Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Söngstund með Helgu
kl. 13. Kaffi kl. 14.30, kaffi/kakó og kökusneið kostar 450 kr. Bókaspjall
með Hrafni kl. 15. Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði
hjá okkur og jafnframt er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera
ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari
upplýsingar eru í síma 4112701 og 4112702. Góðar stundir.
Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Smíðar, útskurður með leiðbein-
anda kl. 9-14. Stóladans með Þóreyju kl. 10.30. Bónusbíllinn fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.55. Spænskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.15-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir.
Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, 411-2600.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 13-16, skráning í síma 441-9922.
Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Grímuskylda er í Boðanum og
tveggja metra reglan viðhöfð.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Tálgað með Valdóri
frá kl. 9.15. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Opið kaffihús kl. 14.30.
Vegna sóttvarnarregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla
viðburði hjá okkur í síma 535-2760.
Bústaðakirkja Göngutúr frá Safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 13.
Gengið um hverfið,létt og góð ganga. Njótum útiverunnar saman og
það er boðið uppá kaffisopa eftir gönguna. Allir hjartanlega velkomn-
ir. Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffisopi og
spjall kl. 8.10-11. Línudans kl. 10-11. Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30. Þátttökuskráning í síma 411-2790 og á skrif-
stofu. Grímuskylda og fjöldatakmörk miðast við 20 manns. Virðum
allar sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabæt Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Pool-
hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Göngu-
hópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11. Málun
Smiðju Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl. 16.30
og 17.15. Litlakot opið kl. 13–16. Áfram skal gæta að handþvotti og
smitvörnum og virða 2 metra regluna, grímuskylda.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Munum sóttvarnir,
grímuskyldu og tveggja metra regluna.
Hraunsel Dansleikfimi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 og
9.30. Bingó á miðvikudögum kl. 13. Handverk á miðvikudögum kl. 13.
Píla á fimmtudögum kl. 13. Línudans á föstudögum kl. 10 og 11.
Grímuskylda og 2ja metra reglan eru í gildi og nauðsynlegt að skrá
sig í allt starf fyrirfram í síma 5550142.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Hreyfiþjálfun sjúkraþjálfara hjá Hæfi kl. 10.10. Handa-
vinnuhópur kl. 13-16. Framhaldssaga kl. 13.30.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu hefst á ný kl. 9 í dag í Borg-
um, þátttökuskráning. Ganga kl. 10 frá Borgum, þrír styrkleikahópar
og einnig gengið inni í Egilshöll kl. 10. Sjórnar og nefndarfundur
Korpúlfa kl. 10 í Borgum. Keila Egilshöll kl. 10 í dag, hámark 20
manns. Grímuskylda í rýmum félagsstarfssins. Virðum sóttvarnir,
handþvott, sprittun og fjarlægðarmörk.
Seltjarnarnes Leirnámskeið á Skólabraut kl. 9. Glernámskeið á neðri
hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Botsía á Skólabraut kl. 10. Kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á
Skólabraut kl. 13. Virðum fjöldatakmarkanir, grímuskyldu og aðrar
persónulegar sóttvarnir. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í
salnum á Skólabraut kl. 13.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
með
morgun-
nu
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Ásta Ragnhild-ur Ólafsdóttir
var fædd 17. janúar
1968. Hún lést 15.
janúar 2021 úr
krabbameini á
Landspítalanum.
Foreldrar hennar
voru Ólafur G. Ein-
arsson, fv. ráð-
herra, alþing-
ismaður og
hreppstjóri í Garða-
hreppi, og Ragna (Stella) Bjarna-
dóttir. Hún ólst upp
á Stekkjarflöt í
Garðabæ og bjó alla
tíð í þeim bæ, síðast
í Goðatúni. Eftirlif-
andi eiginmaður
hennar er Þröstur
Sigurðsson. Þau
áttu þrjá syni, Ólaf
Þór, Fannar Stein
og Viktor Inga.
Útför hefur farið
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Ég kynntist Ástu fyrst sem
kennara við Myndlistarskóla
Kópavogs. Ekki leið á löngu þar
til hún var orðin félagi minn í
myndlistinni og okkar samskipti
í allri umræðu voru á jafningja-
grundvelli. Þess má einnig geta
að maður Ástu, Þröstur, var vin-
ur minn á unglingsárum og end-
urnýjuðust okkar kynni einnig
við brölt Ástu í myndlistinni.
Ásta var mjög áköf og eitilskörp
í allri samræðu um myndlist
sem og hvers kyns heimspeki-
legum vangaveltum á því sviði,
sem leiddi hana út í mikinn og
djúpan lestur í heimspekinni.
