Morgunblaðið - 03.02.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.02.2021, Qupperneq 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 ✝ Ingibjörg Guð-jónsdóttir fæddist í Gíslakoti í Vetleifsholtshverf- inu í Rangárþingi 11. febrúar 1920. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 24. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Þór- unn Ólafsdóttir, f. 7. ágúst 1889 á Ytra- Hóli í Vestur-Landeyjum, d. 1978, og Guðjón Guðmundsson, f. 1889 á Hrúti í Ásahreppi, d. 1984. Systkini Ingibjargar voru: Vig- dís, f. 1911, d. 2003; Guðríður, f. 1915, d. 2001; Valdimar, f. 1918, d. 2002; Ólafur, f. 1922, d. 2013; Gunnar, f. 1925, d. 2008; Guð- mundur, f. 1926, lést í bernsku. Ingibjörg giftist Stefáni Þor- grímssyni frá Brúarhlíð (áður Syðra-Tungukot) í Blöndudal, Rangárþingi þar sem hún pass- aði börn. Þegar Ingibjörg flutti til Reykjavíkur níu ára gömul byrjaði hún í Miðbæjarskóla. Hún byrjaði í sjö ára bekk með yngri nemendum þar sem hún kunni hvorki að lesa né skrifa. Þetta þótti henni mikil niðurlæg- ing. Hún tók námið föstum tök- um og var fljótlega færð upp um bekk til jafnaldranna. Hún hafði gaman af að læra og langaði að læra að verða hjúkrunarkona. Það var því miður ekki hægt en þetta var í upphafi kreppuár- anna og hún þurfti að fara að vinna fyrir sér, þá aðeins 14 ára. Hún vann ýmis störf, svo sem við barnagæslu, í skóverslun, í leikskóla og á saumastofu. Seinna þegar hún var gift og börnin komin til sögunnar vann hún fyrir Hagkaup þar sem hún saumaði sloppa heima við eldhús- borðið. Þannig gat hún verið heima hjá börnunum en unnið samtímis. Lengst af vann hún á öldrunarheimili. Þar hætti hún þegar hún var 73 ára vegna veik- inda Stefáns. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Austur-Húnavatns- sýslu, f. 1919, d. 2004. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Erna Jessen, f. 1948, maki Peter Winkel Jessen, f. 1948. Þau eiga þrjú börn: Gretu, Ingu og Stef- án Þór Winkel, og sjö barnabörn. 2) Guðjón Haukur, f. 1952, maki Ingi- björg Stefánsdóttir, f. 1954. Þau eiga tvö börn: Stefán Hauk og Álfheiði, og fjögur barnabörn. 3) Bryndís, f. 1963, búsett í Dan- mörku. Maki Lars Thøgersen, f. 1960. Þau eiga þrjár dætur: Silju, Önnu Björk og Stínu Sif. Ingibjörg flutti til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni árið 1929 og bjó þar alla tíð. Nokkur næstu sumur eftir að hún flutti til Reykjavíkur var hún í vist á bæ í Fyrstu búskaparárin bjuggu mamma og pabbi í Hlíðunum, þá í Skipasundi, Stigahlíð og loks í Keldulandi. Þegar pabbi lést bjó mamma áfram í Keldulandi þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Skjól fyrir þremur árum. Fyrstu ár hjónabandsins var pabbi sjómaður og mamma þá sjó- mannskona, sem var oft erftitt. Þegar börnin voru orðin tvö kom pabbi í land og byrjaði að vinna vaktavinnu í Áburðarverksmiðj- unni. Þá þurfti mamma að taka til- lit til óreglulegs vinnutíma hans. Vaktavinna, matur og svefn, alltaf á mismunandi tímum. Móðir okkar var hæglát kona, ljúf og hlý. Alltaf var stutt í brosið. Hún átti erfitt með að krefjast nokkurs, biðja um hjálp eða slá í borðið. Hún ætlaðist ekki til neins af öðrum. Henni reyndist alla tíð nær ómögulegt að þiggja eða biðja um aðstoð. Hún vildi alltaf standa á eigin fótum og bjarga sér sjálf. Gestrisin var hún og fljót að finna til kaffi og með því þegar gesti bar að garði. Pönnukökurn- ar hennar voru í uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. Á hjúkrunar- heimilinu átti mamma erfitt með að sætta sig við að geta ekki boðið okkur sem komum til hennar upp á kaffi. Hún sagði alltaf. „Mikið finnst mér leiðinlegt að geta ekki boðið ykkur upp á kaffi.