Morgunblaðið - 01.02.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 01.02.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Hinn 1. febrúar 2021 eru 35 ár síðan reglur um torfæru- bifreiðir tóku gildi hér á Íslandi. Ferðaklúbb- urinn 4x4 var stofn- aður 10. mars 1983 með tvö meginmark- mið að leiðarljósi. Annað var að stuðla að aukinni náttúruvernd og sýna gott fordæmi í umgengni um landið. Hitt meginmarkmiðið var að koma á samvinnu við þar til bær yfirvöld um að búa til reglur um breytingar á jeppum þannig að löglegt yrði að aka á þeim í almennri umferð. Fram að þessu hafði ríkt vand- ræðaástand varðandi jeppa á stórum dekkjum sem í auknum mæli voru farnir að sjást á götum og vegum landsins. Lögreglan elti uppi þessa jeppa og klippti af þeim númerin hvar sem til þeirra náðist. Eigendur þurftu þá að setja venju- legu dekkin undir og færa jeppana til skoðunar þar sem númeraplöt- urnar voru skrúfaðar á aftur. Þegar heim var komið voru stóru dekkin sett aftur undir. Við þetta ástand varð ekki unað til lengdar. Eitt fyrsta verk hins nýja félags var að setja á laggirnar dekkjanefnd, nú tækninefnd Ferða- klúbbsins 4x4. Hennar hlutverk var að koma á viðræðum við yfirvöld í því skyni að gera breytingar á jeppum löglegar. Breytingar á bif- reiðum voru ekki nýlunda því Ís- lendingar hafa ætíð þurft að gera breytingar á bílum til að gera þá hentugri til nota í okkar harðbýla landi. Viðræður fór hægt af stað en á árinu 1984 komst á samstarf við Bifreiðaeftirlit ríkisins en þar var Guðni Karlsson forstöðumaður. Af mikilli framsýni og áræði ákvað hann að opna á viðræður við hina ungu forsvarsmenn ferðaklúbbsins. Guðni sá í hendi sér hve mikil bylt- ing gæti verið í uppsiglingu væri rétt að málum staðið. Hann fékk því með sér í viðræðunefnd nokkra starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins og valinkunna sérfræðinga. Til að gera langa sögu stutta þá gekk samstarfið mjög vel og á þingi allra bifreiðaeftirlitsmanna árið 1985 kynnti Ferðaklúbburinn 4x4 verkefnið. Hinn 15. janúar 1986 var svo tilbúin greinargerð um breyt- ingar á torfærubifreiðum sem unn- in var af Ferðaklúbbnum 4x4 í sam- vinnu við Bifreiðaeftirlit ríkisins. Í þessari greinargerð birtust „reglur um torfærubifreiðir“ sem tóku svo gildi hinn 1. febrúar 1986. Nú 35 árum seinna eru þessar reglur enn í gildi og fyrir löngu orðnar hluti af reglum um gerð og búnað ökutækja. Regl- urnar voru unnar af mikilli framsýni sem sjá má af því að þær eru enn í gildi og ofur- jeppar nútímans rúm- ast innan þeirra. Með gildistöku reglnanna hófst ein mesta bylting seinni tíma í samgöngutækni á Íslandi. Jafnframt því að auka búsetu- öryggi í landinu til mikilla muna spruttu upp fjölmörg atvinnu- fyrirtæki tengd jeppabreytingum. Má þar nefna bifreiðaverkstæði sem sérhæfðu sig í jeppabreyt- ingum, brettakantaverksmiðjur, sérhæfð rafmagnsfyrirtæki, há- tæknifyrirtæki, renniverkstæði og margt fleira. Til urðu ný ferðaþjón- ustufyrirtæki sem buðu upp á æv- intýraferðir á breyttum jeppum. Fljótlega tóku ýmis fyrirtæki breytta jeppa í sína þjónustu, svo sem bændur, öll orkufyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, Veðurstofan, lögregla, sjúkralið, rannsóknarfyr- irtæki, háskólar, björgunarsveitir