Þótt pælingarnar væru oft á tíð-
um þungar var húmorinn aldrei
langt undan sem var einnig
áberandi í verkum hennar. Mál-
verkin hennar snerust oftar en
ekki um áleitnar spurningar
mannlegrar tilvistar og það
„vesen“ sem því fylgir. Í gegn-
um málverkin gat hún tjáð á
einstaklega áhrifaríkan hátt hið
grátbroslega í manneskjunni
þar sem brjóstumkennanlegar
fígúrur spruttu fram krumpaðar
í krankleik sínum yfir því að
þurfa að vera til í frekar erf-
iðum heimi með húmorinn einan
að vopni. Sem vinur var Ásta
einstaklega hlý og góð mann-
eskja og sannur vinur.
Hún var ásamt mér meðlimur
í Anarkíu og hópi listafólks sem
rak samnefndan listasal í Kópa-
vogi um skeið og á sínum stutta
listferli náði hún að skapa gríð-
arlegt magn listaverka. Ástríðan
og ákafinn var ótrúlegur og ég
er þess fullviss að myndlistin
hennar á eftir að lifa um
ókomna tíð. Þín verður sárt
saknað hér í mannheimum og
megir þú njóta þín í heimi meðal
engla og guða elsku Ásta.
Bjarni Sigurbjörnsson
myndlistarmaður.
Ásta var ein af æskuvinkon-
unum: sumar okkar hafa þekkt
hana alla ævi, aðrar frá því við
vorum í Barnaskóla Garða-
hrepps (nú Flataskóli) eða
Garðaskóla. Við kveðjum hana
með trega og tárum.
Hún kynntist Þresti eigin-
manni sínum snemma á ævinni.
Hann átti eftir að sanna að betri
mann væri varla hægt að hugsa
sér fyrir Ástu okkar. Hann varð
svo góður vinur okkar að það
var oft talað um að hann gæti
kannski bara verið með í saumó.
Hann „fékk“ að halda paraboð
fyrir saumaklúbbinn í staðinn,
sem öll fóru einstaklega vel
fram, svo því sé haldið til haga.
Ásta okkar var flugfreyja til
margra ára og má í raun segja
að hún hafi verið flugfreyja í
húð og hár á þeim tíma. Hún
gekk með slæðu um hálsinn,
tiplandi um á háhæluðum skóm
með varalit, naglalakk og upp-
sett hár. En svo hætti hún sem
flugfreyja og söðlaði um. Hún
ákvað að elta drauminn um að
verða listamaður og það var eins
og hendi væri veifað – slæðan,
varaliturinn, naglalakkið og há-
hæluðu skórnir hurfu á svip-
stundu.
Við tók líf listakonunnar –
málningarslettur í hárinu,
strigaskór og víð, þægileg föt.
Þarna var svo komið að við gát-
um átt von á því að Þröstur
hefði bakað fyrir saumaklúbbinn
og að hún væri ekki búin að
skipta um föt þegar við mætt-
um.
Listin átti hug hennar allan,
og það var málað alla daga. Svei
ef Þresti tókst nokkurn tíma að
fá hana til að taka sumarfrí.
Ásta var hæfileikarík frá náttúr-
unnar hendi í málverkinu og var
ekki lengi að finna sinn sérstaka
stíl, oft frekar dökkan en samt
mjög húmorískan. Hún málaði
mikið af fólki, einskonar port-
rettmyndir, en ekki af neinum
sem maður þekkti, og stundum
dúkka sömu karakterarnir upp
aftur og aftur. Stíllinn var ekki
mjög raunsær, nema augun sem
voru alltaf lifandi.
Við vinkonurnar eigum flestar
verk eftir hana á okkar heim-
ilum, sem eru okkur ótrúlega
kær í dag. Fallegt heimili þeirra
(Ásta var hæfileikaríkur innan-
hússhönnuður) breyttist smám
saman í listagallerí.
Ásta hafði einstaklega góða
nærveru – hún var falleg, góð,
gáfuð og skemmtileg. Eftir að
hún veiktist var hún mikið
heima og komust fuglar hverf-
isins fljótt að því að þarna bjó
kona sem hægt var að treysta á
í hörðum vetri. Ár eftir ár komu
sömu fuglarnir til hennar, bönk-
uðu á gluggann ef þeim fannst
hún eitthvað svifasein með mat-
inn og komu jafnvel inn til að fá
ábót.
Ásta skilur eftir sig stórt
skarð í hjörtum okkar og minn-
ingarnar um hana munu ávallt
lifa með okkur.
Elsku Þröstur, Óli, Fannar,
Viktor og Ólafur G., knús og
risafaðmlag til ykkar allra.
Elsku vinkona, takk fyrir
samfylgdina. Við söknum þín.
Ingibjörg Hilmarsdóttir,
Margrét Reynolds Viðar,
Elísabet Þórunn Elfar,
Guðríður Sverrisdóttir,
Linda Hilmarsdóttir,
Hrönn Hálfdánardóttir og
Jóna Einarsdóttir.
Ásta R. Ólafsdóttir myndlist-
arkona, vinur okkar og félagi, er
dáin langt um aldur fram. Að
baki er erfitt veikindastríð sem
tók sinn toll. Alltaf vorum við
samt vongóð um að hún kæmi
heil út úr því stríði. Fráfall Ástu
er okkur því mikið reiðarslag.
Við kynntumst Ástu fyrst á
námskeiðum hjá Bjarna Sigur-
björnssyni í Myndlistarskóla
Kópavogs. Þar sópaði strax að
henni, hún var frjó og sjálfstæð
í hugsun, forvitin og full af eld-
móði.
Síðar lágu leiðir okkar saman
er við leigðum sameiginlegt
vinnustofupláss á Smiðjuvegi í
Kópavogi. Okkur varð snemma
ljóst að Ásta lagði ekki stund á
myndlist bara til að búa til
smekklega híbýlaprýði eða til að
slaka á frá daglegu amstri.
Henni var full alvara. Hún varði
öllum lausum stundum á vinnu-
stofunni, sköpunargleðin, eljan
og afköstin voru með ólíkindum
og hún leitaði sífellt nýrra að-
ferða og tjáningarmáta. Mynd-
listin var henni ástríða og leið til
að henda reiður á heiminum og
sjálfri sér. Þegar eitthvert okk-
ar hinna kom á vinnustofuna var
Ásta jafnan þar fyrir að vinna,
hvort sem það var við teikn-
ingar, textílskúlptúra eða stór
og voldug málverk. En alltaf
gerði hún hlé á vinnunni og tók
fagnandi á móti manni með
faðmlagi og vinarhug, til í spjall,
glens og grín. Þessar stundir
eru greyptar í huga manns og
eru svo dýrmætar þegar við
minnumst hennar og sjáum
hana fyrir okkur hlæjandi, ljóm-
andi og glæsilega með síða ljósa
hárið, í svörtum síðkjól, alsett-
um marglitum málningarslett-
um.
Ásta var gull af manni. Hún
var góður hlustandi og ráðagóð,
hafði góða nærveru og það var
svo gott að spjalla við hana. Við
sátum oft saman á vinnustofunni
og ræddum um svo margt, um
lífið, listina og tilveruna, bók-
menntir, pólitík og heimspeki,
en Ásta var víðlesin og drakk í
sig bækur og hugmyndir, bæði
gamlar og nýjar, sem henni féllu
í geð. Svo var hún svo skemmti-
leg og hafði hárbeittan húmor
sem birtist líka greinilega í
mörgum verka hennar.
Við kveðjum Ástu með sárum
söknuði. Öll erum við reynslunni
ríkari eftir kynni okkar af henni.
Þresti og sonunum Viktori
Inga, Fannari Steini og Ólafi
Þór vottum við okkar dýpstu
samúð.
Aðalsteinn,
Dagmar
og Helga.
Ásta Ragnhildur
Ólafsdóttir
Svavari Gests-
syni kynntist ég í
Menntaskólanum í
Reykjavík. Hann
hafði þá þegar tek-
ið trú á þann málstað, sem
hann fylgdi alla tíð:
„Orðinn pólitískt dýr út í
hverja frumu“ svo að notuð séu
hans eigin orð. Á þeim tíma
undi hann sér betur í leshringj-
um í Tjarnargötu 20 en í „skóla
yfirstéttardótsins“. Síðar lá leið
okkar saman á kappræðufund-
um Heimdallar og Æskulýðs-
fylkingarinnar, en það voru
fjölmennar æfingasamkomur
fyrir upprennandi stjórnmála-
menn. Svavar var frábær ræðu-
maður og lipur penni, skólaður
á Þjóðviljanum.
Við vorum báðir kjörnir á
þing í kosningunum 1978 og
sátum þar í rúm 20 ár. Á þeim
tíma áttu flokkar okkar aldrei
samleið, hvorki í stjórn né
stjórnarandstöðu. Bilið milli
þeirra var talið nánast óbrúan-
Svavar
Gestsson
✝ Svavar Gests-son fæddist 26.
júní 1944. Hann lést
18. janúar 2021.
Útför Svavars
fór fram 2. febrúar
2021.
legt. Þrátt fyrir
það áttum við oft
góð og hreinskipt-
in samtöl. Um
miðjan níunda ára-
tuginn fórum við
til Tógó á fund Al-
þjóðaþingmanna-
sambandsins.
Það er ógleym-
anleg ferð fyrir
margra hluta sak-
ir. Vegna afar
slitrótts símasambands við Ís-
land gafst okkur einstakt tóm
til að ræða ýmis mál með öðr-
um hætti en hægt var að gera í
þvarginu heima.
Svavar var traustur í sam-
skiptum. Hann lagði spilin á
borðið.
Engin undirmál. Við sátum
saman í nefnd, sem Davíð
Oddsson forsætisráðherra skip-
aði haustið 1997 til að endur-
skoða kjördæmaskipan og
kosningatilhögun til Alþingis.
Fulltrúar allra þingflokka áttu
fulltrúa í nefndinni og skoðanir
að vonum mjög skiptar.
Nefndin setti sér þau mark-
mið í upphafi að gera kosn-
ingakerfið einfalt og auðskilj-
anlegt og reyna til þrautar að
ná víðtækri samstöðu.
Allir þurftu að slá af sínum
ýtrustu kröfum. Ári síðar lá
einróma niðurstaða fyrir og var
það ekki síst Svavari að þakka.
Síðasta samtal okkar var í
áliðnum september á síðasta
ári.
Hann var í Hólaseli með
Guðrúnu sinni. Þar leið honum
vel í fegurðinni við Breiðafjörð-
inn enda bar hann sveitamann-
inn í hjarta sér alla tíð.
Erindi mitt var að spyrjast
fyrir um löngu liðna ættingja
mína úr Geiradalnum. Hann
benti mér á heimildir og við
ætluðum að taka upp þráðinn
síðar. Það verður að bíða um
sinn.
Við Sigríður Dúna vottum
Guðrúnu og fjölskyldunni okk-
ar dýpstu samúð.
Friðrik
Sophusson.
Það er skrýtið að þekkja
mann eins og Svavar Gestsson
nánast eingöngu á eigin barna-
legu forsendum. Þó að ég hafi
alltaf vitað af pólitísku lífi
Svavars þá var það eiginlega
aukaatriði fyrir mér. Hann hef-
ur verið fastur punktur í tilveru
minni frá því að ég man eftir
mér og annar helmingur
tvíeykisins „amma og Svavar“.
Ég kallaði Svavar aldrei afa,
þótt hann hafi í rauninni verið
það.
Ég þekkti Svavar fyrst og
fremst sem gjafmildan mann.
Þegar ég var barn fannst mér
gjafmildin einkennast af því að
hann leyfði mér alltaf að fá
meiri ís óháð því hvað ég var
búin að fá mikið. Þegar ég elt-
ist skildi ég að gjafmildin litaði
allt sem hann var. Svavar var
gjafmildur á tíma.
Síðan ég var barn gaf hann
sér og mér alltaf tíma til þess
að hlusta og vildi heyra skoð-
anir mínar á öllu á milli himins
og jarðar.
Með árunum sá ég að hann
var þannig við alla, hann gaf
öðrum alltaf tíma af því að það
sem skipti hann máli var að
skilja og þekkja fólk.
Gjafmildi Svavars endur-
speglaðist þó ekki aðeins í því
að hann gæfi sér og öðrum
þetta rými til að hlusta og ræða
málin því hann tók öllum með
opnum hug. Svavar vissi og
þekkti alveg ótrúlega mikið en
það breytti því ekki að hann
lést aldrei vita hvaða skoðun
eða upplifun aðrir höfðu á hlut-
unum. Hann var því gæddur
þeim ótrúlega mannkosti að
vilja og ætla að kynnast heim-
inum og fólkinu sem í honum
býr án þess að vera búinn að
ákveða sjálfur hvernig hann
væri.
Hann vildi vita hvernig líf
fólks var í raun og veru á
þeirra eigin forsendum. Margir
vilja vera svona, ég þar á með-
al, en ég hef aldrei vitað neinn
sem hefur tekist það jafn vel og
Svavari. Ég á eftir að sakna
hans alveg ótrúlega mikið.
Guðrún
Svavarsdóttir.