Morgunblaðið - 01.02.2021, Side 2

Morgunblaðið - 01.02.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Látúnsbarkinn Bjarni Arason sneri aftur í útvarp eftir pásu á JólaRetró nú fyrir síðustu jól. Mæltist það svo vel fyrir að nú mun þessi ástæli söngvari og útvarps- maður vera í loftinu á Retró 89,5 alla virka daga frá 14 til 18. „Það var hrikalega gaman að spila öll þessi frábæru jólalög á JólaRetró um jólin þannig að ég fagna nú á ný að vera kominn á Retró. Þetta eru svo skemmtileg lög frá þessum tíma og ég hlakka til að spila þau öll á degi hverjum. Allt risasmellir sem hlustendur elska og hvert þessara laga rifjar upp minningar þeirra sem á hlýða.“ Þátturinn fer í loftið í dag klukkan 14.00 og verður sendur út í samstarfi við Toyota. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Bjarna fastan inn á síðdegið á Retró. Við erum mjög stolt af þessari stöð, sem býður upp á frábæra blöndu af tónlist frá ’70, ’80 og ’90. Þetta eru lögin sem þú þekkir, lögin sem þú getur smellt fingrum í takt við. Bjarni mun styrkja stöðina enn frekar,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrár- og tónlistarstjóri K100 og Retró, og minnir um leið á að hægt sé að hlusta á stöðina á FM 89,5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101,9 á Akureyri og svo á netinu á www.retro895.is. Eins og áður sagði fer Bjarni í loftið í dag klukkan 14.00 og hann er spenntur. „Ég segi bara: Komdu með, vertu með okkur á Retró, bara bestu lögin, lögin sem þú elskar að hlusta á og syngja með.“ Bjarni Ara kominn á Retró Látúnsbarki Bjarni Ara nýtur sín vel á Retró. Mikill áhugi er á ljósmyndasýningu Ragnars Ax- elssonar, RAX, sem opnuð var í Listasafni Reykjavíkur um helgina. Hleypt er inn í 20 manna hópum og myndaðist strax röð fyrir utan. Yfirskrift sýningarinnar er „Þar sem heimurinn bráðnar“ og samkvæmt orðum listamannsins er hún eins konar ferðalag sem hefst á snævi þökt- um fjöllum, fer um byggðir með dýrum og fólki og endar þar sem jökull og ís eru að bráðna. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Biðröð á fyrsta sýningardegi RAX í Hafnarhúsinu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sérfræðingur í málefnum sveitar- félaga leggur til að sveitarfélögum sem reka saman grunnskóla verði gert að sameinast. Það ákvæði verði sett inn í stjórnarfrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi, í stað ákvæða um lágmarksfjölda íbúa. Telur hann mikilvægt að gera málamiðlun þann- ig að önnur ákvæði frumvarpsins verði að lögum. Fulltrúar sveitarfélaga landsins skiptust í tvær fylkingar þegar landsþing Sambands íslenskra sveit- arfélaga felldi tillögu smærri sveit- arfélaga um að sambandið hyrfi frá stuðningi við stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar um að þvinga fram sameiningu sveitarfélaga með því að setja í lög að lágmarksfjöldi íbúa verði 1.000 fyrir þar næstu sveitar- stjórnarkosningar. Fulltrúar smærri sveitarfélaganna hafa verið að fylkja liði og eru að íhuga stöðu sína. Fulltrúar fimm smærri sveitar- félaga hafa óskað eftir fundi með stjórn sambandsins um stöðu smærri sveitarfélaga innan sam- bandsins. Stefnt er að fundi í þessari viku. Myndi fækka um tólf Óvissa er með framgang frum- varps sveitarstjórnarráðherra þar sem kveða á á um íbúalágmarkið vegna andstöðu þingmanna. Róbert Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri RR-ráðgjafar og fyrr- verandi bæjarstjóri, segir að í frum- varpinu séu önnur ákvæði sem skipti sveitarfélögin máli, svo sem um þjónustustefnu, stuðning við staf- ræna stjórnsýslu og betri möguleika um ákvarðanir á fjarfundum. Bendir hann á að sveitarfélög eigi í víðtæku samstarfi um ýmsa málaflokka og leggur til að í stað íbúalágmarks verði gert að skilyrði að sveitarfélög sem reki saman grunnskóla samein- ist. Það hljóti að teljast algert lág- mark en bendir einnig á að samstarf um skipulagsfulltrúa og um félags- þjónustu komi einnig til greina. Sameining sveitarfélaga eftir skóla- hverfum myndi leiða til þess að sveit- arfélögum fækkaði um tólf. Íbúarnir hafi síðasta orðið Þröstur Friðfinnsson, sveitar- stjóri á Grenivík, segir þegar álits hans er leitað að hægt sé að setja ýmsar viðmiðanir í skilgreiningu á því hvað teljist sveitarfélög. Millistór og stærri sveitarfélög gætu átt erfitt með að standast slíkar viðmiðanir, eins og þau smærri. Telur hann að íbúarnir eigi alltaf að hafa síðasta orðið um stöðu sveitarfélags. Ef þeir telji að það standi sig illa og íbúar fái ekki þá þjónustu sem þeir vilja muni þeir krefjast breytinga sem leiði til betri þjónustu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þingmenn og ráðherra þekki hugmyndir Róberts. Það sé í hönd- um þeirra að ákveða lágmark íbúa, hvort sem það verði 1.000 manns, eða eitthvað annað. Hún segir þó undarlegt ef fallið yrði frá öllum að- gerðum sem tryggt gætu stærri og öflugri sveitarfélög til lengri tíma lit- ið. Sameinist eftir skólahverfum  Lagt til að í stað lágmarksíbúafjölda verði sveitarfélögum sem reka saman grunnskóla gert að sam- einast  Fulltrúar minni sveitarfélaga funda með stjórn sambandsins um stöðu sína innan samtakanna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skriðuklaustur Fljótsdalshreppur gæti þurft að sameinast öðrum. Bjarni Bene- diktsson fjár- mála- og efna- hagsráðherra segist ósammála þeirri gagnrýni að sala ríkisins á hlutum í Íslands- banka sé ótíma- bær. „Mér finnst þvert á móti að þetta sé á margan hátt hárréttur tími. Við erum ekki að selja út frá neyð heldur erum við að sjá markaðinn taka við sér á dálítið óvæntan hátt,“ sagði Bjarni við mbl.is í gær. Hann segist binda vonir við að töluverður áhugi verði á útboði ríkisins en að huga verði vel að því hvernig verði staðið að því. „Það er hins vegar eðlilegt, þegar verið er að selja ríkiseignir, að fólk sýni ákveðna tortryggni, kannski vegna þess að bankarnir fóru á haus- inn hér í höndum einkaaðila fyrir rúmum áratug. En þegar betur er að gáð höfum við einfaldlega endur- skrifað allt regluverkið í kringum bankana og þar með dregið úr áhættu. Og nú er tímabært að losa um eignarhaldið.“ jonn@mbl.is Ósammála gagnrýni á söluna Bjarni Benediktsson  Skilur tortryggni um sölu ríkiseigna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.