og mörg önnur fyrirtæki og félög sem sáu möguleika í þessari tækni. Jafnvel Vatnajökulsþjóðgarður hef- ur tekið þessa tækni í sína þjón- ustu. Reglurnar urðu einnig grundvöll- ur útflutnings á íslensku hugviti og hönnun. Með þessari tækni hefur verið ekið á breyttum jeppum frá Íslandi bæði á norðurpólinn og suð- urpólinn, yfir Grænlandsjökul og fleiri afrek eru komin á listann. Nú eru milli 20 og 30 íslenskir jeppar staðsettir á Suðurskautslandinu. Þessi afrek hefðu ekki unnist nema fyrir framsýni íslenskra jeppamanna og embættismanna sem þorðu að veita ungmennum áheyrn. Grunnurinn að öllu þessu er samt frelsi einstaklinganna til nýsköp- unar og þróunar. Þessar reglur sem Ferðaklúbb- urinn 4x4 átti frumkvæði að eru því undirstaða fjölbreyttrar atvinnu- starfsemi nútímans sem og mjög aukins búsetuöryggis í landinu, víð- tækrar þekkingar og getu ein- staklinganna til að takast á við náttúruöflin og óteljandi ánægju- stunda sem almenningi hafa hlotn- ast í ferðum um fjallasali landsins. Jeppabreytingar löglegar í 35 ár Eftir Þorvarð Hjalta Magnússon »Með gildistöku reglnanna hófst ein mesta bylting seinni tíma í sam- göngutækni á Íslandi. Þorvarður Hjalti Magnússon Höfundur er stofnfélagi í Ferðaklúbbnum 4x4. hjaltimag@simnet.is Áhrifa styttingar vinnuvikunnar gætir víða í samfélaginu og eru fjölmargir vinnu- staðir að fóta sig í þeim efnum. Íslend- ingar eru meðal þeirra þjóða sem vinna flestar vinnu- stundir á Norður- löndunum og má því ætla að samvera for- eldra með börnum sínum sé almennt minni hér en í nágrannaríkjunum. Það hlýtur því að vera markmið með styttingu vinnuvikunnar að börnin njóti einnig góðs af henni. Í ljósi þessa er mikilvægt að ræða styttingu vinnuviku barna okkar í leik- og grunnskólum á sama tíma og verið er að innleiða styttingu vinnuvikunnar á íslensk- um vinnumarkaði. Í dag eru leik- skólabörn að meðaltali 8,5 tíma á dag í leikskólanum, sem gerir 42,5 tíma á viku en stytting vinnuvik- unnar gerir ráð fyrir því að vinnu- vika starfsmanna sé 36 tímar á viku. Það þarf ekki mikla reikni- kunnáttu til að sjá að þarna fer ekki saman hljóð og mynd, ef ekki verður breyting á. Í mörgum til- fellum er vinnudegi barnanna ekki lokið þegar skóla lýkur en þá taka gjarnan við frístundir, svo vinnu- dagur þeirra getur orðið ansi langur. Í Hafnarfirði var tekin sú ákvörðun að takmarka viðveru leikskólabarna við 8,5 tíma ein- mitt til að standa vörð um hags- muni barnanna. Framkvæmd við styttingu viðveru leikskólabarna mun taka tíma og taka þarf skref- in samhliða styttingu vinnuvik- unnar í íslensku atvinnulífi. Fræðsluráð Hafnarfjarðar tók þá ákvörðun að bjóða upp á heilsárs- þjónustu leikskóla, einmitt til að fjölga samverutímum barna og foreldra eins og gert er í Reykja- vík og Garðabæ en þar eru leik- skólarnir opnir allt árið með góð- um árangri, starfsmenn skipta með sér fríum yfir sumartímann líkt og þekkist á almennum vinnumarkaði. Leikskóli framtíðarinnar Leikskólinn er fyrsta skólastigið en töluverð umræða hef- ur verið um það hvort leikskóli sé þjónustu- stofnum eða ekki. Hann er hvort tveggja þó að í grunninn sé hann menntastofnun sem sinnir þjónustu ásamt því að mennta börnin okkar í öruggu um- hverfi meðan foreldrar sinna