“ Mamma var mikil saumakona og gat saumað allt, jakkaföt, káp- ur, kjóla og hún saumaði bæði fyr- ir fjölskyldu og vini. Sem ung saumaði hún sjálf öll sín föt og marga kjóla fyrir sig og mömmu sína. Þá komu vinkonur hennar stundum með föt til viðgerðar, eða báðu hana um að sauma fyrir sig nýjar gardínur. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa. Mamma lærði dönsku með því að lesa dönsk vikublöð. Seinna kom dönskukunnáttan að góðum notum því hún eignaðist tvo danska tengdasyni. Þegar þeir komu til sögunnar kom í ljós að hún skildi allt sem sagt var og smám saman fór hún tala dönsku. Hún átti ýmis áhugamál. Hún fór oft í leikhús, á myndlistasýn- ingar og í bíó. Hún fylgdist vel með öllum fréttum og umræðum og hafði sterkar skoðanir á stjórnmál- um. Hún hafði yndi af að lesa og ljóðalestur var í miklu uppáhaldi. Alltaf lá ljóðabók á náttborðinu. Mamma fylgdist vel með fjöl- skyldumeðlimum í lífi og starfi. Alltaf var hún með hugann hjá börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum og hugsaði mikið um líðan allra og þarfir. Hún var góð að átta sig á líðan annarra. Henni leið ekki alltaf vel þegar börn eða barnabörn voru á ferðalögum í öðr- um heimsálfum. Við sýndum henni oft myndir og fréttir af ferðalögum á samfélagsmiðlum. Hún var heill- uð af þessari nýju tækni. Mamma hugsaði vel um heils- una. Hún gekk mikið og fór oft í sund. Hún bjó á 4. hæð í Stigahlíð og 2. hæð í Keldulandi. Hún hélt því fram að þakka mætti stigun- um fyrir að hún hefði alltaf verið heilsuhraust. Oftar en ekki af- þakkaði hún boð um að vera keyrð á milli staða, hún vildi heldur ganga. Mamma eltist vel, hún var full- frísk bæði andlega og líkamlega fram til 2018. Þá, 98 ára gömul, þurfti hún fyrst að flytjast á hjúkrunarheimili og gat ekki búið lengur ein. Við erum þakklátar fyrir að fá að hafa mömmu svona lengi hjá okkur. Bryndís og Erna. Kær tengdamóðir mín og nafna er látin. Hún lifði í heila öld og gott betur því hún hefði orðið 101 árs 11. febrúar nk. Fyrir ári kom öll fjölskyldan saman til þess að fagna 100 ára afmælinu nokkrum dögum fyrir „covid“. Þá hafði hún dvalið á hjúkrunarheimilinu Skjóli frá því í ársbyrjun 2018 en fram að þeim tíma hélt hún sitt heimili í Keldul- andi 17 án mikillar aðstoðar. Ingibjörg var af Rangæingum komin í báðar ættir, fædd í Gísla- koti í Vetleifsholtshverfi í Ása- hreppi. Hún var fjórða barn for- eldra sinna en alls urðu systkinin sjö. Ingibjörg var alla tíð mikill Rangæingur en hún var 10 ára þegar fjölskyldan flutti til Reykja- víkur. Minnisstæð er ferð í heima- hagana og um Landeyjar fyrir nokkrum árum þar sem hún taldi upp og sagði frá bændum og búa- liði á næstum hverjum bæ í upp- hafi 20. aldar. Einn bróðir liggur í ómerktu leiði Oddakirkjugarði og það var henni í barnsminni hvar það myndi vera, sem reyndist rétt. Gaman var að skoða með henni bókina Þykkskinnu þar sem eru myndir af frænd- og sam- ferðafólki úr sveitinni og rifja upp sögur af því. Nafna mín hafði einstaklega góða nærveru, hæglát, brosmild en fylgin sér. Hún var lánsöm að búa að góðri heilsu alla tíð. Hún hafði sig lítt í frammi en vakti at- hygli fyrir fallega framkomu og smekklegan klæðnað. Þó hún ætti ekki von á neinum hafði hún sig til daglega og bar látlausan farða í andliti. Hún átti