Morgunblaðið - 03.02.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.02.2021, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 ✝ HallgrímurSveinn Sævarsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1975. Hann lést í Kópavogi 14. janúar 2021. Foreldrar Hall- gríms eru Sigþór Sævar Hallgríms- son bifvélavirki, f. 17. apríl 1948, og Linda Hreggviðs- dóttir tónlistarkennari, f. 22. júlí 1950. Systkini Hallgríms eru: Svala Sævarsdóttir, f. 26. júlí 1966, Unnur María Sævars- dóttir, f. 22. júní 1968, Ingi Þór Ein- arsson, f. 24. ágúst 1968, og Guðrún Baldvina Sævars- dóttir, f. 6. desem- ber 1980. Hall- grímur lætur eftir sig dótturina Hrefnu Maríu, f. 23. júlí 1996. Hallgrímur var jarðsettur 1. febrúar og fór útförin fram í kyrrþey. Elsku Hallgrímur! Það var erf- itt að frétta af fráfalli þínu, þó svo að ég verði að viðurkenna að frétt- in kom mér ekki mjög á óvart. Líf- ið fór ekki með þig einfalda eða auðvelda vegferð, sérstaklega núna síðari árin. Ég hugsaði oft með mér hvernig þú færir að því að komast í gegnum þetta allt saman aftur og aftur. Miðað við hvað það var erfitt að fylgjast með þér og baráttu þinni úr nokkurri fjarlægð á ég erfitt með að ímynda mér hversu erfitt það hef- ur verið að standa í baráttunni sjálfur. Ég efaðist aldrei um hvað þig langaði mikið í annað líf, en fíknin var þér oft og tíðum harður og grimmur stjórnandi. Eitthvað hlaut að þurfa að láta undan að lokum. Þegar þú komst í tal, þá lýsti ég þér gjarnan sem klárari bróðurn- um. Allt sem þú ákvaðst að gera var alltaf tekið alla leið. Það var aldrei nein millileið hjá þér, það var alltaf beint á toppinn eða bara ekki neitt. Ég sá þetta í nánast öllu hjá þér, hvort sem það var að hlaupa, skrifa texta, spila tónlist, taka myndir eða halda úti heima- síðum um málefni sem voru þér kær. Þú gafst þig alltaf allan í verkið á meðan þú réðst við það. En bremsuna og jafnvel örlítið af meðalmennsku vantaði oftast hjá þér sem olli því að þú fórst oft of langt og fórst svo harkalega langt niður í framhaldinu. En vá hvað ég á eftir að sakna þín Hallgrímur. Þú hafðir svo margt fram að færa og þú varst sá skapandi af okkur tveimur. Ég sá um ísköldu rökhugsunina á með- an þú sást ekki hindranirnar og skapaðir það sem þú sást fyrir þér. Það var líka lærdómsríkt að fylgjast með þér leika við börnin í fjölskyldunni. Þú varst alltaf tilbúinn að setjast niður með þeim, sást hlutina út frá þeirra sjónarhorni og tengdist þeim út frá þeirra forsendum. Eitthvað sem ég þurfti að tileinka mér, en allt svona virtist nánast koma náttúrulega hjá þér. Ég veit að þú ert hvíldinni feg- inn eftir langa baráttu og veit að þú ert kominn á betri stað núna. Ég bið að heilsa ömmu og afa og við sjáumst síðar. Ingi Þór Einarsson. Elsku bróðir minn er dáinn og eftir stendur óbærilega stórt skarð. Ég á ekki lengur tvo bræð- ur og tvær systur. Ég á ekki leng- ur bróður sem gengur um með ná- kvæmlega eins fæðingarblett og ég á handleggnum. Ég á ekki lengur bróður með fullkomið tón- eyra, myndavél um hálsinn, ein- hverja þjóðsögu á náttborðinu, hripandi niður ljóð og bundið mál eins og 18. aldar listamaður. Haggi var endurreisnarmaður- inn, fjölfræðingur sem virtist hafa áhuga á öllu og var ótrúlega fljót- ur að tileinka sér nýja færni. Það virtist vera hægt að rétta honum hvaða hljóðfæri sem er og nokkr- um mínútum seinna kom laglína, eitthvað beint frá hjartanu. En þrátt fyrir að allt léki í höndunum á Hagga, lék lífið þennan bróður minn mjög hart og undir það