Morgunblaðið - 03.02.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.02.2021, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Andleg vanlíðan virðist útbreidd meðal aldraðra. Ótal ástæður verða til þess að and- legri heilsu getur hrak- að með hækkandi aldri. Félagsleg hlutverk breytast og geta til at- hafna daglegs lífs minnkar. Aðstæður breytast t.d. vegna ást- vinamissis. Líkamlegri heilsu hrakar. Fólk neyðist til að yfirgefa heimili sín og flytja inn á stofnanir. Farsóttin sem hefur ógnað okkur síðasta tæpa árið hefur ekki bætt úr skák og bitnað illa á eldri borgurum sem hafa einangrast enn frekar. Í Covid-faraldrinum síðustu mánuði hafa þróast tæknilausnir eins og samskipti með viðræðum gegnum tölvuskjái. Slíkar „skjá- heimsóknir“ geta þó aldrei komið í staðinn fyrir persónuleg tengsl og spjall þar sem fólk talar saman maður við mann. Aldrei skyldi vanmeta áhrif einmanaleika og söknuðar eftir ástvin- um og þess sem liðið er. Veikustu eldri borg- ararnir eru á hjúkr- unarheimilum. Hjúkr- unarheimili í Reykjavík bjóða ekki upp á nein skipulögð sálfélagsleg meðferðarúrræði fyrir íbúana. Oft er geðlyfja- meðferð eina úrræðið sem eldri borgurum býðst þegar þeir þjást af andlegri vanlíðan. Reynt er að bjarga málum í horn með því að mata fólkið á lyfjum. Þetta er óboð- legt í ljósi mannhelgi, mannréttinda og mannlegrar reisnar. Hver vill þurfa að eyða ævikvöld- inu undir áhrifum geðlyfja? Kann- anir sýna mikla notkun geðlyfja hjá öldruðum á Íslandi án þess að form- leg geðgreining liggi fyrir. Ekki eru heldur skýr tengsl milli geð- sjúkdómsgreininga og geðlyfjanotk- unar meðal íbúa hjúkrunarheimila. Nú í ársbyrjun birtist áhugaverð fræðigrein í Læknablaðinu eftir Pál Biering, geðhjúkrunarfræðing við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands, og Ingibjörgu Hjaltadóttur, sérfræðing í öldrunarhjúkrun á með- ferðarsviði Landspítala. Titill henn- ar er „Algengi og þróun geðraskana og geðlyfjanotkunar meðal íbúa ís- lenskra hjúkrunarheimila frá 2003 til 2018“ og greinina má finna á netinu. Rannsókn þeirra Páls og Ingi- bjargar sýnir að um það bil helm- ingur íbúa hjúkrunarheimila þjáist af kvíða, þunglyndi eða hvoru tveggja. Neysla geðlyfja jókst á tímabilinu úr 66,3% í 72,5%. Neysla geðrofslyfja er í kringum 26%. Fólki eru jafnvel gefin geðlyf án þess að greining liggi fyrir. Tæpur fimmt- ungur er þannig á slíkum lyfjum án þess að hafa greiningu. Flokkur fólksins hefur lagt til að borgarstjórn samþykki að stofna sál- félagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkr- unarheimilum eða í heimahúsi til að fyrirbyggja eða draga úr notkun geðlyfja. Þannig verði fyrsta úrræði sem gripið verði til, ekki að gefa fólki geðlyf, heldur veita því sálfélagslega samtalsmeðferð. Með því yrði dregið úr óþarfa geðlyfjanotkun í þessum aldurshópi. Lyfjanotkun er aldrei án aukaverkana. Aldraðir eru einnig viðkvæmari fyrir aukaverkunum geðlyfja ef þeir eru samtímis að taka önnur lyf. Andleg líðan er beintengd líkamlegri líðan og öfugt. Þeim sem líður illa andlega kenna frekar lík- amlegra verkja. Að sama skapi draga líkamlegir verkir úr andlegu þreki. Með því að tala við fólk og sýna því athygli og umhyggju er það virt sem manneskjur. Gefa ætti því aðeins geðlyf að undangenginni greiningu þar sem fram kemur með óyggjandi hætti að viðkomandi þarfnist geð- lyfja samhliða