Morgunblaðið - 01.02.2021, Side 21
Þegar ég keypti mér mína fyrstu
íbúð hjálpaði hann til við að mála
og tók út ofnakerfið. Oftar en ekki
hefur hann boðið fram aðstoð sína
að fyrra bragði, því hann nýtur
þess að fá að aðstoða og vera með.
Elsku besti afi minn. Nú hefur
þú lagt frá þér ljáinn, hrífuna og
skófluna góðu en mörg eru hand-
tökin sem liggja eftir þig í sum-
arbústaðnum. Ég veit að þú ert á
góðum stað og vel hefur verið tek-
ið á móti þér. Ég vildi óska þess að
ég hefði getað átt fleiri samveru-
stundir með þér undir lokin en er
óendanlega þakklátur fyrir þann
tíma og það spjall sem við áttum.
Minningarnar um einstakan
mann sem kennt hefur mér svo
ótalmargt lifa með mér. Ég mun
reyna að tileinka mér allt það góða
sem þú hafðir fram að færa og
kannski einn daginn þegar ég er
orðinn afi fæ ég hjálp að handan
svo ég geti verið uppáhaldsafinn
eins og þú.
Elsku afi minn, þetta er svo
sárt, ég vil ekki kveðja en svona er
lífið. Camilla, Emanúel, Hekla Líf
og Tristan Nóel (Trítan eins og þú
sagðir alltaf) biðja að heilsa og ég
veit að þú munt vaka yfir þeim
eins og þú baðst fyrir þeim á
hverjum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Þinn afastrákur,
Sigurður Bóas Pálsson.
Meira www.mbl.is/andlat
Elsku afi minn, mikið er sárt að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur. Ég trúi því að þú sért kom-
inn á betri stað og laus við allar
þjáningar. Þú sagðir við mig
nokkrum sinnum á seinustu vik-
um þegar heilsan fór hrakandi að
svona vildir þú ekki vera, enda
hafðir þú verið heilsuhraustur alla
þína ævi og getað farið þínar eigin
leiðir. Ég er þakklát fyrir allar
yndislegu minningarnar sem við
eigum saman. Það sem kemur
fyrst upp í hugann eru allar sum-
arbústaðarferðirnar með ykkur
ömmu í hlíðina fögru. Þar eigum
við margar góðar minningar sam-
an. Á leiðinni austur var alltaf
stoppað á Olís á Selfossi til að fá
sér ís í brauðformi. Þegar austur
var komið beið okkur alltaf mikil
vinna, þar var aldrei setið auðum
höndum. Það verður tómlegt að
koma austur í sumarbústaðinn
þar sem þín nýtur ekki við, en ég
er viss um að þú munt fylgjast
með okkur.
Eftir að ég flutti út til Dan-
merkur varstu duglegur að fylgj-
ast með og fá fréttir af mér. Þú
meira að segja fylgdist með veð-
urfréttunum til að vera viss um
hvernig viðraði hjá mér. Þú vildir
vera fullviss um hvort það væri
ekki örugglega nógu hlýtt hjá mér
í íbúðinni. Þér var svo umhugað
um alla fjölskylduna þína enda
baðstu fyrir okkur öllum á kvöldin
áður en þú fórst að sofa.
Elsku afi minn, betri afa er ekki
hægt að hugsa sér, alltaf til staðar
fyrir mann í einu og öllu og alltaf
duglegur að láta mann vita hversu
stoltur þú værir af manni. Sein-
ustu vikurnar þínar sagðir þú mér
að þú værir búinn að láta allar
hjúkkurnar og læknana vita af
barnabarninu þínu í Danmörku
sem væri núna að klára masters-
námið sitt. Þú varst svo hreykinn
af mér og í hvert einasta sinn sem
þú sagðir mér það hlýnaði mér um
hjartarætur. Þetta er eitt af því
mörgu góða sem þú hefur kennt
mér, að vera duglegar að hrósa
fólkinu þínu og það er eitthvað
sem ég mun tileinka mér – það er
svo góður og mikilvægur eigin-
leiki.
En nú er runnin upp kveðju-
stund, elsku afi minn, þú hefur yf-
irgefið þennan heim. Ég kem því
varla í orð hversu mikið ég á eftir
að sakna þín. Þú skilur eftir þig
stórt tómarúm. Ég er stolt og
ánægð fyrir að hafa átt þig sem
afa og þú munt alltaf eiga sérstak-
an stað í hjarta mér. Megi góður
guð þig vernda og geyma elsku afi
minn, ég elska þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín
Helga Rún Pálsdóttir.
