Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.01.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.1. 2021
LESBÓK
VEIKINDI Spjallþáttastjórnandinn og raunveruleikastjarnan
Sharon Osbourne ræddi veikindi sín í þætti sínum vestur í
Bandaríkjunum í vikunni en hún greindist með kórónuveiru-
sjúkdóminn fyrir rúmum mánuði. Kvaðst hún hafa fengið öll
helstu einkennin, höfuðverk, beinverki, svima, ógleði og svo
framvegis en sé orðin býsna brött í dag. Þó hafi hún
hvorki endurheimt þrekið né bragðskynið að fullu. „Mér
sígur í brjóst á undarlegustu tímum dagsins,“ sagði
Sharon. Hún hélt sig að vonum fjarri bónda sínum,
málmgoðinu Ozzy, meðan á veikindunum stóð enda er
hann í áhættuhópi; greindist með langvinna lungna-
þembu á síðasta ári. „Fái ég veiruna þá er úti um
mig,“ sagði Ozzy, sem orðinn er 72 ára, við tímaritið
GQ fyrir skemmstu.
Sharon öll að koma til
Sharon
Osbourne er
að hressast.
AFP
SEIGLA Ted gamli Danson ætlar að reynast al-
veg ofboðslega slitgóður í sjónvarpi en nýir gam-
anþættir, þar sem hann er í aðalhlutverki, voru
frumsýndir í Bandaríkjunum í vikunni. Þeir kall-
ast Mr Mayor eða Borgarstjórinn og fjalla um
Neil Bremer, kaupsýslumann á eftirlaunum, sem
býður sig í hálfkæringi fram til embættis borg-
arstjóra í borg englanna. Þegar hann vinnur
þarf okkar maður að átta sig á því fyrir hvaða
pólitík hann stendur, með varaborgarstjórann,
sem Holly Hunter leikur, andandi ofan í háls-
málið á sér. Hún ber það skemmtilega nafn Arpi
Meskimen. Þættirnir eru úr smiðju 30 Rock-
höfundanna Tinu Fey og Roberts Carlocks.
Enn dansar Danson
Ted Danson gefur ekkert eftir.
Aldrei einn á ferð
Gerry Marsden, söngvari og gítarleikari Liverpool-sveitarinnar Gerry and
the Pacemakers, lést á dögunum, 78 ára að aldri. Hans er fyrst og fremst
minnst fyrir flutning sinn á smellinum ódauðlega, You’ll Never Walk Alone.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
You’ll Never Walk Alone hefur verið einkennislag knattspyrnufélagsins Liver-
pool áratugum saman, sungið á hverjum einasta heimaleik liðsins sigursæla.
AFP
Rétt svar er Gerry and the Pace-
makers en fyrstu þrjár smáskífur
þeirrar ágætu sveitar fóru beinustu
leið á toppinn, How Do You Do It?, I
Like It og You’ll Never Walk Alone.
Sá árangur var ekki jafnaður fyrr en
1984 þegar enn ein Liverpool-sveitin,
ég veit! Bítlarnir, Bítlarnir ... En vit-
iði hvað? Það er rangt hjá ykkur.
Bítlarnir þustu að vísu fram á sjón-
arsviðið á þessu sama ári en komu þó
ekki lagi á topp breska vinsældalist-
ans fyrr en í þriðju atrennu, From
Me to You.
Hvaða rokkhljómsveit frá Liver-pool kom þremur fyrstu smá-skífum sínum á topp breska
vinsældalistans á því herrans ári 1963?
Nú ryðjist þið auðvitað hvert fram
fyrir annað þar sem þið eruð niður-
komin og hrópið hástöfum: Ég veit,
Málmheimar syrgja nú finnska söngvarann
og gítarleikarann Alexi Laiho sem lést á dög-
unum aðeins 41 árs að aldri. Laiho er þekkt-
astur fyrir að hafa stofnað og starfrækt mel-
ódíska dauðarokksbandið Children of
Bodom en það leystist upp á nýliðnu ári.
Naut bandið hylli víða um lönd.
„Það var heiður að spila með þér, Alexi. Þú
varst miklum hæfileikum gæddur, goðsögn
sem skópst töfra og hækkaðir viðmiðið fyrir
okkur hin,“ sagði gítarleikarinn Daniel Frey-
berg sem var með Laiho í Children of Bodom.
Laiho hafði nýverið sett saman nýtt band,
Bodom After Midnight, og hermt er að til
séu nokkur lög sem gefin verði út á næstunni.
Ekki hefur komið fram hvert banamein
Laihos var en fyrir liggur að hann hafði glímt
við vanheilsu um skeið. Hann skilur eftir sig
eiginkonu og stjúpbarn.
Alexi Laiho látinn
Alexi Laiho var aðeins 41 árs.