Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021  Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen og austurríska liðið Kadetten gerðu jafn- tefli 30:30 í EHF-bikarnum í hand- knattleik. Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Löwen en Aðalsteinn Eyjólfsson stýrir liði Kadetten.  Everton festi seint í fyrrakvöld kaup á norska knattspyrnumanninum Josh- ua King og greiddi Bournemouth 5,5 milljónir punda fyrir hann. King er 29 ára gamall sóknarmaður og skoraði 48 mörk í 161 leik fyrir Bournemouth í úr- valsdeildinni á árunum 2015 til 2020.  Portúgalinn André Villas-Boas hætti í gær störfum sem knattspyrnu- stjóri Marseille í Frakklandi. Villas- Boas skýrði óvænt frá því á frétta- mannafundi að hann hefði lagt inn uppsagnarbréf eftir að hafa lesið í fjöl- miðlum í gærmorgun að Marseille hefði keypt Olivier Ntcham frá Celtic í Skotlandi án samráðs við sig. Nokkr- um tímum síðar tilkynnti Marseille að Villas-Boas væri farinn frá félaginu.  Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segir að fréttir á mánudag um að útlit sé fyrir að Virgil van Dijk spili síðustu vikur tímabilsins með lið- inu séu mjög orðum auknar og því miður ekki horfur á að það gangi eftir. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um það frá neinum lækni að það sé mögu- leiki á því að Virgil spili meira á þessu tímabili. Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað en það er ekki líklegt.“ Van Dijk slasaðist á hné í leik gegn Ever- ton 17. október, í aðeins fimmta leik Liverpool í deildinni á yfirstandandi tímabili, og fór í upp- skurð í kjölfarið. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – Haukar.................. 18 Eyjar: ÍBV – Grótta .................................. 18 Höllin Ak.: Þór Ak. – Fram ...................... 19 Kaplakriki: FH – KA............................ 19.30 Origo-höll: Valur – Selfoss................... 19.30 Austurberg: ÍR – Stjarnan.................. 20.15 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Framhús: Fram U – Víkingur............. 19.30 Í KVÖLD! Þýskaland Ulm – Fraport Skyliners .................... 80:76  Jón Axel Guðmundsson skoraði 14 stig fyrir Fraport, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum einu sinni. Spánn B-deild: Alicante – Girona ................................ 74:62  Kári Jónsson skoraði 5 stig fyrir Girona, tók 4 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal boltanum tvisvar. NBA-deildin Atlanta – LA Lakers .......................... 99:107 Miami – Charlotte.................... (frl.) 121:129 Cleveland – Minnesota....................... 100:98 Chicago – New York ........................ 110:102 Milwaukee – Portland...................... 134:106 New Orleans – Sacramento............. 109:118 Oklahoma City – Houston ............... 106:136 Dallas – Phoenix ............................... 108:109 San Antonio – Memphis................... 102:133  KEFLAVÍK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keflavík er með nánast sama leik- mannakjarna í ár og á síðustu leiktíð og er það stór ástæða fyrir góðu gengi liðsins í úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni, í körfubolta á tímabilinu að sögn Harðar Axels Vilhjálmssonar, fyrirliða liðsins. Liðið er með 12 stig í efsta sæti deildarinnar, hefur unnið sex af sjö leikjum sínum og að undanskildu stórtapi gegn Stjörnunni í sjöttu umferð deildarinnar hefur liðið varla stigið feilspor. Hörður Axel hefur verið duglegur að mata liðsfélaga sína á tímabilinu en hann hefur skorað 7 stig að með- altali í deildinni í vetur, tekið fjögur fráköst og gefið níu stoðsendingar. „Ég held að við séum bara nokk- urn veginn á pari,“ sagði Hörður Axel í samtali við Morgunblaðið. „Ef þú hefðir talað við mig fyrir fjórum dögum síðan þá væri ég mjög sáttur en þessi tapleikur gegn Stjörnunni situr enn þá í