„Elsku afi minn. Aldrei datt
mér í hug að það yrði svona
snemma sem þú myndir kveðja
okkur. Þú hefur alltaf verið svo
hraustur og alltaf til í að hjálpa
með allt. Þegar ég hef þurft að
fara og gera eitthvað þá hefur þú
alltaf boðist til að skutla mér á
staðinn, þú hafðir alltaf gaman af
því að keyra okkur hingað og
þangað. Mig langar líka að minn-
ast allra okkar ferða austur í bú-
stað, mjög góðar minningar það-
an. Þú varst alltaf komin svo
snemma á fætur og farin að gera
eitthvað, hvort sem það var að slá,
klippa trén, lesa blöðin eða hvað
það var, þú hafðir alltaf eitthvað
fyrir stafni, þér leiddist aldrei. Ég
skildi aldrei af hverju þú varst
alltaf kominn svona snemma á
fætur, af hverju þú gast ekki sofið
út eins og við hin, en þú vildir nýta
daginn og byrja hann snemma.
Man alltaf eftir þér hendast á eftir
okkur barnabörnunum og barna-
barnabörnunum út um allt og allt-
af hljómar í höfði mér „dettið
ekki“, „hættið að fljúgast á“. Þú
varst alltaf rosalega hræddur við
kelduna sem er við bústaðinn,
hljópst alltaf á eftir okkur þegar
við fórum út, „passið ykkur á keld-
unni, passið ykkur á keldunni!“
heyrðist alltaf í þér. Þú passaðir
alltaf svo vel upp á okkur elsku afi
minn. Eftir að ég kvaddi þig í
hinsta sinn fór ég heim og settist
við tölvuna og fór að skoða vídeó
og myndir frá því í gamla daga
þegar þú varst svo sprækur eins
og þú varst alltaf, gat ekki annað
en brosað í gegnum tárin sem
streymdu niður kinnar mínar á
meðan ég sat og skoðaði þessar
dýrmætu minningar. Það gleður
mitt hjarta að vita til þess að hafa
tekið allar þessar minningar upp á
vídeó og geta átt þetta og kíkt á
þetta af og til, til að minnast þess-
arar skemmtilegu og góðu minn-
ingar sem ég hef átt með þér,
elsku afi minn. Eitt má nefna, að
bestu minningarnar eru í huga
mínum og þær munu aldrei
gleymast! Það sem ég á eftir að
sakna mest er að hafa þig hjá okk-
ur í því sem þér fannst svo gaman
að gera, t.d. eins og í sveitinni hjá
kindunum hans pabba þar sem þú
varst alltaf í þínum eigin heimi og
nýttir hverjar einustu mínútu til
fulls. En núna ertu kominn á góð-
an og mjög fallegan stað þar sem
er fullt af fallegum blómum og
yndislegt hlýtt umhverfi, ert í
faðmi góðs fólks sem mun sjá vel
um þig. Þér leið vel hjá okkur en
þér líður mun betur þarna hinum
megin. Ég mun alltaf sakna þín,
elsku afi minn, og er óendanlega
þakklát fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir bæði mig og fjölskyldu
mína og fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við höfum átt saman. Takk
fyrir að hafa alltaf verið til staðar,
elsku afi minn. Hvíldu í friði. Ég
ætla að nýta tækifærið og votta
öllum aðstandendum og ástvinum
mínar hlýjustu og bestu samúðar-
kveðjur.
Þín sonardóttir,
Magdalena Gunnarsdóttir
Himnaríki hefur eignast nýjan engil,
engil með hjarta úr gulli.
Elsku afi. Ég trúi því ekki enn
að þú sért farinn frá okkur, maður
gat einhvern veginn alltaf kallað
til þín eftir aðstoð og þú hjálpaðir
manni alltaf, orðið nei var ekki til
hjá þér.
Ég á margar góðar minningar
um þig, eins og mér fannst alltaf
jafn gaman þegar ég var lítil
stelpa að koma upp í bústað til þín
og ömmu og þú labbaðir með mér
um alla lóðina og sagðir mér hvað
öll trén hétu. Einnig var
skemmtileg stund þegar þið
amma voruð að taka upp gulræt-
urnar í bústaðnum og ég fékk að
hjálpa til við að taka þær upp og
skola þær.
Ég man líka alltaf eftir því þeg-
ar þú komst með mér upp í hest-
hús og þú tókst það ekki í mál að
ég myndi moka stíuna þannig að
ég fór á hestbak á meðan þú mok-
aðir. Þegar ég kom til baka varstu
enn að moka og eftir það hef ég
ekki séð betur gerða stíu! Þessi
fáu skipti sem þú komst með mér
varstu alltaf að biðja mig að fara
varlega og mér þótti alltaf jafn
vænt um það að þú komst með
mér og horfðir á mig á baki.
