Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is ÞRÁÐLAUS SKÚRINGARVÉL FC 7 PREMIUM Næsta kynslóð skúringarvéla • Rafhlöðutími u.þ.b. 45 mínútur LOKSINS KOMIN AFTUR förum reglulega á tónleika í Hörpu og Salnum. Svo á ég mikið safn vínil- platna sem margar eru orðnar safn- gripir og enn mikið spilaðar. Ég lærði á gítar í mörg ár og lauk 4. stigi á það kröfuharða hljóðfæri. Hver veit nema ég haldi því áfram á efri árum.“ Birgir hefur lokið nokkrum nám- skeiðum í rússneskudeild Háskólans og tekur eitt námskeið með kennslu, er núna á framhaldsnámskeiði í bók- menntum. „Það er mjög áhugavert, tungumál liggja vel fyrir mér, tók spænsku og frönsku í kvöldskóla FB og MH meðan það var í boði. Ég hef einnig verið í stjórn félags raungreinakennara til margra ára. Það hefur staðið fyrir einu til tveim- ur endurmenntunarnámskeiðum hvert sumar sem hafa heppnast mjög vel. Má nefna námskeið um líf í alheimi, öreindafræði, jarðfræði Reykjanesskagans og um jöklafræði sem var sérlega áhugavert.“ Fjölskylda Eiginkona Birgis er Marina Shulmina, f. 9.10. 1968, tón- menntakennari. Þau eru búsett í Álftahólum í Efra-Breiðholti. For- eldrar Marinu eru Vladimir Shulm- in, f. 17.9. 1941, málmsmiður, búsett- ur í Belaya Kalitva í Rússlandi, og Nína Shulmina, f. 1.5. 1946, gæða- stjóri í álveri, búsett í Belaya Kalitva. Börn Birgis og Marinu eru Tam- ara Sh. Birgisdóttir, f. 3.12. 2001, ný- stúdent, og Jakob Sh. Birgisson, f. 19.5. 2005, grunnskólanemi, bæði búsett í Álftahólum. Bróðir Birgis er Heimir Barðason, skrifstofumaður og veiðileiðsögu- maður, búsettur í Reykjavík. For- eldrar Birgis: Barði Árnason, f. 25.2. 1932, d. 23.1. 2016, bankastarfs- maður og forstöðumaður erlendra viðskipta í Landsbankanum, var bú- settur í Garðabæ, og Ingrid Maria Paulsen, f. 4.11. 1936 í Döbern í aust- urhluta Þýskalands. Hún kom til Ís- lands 1957 og var þýskukennari í Kvennaskólanum og húsmóðir. Hún er núna búsett á Hrafnistu við Sléttuveg. Birgir Martin Barðason Jóhanna Sigursturludóttir bóndakona í Víðikeri Jón Þorkelsson bóndi íVíðikeri í Bárðardal Rebekka Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Árni Jóhannesson verkamaður í Reykjavík Barði Árnason bankastarfsmaður í Garðabæ Hólmfríður Stefánsdóttir bóndakona á Sveinsströnd Jóhannes Friðriksson bóndi á Sveinsströnd í Mývatnssveit Marie Engel húsmóðir í Hannover Karl Engel prentari í Hannover, Þýskalandi Helene Engel húsmóðir í Hannover, lést ung Dr. Jes Paulsen lærði dýralækningar í Hannover, var dýralæknir í Hamborg Mathie Berthelsen bóndakona í Gaardeby Nikolai Paulsen bóndi í Gaardeby,Danmörku Úr frændgarði Birgis M. Barðasonar Ingrid Maria Paulsen fv. framhaldsskólakennari í Reykjavík Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER TVEGGJA HÆÐA FULLBÚINN KJALLARI Í HÚSINU.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera saman í einrúmi. HEFUR ÞAÐ ALDREI HVARFLAÐ AÐ ÞÉR AÐ AFREKA EITTHVAÐ? FYRIR UTAN FULLKOMNUN? ÞEGAR ÉG LÍT Á ÞIG SÉ ÉG HVER FRAMTÍÐ MÍN HEFÐI GETAÐ ORÐIÐ … ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ ÞAKKA MÉR! „ÉG FINN ÓTTALYKT. ER ÞAÐ EÐLILEGT?” TIL SÖLU Friðrik Steingrímsson orti áBoðnarmiði á fimmtudag:· Heiðríkjunnar himna skart hjarta sérhvert gleður, tunglið fullt og frostið hart, frábært þorraveður. Ásta Sverrisdóttir er á svipuðum nótum: Enn ertu risin gamla góða sól gleður þín börn á frostaköldum vetri. Í gaddi á þorra gyllir völl og hól, gerir að venju alla daga betri! Á föstudag sagði Hólmfríður Bjartmarsdóttir: „Loks birti í gær og við drifum okkur alla leið til Ak- ureyrar“: Þegar sólin yfir lög og láð landið baðar fegurð tign og ró, eins og marens eða sykurbráð öll er jörðin hulin hvítum snjó. Þann sama dag var frostið 17 gráður. Klukkan rúmlega þrjú orti Hólmfríður: Birtir í austri. Barið er hraunið snjó. Birtir í vestri yfir steingerðum tröllum. Sandurinn myrkur mjallhvítt brim á sjó máninn er hvítur hátt yfir bleikrauðum fjöllum. Dimmt er í vötnum í dvala, en krapi á lindum. Dauflega raular foss, undir klaka myndum. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Þægileg fæðuöflun“: Í skóginum aparnir ana og upp eftir trjánum spana, þó nóg sé af föngum, er nærtækast löngum að ná þar í banananana! Og hér yrkir Guðmundur um „Mótlæti“: Freymóður sagði: „hver fjandinn,“ er úr flöskunni búinn var landinn, og aumur varð hann, þegar af honum rann og Ragnheiður rann út í sandinn. Þessi staka eftir Völu Magnús- dóttur er skemmtileg: Af dálitlum anda en mest þó af mold var mótað í fyrstu vort synduga hold og því er nú ljóst, það sem lætur oss best er lifandi mold og hún bætir oss flest. Alkunnur húsgangur: Laufagosinn liggur frosinn úti; honum tosa ætla ég inn upp á mosasvæfilinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fullt tungl og hart frost á þorra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.