Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 10

Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Lögreglan er í dag skipuð fjöl- breyttum hópi fólks sem hefur að baki ólíka reynslu og menntun. Slíkt er fagnaðarefni því sam- félagið sem við þjónum verður æ fjölbreyttara rétt eins og verkefni lögreglunnar,“ segir Fjölnir Sæ- mundsson, nýkjörinn formaður Landssambands lögreglumanna. „Sú var tíðin að karlar voru allsráðandi í lögreglunni; margir háir og þrekvaxnir. Allt hefur þetta gjörbreyst. Nýjast er að nú er fólk sem tekur lyf við AD/HD ekki útilokað frá því að komast í lögregluna, sem er fagnaðarefni. Fólk tekur lyf við öllu mögulegu og engu á að breyta hver sjúk- dómurinn er, svo framarlega sem fólk ræður við starfið.“ Þakklátur fyrir góða kosningu Formannskjör í Lands- sambandi lögreglumanna á dög- unum var rafrænt. Á kjörskrá voru 705 og 519 greiddu atkvæði. Af gildum atkvæðum fékk Fjölnir 75,3% en Snorri Magnússon sitj- andi formaður 23,1%. Fjölnir seg- ist þakklátur fyrir þessa góðu kosningu og að sjónarmið hans og málflutningur fengu hljómgrunn. Hann sé vanur þátttöku í ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, og er á þessu kjörtímabili varaþingmað- ur VG í Suðvesturkjördæmi. Fyrir formannskjör lagði Fjölnir áherslu á að formaður verði aðeins í hlutastarfi og að Landssamband lögreglumanna ráði sér framkvæmdastjóra sem stýri daglegum rekstri. Formanns sé að huga að grasrótinni og sjón- armiðum félagsmanna. Vilji þeirra sé alltaf sá að lögreglan sé öflug og hafi styrk og mannafla til þess að mæta erfiðum verk- efnum. Meðal verkefna á hinum félagslega vettvangi sambandsins sé stytting vinnuvikunnar, sam- kvæmt samningum BSRB við rík- ið, efst á blaði. Hjá vaktavinnu- fólki tekur breytingin gildi 1. maí næstkomandi og meginlínan er sú að vinnuvikan styttist úr 40 stundum í 36. Hjá vaktavinnufólki getur vinnuvikan raunar farið al- veg niður í 32 vinnustundir. Vilji til að liðsinna „Útfærsla á styttingu vinnu- vikunnar er vandasöm. Hún þarf að vera miðlæg og unnin í góðu samráði við landssambandið,“ segir Fjölnir. „Mörg af litlu lög- regluembættunum úti um land gætu lent í vanda við að láta kap- alinn ganga upp vegna mann- fæðar. Sömleiðis er óljóst hvort ríkið hafi sett næga fjármuni í þetta verkefni. Fjölga þarf lög- reglumönnum á landsvísu um svo sem 100 svo styttingin gangi upp. Auk þess getur stytting leitt til þess að lögreglumenn lækki í launum og til þess var leikurinn alls ekki gerður.“ Mikilvægt er, segir Fjölnir, að lögreglumenn komi sterkir inn í umræðu líðandi stundar þar sem oft halli á þeirra hlut. Ýmsu þurfi að svara – eins og tök leyfa – því sárt sé þegar lögreglumenn eru sakaðir um fordóma. Útskýra þurfi störf og verkefni lögregl- unnar betur, því innan hennar sé umburðarlyndi ríkjandi og al- mennur vilji til að liðsinna fólki. „Málin sem sinna þarf líta þó sum hver vissulega ekki vel út, svo sem þegar fylgja þarf úr landi hælisleitendum sem hingað eins fram við alla, af virðingu þótt sýnd sé festa. En meðalveg- urinn er vandrataður, til dæmis ef heimilisfaðir í ofbeldishug er fjarlægður af heimili en kemur svo næsta dag og kvartar yfir harðræði og að réttur hans hafi ekki verið virtur. Að rétt sé stað- ið að aðgerðum er fín lína sem ég vona að flestir lögreglumenn finni og feti,“ segir Fjölnir og að síðustu: Leysa málin fumlaust „Að koma á vettvang erfiðra mála, svo sem voveiflegra slysa, tekur alltaf á lögreglumenn. Mik- ilvægast er þá að ganga fumlaust í málin og leysa þau eftir bestu getu; svo sem þegar sinna þarf á vettvangi fólki sem getur verið í misjöfnu ástandi. Síðan má alltaf velta fyrir sér hvort maður sé of hlutlægur eða fjarlægur verkefn- unum ellegar taki þau um of inn á sig. Mestu skiptir að koma heilshugar að verkefninu í byrjun og þá kemur flest í framhaldinu eiginlega af sjálfu sér.“ eru ólöglega komnir. Satt að segja værum við sem samfélag illa stödd ef lögreglumenn færu að velja sér verkefni og láta eigin viðhorf ráða för í störfum sínum. Fylgja þarf reglum og koma þarf Fjölnir Sæmundsson kjörinn formaður Landssambands lögreglumanna og tekur við í vor Morgunblaðið/Sigurður Bogi Löggulíf Værum illa stödd ef lögreglumenn færu að velja sér verkefni og láta eigin viðhorf ráða för í störfum sín- um, segir Fjölnir Sæmundsson, hér með fólki sem starfar á Grafarholtsstöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Heilshugar í fjölbreyttum verkefnum Fjölnir Sæmundsson, sem er félagsfræðingur og kennari að mennt, hóf störf í lögreglunni á Hvolsvelli árið 2000. Var þar fyrstu fimm árin, fór svo til starfa á höfuðborgarsvæðinu, bæði í almennu lögreglunni og við rannsóknir. Var síðan í nokkur ár starfandi hjá saksóknara við rannsókn efnahagsbrota. Fór svo fyrir tveimur árum til starfa á Suðurlandi og er nú varðstjóri á Hvolsvelli. „Störf lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi eru í mögru tilliti ólík. Úti á landi geturðu þurft að vera allt í senn og í sama málinu sérsveitarmaður, huga að slösuðum, rannsaka vettvang, sinna sálgæslu og stýra umferð frá staðnum. Í litlu samfélagi getur þetta verið áskorun en allt byggist þetta á að komast af við fólk,“ segir Fjölnir. „Austur í Rangárvallasýslu gerist stundum að í stað Neyðarlínunnar hringir fólk beint í minn persónulega farsíma þegar þarf aðstoð lögreglu. Þetta er tvíbent; en segir kannski fyrst og fremst að maður hefur traust almenn- ings, sem er mikils virði.“ Traust sem er mikils virði Fjölbreyttur 20 ára ferill í lögreglunni Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Ráðgjafarstofa innflytjenda verður opnuð á næstunni að sögn Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns Vinstri-grænna. Ráðgjafarstofunni er ætlað að vera vettvangur upplýs- ingagjafar til innflytjenda þar sem þeir geta leitað ráðgjafar um þjón- ustu, réttindi og skyldur þeirra hér á landi, eins og segir í greinargerð þingsályktunartillögu. „Við getum öll sett okkur í þau spor að þurfa að laga sig að nýju samfélagi. Hug- myndin er því að hafa á einum stað ráðgjöf fyrir innflytjendur um hvað- eina innan kerfisins sem þeir þurfa að vita. Gildir þá einu af hvaða ástæðum fólk flytur hingað, hvort sem það kemur hingað til þess að vinna, stunda nám eða vegna þess að það er á flótta undan einhverju,“ segir Kolbeinn í samtali við Morg- unblaðið. Kolbeinn flutti þingsályktunar- tillögu um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda í september 2018 og var hún síðan samþykkt í byrjun júní 2019. Þá var félags- og barnamála- ráðherra falið að vinna áætlun um stofnun ráðgjafarstofu. Kolbeinn segir að ráðuneytið hafi haldið vel ut- an um málið og samráð hafi verið haft við alls kyns félagasamtök sem láta sig mál- efni innflytjenda varða. „Ráðherra hafi náið samráð við Samband ís- lenskra sveitar- félaga og leiðandi sveitarfélög á sviði innflytj- endamála um uppbyggingu og rekstur ráðgjafar- stofunnar, Rauða krossinn, verka- lýðshreyfinguna og önnur félaga- samtök og stofnanir sem koma að málefninu,“ segir í greinargerð. Erlend fyrirmynd Í fyrrnefndri greinargerð segir að álíka þjónustustofnanir hafi verið settar á laggirnar erlendis. Það hef- ur þá gjarnan verið kallað first-stop- shop og má finna slíkt í löndum á borð við Kanada, Danmörku og Portúgal. Mikilvægt sé að horfa til reynslu nágrannaþjóða og sérþekk- ingar samtaka á borð við Rauða krossinn. Í greinargerðinni segir einnig að óvíst sé hve mikill kostn- aður hljótist af þessu tilraunaverk- efni, en bent er á að árlegur kostn- aður við ríkisstofnun með fimm starfsmenn sé um 55 milljónir króna. Öll upplýsingagjöf undir sama þakinu  Innflytjendur geti leitað á einn stað Kolbeinn Óttarsson Proppé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.