öðru úrræði eins og sálfélagslegri samtalsmeðferð, hreyfingu, birtu, samveru við gælu- dýr, svo fá dæmi séu nefnd. Tímabært er að velferðaryfirvöld borgarinnar hugi að því að stofna með formlegum hætti úrræði sem byggist ekki aðeins á ávísun lyfja heldur skipulagðri samtalsmeðferð með það að markmiði að hjálpa eldri borgurum að auka andlegan styrk og fá það mesta út úr lífinu. Flest okkar bera væntingar um að ná hárri elli. Vonandi hlýtur tillaga okkar í Flokki fólksins um um sálfélagslegt með- ferðarúrræði fyrir fólk á hjúkrunar- heimilum og í heimahúsum hljóm- grunn í borgarstjórn Reykjavíkur. Ekkert okkar vill búa við andlega vanlíðan á ævikvöldi og eiga á hættu að lifa það í lyfjamóki. Töframáttur samtalsins Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Tímabært er að vel- ferðaryfirvöld borg- arinnar hugi að því að stofna með formlegum hætti úrræði sem bygg- ist ekki aðeins á ávísun lyfja heldur skipulagðri samtalsmeðferð. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Vesæla land! setið er nú meðan sætt er, senn er nú jetið hvað ætt er, vesæla land!“ Óli Björn Kárason alþingismaður mælir fyrir sölu Íslands- banka fyrir næstu kosningar. Hann von- ar á sölu Landsbank- ans í framhaldinu; hefur enda lengi verið mótfallinn ríkisrekstri fyr- irtækja, eins og fram kemur í yf- irskrift greinar hans. Lengi áttum við báðir samleið með Sjálfstæð- isflokknum, því íhald átti löngum samleið með gömlu kapítalistunum sem þurftu frelsi til athafna og not- uðu það til að byggja upp atvinnu og afkomu í byggðum landsins. Þeir efn- uðust margir og ljetu gott af því leiða landi og lýð. Andlitslaus og heim- ilislaus stórkapítalismi síðari tíma er af öðru sauðahúsi. Honum hefur reynzt vera skálkaskjól í flokknum okkar. Nú bar svo við á önd- verðri nýbyrjaðri þús- öld, að frjálshyggju- mönnum var gefinn laus taumurinn um víða ver- öld. Hjerlendis var þeim fengið frítt spil með fjár- muni almennings að auki. Íhaldið í Sjálfstæð- isflokknum dugði þá ekki til andófsins. Látið var heita, að kaup hefðu verið, svo sem þegar Síminn var seldur, vel rekið fyrirtæki í bullandi gróða. Hvað fjekkst fyrir hann, þegar upp var staðið? Með klækjum tókst þeim að komast yfir bankana. Sú „einkavæðing“ reyndist þjóðinni dýr. Nú er lagt til að ríkið láti „almenning njóta þess virðisauka sem hefur myndast innan veggja bankanna frá endurreisn þeirra. Svigrúmið var myndað með vel heppnuðu uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna, stöðugleikasamningum og sölu ríkisins á 13% hlut í Arion banka árið 2018,“ segir í greininni. Gæti verið að svigrúmið eigi ein- hverjar rætur að rekja til þess, að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms gaf sjóðum og bönkum þær skuldir heimilanna sem nýir eigendur gengu svo eftir með harðfylgi? Talað er um að þúsundir heimila hafi tapað öllu sínu. Í hlut eiga þúsundir Íslendinga. Sigmundur Davíð reyndist fólkinu betur en enginn. Loforðið um að banna verðtryggingu húsnæðislána hefur gleymzt. Sagan gæti endur- tekizt. Hver er ástæða þess að nú þurfi að selja? Þarf ríkissjóður fje vegna pestarviðbragða? Á salan að kosta opinberar framkvæmdir við innviði lands og lýðs? Á að greiða niður skuldir ríkisins? Áður hafa komið fram hugmyndir um, að Íslendingar taki við hlutafje í bönkum þjóðarinnar án endurgjalds. Hversu líklegt er að það verði nokk- urn tíma? Vanti