Morgunblaðið - 01.02.2021, Side 29

Morgunblaðið - 01.02.2021, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2021 Bandaríski leikstjórinn SpikeLee er einn sá virtasti ísínu heimalandi og sá allraþekktasti þar úr röðum þeldökkra leikstjóra. Lee hefur alla tíð verið hugleikin saga svarts fólks í Bandaríkjunum sem er átakanleg saga kúgunar, haturs og óréttlætis. Í BlacKkKlansman tók Lee fyrir Ku Klux Klan, í X fjallaði hann um mann- réttindabaráttumanninn Malcolm X, í Jungle Fever fékk blandað par, þel- dökkur maður og hvít kona, að kenna á fordómum bæði hvítra og svartra og í Do The Right Thing er fjallað um átök þeldökkra og íbúa af ítölskum uppruna í einu af hverfum New York. Eru þá aðeins nokkrar nefndar. Kvik- myndir Lees hafa þó ekki allar fjallað um þessi mál en þær eftirminnileg- ustu gera það með áhrifaríkum hætti. Í Da 5 Bloods, sem reyndar var frumsýnd fyrir rúmu hálfu ári og er nú loksins hér til umfjöllunar, brenn- ur margt á Lee og öðrum handrits- höfundum myndarinnar. Leikstjór- inn leikur sér að ólíkum greinum kvikmynda og vísar auk þess í þekkt- ar kvikmyndir sögunnar og svartar hetjur heimalands síns. Lee hrærir saman heimildarefni á borð við frétta- myndskeið og ljósmyndir frá Víet- namstríðinu og leikur sér auk þess með form myndarinnar, þ.e. skjáinn. Í endurlitum mjókkar myndin úr breiðtjaldsformi yfir í gamla, jafn- hliða sjónvarpsformið og litirnir breytast með til að undirstrika enn frekar að litið sé til fortíðar. Leik- ararnir eru þó hinir sömu og líta ekki út fyrir að vera mikið yngri í stríðinu. Þetta er áhugaverð aðferð hjá Lee og vísar eflaust til þess að minningar okkar eru ekki byggðar á útliti heldur tilfinningum okkar og upplifunum. Í stuttu máli segir í myndinni af fjórum félögum sem tilheyrðu sama herflokki í Víetnamstríðinu. Þeir snúa aftur til Víetnam, áratugum síð- ar, í tvennum tilgangi; annars vegar að finna jarðneskar leifar foringja síns, Normans, sem var sá fimmti í hópnum og lést í bardaga, og hins vegar kistu fulla af gullstöngum sem þeir komust yfir og grófu í skóginum. Hyggjast þeir flytja Norman aftur til Bandaríkjanna og selja gullið á svört- um markaði. Þessi glæfraför endar auðvitað ekki eins og til stóð. Da 5 Bloods er einhvers konar blendingsmynd, bræðingur hasar- og ofbeldismyndar, stríðsmyndar, ráns- sögu og dramatískrar fjölskyldusögu og áhorfandinn er líka minntur reglu- lega á þá hroðalegu meðferð sem svart fólk í Bandaríkjunum hefur mátt þola allt frá tímum þrælahalds. Strax í byrjun eru sýndar frétta- myndskeið af Muhammad Ali og Mal- colm X. Ali neitaði að fara til Víet- nam, eins og frægt er, til þess eins að drepa fólk sem hann ætti ekkert sök- ótt við og Malcolm X sagði að illa hlyti að fara þegar 20 milljónir þeldökkra væru fyrst látnar tína bómull og síðan berjast tilneyddar í stríði. Hollustan hlyti á endanum að vera af skornum skammti. Lee rifjar líka upp að mun hærra hlutfall þeldökkra en hvítra, miðað við þjóðarhlutfallið, hafi barist í Víetnam og að hinum þeldökku hafi verið stillt upp við víglínuna og þann- ig fórnað líkt og peðum á taflborði. Næst er haldið til Ho Chi Minh- borgar /Saigon þar sem félagarnir fjórir hittast, rifja upp gamla tíma, fá sér í glas og skemmta sér. Þeir halda á diskótek þar sem heill veggur er lagður undir eina allra þekktustu Víetnam-myndar sögunnar, Apoca- lypse Now eða Heimsendir nú og er oftar vísað í þá mynd í Da 5 Bloods. Félagarnir sigla á fljótabáti við dúndrandi Valkyrjureið Wagners og blóðrautt sólarlag í einu atriði mynd- ar líka tengsl við hið þekkta vegg- spjald Apocalypse Now. Hvort Lee er hér eingöngu að vísa í kvikmynd Francis Fords Coppola eða nota hana í öðrum tilgangi verður hver að dæma um fyrir sig en þessi hetjulegi óður Wagners, sem ómar undir loftárás bandarískra hersins í kvikmynd Cop- pola, er ekki áhrifaminni í kvikmynd Lees. Munurinn á atriðunum er hins vegar mjög mikill því annars vegar eru svartir fyrrverandi hermenn á ferð í friðsamlegum tilgangi