Morgunblaðið - 01.02.2021, Page 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því
að nýta sérstöðu Íslands til fram-
leiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðu-
pörtum s.s. til að þjónusta rafbíla-
framleiðendur um heim allan. Þetta
segir Dagný Jónsdóttir nýsköpunar-
stjóri hjá Landsvirkjun en hún flutti
erindi um þessi mál á opnum fundi
Landsvirkjunar sl. miðvikudag.
„Við sjáum fram á það að á næstu
fimm árum vænta framleiðendur
þess að um 300
nýjar tegundir
rafbíla komi á
markaðinn og
gríðarleg aukn-
ing verði í bæði
framleiðslu og
eftirspurn eftir
rafhlöðum í þá.
Er áætlað að árið
2030 muni raf-
bílasala á heims-
vísu hafa rúmlega tífaldast miðað við
það sem hún er í dag, eða farið úr
um þremur milljónum bila á ári upp
í 34 milljónir,“ segir Dagný.
Orkusækinn iðnaður
með mikla sjálfvirkni
„Í flestum tilvikum er það þriðji
aðili sem framleiðir rafhlöðuna,
þ.e.a.s. annað fyrirtæki en setur
saman og selur sjálfan bílinn. Hing-
að til hefur rafhlöðuframleiðslan
einkum verið bundin við Asíu, en
þetta kann að breytast m.a. í ljósi
þeirra áhrifa sem kórónuveirufar-
aldurinn hefur haft á hugmyndir
fyrirtækja um öruggar og sjálfbær-
ar virðiskeðjur. Auk þess sækir
markaðurinn mjög í það að við fram-
leiðsluna sé notað grænt rafmagn.
Sem dæmi hefur Tesla gefið það út
að allt framleiðsluferli þeirra á raf-
hlöðum sé knúið áfram af grænu raf-
magni,“ útskýrir Dagný. „Þá er raf-
hlöðuframleiðsla ekki jafn mannafls-
frek og hún var, með aukinni
sjálfvirkni í framleiðsluferlinu. Það
þýðir að launakostnaður hefur æ
minna vægi þegar framleiðslunni er
fundinn staður en orkuverðið skiptir
þeim mun meira máli.“
Í þessu umhverfi ætti Ísland að
geta staðið vel að vígi enda býr land-
ið að góðu framboði af grænu raf-
magni og hægt að bjóða orkusækn-
um iðnaði upp á samkeppnishæft
verð. „Þessi þróun felur í sér tæki-
færi fyrir Ísland hvort heldur sem
er við framleiðslu á rafskautum eða
við framleiðslu á rafhlöðunum sjálf-
um,“ segir Dagný og upplýsir að
Landsvirkjun hafi þegar borist fjöldi
fyrirspurna frá fyrirtækjum sem
vilja skoða nánar möguleikann á að
framleiða rafhlöður á Íslandi.
Dagný bendir jafnframt á að það
geti veri heppilegt að framleiða raf-
hlöður eða rafhlöðuíhluti mitt á milli
Evrópu- og Bandaríkjamarkaðar.
Þá búi Ísland líka að vel menntuðu
vinnuafli: „Ef svona framleiðsla
hefst hér á landi þá yrðu þar til
hundruð nýrra starfa og flest þeirra
hátæknistörf enda rafhlöðufram-
leiðsla hátækniiðnaður.“
Gerist ekki af sjálfu sér
Þá skapa orkuskipti í samgöngum
fleiri tækifæri til að skapa útflutn-
ingstekjur úr íslensku rafmagni.
„Við stöndum vel að vígi í saman-
burði við aðrar vestrænar þjóðir
sem keppast núna við að reyna að
auka hlut endurnýjanlegra orku-
gjafa í rafmagnsframboði sínu og er-
um líka byrjuð að skoða framleiðslu
á grænu vetni, sem gæti hugsanlega
orðið að nýrri útflutningsvöru fyrir
Ísland og haft umtalsverð áhrif á
orkuskipti í þungaflutningum.“
Dagný minnir á að þótt margt
skapi hagfelld skilyrði á Íslandi fyrir
orkuskiptin fram undan sé það ekki
sjálfsgefið að erlendir aðilar láti
verða af því að fjárfesta og hefja
rekstur í landinu. „Til að verkefnin
verði að veruleika þarf að virkja alla
aðila innanlands og m.a. halda í við
lönd eins og Noreg sem einnig stát-
ar af góðu framboði af grænni raf-
orku. Erlend fyrirtæki leita m.a. eft-
ir sem mestum fyrirsjáanleika í
fjárfestingarumhverfi og skattalög-
gjöf auk þess að þurfa lóðir sem
hæfa starfseminni. Að ráðast í stór-
verkefni á lítilli eyju í Norður-Atl-
antshafi er alls ekki sjálfsagður hlut-
ur. Svo verður vitaskuld að vera til
næg raforka og öflugt flutningskerfi
til að þjónusta þennan orkusækna
iðnað.“
Ísland gæti orðið rafhlöðuland
AFP
Vöxtur Reikna má með aukinni eftirspurn eftir rafhlöðum á komandi árum. Færibandið í rafbílaverksmiðu Nissan.