mér þótt hann eigi kannski ekki að gera það. Við settum miklar kröfur á okkur fyrir tímabilið og ætluðum okkur að halda áfram að byggja ofan á gott gengi liðsins á síðustu leiktíð. Við vorum á góðu róli þegar tíma- bilinu var slaufað í fyrra og okkur fannst við eiga fullt erindi og tilkall til Íslandsmeistaratitilsins líkt og fleiri lið. Það voru fimm til sex lið í baráttunni, þar á meðal við, og við vorum virkilega hungraðir eftir tímabilið 2019-20. Það sýnir sig kannski best í því að bæði Deane [Williams] og Dom [Dominykas Milka] voru tilbúnir að koma aftur því þeim fannst þér eiga eftir ókl- áruð verkefni hérna. Ég er að sjálfsögðu mjög sáttur með þá ákvörðun þeirra að snúa aft- ur því það er hundleiðinlegt að þurfa að byrja upp á nýtt á hverju einasta tímabili og því frábært að geta hald- ið áfram að byggja ofan á það sem vel var gert frá síðustu leiktíð,“ bætti Hörður við. Mörg vopn í vopnabúrinu Litháinn Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður deild- arinnar undanfarin tvö ár og skorað 25 stig, tekið tólf fráköst og gefið tvær stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. „Hann er eiginlega þessi stóri maður sem ég hef beðið lengi eftir að spila með hérna heima. Hann les leikinn virkilega vel og rúllar vel á körfuna. Hann opnar mjög vel fyrir bæði mig, aðra og sjálfan sig í liðinu. Það er virkilega auðvelt fyrir mig sem leikstjórnanda að „koma af skrínum“ hjá honum og lesa þær opnanir sem myndast. Við erum með vopn alls staðar á vellinum þannig að liðin sem við er- um að spila gegn þurfa að velja og hafna hvar og hvernig þau ætla að verjast okkur. Á sama tíma fæ ég líka að spila meira eins og ég vil spila, það er að segja búa eitthvað til fyrir aðra og lesa vörnina í stað þess að þurfa að þröngva einhverju í gegn. Ég hef ekki verið að skjóta vel á þessu tímabili og hef ekki enn þá náð upp takti í skotin hjá mér. Ef þetta hefði verið raunin fyrir tveim- ur til þremur árum þá veit ég ekki hvort við værum búnir að vinna leik ef ég væri að hitta eins og ég er að gera í dag.“ Æfum nánast ekki neitt Það er leikið ansi þétt í deildinni þessa dagana og því gefst ekki mik- ill tími til þess að fínpússa hlutina á æfingum. „Maður er bara annaðhvort á leið- inni í leik eða í endurheimt eftir leik. Það er enginn millivegur þarna á milli og við æfum nánast ekki neitt. Það er eins með þetta eins og skot- in, annaðhvort kemst maður í ákveðinn takt og nær að halda hon- um, eða þá maður er í basli að ná upp takti í sinn leik. Þetta er klár- lega skemmtilegra svona en ég hefði kannski viljað fá aðeins meiri tíma til að æfa áður en keppni hófst að nýju. Það hefði verið ágætt að fá einn til tvo æfingaleiki áður en maður fór að spila tvisvar sinnum í viku. Fyrir mig persónulega þá er nóg að gera þar sem ég er að þjálfa kvennalið Keflavíkur líka og þar eru tveir leik- ir í viku. Það þarf að undirbúa liðið og ferðast í leiki. Þetta reynir jafn mikið á mig og konuna mína þar sem fjarveran og álagið er mikið. Það er samt gaman að fá alltaf leik eftir leik og ef ég hefði þurft að bíða í viku eftir leikinn gegn Stjörn- unni þá hefði ég gert alla gráhærða í kringum mig.“ Örvænting í Garðabæ Eini tapleikur Keflavíkur á tíma- bilinu til þessa kom gegn Stjörnunni í Garðabæ þar sem Stjarnan fór illa með Keflavík og vann 40 stiga sigur, 115:75. „Það eru allir þreyttir, ekki bara við, og við getum ekki verið að fela okkur á bak við það. Við byrjuðum leikinn gegn Stjörnunni ágætlega finnst mér og við spiluðum okkar leik. Boltinn var hins vegar ekki að detta hjá okkur á meðan það datt allt hjá þeim og þá kom upp ákveðin örvænting hjá okkur. Við duttum inn í þeirra leik að fara að taka fljót skot og leyfðum þeim að keyra upp hraðann, eitthvað sem við vorum búnir að tala um fyrir leikinn að gera alls ekki. Eftir það datt botninn úr þessu, við náðum aldrei neinum takti í okk- ar leik, á meðan þeir spiluðu nánast óaðfinnanlegan leik. Heilt yfir þá spiluðum við ekki nægilega vel til þess að vinna leikinn á meðan þeir voru frábærir og í þessu leikjaálagi sem er þá erum við minna í því að reyna að stoppa blæðinguna ef svo má segja í miðjum leik. Það kom tímapunktur í leiknum gegn Stjörn- unni þar sem við ákváðum bara að fara að hugsa um næsta leik þar sem þetta leit illa út undir restina.