfsögðu ekki á
hverjum degi en það er þá engin sér-
stök ástæða fyrir því að þau fá sæt-
meti, það er bara stundum og stund-
um ekki. Þau mega svo velja í hvaða
röð þau borða það sem er á borðinu.
Þannig verður sæti bitinn ekki að
verðlaunum fyrir að klára matinn
sinn, en það er mikilvægt að umbuna
ekki með sætmeti því þannig gerum
við ávanann sterkari,“ segir hún.
„Börn eru forvitin að eðlisfari og
það er upplagt að nýta það í að
vekja forvitni þeirra um hráefni.
Svo er upplagt að föndra með mat;
börn elska það. Til að auka líkurnar
á því að börn borði fjölbreytta fæðu
þarf maður sjálfur að vera góð
fyrirmynd því maður getur ekki
ætlast til að þau borði eitthvað sem
við borðum ekki. Mikilvægt er að
pína börnin ekki í eitt eða neitt og
þrýsta ekki á þau að borða eða
smakka.“
Hlustar á líkamann
Borðar þú hollan mat allan ársins
hring eða þarftu að endurstilla þig í
janúar eins og flestir?
„Það má segja að ég borði það sama
í desember og janúar og allan ársins
hring. Ég hef lagt mig fram um að
hlusta á líkamann og finna hvort hann
sé að kalla í eitthvað sérstakt. Stund-
um er það tiltekið grænmeti, stundum
hreinn safi eða jafnvel fiskur. Og ef ég
fæ brjálæðislega löngun í dökkt
súkkulaði fæ ég mér svoleiðis.“
Hvað á fólk að fá sér þegar hungr-
ið sverfur að á kvöldin eftir létta
máltíð?
„Ávextir og grænmeti væru alltaf
góður kostur fyrir flesta.“
Hvað er uppáhaldsmaturinn á
þínu heimili?
„Hjá þeim níu ára er það hvít-
lauksristaður humar og sushi sem er
alltaf heimatilbúið. Hjá þeirri ellefu
ára er það tómatsúpa eða gulrótar-
og kókossúpa og sushi. Eiginmað-
urinn er glaður með allt sem ég elda
en er mjög hrifinn af grænmetis-
borgara og sushi. Ég er svakalega
hrifin af öllum miðausturlenskum
mat sem og sjávarréttasúpum og
ætli ég velji ekki sushi líka,“ segir
Sigrún og segist eiga erfitt með að
gera upp á milli.
Ekki fá samviskubit
Sigrún segir gott að setja sér skýr
markmið ef breyta á mataræðinu, en
þau þurfi einnig að vera raunhæf.
Hún telur gott að læra um hráefnin
og hvað þau gera fyrir líkamann og
forðast eigi það sem kallast „krafta-
verkalausnir“.
„Góð heilsa er ævilangt verkefni.
Mikilvægt er að hlusta á líkamann
og þau skilaboð sem hann sendir
okkur,“ segir Sigrún og segir fólk
eiga að forðast að fá samviskubit ef
illa gengur.
„Samviskubit leiðir til verri líð-
anar sem getur leitt til óheilbrigðs
sambands við mat,“ segir hún.
„Borðið ykkur til betri heilsu er
góð lífsspeki sem kemur frá hinni
frábæru Sólveigu Sigurðardóttur
sem heldur úti síðunni Lífsstíll Sól-
veigar en hennar speki snýr að því
að hlúa að líkamanum með góðri
næringu. Mér finnst að allir eigi að
borða sig til betri heilsu!“
Borðið ykkur til betri heilsu!
Mikilvægt er að fara ekki offari þeg-
ar maður er að breyta til í mataræð-
inu. Betra er að setja sér raunhæf
markmið sem hægt er að fylgja en
að ætla að taka allt með trompi.
Á nýju ári vilja margir endurskoða mataræðið,
ekki síst eftir allan hátíðarmat jólanna. Matgæð-
ingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir lætur sig heilsuna
varða allan ársins hring og gefur hér lesendum
bæði góð heilsuráð og girnilegar uppskriftir að
dýrðlegum mat sem á að koma okkur vel í gegn-
um þennan dimma og kalda mánuð.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fyrir 4
1 stór laukur
smá bútur ferskt engi-
fer (álíka og vínber að
stærð)
4 hvítlauksgeirar
300 g gulrætur
150 g sætar kartöflur
2 msk kókosolía
1 tsk karrí
2 gerlausir grænmetis-
teningar
750 ml vatn
150 ml kókosmjólk
1 tsk salt (himalaja-
eða sjávarsalt) ef þarf
hvítur pipar, ef þarf
smá klípa saffran (má
sleppa)
Afhýðið lauk, gulræt-
ur, sæta kartöflu,
engifer og hvítlauk og
saxið gróft.
Hitið kókosolíuna í
potti og steikið lauk-
inn þar til hann fer að
linast. Ef vantar meiri
vökva, notið þá vatn.
Bætið hvítlauk og
engiferi út í og steikið
áfram.
Bætið karríi út í og
hrærið vel.
Bætið helmingnum
af vatninu út í og svo
gulrótum og sætum
kartöflum. Hitið þar
til grænmetið fer að
mýkjast.
Bætið afganginum
af vatninu ásamt
grænmetistening-
unum út í og hrærið
vel. Látið malla í 15
mínútur eða þar til
grænmetið er orðið
mjúkt. Bætið kók-
osmjólk út í. Bætið
saffrani út í ásamt
salti og pipar eins og
þarf. Maukið súpuna
með töfrasprota eða
í matvinnsluvél.
Berið fram með
góðu brauði.
Gulrótar- og kókossúpa
frá Sansibar