Þú varst með fallegustu sál
sem til var og ég veit það vel að þú
horfir yfir okkur og passar okkur
núna. Þú munt alltaf eiga sérstak-
an stað í hjarta mínu elsku afi
minn.
Hvíldu í friði elsku Haddi afi,
þín verður sárt saknað því betri
afa var ekki hægt að hugsa sér.
Kveðja,
Hildur Kristín Margrét
Gunnarsdóttir.
Elsku afi minn, nafni minn,
mikið er óraunverulegt að þú
skulir vera farinn frá okkur. Þú
varst svo sannarlega afinn sem
alla dreymir um að eiga, alltaf að
gefa og gleðja, alltaf tilbúinn að
rétta fram hjálparhönd og alltaf
svo einstaklega einlægur og góð-
ur við okkur barnabörnin. Það var
alltaf gaman að koma í „afabæ“,
en þar sast þú yfirleitt í stólnum
þínum í stofunni og sagðir sögur,
horfðir á fréttir og last blaðið. Þér
þótti alltaf svo gaman að fara upp
í sumarbústað að brasa eitthvað –
ef verkefnalistinn var búinn áttir
þú sko ekki í miklum vandræðum
með að finna þér ný verkefni. Þú
vildir helst alltaf hafa nóg að gera,
þess vegna var sérstaklega erfitt
að horfa upp á veikindin þín áger-
ast og þar með taka af þér þetta
frelsi þitt til athafna. Ég man að í
seinasta skiptið sem við spjölluð-
um saman sagðir þú mér að þú
vildir helst fá að fara í stað þess að
lifa og líða illa. Þú fékkst þá ósk
uppfyllta og ég er viss um að þér
líður vel á þeim stað sem þú ert á í
dag. Takk fyrir allt elsku afi minn
og takk fyrir að vekja mig.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Haraldur
Rafn Pálsson.
Þegar okkur barst fregnin um
andlát Hadda, eins og við kölluð-
um hann alltaf, reikaði hugurinn
til fyrri tíma þegar hann og Ragn-
hildur systir mín felldu hugi sam-
an. Hugur Hadda var oft í sveit-
inni þótt hann byggi í Reykjavík.
Ég hélt til hjá þeim einn vetur
þegar ég vann í Reykjavík og
minnist þess tíma með vinsemd
og þakklæti. Alltaf var Haddi
tilbúinn að hjálpa til á Kirkjulæk,
hvort heldur sem var við mjaltir
eða önnur verk eins og þegar
hann handgróf frárennsli frá
íbúðarhúsi foreldra minna árið
1956 en það var dýpst á þriðja
metra. Betri mann var ekki hægt
að fá því hann var víkingur til
allra verka og útsjónarsamur.
Þegar við hittumst spurði hann
alltaf um búskapinn og þegar við
komum til hans milli jóla og nýárs
á nýliðnu ári spurði hann um
sveitina þótt fárveikur væri.
Við á Kirkjulæk kveðjum hann
með vinskap og söknuði og biðj-
um honum guðsblessunar á nýj-
um leiðum. Ragnhildi, Páli, Gunn-
ari og fjölskyldum þeirra sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Eggert og fjölskylda.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021
Mig langar til að
segja nokkur orð
um hann tengda-
pabba minn, Sigurð
Valgarðsson. Okkar kynni urðu
þegar ég og Kolla rugluðum sam-
an reytum, fyrir mér var Sigurð-
ur í fyrstu ansi lokaður og sagði
fátt en með tímanum urðum við
miklir vinir og félagar ég bjó hjá
honum í nokkur ár og setti hann
manni reglur um hvernig maður
skyldi umgangast Hófgerðið og
maður lagði sig sko allan fram
um að standast það. Hann Siggi
var fróður og víðlesinn maður og
mikill lestrarhestur og var
óþreytandi að benda mér á hinar
og þessar fræðibækur sem hann
taldi að yrðu góðar fyrir mig og
var mjög gaman að ræða við
hann um hina ýmsu hluti, þá að-
allega tæknimál og prentmál en
ég er lærður prentsmiður og ég
fékk það hlutverk að skaffa hon-
um öll ný blöð eða þau blöð sem
voru 1. tölublað fyrsti árgangur
Sigurður Helgi
Valgarðsson
✝ Sigurður HelgiValgarðsson,
(Siggi) fæddist 11.
ágúst 1933. Hann
lést 10. janúar
2021.
Útförin fór fram
18. janúar 2021.
en hann safnaði því.