síð- asta var ég farin að velta fyrir mér hvers konar ofurlíffæri hann hefði fengið í vöggugjöf sem þoldu óbærilegt álag á köflum. Haggi átti 9 líf og í hvert sinn sem ég hélt að þau væru búin reis hann upp aftur. Þangað til hann gerði það ekki. Hans saga ein- kenndist bæði af andlegum og lík- amlegum veikindum en líka óbil- andi elju og löngun til að ná bata. Ég lít svo á að hann hafi nú loks- ins fundið friðinn og hvíldina sem hann leitaði svo lengi að. Núna hugsa ég til Hagga eins og hann var þegar við vorum lítil og unglingar, þegar hann var ógeðslega töff, óþolandi klár og hrikalega fyndinn. Svo kúl að það var heiður að vera strítt af honum því öll athygli frá honum var gróði og það var skjól að standa í skugg- anum af honum. Hrifnæmur kær- leiksbolti sem börn og fullorðnir, hundar, kettir, fuglar og hestar gátu ekki annað en laðast að. Eins og myndarlegur Disney-prins í skóginum. Sæti stóri bróðir minn sem varð ósjálfrátt miðja allrar athygli og stöðugt með vesen, vesen sem þá einkenndist af lífsgleði, sköp- unargáfu og skemmtilegum prakkarastrikum. Ég man eftir að hafa áttað mig á því ung að það áttu ekki allir tvo eldri bræður og fannst erfitt að skilja hvernig svo- leiðis krakkar kæmust í gegnum lífið. Það fengu ekki allir gefins einn jarðbundinn Vísinda-Inga sem kunni öll svörin og hélt manni á jörðinni og einn svífandi Hæfi- leika-Hagga til að hefja flugið og búa til ævintýrin. Fyrir það vega- nesti og virðisauka verð ég æv- inlega þakklát. Skugginn af fráfalli Hagga er stór en nær ekki að skyggja á þá staðreynd að ég ólst upp með æv- intýralegum stórum bróður og þrátt fyrir allt sem átti eftir að ganga á, efaðist ég aldrei um hvað honum þótt mikið vænt um mig. Ég hugga mig við að hann vissi að það var gagnkvæmt. Elsku Haggi, Ingi segir að þetta þurfi ekki að vera hinsta kveðja, ég geti áfram talað við þig og ef Ingi segir það þá hlýtur það að vera satt, manstu. Megi þitt himnaríki vera fullt af hljóðfær- um, hundum, köttum, myndavél- um, múmínálfum og legó fyrir lengra komna. Góða ferð og hvíldu í friði. Þín litla systir, Guðrún (Gulla). Fregnin um andlát Hallgríms kom eins og reiðarslag. Þannig er það auðvitað alltaf þegar á reynir og kaldur raunveruleikinn blasir við. Sorgin hellist yfir og hún er nístandi og sár. Svo koma minn- ingarnar. Ég þekkti Hallgrím frá því hann var upp úr þrítugu, ungur maður, bjartur og hress, hlátur- mildur og sá sem kom auga á hitt sjónarhorn málanna, kennari uppi í sveit sem átti stóra hunda. Mér líkaði strax vel við hann þá og æ síðan. Hallgrímur var bara alltaf svo viðkunnanlegur. Hann var líka einn þeirra sem eiga svo auðvelt með mannlegu hliðina, hann var næmur á manneskjuna og tengdi ósjálfrátt og áreynslulaust. Hann var líka svo margt. Skap- andi og listrænn, já, það sýndi hann okkur með þessum perlum sem hann töfraði fram með myndavélinni. Ljóðrænn, músíkalskur og margfróður. Í eðli sínu kúltíveruð og næm sál. Hann var líka þessi framtakssami náungi sem datt eitthvað í hug og framkvæmdi jafnharðan. Sá sem dúkkaði óvænt upp einn daginn og dró mig undirbúningslaust út í gamlárs- hlaupið, eða upp á Úlfarsfellið. Í hlaupið mætti Hallgrímur reynd- ar nokkrum mínútum of seint en lét það ekki slá sig út af laginu þótt aðrir hefðu hlaupið af stað á undan. Hann hljóp sitt hlaup eftir sínu höfði og lét ekki megin- strauminn trufla sig. Kannski má kalla að sá eiginleiki hafi bæði verið hans gæfa og ógæfa. Hallgrímur var barngóður og laðaði börn að sér áreynslulaust. Hann var líka dýravinurinn sem náði kyrrlátu sambandi við óró- legasta köttinn. Líklega skynjuðu bæði börn og málleysingjar að þarna fór maður sem setti sig ekki á háan hest heldur nálgaðist þau sem jafningi í kærleika og gleði, spann upp ævintýri og talaði þar að auki þeirra tungumál. Sama mátti reyndar segja almennt um samskipti hans við annað fólk. Hallgrímur átti alls staðar vini og eignaðist nýja auðveldlega. En ég minnist hans sem fjöl- skyldumanns. Sama hvar hann var staddur í sínum sjúkdómi þá sótti hann alltaf í samverustundir fjölskyldunnar, ef þess var ein- hver kostur, og gerði hvað hann gat til þess. Jú, vissulega glímdi Hallgrímur við illvígan sjúkdóm sem hann fékk ekki lækningu við og sem að lokum reyndist honum yfirsterkari. Sá sjúkdómur er sár og erfiður. En við, sem þótti vænt um hann, söknum hans og syrgjum, minnumst hans sem þeirrar ljúfu og yndislegu manneskju sem við þekktum. Kjartan Rolf Árnason. Það er gjarnan sagt að fram- tíðin sé eins og óskrifað blað. Þeg- ar við krakkarnir í E-bekknum í Melaskóla kynntumst var framtíð okkar óskráð og blasti við eins og hlaðborð af möguleikum. Hallgrímur, eða Haggi eins og hann var alltaf kallaður, var ómissandi hluti af þeim góða hópi sem myndaði E-bekkinn. Sam- ferð okkar var á barnaskólaárun- um allt fram að unglingastigi þeg- ar við fórum flest í Hagaskóla en Haggi var þá fluttur af Hjarðar- haganum og út á Nes og fór í Val- húsaskóla. Framtíðin var hlaðborð af möguleikum fyrir Hagga, hann var lífsglaður og hæfileikaríkur drengur. Við bekkjarfélagarnir eigum margar góðar minningar tengdar honum bæði úr skólastofunni og á leikvellinum. Haggi var drjúgur í bæði fót- bolta og brennó, hann var fé- lagslega sterkur og átti marga vini. Hæfileikarnir voru margir og sérstaklega var mikil tónlist í Hagga. Kæri Haggi, við vitum að lífið fór ekki alltaf um þig mildum höndum en í okkar huga, bekkjar- félaga þinna úr Melaskóla, ert þú alltaf hæfileikaríkur og góður fé- lagi og varst mikilvægur partur af þeim góða anda sem ríkti í E- bekknum í Melaskóla. Kæri vinur, við kveðjum með þakklæti í hjarta og hugann fullan af minningum af öllum þeim stundum sem við áttum saman. Dagur er liðinn, dimmir furðu skjótt. Allir góðir englar vaki yfir þér í nótt. Vindinum kalda verður bráðum rótt. Allir góðir englar vaki yfir þér í nótt. Hugurinn reikar, hjartað slær svo ótt. Allir góðir englar vaki yfir þér í nótt. Sælt er að geta sofnað vel og fljótt. Allir góðir englar vaki yfir þér í nótt. (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Fyrir hönd bekkjarfélaga úr E- bekknum í Melaskóla, Arnar Haraldsson. Hallgrímur Sveinn Sævarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, langafi og bróðir, JÓN BREIÐFJÖRÐ HÖSKULDSSON, Litlabæjarvör 15, Álftanesi, verður jarðsunginn fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 13 frá Bessastaðakirkju að við- stöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/6q3B2_LA_xw Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Kraft njóta þess. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Vífilsstaða fyrir hlýja og einstaka umönnun. Elín Jóhannsdóttir Margrét Jónsdóttir Einar S. Helgason Kristinn G. Jónsson Teresita Jónsson Jóhann Jónsson Jóna Konráðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Dagbjört Höskuldsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug við minningarathöfn og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, HREINS SVERRISSONAR, símaverkstjóra, Ægisgötu 16, Akureyri. Útförin fór fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. janúar og var hann lagður til hinstu hvílu í kirkjugarði Akureyrar. Hlýhugur ættingja, vina og vinnufélaga er okkur stoð á þessum tíma. Sergey, Natalia, Artjem, Dina og börn senda samúðarkveðjur frá Rússlandi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gunnar Bachmann Hreins. Guðbjörn Sverrir Hreinsson Vilborg Huld Helgadóttir Kalina Klopova Sonja Bára Gunnarsdóttir Daníel Sverrir Guðbjörnsson Stefán Atli Gunnarsson Katrín Jana Guðbjörnsdóttir Linda Björg Gunnarsdóttir Halldóra F. Sverrisdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR mjólkurfræðings frá Snælandi Selfossi, Guðmundur Sigurðsson Bergljót Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Kristín Björnsdóttir Guðrún I. Sigurðardóttir Sigurjón Þórðarson Einar Þorbjörnsson Sigrún Erlendsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Minn heittelskaði eiginmaður, sonur, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, RÚNAR KARL JÓNSSON, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á hjúkrunar- heimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 26. janúar. Útför hans mun fara fram í Kvennabrekku- kirkju í Dölum laugardaginn 6. febrúar klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir útförina en athöfninni verður streymt á kvikborg.is. Kristín Erla Guðmundsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Örn Ingólfsson Guðmundur Jónsson Agnar Jónsson og fjölskylda Kjartan Jónsson og fjölskylda Svanberg Már Rúnarsson Vigdís Ósk Viggósdóttir Rúnar Daði Svanbergsson Heimir Már Svanbergsson Hafsteinn Ingi Svanbergsson Erla Rún Rúnarsdóttir Adam Orri Vilhjálmsson Fríða Kristín Adamsdóttir Elís Karl Adamsson Kristinn Freyr Rúnarsson Steinunn Þorvaldsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ÁSLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hvassaleiti 58 í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 22. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu takmarkast fjöldi í kirkjunni við 100 manns og eru ættingjar og nánir vinir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Streymt verður frá athöfninni á slóð sem birtist í vefútgáfum og facebooksíðum aðstandenda. Áslaug Haraldsdóttir Stefán Haraldsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA HEIÐBERG GUÐMUNDSDÓTTIR, Fannborg 8, Kópavogi, lést á Hrafnistu við Sléttuveg föstudaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 5. febrúar klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://www.skjaskot.is/kristjana Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Bestu þakkir til allra þeirra sem sinntu Kristjönu í veikindum hennar. Björgvin Gylfi Snorrason Guðfinna Alda Skagfjörð Ásgeir Valur Snorrason Hildur Gunnarsdóttir Karen Lilja Björgvinsdóttir Christian Guterres Eva Björk Björgvinsdóttir Anders Ødum Þorbjörg Ásgeirsdóttir Dagný Ásgeirsdóttir Anna Lilja Ásgeirsdóttir Tao, Soul, Matti og Solveig Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR NIKULÁSSON, Hringbraut 26, Reykjavík, lést á Sóltúni fimmtudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. febrúar klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu ættingjar og vinir við útförina. Útförinni verður streymt á: https://youtu.be/qxtxPrLrtvE. Þeim er vildu minnast hans er bent á líknarsjóð Dómkirkjunnar. Ragnheiður H. Sæmundsd. Sóley Einarsdóttir Þorsteinn Sæmundsson Berglind Ásgeirsdóttir afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.