Morgunblaðið - 03.02.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 03.02.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Spónsuga 2 stærðir Verð frá 89.800 Súluborvél DP18 Verð 95.160 Slípivél Decoflex Verð 46.190 Súluborvél DP16 Verð 64.840 Fræsari HF50 Verð 77.350 Bandsög Basa1 Verð 59.960 Bandsög Basa3 Verð131.830 Borðsög TS310 Verð 95.170 Bútsög HM80L Verð 25.520 Slípivél OSM600 Verð 61.910 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Vefverslun brynja.is Slípivél OSM100 Verð 53.180 Iðnaðarryksuga HA1000 Verð 33.310 Búkki fyrir bútsagir Verð 29.800 Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið Helgu Hallbergsdóttur, fyrr- verandi safnstjóra, Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss Vest- mannaeyja, og Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að leggja mat á muni bæjarins sem varða útgerð- arsögu Vestmannaeyja og setja fram hugmyndir um framtíðar- varðveislu þeirra. Hópnum er m.a. falið að kanna hvort hægt sé að koma vélbátnum Létti fyrir í húsnæði Vestmanna- eyjahafnar á Skanssvæðinu. Léttir var smíðaður 1934 og var lengi hafn- sögu- og dráttarbátur. Þar verði hann og fleiri sjóminjar varðveittar. Einnig á að kanna möguleika á að smíða líkan af m/b Blátindi sem yrði til sýnis í húsinu til að varðveita sögu skipsins. Helga Hallbergsdóttir sagði að vinna hópsins væri að hefjast. Hún kvaðst telja að Vestmannaeyingar ættu að gera því sem viðkemur sjáv- arútvegi hærra undir höfði. „En hvernig við gerum það sem best er svolítið snúið mál. Það verður aldrei öllu haldið og engu sleppt,“ sagði Helga. Hópurinn á að skila tillögum til bæjarstjórnar fyrir lok mars. Meirihluti framkvæmda- og hafn- arráðs Vestmannaeyja óskaði eftir afstöðu Minjastofnunar til þess að Blátindi verði fargað, en hann er friðaður. Agnes Stefánsdóttir, sviðs- stjóri hjá Minjastofnun, gerir ráð fyrir að niðurstaða muni liggja fyrir á næstu vikum. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Blátindur VE Losnaði upp í óveðri 14. febrúar 2020 og sökk við bryggju. Skoða varðveislu minja um sjósókn  Kanna með gerð líkans af Blátindi Í nefndaráliti í lokaskýrslu rann- sóknarnefndar samgönguslysa, sigl- ingasviðs, kemur fram að orsök banaslyss við köfun við Hjalteyri 3. september 2019 hafi að öllum líkind- um verið sú að ýtrustu öryggisregl- um hafi ekki verið fylgt. 64 ára Bandaríkjamaður lést í slysinu. Of skammur tíma milli kafana Rannsókn bendir sterklega til að dánarorsök hafi verið köfunarveiki vegna uppsafnaðs köfnunarefnis í líkamanum sem rekja megi til of skamms tíma á milli kafana og of lít- ils tíma í fimm metra afþrýstistoppi, segir í skýrslunni. Þessu til viðbótar segir að í ljós hafi komið við nánari skoðun að heilsufarsþættir hjá við- komandi hafi aukið líkur á köfunar- veiki. Í sérstakri ábendingu nefndarinn- ar er bent á mikilvægi þess að farið sé eftir ýtrustu öryggisreglum og að fyrirtæki í köfunarferðum árétti við viðskiptavini sína að gefa raunsann- ar heilsufarsupplýsingar til að tryggja öryggi þeirra sjálfra og ann- arra. Þá sé einnig mikilvægt að köf- unarfyrirtæki hvetji viðskiptavini sína til að fara vel yfir upplýsingar úr köfunartölvum sínum og bera þær saman við kröfur í töflum um örugg- ar kafanir. Köfuðu með hópnum í sjö daga Maðurinn sem lést var hluti af sex manna hópi áhugakafara, sem fór með báti frá Hjalteyri á vegum fyrir- tækisins Arctic Adventures til að kafa og skoða með leiðsögn neðansjávarhverastrýtur rétt fyrir utan höfnina. Starfsfólkið hefði kaf- að með þessum hópi í sjö daga og var þetta síðasta köfun ferðarinnar. Í þessari köfun voru þrír leiðbeinend- ur, sem voru með sterk blys til að auðvelda köfurunum að sjá þá. Við rannsókn hjá lögreglu kom fram að samkvæmt upplýsingum úr köfunartölvu hafði kafarinn sem lést kafað sjö sinnum á níu dögum. Síð- ustu þrjár kafanir voru gerðar á tveimur dögum og tvær af þeim á sama degi. Við rannsókn lögreglu á köfunartölvu hans kom fram að þessa tvo daga voru rauð og gul við- vörunarmerki í öllum þremur köfun- unum sem merkti að um hættusvæði var að ræða hvað varðar uppsafnað köfnunarefni í líkama hans. Við rannsókn málsins fékk RNSA einnig sérfræðiálit frá Landhelgis- gæslu Íslands á fyrirliggjandi köf- unargögnum og niðurstaða þeirra var að ekkert benti til neins óeðlilegs nema mögulegrar þreytu viðkom- andi kafara. Ýtrustu öryggisreglum trúlega ekki verið fylgt  Talið að Bandaríkjamaður hafi látist úr köfunarveiki Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Hjalteyri Vinsælt hefur verið að fara til köfunar nálægt Arnarnesstrýtum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.