fje, sem vísast er, þarf að koma andvirði fyrir þetta al- þýðuhlutafje. Vissulega mætti svo verða, að hlutirnir yrðu seldir al- menningi á skynsamlegum kjörum, hverjum einum að einhverju há- marki. Yrði sá hinn sami að skuld- binda sig til að eiga hlutinn um eitt- hvert árabil, unz lögfest hefur verið hversu mikinn hlut hver og einn má eiga í sama bankanum. Er líklegt að svo verði nokkurn tíma? Gæti ekki eins komið til greina að lækka bindiskyldu fjár í bankanum, taka til ríkissjóðs það fje sem í hon- um liggur laust og selja síðan hlutina á opnum markaði án hafta: Viðskipti með þessa hluti myndu leiða í ljós hvers virði bankinn er í raun. Ótækt er að gefa það fje sem í bankanum er, eins og gert var með Símann og bankana forðum. Fámennri klíku voru þeir fengnir í aldarbyrjun. Allt var keyrt í þrot, en þó er almennt talið, að sumir hafi skotið undan stórfje. Íslenzk stjórn- völd heimiluðu innflutning þessa fjár á ný með vildarkjörum; 20% afslætti að minnsta kosti sem gerði þessu fólki kleift að ná til sín stóreignum á nýjaleik. Gæti verið, að íslenzka ríkið hafi með þessari ráðstöfun átt þátt í peningaþvætti? Liggur fyrir, hvaðan þessir fjármunir eru ættaðir? Eiga bankarnir það ekki sameiginlegt öðr- um auðfjelögum, að þar eru nú bull- andi uppgrip sem aldrei fyrr? Hvað- an skyldi sá gróði vera ættaður? Eru íslenzku auðmennirnir, sem fyrri rík- isstjórnir hafa skotið fótum undir af almannafje, óseðjandi? Er það þetta, sem nú heitir „alþjóðleg þróun í fjár- tækni“? Þeir hlutir sem falboðnir verða í bönkunum lenda í höndum lífeyr- issjóða og stóreignamanna, verði af sölu á næstunni. Þetta veit öll alþýða manna og óttast nýja „einkavinavæð- ingu“ og mismunun. Það þarf að svara fleiri spurningum af hálfu Sjálfstæðisflokksins áður en talað er fyrir sölu bankanna í ljósi reynzl- unnar. Spurt er: „Hverjum stendur til að hygla núna, á elleftu stundu?“ Kunna þingmenn Sjálfstæðis- flokksins svör við því? Eftir Geir Waage Geir Waage » Þarf ríkissjóður fje vegna pestarvið- bragða? Á salan að kosta opinberar fram- kvæmdir við innviði lands og lýðs? Á að greiða niður skuldir ríkisins? Höfundur er pastor emeritus. srgeir@icloud.com Blóðtaka, rúning, fláning, rán Það hefur gengið vel hjá okkur undanfarið í baráttunni við veiruna og hjálpast þar margt að: fámenni, góð landamæraskimun, skilningur almennings á persónulegum vörn- um og frábært framlínulið. Líklega gera menn sér ekki grein fyrir hvað ástandið er gott því ekki er mikið fjallað um stöðuna í Evr- ópu í fjölmiðlum. Það er einhver fælni í gangi að segja frá næstu grönnum. Ekki nógu spennandi eða hvað. Heyrði lýsingar frá Líbanon með nöfnum á einstaklingum og al- les, en það er hljótt um ástandið í Portúgal, sem er svo alvarlegt að þeir hafa sent út neyðarkall. Við- brögð ESB og áætlanir í bóluefna- málum ættu að vera hér í fréttum frekar en miklar útlistanir á upp- reisnum í fjarlægustu heims- hornum, sem með leyfi að segja koma okkur hreint ekki við. Að minnsta kosti er óþarfi að koma með nákvæmar staðsetningar svo að ekki skakki nema nokkrum kíló- metrum. Við erum ekki á leiðinni þangað enda vísast „lockdown“. Mættum við fá meira að heyra frá okkar kæru Evrópu. Þá lærðum við að meta hvað hólpin við erum. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Fréttir af faraldrinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.