Alþýðublaðið - 13.01.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 13.01.1920, Qupperneq 1
Alþýðublaðið Greiið tit aí Alþýðuílokknum. 1920 Þriðjudaginn 13. janúar 6. tölubl. Iriðarsanmingarnir við þjóðverja. Khöfn 11. jan. Wolfs fréttastofan tilkynnir: Undirskrift friðarsamninganna milli l’jóðverja og fjórtán ríkja Banda- Dianna, tók átta mínútur. Friður- inn telst frá Laugard. 10. jan. kl. 4.15 e. h. (Parísarklukka ?) [Bandaríkjamenn hafa eflaust ®kki verið meðal þessara fjórtán t>jóða sem undirrituðu friðarsamn- ingana. Alls áttu Þjóðverjar í stríði við 25 ríki, þegar stríðið stóð sem hæzt, en það voru (hér talin eftir þeirri röð sem þau íentu í stríðið): Serbía, Rússland, Frakkland, Belgía, England, Mon- tenegro, Japan, ítalia, Portúgal, Búmenía, Bandaríkin, Kúba, Li- bería, San Salvador, Nicaragua, Guatamala, Brasilía, Síam, Kína, ^anama, Haiti, Grikkland, Para- §Uay, Uruguay og Perú. Af þess- nna ríkjum voru Þjóðverjar áður búnir að semja frið við Rúmena °g Rússa, en Bandamenn ónýttu ífiðarsamn. við hina fyrnefndu.] €nskar og jranskar hersveitir í Xhöjn. Khöfn 11. jan. í’ranskar og enskar hersveitir, sem eiga að halda Suður-Jótlandi Þnr til atkvæðagreiðslan um hvoru landinu, Danmörku eða Þýska- landi, það vill fylgja, heflr fram farið, eru komnar til Kaupmanna- bafnar og hefir verið tekið þar eb miklum hátíðahöldum. Fjárhagsvandræði Evrópu. Sir Georg Paish, sem er fjár- málaráðunautur brezku stjórnar- innar, hefir nýlega verið í Þýzka- landi, til að kynna sér ástandið þar. Samkvæmt nýrri símskeyta- fregn heflr hann síðan verið send- ur til Bandaríkjanna í fjármála- erindum. Eftir för sína til Þýzkalands skrifaði hann grein í „International Review“, þar sem hann iýsir fjár- hagsástandi Evrópu ægilega, og skulu hér rakin í fáum dráttum orð hans: „Lánstraust Evrópu er að fara út um þúfur. Peningar Evrópu- þjóðanna standa í mjög lágu verði, bæði pundið, frankinn og líran, en þó sérstaklega markið, krónan og rúblan. England þarfnast mest allra landa matvörur/ og hráefni al- staðar að. Erfiðleikarnir byrjuðu strax í stríðsbyrjun, en þeir hafa aukist dag frá degi síðan. Þá voru það nokkur verzlunarhús, sem voru í vanda. Nú eru það heilar þjóðir. Evrópa þarfnast allra vöruteg- unda ákaflega. Það, sem framleitt er umfram heimanotkun anöars- staðar í heiminum, er því selt til Evrópu. Eu Evrópa á ekkert til að borga með. Framleiðslunni hefir hrakað gífurlega mikið í Ev- rópu á stríðstímunum. Mr. Hoaver (matvælaráðherra Bandaríkjanna) sagði að ástandið mundi verða mjög hættulegt, þang- að til framleiðslan væri aftur kom- in í samt lag. Núna eru líf 100 milj. Evrópu- manna í hættu, sökum vöruskorts. Bandamenn bíða nú eftir borg- un frá fjóðverjum, þó einkum Frakkar og ítalir. Þessi borgun getur ekki komið fyr en í fyrsta lagi eftir mörg ár. Það þýðir ekkert að bíða eftir henni. Ástandið í Býzkalandi er voða- legt, miklu verra en það vár nokk- urn tíma á stríðstímunum. Fólkið vantar almennilega fæðu, föt, eldsneyti, og þjóðina í heild vantar lánstraust umheimsins. Konur og börn verða nær hung- urmorða. Hvenær sem er, getur alt farið í bál og brand í Þýzkalandi, og það mun ekki einungis snerta Þýzkaland, heldur einnig Frakk- land, Ítalíu og England. En ekk- ert er gért að gagni til að bæta úr ástandinu, það verður að gera eitthvað til að vernda líf Evrópu- búa. Ef að þjóðabandalaginu væri réttilega fyrir komið, ætti það að ná til allra þjóða í heiminum, og það myndi vera eina leiðin til að koma lánstrausti á aftur. Það þýðir ekkert fyrir England eitt að spyrna á móti broddunum. Við höfum gert það, og afleið- ingin er sú, að pundið fellur. Pundið hefir íallið vegna þess, að við höfum sent Miðveldunum mik- ið af vörum, sem við höfum ekki fengið borgaðar. En aftur á móti höfum vér fengið ógrynni af vör- um frá Ameríku og ekki getað borgað þær. Haldi þessu áfram, fer alveg á sömu leið fyrir oss og Miðveld- unum. Afleiðingin hlýtur að lokum að verða sú, að við verðum gjald- þrota fyr eða síðar sökum þess, að við getum ekki borgað fyrir vörur, sem vér þurfum nauðsyn- lega að fá frá útlöndum. Evrópa þarfnast 80 miljarða króna lánstrausts til að geta keypt þær lifsnauðsynjar, sem hún þarfn- í Dæstu 12 mánuðina. Ítalía þarfnast geysimikils, Frakk- land enn meira og Þjóðverjar allra mest. Það eina, sem getur skapað slíkt lánstraust, er Þjóða- bandalagið. Þjóðverjar geta ekki endurreist hin eyðilögðu héruð í Belgíu og Frakklandi, fyr en þeir fá nóg

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.