Það er mér einnig
kær minning að
hafa oft sest inn til
hans að kvöldi að
horfa á sjónvarpið,
þá var manni boðið
upp á hrossakjöt
skorið með hans
vasahníf eða hangi-
kjöt og svo kom fyr-
ir að maður fékk
eitthvað úr jurtarík-
inu hollt og gott.
Ég vann á vöktum í prentinu,
annaðhvort kom ég heim klukk-
an eitt eða þrjú að nóttu og oft
var Siggi vakandi við lestur, fór
því seint að sofa og þá var oft
tekinn billjard eða partí eins og
það er kallað, en Siggi var snill-
ingur í billjard, ég byrjaði og
hann kláraði síðan borðið, en það
kom fyrir að ég vann hann og þá
þýddi það að hann bað oft um
annan leik og ef maður vann
hann þá vildi hann annan og áður
en maður vissi var maður búinn
að spila fimm eða sex leiki og ef
maður hafði betur í samanlögðu
þá sagði hann oftast: þú veist
greinilega hvenær þú átt að spila
við mig.
Margar minningar koma upp
með Sigurði og er ein sem manni
hlýnar við en það var hefð að við
héldum skötuveislu með foreldr-
um mínum og systkinum Sigurð-
ar og var það virkilega gaman og
það besta við þetta var að Siggi
tók restina af skötunni og bjó til
skötustöppu sem dugði honum í
nokkra daga þegar flestir hefðu
látið einn dag duga.
Siggi var mikið gefinn fyrir
tækni og ég man að þegar hann
keypti sér sína fyrstu fartölvu þá
sagði hann: ég kveiki ekki á
henni fyrr en ég er búin að lesa
leiðarvísinn allan í gegn en ég
sagði honum að hann ætti nú
bara að vaða í þetta og læra
þannig, það þótti honum nú
meira ruglið.
Strákunum mínum Hrannari
og Hilmi þótti vænt um hann afa
sinn, hann var líka svo áhuga-
samur um að vita allt um þá og
þeim fannst hann flottur. Hrann-
ar gat rætt við hann um byssur
og rafvirkjun og vildi afi prófa
veip eða rafrettu og fóru þeir að
kaupa það en honum fannst það
síðan ekki merkilegt en ætlaði að
hafa það fyrir gesti og gangandi.
Hilmir var svo hrifinn af bílnum
hans afa og sagði hann oft vinum
sínum frá því að afi ætti svaka-
legan bíl, Cadillac, og væri fram-
an á disknum hjá Blaz Roca
(Kópacabana), hann afi er töffari.
Mér finnst skrítið að hafa ekki
Sigga tengdó hér með okkur en
minning um góðan mann og vin
lifir með mér. Það verður skrítið
að hann segi ekki meira við mig:
Jón Þór, í hvaða sporti slasaðirðu
þig núna, ertu meiddur á fæti?
Jón Þór Guðmundsson.
Vinur minn til
margra ára Erlend-
ur Haraldsson dul-
sálarfræðingur hef-
ur nýverið kvatt þetta jarðlíf.
Fyrir honum fór örugglega svipað
og forðum hjá Arthur Connan
Doyle á dánarstundinni. En Arth-
ur var sem kunnugt er einn af
frumherjum og lengi vel einn af
þekktustu spíritistum Bretlands.
Haft var fyrir satt að á dánarbeði
sínum var hann sagður hafa kall-
að til sín hjúkrunarkonu sem þar
var nærstödd og náð að hvísla í
eyra hennar rétt áður en hann
skildi við: „Nú leysist gátan ...“
Átti hann við að fyrir honum
leystist nú gátan á næstu augna-
blikum. Hvort það sé líf eftir
dauðann eða ekki. En ekkert vit-
um við sem eftir sitjum hvort
svarið var rétt. Semsagt, var
þarna framhald hjá honum eða
ekki?
Allavega er Erlendur búinn að
fá svarið núna. Svarið við því sem
hann var að rannsaka stærstan
hluta ævi sinnar. Hvort eitthvað
dulrænt sé raunverulega til, sem
og hvort við lifum af líkamsdauða
okkar. Nokkuð er ég orðinn sann-
færður um að framhald sé. Því
eftir þessa hálfrar aldar leit okkar
í Sálarrannsóknarfélagi Reykja-
víkur liggja flestar eða allar vís-
bendingar í þá átt. Fyrir mér er
þetta eins og forðum hjá Einari
H. Kvaran, rithöfundi, blaða-
manni og upphafsmanni sálar-
rannsókna og spíritisma á Íslandi.