“ Ekki hægt að bóka sigur Deildin hefur sjaldan verið jafnari en aðeins munar fjórum stigum á liðinu í sjöunda sæti deildarinnar og því efsta. Þá hafa öll lið deildarinnar unnið leik það sem af er tímabilinu. „Ástæðan fyrir nokkrum óvænt- um úrslitum á leiktíðinni er sam- blanda af mörgum hlutum held ég. Þór Akureyri vinnur Val sem dæmi og ef við segjum það bara eins og það er þá er Valur með lið í eldri kantinum. Álagið þar er kannski að- eins meira þar en annars staðar án þess þó að ætla að taka eitthvað frá Þórsurum. Eins með tap Njarðvíkur gegn Hetti, það voru óvænt úrslit, en á sama tíma virðist Höttur bara vera með frábært lið. Það er því enginn leikur gefins í deildinni í dag. Þetta er öðruvísi en fyrir tíu árum sem dæmi þegar maður gat kannski aðeins bókað stig gegn ákveðnum andstæðingum. Við þekkjum það sjálfir að hafa tapað fyrir nýliðum og þetta er miklu skemmtilegra svona. Þú getur ekki lengur mætt í leik og bókað sigur, bara með því að mæta. Það þarf að taka öll liðin í deildinni alvarlega og ef ekki þá eru menn bara teknir í bólinu, svo ein- falt er það.“ Leggja mikið á sig Keflavík varð síðast Íslandsmeist- ari árið 2008 og bikarmeistari 2012. Biðin eftir bikar hjá karlaliði Kefla- víkur er því orðin í lengri kantinum. „Mesta pressan kemur frá okkur sjálfum. Við æfðum virkilega vel frá því í október og fram í janúar þegar gert var hlé á keppni vegna kór- ónuveirufaraldursins. Við erum að leggja þvílíkt á okkur til þess að gera alvöruatlögu að titlum á tíma- bilinu, líkt og önnur lið. Við gerum kröfur á okkur sjálfa og þannig á það að vera því maður nær aldrei neinum árangri ef maður ætlar að gera hlutina fyrir einhvern annan en mann sjálfan. Sjálfur hef ég haft öðruvísi hvatn- ingu í gegnum tíðina þar sem stefn- an var alltaf sett á atvinnumennsku. Fjölskylduaðstæður hafa hins vegar orðið til þess að ég er að spila á Ís- landi en ekki erlendis. Ég hef aldrei unnið titil heima á Íslandi og það er tilfinning sem ég sækist eftir, að verða meistari það er að segja. Það er eitthvað sem mig dreymir um, bæði sem leikmaður og þjálfari, og það drífur mig áfram,“ bætti Hörð- ur Axel við. Löngunin að verða meist- ari sem drífur mig áfram  Keflvíkingar tróna á toppi úrvalsdeildar karla og virðast vera til alls líklegir Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrvalsdeildin Keflvíkingarnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson í baráttu við Ragnar Nathanaelsson úr Haukum. Keflavík er í efsta sætinu og Milka er af mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar. Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Keflavík leika níu leiki á 28 dögum í Dominos-deild karla, frá 15. janúar til 12. febrúar, og sama dagskrá er hjá öllum tólf liðunum í deildinni. Leikir Keflvíkinga á þessum tíma eru dagana 15., 18., 22, 25. og 29. jan- úar og 1., 5., 7. og 12. febrúar. Eftir það kemur sextán daga hlé á deildinni vegna verkefna landsliðsins en þann 12. febrúar verða liðin búin að spila tíu leiki hvert, af þeim 22 sem eru á dagskrá Íslandsmótsins. Svo dagskrá Keflavíkur sé áfram notuð sem dæmi er framhaldið þannig að liðið spilar 28. febrúar, 4., 7., 11., 18., 21., 25. og 28. mars og 1., 4., 8. og 15. apríl. Bikarkeppnin er enn þá ódagsett. Síðan tekur við úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn í apríl og maí. Þétt leikjadagskrá til vorsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.