vinnu sinni. Samfélag okkar breyt- ist hratt, sem kallar á nýjar áskoranir og breytingar en býr einnig til fjölmörg tækifæri og möguleika til að hugsa hlutina upp á nýtt. Það er því mikilvægt að velta fyrir sér hvernig framtíðar- leikskóli gæti litið út. Í dag er unnið út frá því að börnin séu við leik og kennslu frá því þau mæta þar til leikskóla lýkur, ólíkt grunnskóla þar sem börnin eru í markvissri kennslu fram að ákveðnum tíma en eftir að honum lýkur tekur við frístund hjá yngstu börnunum. En hvernig getur starfsemi nú- tímaleikskóla litið út? Gjarnan er starf leikskólanna borið saman við starf grunnskólanna og eftir að eitt leyfisbréf kennara tók gildi fyrir leik- og grunnskóla er enn meiri samanburður og enn meiri ástæða til að skoða hvort og þá með hvaða hætti hægt er að færa skipulag leikskólans nær grunn- skólanum. Krafa okkar er sú að börnunum líði vel, á hvaða skóla- stigi sem þau eru, að þau fái þá menntun sem námskrá segir til um og að þau upplifi sig örugg, séu glöð og umfram allt njóti sín sem einstaklingar í starfi og leik. Vegna breytinga á vinnustundum starfsmanna mætti nota tækifærið og skoða hvort dagskipulag þjálf- unarstunda og valtími barnanna í leikskólanum væri til klukkan 14 á daginn og eftir það tæki við frí- stundastarf til loka dags líkt og í grunnskólum. Þá mætti einnig hugsa sér að yfir sumartímann þegar grunnskólinn fer í sitt sum- arfrí tæki frístundastarf við í leik- skólanum þar til hann hefur aftur þjálfunarstundir á sama tíma og grunnskólinn byrjar að hausti. Við þessa breytingu mætti síð- an ganga skrefi lengra en gert er og festa leikskólann enn frekar sem fyrsta skólastigið. Þegar og ef þessi breyting hefur átt sér stað mætti fara að fjalla um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla en slík breyting stuðlar að jöfnu að- gengi allra að leikskólunum, skóla sem svo mikilvægt er að öll börn hafi jafnan aðgang að, óháð efna- hag. Innleiðing styttingu vinnuvik- unnar mun taka tíma í samfélag- inu og vona ég að þegar hún hefur fest sig í sessi séum við tilbúin til að taka skrefið lengra og stilla viðveru barna okkar í leikskólum af miðað við viðveru okkar á vinnumarkaði. Með því að stytta viðveru leikskólabarna og laga leikskólann að starfsemi grunn- skóla væri verið að taka stórt skref í átt að barnvænna sam- félagi. Þörf er því að skoða leik- skólann til framtíðar út frá hags- munum barnanna og fjölskyld- unnar. Þannig byggjum við saman sterkt samfélag til framtíðar. Stytting „vinnuviku“ leikskólabarna Eftir Kristínu Mar- íu Thoroddsen Kristín María Thoroddsen »Mikilvægt er að ræða styttingu vinnuviku leikskóla- barna á sama tíma og verið er að innleiða styttingu vinnuvik- unnar á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvestur- kjördæmi. Sjálfsagt eru sumir ósáttir við gengi okkar á HM í hand- bolta. Sterka menn vantaði í hópinn, þar á meðal einn besta handbolta- mann heims. Á það skal bent að Guð- mundur landsliðs- þjálfari hefur náð frábærum árangri með liðið, það er rétt að nefna silfur í Peking 2008 og brons á stórmóti 2010. Munum þetta. Sigurður Guðjón Haraldsson Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. HM í handbolta AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.