fallegt heimili og smekklega raðaði hún húsgögnum en var iðin við að færa þau til þannig að það var næsta víst að þau voru ekki á sama stað á milli heimsókna. Hún bar hag sinna nánustu fyr- ir brjósti, spurði um líðan og fram- tíðaráform. Börnum sínum var hún góð móðir og kærar minningar á Guð- jón frá samverustundum við að horfa á Kanasjónvarpið sem hafði þau áhrif að þau urðu bæði vel að sér um líf bandarískra leikara og hann varð tvítyngdur eins og það heitir í dag. Matvendni einkason- arins hefur örugglega reynt á þol- rifin en hana virti hún allt til enda. Hún bjó til besta jólaísinn og er það streituvaldur um hver jól hvort til hafi tekist eins og hjá mömmu/ömmu. Í veikindum Stefáns tengdaföð- ur míns var hún stoð hans og stytta en eftir lát hans bjó hún ein og stytti sér stundir við hannyrðir, lestur góðra bóka, sjónvarp og hlustaði á útvarp og hljóðbækur. Ég sé hana fyrir mér á stiga- pallinum í Keldulandinu þar sem hún kvaddi okkur iðulega og fylgdist með þegar við ókum úr hlaði þakklát fyrir heimsóknina. Þannig kveðjustund er efst í huga mínum núna en nú er það ég sem horfi á eftir henni með þakklæti fyrir komuna og ósk um góða heimferð. Ingibjörg Stefánsdóttir. Amma kvaddi þetta líf 18 dög- um fyrir 101 árs afmælið sitt. Á kveðjustund er ekki annað hægt en að vera þakklát fyrir hvað hún átti góða ævi, var heilsuhraust og sjálfbjarga þar til fyrir þremur ár- um. Margar ljúfar minningar um ömmu hafa komið upp í hugann síðustu daga. Fyrir mörg jól bauð ég mér í heimsókn til hennar til þess að baka uppáhaldið mitt, vanillu- hringi. Við bökuðum margar plöt- ur af kökunum og svo þegar ég spurði hana hvað þær ættu að vera lengi í ofninum stóð ekki á svari: Þar til þær eru tilbúnar. Oftar en ekki spurði hún mig hvort ég væri að flýta mér því hún væri búin að hnoða í hálfmána. Ég reiknaði því alltaf með góðum tíma í þessar bakstursheimsóknir og fékk svo meirihlutann af bakstrinum með mér heim. Það sem mér þykir svo lýsandi fyrir ömmu var hvað hún var þakklát fyrir sjálfsagða hluti. Þakkaði fyrir heimsóknir, símtöl, búðarferðir o.fl. Það var líka svo lítið mál að gleðja hana. Póstkort, dönsku blöðin, blóm að ógleymdu kaffispjalli þar sem ég missti yfir- leitt töluna á drukknum bollum því hún hellti alltaf í bollann áður en ég náði að klára. Ég hef ekki tölu á hvað amma prjónaði handa mér mörg pör af lopasokkum og vettlingum um ævina. Það eru eflaust nokkrir tugir. Stundum bað ég hana um að prjóna handa mér sokka og ég var varla búin að sleppa orðinu þegar komu skilaboð um að það biðu sokkar eftir mér. Á haustin varð hún oft fyrri til og rétti mér sokka þegar ég kom í heimsókn. Það er notaleg tilhugsun að eiga þrjú pör af ónotuðum lopasokkum sem amma prjónaði handa mér áður en hún hætti að geta prjónað. Hvíldu í friði, elsku amma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Greta. Elsku amma mín varð næstum því 101 árs og er ég mjög heppin að hafa haft ömmu svona lengi. Samt er það svo sárt þar sem amma var besta amma í heimi og hún var amma mín. Eftir sitja yndislegar og góðar minningar. Ég vil meina að ég hafi verið nefnd í höfuðið á ömmu minni, við hétum næstum því það sama. Við amma vorum alltaf glaðar að hitta hvor aðra og gátum við setið og spjallað um allt milli himins og jarðar. Hún var alltaf svo fín, búin að setja rúllur í hárið og klæða sig í flotta blússu. Amma var alltaf brosandi, ég man samt eftir einu skipti sem hún var minna bros- andi, en þá hafði ég farið út