og hins vegar bandarískir hermenn að strá- fella Víetnama í loftárás. Einn félaganna, Paul (Lindo), virð- ist verr á sig kominn andlega en hinir og til að undirstrika það er hann lát- inn bera Make America Great Again- derhúfu og verja þá ákvörðun sína að hafa kosið Donald Trump. Honum þótti tími til kominn að „eitthvað væri gert fyrir hann“ og að landið losaði sig við innflytjendur sem væru sníkjudýr og því nauðsynlegt að reisa múr til að halda þeim utan Bandaríkj- anna. Paul virðist alltaf vera á suðu- punkti og ekki skánar ástandið þegar sonur hans fullorðinn birtist óvænt og vill taka þátt í fjársjóðsleitinni. Fað- irinn sýnir syninum hvorki umhyggju né skilning og sorglegt samband þeirra er einn sterkasti hluti frásagn- arinnar í Da 5 Bloods þegar upp er staðið. Lee eyðir miklu púðri í reiðiköst og -lestur Pauls og er því engin furða að Delroy Lindo hafi verið hampað sem besta leikara myndarinnar því hann er í langbitastæðasta og mikilvæg- asta hlutverkinu. Eitt af stílbrigðum Lees er hin miðsetta persóna sem tal- ar beint í myndavélina um leið og hún gengur eða rennur í átt að áhorfand- anum og slíkt atriði vantar að sjálf- sögðu ekki í Da 5 Bloods. Eitt besta atriði myndarinnar er einmitt þegar Lindo er einn á ferð í frumskóginum, rýfur fjórða vegginn og talar linnu- laust og í allnokkrum æsingi til áhorf- enda, hamrar á því að hann muni ekki leyfa neinum að valta yfir sig. Byrði hans er greinilega þung, líkt og gullið sem hann rogast með í bakpoka, og í ljós kemur undir lok myndarinnar að meira veldur hugarangri hans en stríðið í Víetnam. Sektarkenndin veg- ur þyngra en gull. Da 5 Bloods er löng kvikmynd, 154 mínútur og maður finnur vel fyrir lengdinni. Lee á það til að teygja lop- ann að óþörfu, til dæmis í alltof löngu atriði þar sem Paul er áreittur af manni á báti sem vill selja honum hænu. Sömu setningar eru margend- urteknar svo minnir á Joe Pesci í mafíumynd eftir Scorsese. Annað er upp á teningnum í bardagaatriðum, bæði þeim sem eiga sér stað í Víet- namstríðinu og þeim sem brjótast út í seinni hluta myndar. Þau eru blóðug, hröð og áhorfandanum í engu hlíft. Maður er sundurtættur af fjórum mönnum með vélbyssur, svo dæmi sé tekið. Líkt og oft vill verða í sögum af körlum sem leita skjótfengins gróða með vafasömum eða ólöglegum hætti fer ekki vel fyrir félögunum fjórum, svo ekki sé meira sagt, og hafa marg- ir tengt mynd Lees við The Treasure of Sierra Madre í því sambandi. Og fleiri vísanir má finna sem of langt mál væri að nefna í þessum langa dómi. Myndataka Newtons Thomas Sigels er áhrifamikil og þá sérstak- lega þar sem hún er í tveimur form- ötum, þ.e. breiðtjalds og jafnhliða, og falleg og tregafull tónlist Terence Blanchards fellur vel að því sem er að gerast hverju sinni. Kæmi ekki á óvart að báðir menn hlytu tilnefn- ingar til Óskarsverðlauna í ár. Þótt hrósa megi Lee fyrir tilrauna- starfsemina vantar því miður eitt- hvað í Da 5 Bloods en þó ekki fag- mennsku, vandaðan leik og áhrifa- miklar klippingar. Kvikmyndin er brotakennd, sveiflast milli þess að vera langdregin og endurtekninga- söm yfir í að vera hröð, spennandi og áhugaverð. Hún er of löng, sem fyrr segir, enda í raun tvær eða jafnvel þrjár myndir í einni. Lee tekst samt sem áður vel að fræða áhorfendur um menningu og sögu þeldökkra í Bandaríkjunum, baráttu þeirra og fórnir, að tengja saman nútíð og for- tíð og benda á að svört líf skipta máli. Heimsendir fyrr og nú Í Víetnam Félagarnir fjórir, ásamt syni eins þeirra, finna riffil og jarðneskar leifar þess fimmta í Da 5 Bloods. Netflix Da 5 Bloods bbbnn Leikstjórn: Spike Lee. Handrit: Danny Bilson, Paul de Meo, Kevin Willmott og Spike Lee. Aðalleikarar: Delroy Lindo, Jonathan Majors, Clarke Peters, Norm Lewis, Isiah Whitlock Jr., Mélanie Thierry, Chadwick Boseman og Jean Reno. Bandaríkin, 2020. 154 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ VA R I E T Y C H I C AG O S U N T I M E S I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.