Morgunblaðið - 01.02.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.02.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 „Staðan er erfið, en fólk er þraut- seigt. Eygir von um að rætist úr og margir nota dauða tímann núna til þess að sækja námskeið eða auka færni sína á ein- hvern hátt,“ segir Guðbjörg Krist- mundsdóttir, for- maður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, í sam- tali við Morgun- blaðið. Um helm- ingur 4.000 félagsmanna í VSFK er nú án vinnu og hefur þetta hlutfall aldrei verið jafn hátt. Bíða eftir fyrri störfum Flestir sem nú eru án vinnu á Suð- urnesjum störfuðu áður í ferðaþjón- ustunni, atvinnugrein sem nú er í frosti. Gjarnan var vinnustaður þessa fólks Keflavíkurflugvöllur, á hótelum, veitingastöðum, við rútu- bíla og fleira slíkt. „Ég held að flestir sem núna eru án vinnu séu í þeim gírnum að best sé að bíða þar til landið verður opnað að nýju, enda detti fyrri störf þeirra aftur inn. Ég held að slíkt séu alveg raunhæfar væntingar, en allt veltur á því hve greitt bólusetning gegn kórónuveirunni mun ganga fyrir sig,“ segir Guðbjörg. Stundum hendir á Suðurnesjum að fólk sem er í atvinnuleit kemst í tilfallandi vinnu. Þar nefnir Guð- björg til dæmis hótelin. Þegar þang- að komi inn hópar til nokkurra daga dvalar sé kallað í fólk sem starfaði þar áður og kann til verka. Í sumum tilvikum sé þetta starfsfólk sem er á hlutabótaleiðinni svonefndu. Einnig sé stundum kallað eftir fólki í fisk- vinnsluna, til dæmis núna þegar afla- brögð eru góð og mikið af hráefni sem vinna þarf berst á land. Þurfa fjárhagsaðstoð „Við finnum að atvinnuleysið reynir á líf og líðan fólks, nú þegar senn er liðið eitt ár frá því samkomu- takmarkanir voru settar og skellt í lás svo víða,“ segir Guðbjörg. „Fólk sem á fyrri hluta ársins í fyrra fór á atvinnuleysisbætur er að tæma rétt- indi sín þar og verður því að leita eft- ir fjárhagsaðstoð. Slík mál koma ekki beint til úrlausnar hér hjá verkalýðsfélaginu, en við fréttum af þeim og reynum að vísa fólki áfram, til dæmis til velferðarsviðs sveitar- félaganna eða hjálparsjóða. Þar er reynt að liðka til eins og frekast er kostur, til dæmis finnum við að fólki er í mun að börnin geti áfram verið í íþróttum eða tómstundastarfi og þá er létt undir með greiðslu æfinga- gjalda eða einhverju slíku.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Atvinna Rafsuðumaður að störfum í smiðju Íslandshúsa á Ásbrú. Helmingur félags- manna er án vinnu  Erfið staða í VSFK  Margir í námi Guðbjörg Kristmundsdóttir Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Ferðaþjónustufyrirtækið Niflheimar í Vatnajökulsþjóðgarði hefur sent inn stjórnsýslukæru á hendur þjóðgarð- inum vegna innleiðingar nýs þjón- ustusamnings þjóðgarðsins við rekstraraðila. Með samningnum er komið á svo- kölluðu kvótakerfi á fimm svæðum innan þjóðgarðsins, þ.e. sett eru tak- mörk á þann fjölda gesta sem hleypa má inn á svæðið í skipulögðum ferð- um og þessum kvóta síðan skipt milli fyrirtækja. Svæðin sem um ræðir eru Breiðamerkurjökull austur, Breiða- merkurjökull vestur, Falljökull/ Virkisjökull, Skeiðarárjökull og Skálafellsjökull. Aldrei hafa áður verið gerðir samn- ingar um atvinnustarfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs, en það var fyrst þegar atvinnustefna garðsins var samþykkt í fyrra sem ákveðið var að gera slíka samninga við ferðaþjón- ustufyrirtæki á fyrrnefndum svæð- um. Kvótakerfið er, að sögn þjóð- garðsins, þróunarverkefni og af þeim sökum voru samningar aðeins gerðir til eins árs, frá 1. október 2020 til 30. september 2021. Ferðaþjónustu- fyrirtækin höfðu þó enga aðkomu að gerð samninganna og var einfaldlega gert að undirrita þá sjö dögum eftir að drögin voru kynnt fyrirtækjunum. Þetta var í miðjum október og voru samningar því látnir gilda afturvirkt. Takmörk verði felld úr gildi Í stjórnsýslukærunni, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum, er þess krafist að ákvörðun þjóðgarðsins um úthlutun gesta verði felld úr gildi og viðurkennt verði að Niflheimum sé heimilt að stunda starfsemi sína án takmarkana. Telur fyrirtækið að eng- in lagastoð sé fyrir úthlutuninni í lög- um um Vatnajökulsþjóðgarð, sem sett voru árið 2007. Atli Már Björnsson, jöklaleiðsögu- maður og einn eigenda Niflheima, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun um kvótann sé vanhugsuð. „Það voru engar rannsóknir gerðar eða athugað með nokkrum hætti hversu margir gætu farið inn á ákveðin svæði. Þess í stað ákveða þeir ákveðna tölu einhliða.“ Á Breiðamerkurjökli, þar sem fyrirtæki hans heldur meðal annars úti jöklagöngum og íshellaferðum, var tekin ákvörðun um að 650 manns mættu fara inn á hvorn hluta jökuls- ins, austur- og vestur-, á hverjum degi. Í janúar tók þjóðgarðurinn þá ákvörðun að fella niður ákvæði um fjöldatakmarkanir þann með vísan til faraldursins. Atli segir þó að með því sé málið ekki unnið. „Þessi samn- ingur gildir til loka september, en það má búast við að þá verði nýr samn- ingur lagður fram sem byggist á hon- um. Ef þetta kerfi er áfram notað þá mun það virka alveg eins,“ segir hann. Því sé mikilvægt að halda kær- unni til streitu og fá ólögmæti ákvörð- unarinnar viðurkennt. Þriðjungur til aðila án reksturs Atli gerir enn fremur athugasemd við skiptingu kvótans á milli ferða- þjónustufyrirtækja. Henni var háttað þannig að fyrirtæki sóttu um tiltek- inn kvóta og honum síðan úthlutað milli fyrirtækja eftir torskildum reiknireglum. Niflheimar fengu út- hlutuð 45 sæti á dag á austanverðum jöklinum en 48 á vestanverðum. Er það umtalsvert minna en fjöldi við- skiptavina hefur verið undanfarin ár, þ.e. áður en kórónuveirufaraldurinn lét á sér kræla. „Úthlutunin sjálf tók ekkert mið af þeim aðstæðum sem höfðu verið í rekstri síðustu ár,“ segir Atli og bendir á að um þriðjungur kvótans hafi til að mynda farið til fyrirtækja sem ekki hafa nokkurn tíma verið í rekstri á svæðinu. Þá hafi komið í ljós að úthlutunin byggðist að hluta á því hversu mikið fyrirtæki sóttu um. Það er, fyrirtæki höfðu hag af því að sækja um sem allra mestan kvóta. „Það veit það hver maður hvernig hann á að sækja um næst,“ segir Atli og á þá við að sækja um sem mestan kvóta. Vegna kórónuveirufaraldursins og algers hruns í ferðamennsku af hans völdum hefur kvótakerfið ekki haft áhrif á fyrirtækið enn sem komið er. Síðasta hálfa árið áður en kórónu- veirufaraldurinn skall á tók fyrir- tækið þó á móti rúmlega 20.000 ferða- mönnum, eða um 120 á dag, svo ljóst er að takmarkanirnar hefðu áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Áhrifin eru að sögn Atla meiri en ætla mætti af samanburði á meðalgestafjölda og kvóta, enda er mikið óhagræði að því að ekki sé heimilt að færa kvótann milli daga. Kæra kvóta þjóðgarðs  Ferðaþjónustufyrirtæki segir takmarkanir Vatnajökuls- þjóðgarðs ólöglegar  Ekki tekið tillit til starfsemi við úthlutun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breiðamerkurjökull Fjöldatakmarkanir voru innleiddar í október. Landssöfnunin Gjöf til allra kvenna á Íslandi, sem kvenfélög um allt land hleyptu af stokkunum á 90 ára af- mæli Kvenfélagasambandsins 1. febrúar í fyrra, er á lokametrunum. Safnað er fyrir tækjum og hugbún- aði sem munu nýtast heilbrigðis- þjónustu kvenna á landsbyggðinni, bæði við meðgöngu og fæðingu og skoðanir vegna kvensjúkdóma. Alls hafa 24 milljónir safnast, bróður- parturinn frá kvenfélagskonum sjálfum, en markmiðið er að ná 36 milljónum. Eva Michelsen, formaður afmæl- isnefndar Kvenfélagasambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið að söfnunin sé unnin í samstarfi við Landspítalann og aðrar heilbrigðis- stofnanir úti á landi og fénu ráðstaf- að samkvæmt þeirra ráðleggingum. Það hafi komið kvenfélagskonum í Reykjavík á óvart hversu óviðunandi aðstæður eru víða í smærri bæjar- félögum. „Tækin sem vantar eru til dæmis ómskoðunartæki og síritun- artæki. Sums staðar eru þau til stað- ar en þá vantar hugbúnað til að þau geti nýst,“ segir hún. Fyrir vikið þurfi í sumum tilvikum að senda gögn úr mæðravernd með pósti til Reykjavíkur, ef enginn sérfræðing- ur er á staðnum. Í öðrum tilvikum sé ekki hægt að koma gögnum til Reykjavíkur í tæka tíð og því þurfi að senda konur til höfuðborgarinnar. Eva segir að kórónuveirufaraldur- inn hafi sett strik í söfnunarreikn- inginn enda ekki verið hægt að efna til ýmissa söfnunarviðburða eins og til stóð. Hún vonast þó til að lands- menn taki við sér á lokadögum söfn- unarinnar, sem mun standa fram í miðjan mánuð. Hægt er að leggja söfnuninni lið á heimasíðunni gjoftil- allrakvenna.is. Kvenfélagssöfnun á lokametrunum  Safna fyrir tækjabúnaði á lands- byggðinni  24 af 36 milljónum komnar Morgunblaði/Arnþór Birkisson Söfnun Eva segir aðbúnað á heil- brigðisstofnunum víða óviðunandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.