Erlendir aðilar hafa haft samband við Landsvirkjun til að skoða möguleikann á
að opna rafhlöðuverksmiðjur Nýr iðnaður gæti skapað hundruð hátæknistarfa
Dagný
Jónsdóttir
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
1. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.64
Sterlingspund 176.63
Kanadadalur 100.6
Dönsk króna 20.99
Norsk króna 15.091
Sænsk króna 15.436
Svissn. franki 144.58
Japanskt jen 1.2287
SDR 185.46
Evra 156.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.4538
Hrávöruverð
Gull 1852.7 ($/únsa)
Ál 1979.0 ($/tonn) LME
Hráolía 55.52 ($/fatið) Brent
● Bresk stjórn-
völd tilkynntu á
laugardag að þau
hygðust sækja um
aðild að
fríverslunar-
bandalagi Kyrra-
hafsríkja síðar í
þessari viku.
Kyrrahafs-
bandalagið
(CPTPP, Comprehensive and Pro-
gressive Agreement for Trans-Pacific
Partnership) var stofnað árið 2018
og byggt á þeim grunni sem Kyrra-
hafssamkomulagið (TPP) átti að
verða. Eiga ellefu ríki aðild að banda-
laginu en mælt í landsframleiðslu er
fríverslunarsvæðið það þriðja
stærsta í heiminum á eftir USMCA
(arftaka NAFTA) og Evrópusamband-
inu.
Að sögn Reuters eiga samninga-
viðræður Bretlands við CPTPP að
hefjast síðar á árinu og vonast rík-
isstjórn Boris Johnsons til að aðild
að bandalaginu tryggi niðurfellingu
tolla á mat- og drykkjarvörur og bif-
reiðar samhliða því að efla breskan
tækni- og þjónustugeira. Gangi allt
að óskum verður Bretland fyrsta nýja
ríkið til að fá aðild að CPTPP.
ai@mbl.is
Bretland vill aðild að
Kyrrahafsmarkaði
Boris Johnson
STUTT
Nýjar hagtölur frá Bandaríkjunum
sýna að í desember varð samdráttur
í útgjöldum neytenda annan mán-
uðinn í röð. Reuters segir helstu
skýringuna á þessari þróun að víða
var hert á sóttvarnareglum svo að
röskun varð á starfsemi margra fyr-
irtækja en að auki lauk tímabundnu
stuðningsúrræði stjórnvalda fyrir
fólk sem misst hefur vinnuna vegna
kórónuveirufaraldursins.
Þá sýna tölur bandaríska við-
skiptaráðuneytisinsins að verðbólga
er á uppleið en er þó enn undir
verðbólgumarkmiðum seðlabank-
ans. Vænta sérfræðingar þess að
verðbólga muni halda áfram að
aukast á komandi mánuðum en um
verði að ræða tímabundið verð-
bólguskot.
Neysluútgjöld, sem mynda meira
en tvo þriðju af hagkerfi Bandaríkj-
anna, drógust saman um 0,6% í des-
ember þegar leiðrétt hefur verið
fyrir áhrifum verðbólgu og skýrist
m.a. af minnkuðum umsvifum hjá
veitingahúsum og afþreyingarfyrir-
tækjum auk þess sem viðskipti fólks
við sjúkrahús minnkuðu. Í nóvem-
ber nam samdráttur neysluútgjalda
0,7%.
Ekki er búist við áframhaldandi
samdrætti í janúar þar sem fjöl-
menn og vel stæð ríki á borð við
Kaliforníu og New York hafa ákveð-
ið að slaka á smitvörnum svo að
starfsemi fyrirtækja komist í eðli-
legra horf. Eiga greinendur von á
að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi
verði 2% á ársgrundvelli en taki svo
kipp með sumrinu þegar áhrifa
bólusetninga og frekari örvunarað-
gerða í hagkerfinu fer að gæta .
ai@mbl.is
AFP
Álag Breytt smitvarnastefna í New
York og Kaliforníu ætti að efla
neysluútgjöld í janúar.
Bandaríkjamenn í
aðhaldi í desember
Leiðrétt neyslu-
útgjöld drógust
saman um 0,6%