og tínt allar stjúpurnar úr beði ná- grannakonunnar og gefið ömmu. Hún var samt ánægð með að hafa fengið blómin en fór og bað ná- grannakonuna afsökunar fyrir mína hönd. Þegar ég var yngri fékk ég oft að vera ein hjá ömmu og afa. Það var hægt að treysta á það að amma lumaði á pönnukökum, heimalagaðri kæfu, myntukexi eða öðru góðgæti. Hún var nefni- lega snillingur að búa til pönnu- kökur og kæfu. Heima hjá þeim var leðurtaska, full af Andrésblöð- um, stundum var komið nýtt blað í töskuna þegar maður kom. Skemmtilegast var að setjast inn í skápinn í forstofunni, lesa nýtt Andrésblað og gæða sér á kandís á meðan. Amma átti alltaf nammi einhvers staðar, stundum var það falið en það var alltaf frekar auð- velt að finna það. Amma mín var nefnilega nammigrís, hún elskaði súkkulaði og brjóstsykur og kaffi, hún drakk mikið kaffi, svo mikið að ég hélt að það væri það eina sem gamalt fólk drykki. Heima hjá henni var alltaf fínt og ég er nokkuð viss um að fáar ömmur hreyfðu húsgögn eins mikið til og amma mín. Hún breytti uppröð- uninni eins og henni datt í hug, færði húsgögnin til ofan á bleika mjúka teppinu sem hún fékk afa til þess að samþykkja að láta leggja á Keldulandið. Hvíl í friði, elsku amma mín, takk fyrir samveruna og minning- arnar. Inga Jessen. Elsku amma Inga er búin að kveðja okkur í hinsta sinn. Amma átti langa og góða ævi, ekki marg- ir sem ná því að verða næstum 101 árs en því náði amma mín. Það var notalegt að koma í Kel- dulandið til ömmu og afa og tóku þau alltaf á móti manni með því- líkum kræsingum. Heimabakaðar pönnukökur, vöfflur með ís og sultu og oftar en ekki var amma búin að baka draumtertu sem eng- inn getur gert eins góða og hún. Núna þarf ég að fara að æfa mig og vonandi næ ég því á endanum. Þegar við systkinin fengum að fara í bæjarferð til ömmu og afa og gist- um í Keldulandinu var mesta sportið að fara með ömmu í strætó í Mjóddina. Þar fórum við í Ey- mundsson og ég fékk að velja mér límmiða og dúkkulísur. Amma var mjög flott kona og vel til höfð. Mér fannst hún alltaf líta út eins og hún myndi bara ekki eldast. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir, alltaf allt svo hreint og fínt hjá henni alveg þar til hún fór á Skjól. Þó að amma hafi verið orðin 98 ára mundi hún alltaf eftir strákunum mínum tveimur og spurði alltaf um þá þeg- ar ég kom í heimsókn án þeirra og hún ljómaði alltaf þegar við töluð- um um þá. Það var ekki fyrr en á nýliðnu ári sem hún var farin að gleyma þeim og það kom fyrir að hún mundi ekki eftir mér og það var pínu erfitt fyrst en þá skoð- uðum við saman fjölskyldumyndir í myndamöppunni sem henni fannst mjög gaman. Nú eru amma og afi sameinuð á ný og fylgjast með okk- ur fjölskyldunni úr fjarlægð. Takk fyrir allt, elsku amma Inga, ég sakna þín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Álfheiður Guðjónsdóttir. Væntumþykju er hægt að sýna á margvíslegan hátt. Amma okkar sýndi hana með pönnukökum og skilningi á frelsi til þess að fá að vera við sjálfar. Við máttum gera og vera nákvæmlega eins og við vildum; fá okkur lúr á sófanum, taka dúkkutöskuna úr skápnum eða bara leggjast á stofugólfið og blaða í bók. Það voru engar kröfur. Hún tímasetti pönnuköku- baksturinn fullkomlega við komu okkar frá flugvellinum. Fleiri vik- um fyrir brottför byrjuðum við að hlakka til að koma í Kelduland og sjá ömmu í eldhúsglugganum að bíða eftir okkur. Ilmurinn fannst strax í stigaganginum og við viss- um, að nú byrjaði fríið. Það eina sem amma vildi var að sjá ferða- þreytuna líða úr okkur á meðan við hámuðum í okkur nýbakaðar pönnukökurnar, sem voru upp- rúllaðar á hárréttu augnabliki til að sykurinn væri bráðnaður. Hjá ömmu gátum við ekki gert neitt rangt. Hún var forvitin og fordómalaus, sem eiginlega var aðdáunarvert fyrir konu sem var fædd árið 1920. Sama hvað við systur kynntum fyrir henni, hvort sem það voru göt í eyru og nef eða „dreadlocks“ þá fannst henni við alltaf fínar. Allt það nýja sem við fundum upp á var bara spennandi. „Hvernig gátuð þið látið ykkur detta þetta í hug?“ Eitt sumarið þegar ég, Silja, var lítil og í heimsókn tók ég stórt reiðikast af því að ég átti að fara í rúmið. Íslensku björtu sumar- kvöldin gátu ruglað mig i ríminu, af hverju átti að svindla á mér og senda mig í rúmið þegar sólin var enn á lofti? Í kastinu eyðilagði ég litla styttu af ungri konu í kjól, sem amma hafði upp á punt í borð- stofunni. Ég skammaðist mín al- veg hræðilega. Reiðin breyttist fljótlega í skammartár og mamma varð að hjálpa mér að stama orð- unum og segja ömmu hvað ég hefði gert. „Jæja,“ sagði hún. „Mér hefur hvort sem er alltaf fundist hún frekar ljót.“ Úff, nú gat ég slappað af og tekið gleði mína aftur. Við systur áttum alltaf erfitt með tungumálið þegar við komum í heimsókn til ömmu. Sérstaklega yngri systurnar, Stína og Anna Björk. En amma var meistari í að sýna allt með augunum. Orðin skiptu ekki svo miklu máli. Hlýju brosin, mjúku hendurnar og ný- bökuðu pönnukökurnar sögðu okkur allt. Meira að segja þegar amma var orðin svo gömul, að orðin voru að hverfa, var ekki hægt að misskilja hlýjuna sem geislaði frá henni til okkar. Í einni heimsókninni, þegar Stína hafði mikla þörf fyrir hlýju, sýndi amma henni svo mikla ást, að það var næstum hægt að sjá hana í loftinu. Þá skiptu tungumálaörðug- leikar allt í einu engu máli. Silja, Anna Björk og Stína Sif. Ingibjörg Guðjónsdóttir Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GYÐA ARNÓRSDÓTTIR, lést 26. janúar að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. febrúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verða eingöngu nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Athöfnini verður streymt á slóðinni https://youtu.be/yFUcZTwfGJs. Einnig er hægt að nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlat. Helgi Hermannsson Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir Hermann Ingi Hermannsson Elísabet Nönnudóttir Arnór Hermannsson Helga Jónsdóttir Magnús Hermannsson Anna Linda Sigurðardóttir Dagbjört Theodórsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA VIGGÓSDÓTTIR, Boðaþingi 24, Kópavogi, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 14. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey 28. janúar. Innilegar þakkir til starfsfólks Báruhrauns fyrir alúð og stuðning, guð blessi ykkur. Magnús Þór Indriðason Viggó Hólm Valgarðsson Benedikta Björnsdóttir Valdís Anna Valgarðsdóttir Þorsteinn Eyjólfsson Hafsteinn V.H. Valgarðsson Marit G. Káradóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Fit, lést á Landspítalanum 27. janúar. Útförin fer fram frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 6. febrúar klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/tv80Kyg99pM og sent út á FM 107,0 við kirkju. Baldur Ólafsson Ólafur Pálmi Baldursson Gunnheiður G. Þorsteinsdóttir Jóhann Baldursson Svanhvít Ólafsdóttir Óskar Baldursson Kristín Rós Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.