Hann sagði á ævikvöldi sínu að
Erlendur
Haraldsson
✝ Erlendur Har-aldsson fæddist
3. nóvember 1931.
Hann lést 22. nóv-
ember 2020.
Útför Erlendar
fór fram 9. desem-
ber 2020.
nánast engin spurn-
ing væri um það að
annar heimur, eða að
aðrir heimar væru
að tala til okkar í
gegnum miðlana og
skyggnigáfu
fjöldans, sem og ann-
arra leiða þaðan og
til okkar. Þar væru
langlíklegast fram-
liðnir að verki. Hann
sagði að aðeins væru
tvær skýringar mögulegar á öllum
þessum líklegu skilaboðum að
handan. Í fyrsta lagi væri lang-
langlíklegast að framliðnir væru
raunverulega til í einhverjum öðr-
um heimi að tala til okkar. Nú ef
ekki, þá væri aðeins ein önnur
skýring til á þessu öllu saman. Það
væri að hugsanlega mögulega að
einhverjir aðrir gríðarlega öflugir
vitsmunir væru að blekkja mann-
kynið með öllu þessu. En hann
taldi þá skýringu afar ólíklega
vægast sagt. Það var merkilegt að
í hans huga var það ekki mögu-
leiki að miðilsfarvegurinn og allar
skyggnigáfurnar væri uppspuni
eða lygar, eða bara einhver mis-
skilningur eða sameiginleg geð-
veiki. Svo ítarlega var hann búinn
að liggja yfir þessu. Og Nota
Bene, hér var enginn venjulegur
maður á ferðinni. Einar Hjörleifs-
son Kvaran var örugglega einn af
gáfaðri mönnum sem þessi þjóð
hefur alið.
Fyrst sá ég Erlend Haraldsson
á Alþjóðlegri ráðstefnu um dul-
ræn mál á Hótel Loftleiðum á átt-
unda áratug síðustu aldar. Var
það örugglega hans verk að sú
ráðstefna var haldin á Íslandi.
Enda margfrægur í þeim geira þá
þegar. Löngu seinna kynntist ég
honum betur er ég sat í áfanga hjá
honum um þessi mál uppi í Há-
skóla Íslands. En best kynntist ég
honum á prófessorsskrifstofu
hans í Odda í HÍ forðum eftir það.
Skemmst er frá því að segja að
það var fyrir áeggjan Erlendar að
við stofnuðum Hvalavinafélag Ís-
lands. Erlendur var af lífi og sál
vinur og samúðarsál allra sem
minna máttu sín í þessum heimi.
Einkum hinna dýranna sem lifa
með okkur gráðugu mönnunum á
þessari jörð. Erlendur varð einn
af elstu grænkerum landsins. Það
var fyrst og fremst af virðingu við
dýrin, og til að mótmæla fram-
komu okkar við þau að hann lagði
af kjötáti. Það allt saman var og
er, - hvernig sem á það er litið al-
gerlega óafsakanlegt. Og mikið
var gott að koma reglulega til
hans og fá innblástur um öll þau
mál. Það var það fallegasta sem
Erlendur gaf okkur félögunum.
Langfallegasta.
Alls ekki má gleyma því þegar
Erlendur varð upplýsingaflulltrúi
uppreisnarliða Kúrda um fimm
ára skeið á sjöunda áratug síðustu
aldar. Og það var ekkert venju-
legt starf eða sjálfboðaliðavinna.
Og heldur má ekki gleyma hlut
Erlendar í því að rannsaka og
verja málstað rannsókna í dulsál-
arfræðilegum málum hér á landi.
Man ég þá tíð að flestöll spjót
stóðu á honum í fréttabréfi Há-
skólans fyrir meira en 40 árum.
En ekkert fékk haggað akadem-
ískri ró hans í því gjörningaveðri.
Sú framkoma öll var Háskólanum
til mikillar minnkunar, og hefur
aldrei verið bætt fyrir það.
Að leiðarlokum er rétt að
þakka fyrir sig, fyrir allar sam-
verustundirnar, allar hvatning-
arnar og ekki síst húmorinn sem
Erlendur fór svo mjög vel með.
Óborganleg voru sum sjónarmið
og afstaða hans til manna eða
málefna í hita leiksins sem Er-
lendur læddi út úr sér, og enginn
átti von á. Ekki síst skal þakka
fyrir það á þessum krossgötum.
Góða ferð Erlendur minn, og
gangi þér allt í haginn í nýjum
heimkynnum. Við skynjumst
sannarlega síðar.
Magnús H. Skarphéðinsson,
formaður Sálarrannsókn-
arfélags Reykjavíkur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar