Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 22

Morgunblaðið - 03.02.2021, Page 22
HANDBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Fram lét ekki slá sig út af laginu þótt liðið lenti 8:2 undir eftir sjö mínútna leik gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær í Olísdeild kvenna í handknattleik. Á 38. mín- útu var liðið komið með forystuna, 17:16, og landaði sjö marka sigri, 33:26. „Framarar voru á hælunum á fyrstu mínútum leiksins og liðið hrökk ekki almennilega í gang fyrr en eftir tíu mínútna leik. Þá loksins fór liðið að spila almennilegan varnarleik en Frömurum til varnar voru þeir án fyrirliðans Steinunnar Björnsdóttur og munar svo sann- arlega um minna. Eftir því sem lið- inu óx ásmegin varnarlega fylgdi sóknarleikurinn í kjölfarið og í síð- ari hálfleik var svo gott sem eitt lið á vellinum. Þá átti Katrín Ósk Magnúsdóttir frábæran leik í marki Framara og Karen Knúts- dóttir var öflug sóknarlega, skoraði sjö mörk og var dugleg að mata liðsfélaga sína,“ skrifaði Bjarni Helgason meðal annars í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 9/4 mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 9/2 mörk fyrir Fram. Katr- ín Ósk varði 22 skot í marki Fram en markverðir Stjörnunnar, Tinna Húnbjörg og Hildur Öder Ein- arsdóttir, vörðu samtals 13 skot, þar af tvö vítaköst. Fram fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig en liðið er með jafnmörg stig og Valur og KA/Þór. Stjarnan er áfram í fjórða sætinu með átta stig. Haukar upp fyrir HK Haukar unnu afar góðan útisigur á ÍBV í Vestmannaeyjum, 30:27. Haukar fóru með sigrinum upp fyrir HK og eru með sex stig eftir sjö leiki í 6. sæti deildarinnar. ÍBV er í 5. sæti með sjö stig eftir sjö leiki. Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Odden skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka en ellefu leikmenn skoruðu mörkin 30 fyrir liðið í kvöld. Annika Friðheim Petersen varði 15 skot í marki Hauka. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sex mörk og Marta Wawrzy- kowska varði 14 skot í marki ÍBV. Miklar sveiflur í Garðabænum  Góður sigur Hauka í Eyjum Morgunblaðið/Eggert Í Garðabæ Ragnheiður reynir að verjast skoti Evu Bjarkar í gær. 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2021 England Wolves – Arsenal ..................................... 2:1  Rúnar Alex Rúnarsson kom inn á hjá Arsenal á 75. mínútu. Sheffield United – WBA .......................... 2:1 Manchester Utd – Southampton ............ 9:0 Newcastle – Crystal Palace..................... 1:2 Staðan: Manch. City 20 13 5 2 37:13 44 Manch. Utd 22 13 5 4 46:27 44 Liverpool 21 11 7 3 43:24 40 Leicester 21 12 3 6 37:25 39 West Ham 21 10 5 6 31:27 35 Tottenham 20 9 6 5 34:21 33 Chelsea 21 9 6 6 35:23 33 Everton 19 10 3 6 29:24 33 Aston Villa 19 10 2 7 34:21 32 Arsenal 22 9 4 9 27:22 31 Leeds 20 9 2 9 35:36 29 Southampton 21 8 5 8 27:34 29 Crystal Palace 22 8 5 9 27:37 29 Wolves 22 7 5 10 23:31 26 Burnley 20 6 4 10 13:26 22 Newcastle 22 6 4 12 22:36 22 Brighton 21 4 9 8 23:29 21 Fulham 20 2 8 10 17:29 14 WBA 22 2 6 14 18:52 12 Sheffield Utd 22 3 2 17 14:35 11 B-deild: Millwall – Norwich.................................. 0:0  Jón Daði Böðvarsson var á varamanna- bekknum hjá Millwall. Bournemouth – Sheffield Wed................ 1:2 Coventry – Nottingham Forest .............. 1:2 Wycombe – Birmingham......................... 0:0 Staða efstu liða: Norwich 27 16 7 4 35:21 55 Swansea 26 14 8 4 33:15 50 Brentford 25 13 9 3 45:24 48 Reading 26 14 5 7 40:29 47 Watford 27 13 8 6 31:20 47 Bournemouth 27 11 9 7 40:26 42 Middlesbrough 27 11 7 9 30:24 40 Blackburn 26 11 6 9 41:28 39 Bristol City 26 12 3 11 27:28 39 Stoke 27 9 11 7 32:29 38 Preston 27 11 3 13 31:34 36 Barnsley 27 10 6 11 29:34 36 Luton 26 9 6 11 21:28 33 Millwall 27 6 14 7 22:25 32 Huddersfield 27 9 5 13 30:38 32 C-deild: Blackpool – Northampton...................... 2:0  Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik- mannahópi Blackpool. D-deild: Stevenage – Exeter ................................. 0:1  Jökull Andrésson varði mark Exeter. Danmörk Vejle – AGF .............................................. 0:0  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 83 mínúturnar með AGF. Randers – Horsens .................................. 3:0  Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á hjá Horsens á 72. mínútu. Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Holstein Kiel – Darmstadt...................... 1:1  Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrstu 82 mínúturnar með Darmstadt.  Holstein Kiel áfram eftir vítakeppni. Belgía Bikarkeppnin, 32 liða úrslit: Lommel – Kortrijk .................................. 1:3  Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel. Union St. Gilloise – Mouscron................ 2:1  Aron Sigurðarson lék fyrstu 57 mínút- urnar með Royal Union.  Olísdeild kvenna ÍBV – Haukar ....................................... 27:30 Stjarnan – Fram................................... 26:33 Staðan: Valur 7 4 2 1 201:161 10 KA/Þór 7 4 2 1 165:148 10 Fram 7 5 0 2 204:173 10 Stjarnan 7 4 0 3 184:180 8 ÍBV 7 3 1 3 177:164 7 Haukar 7 3 0 4 172:189 6 HK 7 2 1 4 175:184 5 FH 7 0 0 7 135:214 0 Evrópudeild karla D-riðill: RN Löwen – Kadetten ........................ 30:30  Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyr- ir Löwen.  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.  RN Löwen 7, GOG 6, Kadetten 4, Trimo Trebnje 4, Pelistar 3, Tatabánya 0. Þýskaland B-deild: Bietigheim – Konstanz ....................... 29:24  Aron Rafn Eðvarðsson varði 13 skot í marki Bietigheim og var með 36% mark- vörslu. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Svíþjóð Guif – Kristianstad.............................. 29:28  Daníel F. Ágústsson varði mark Guif.  Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guðmundsson eitt. Skövde – IFK Ystad ............................ 30:21  Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með Skövde.   Lára Kristín Pedersen sem lék með KR á síðasta tímabili er gengin til liðs við ítalska knattspyrnufélagið Napoli. Liðið er næstneðst í ítölsku A-deildinni þegar keppni er hálfn- uð og Lára gæti farið beint í leik gegn Fiorentina um helgina. Guðný Árnadóttir leikur með liðinu, í láni frá AC Milan. Lára Kristín er 26 ára gömul og hefur leikið 167 leiki í úrvalsdeildinni með Aftureldingu, Stjörnunni, Þór/KA og KR, og á tvo A-landsleiki að baki. Viðtal við Láru er að finna á mbl.is/sport/ fotbolti. Lára Kristín samdi við Napoli Morgunblaðið/Eggert Napoli Lára Kristín Pedersen er komin til ítalska félagsins. AGF frá Árósum missti af tveimur stigum í toppbaráttunni í úrvals- deild dönsku knattspyrnunnar í gær. Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu hjá AGF gegn Vejle á útivelli og lék fyrstu 83 mínúturnar en leiknum lauk með markalausu jafntefli. AGF er með 25 stig í 4. sæti og er tveim- ur stigum frá efsta sætinu. Midtjyll- and og Bröndby eru með 27 stig. Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem varamaður hjá Horsens á 72. mínútu þegar liðið tapaði 3:0 fyrir Randers. AGF missti af tveimur stigum Morgunblaðið/Eggert Landsliðsmaður Jón Dagur Þorsteinsson í landsleik. Íþróttafólk sem Vésteinn Haf- steinsson þjálfar setti tvívegis landsmet í kastgreinum á aðeins fjórum dögum. Annars vegar er um norskt met að ræða innan- húss í kúluvarpi og hins vegar sænskt met innanhúss í kúlu- varpi. 22 ára gamall Norðmaður, Marcus Thomsen, kastaði 21,09 metra á móti í Växjö í Svíþjóð á mánudaginn. Kastið er aðeins einum sentimetra frá ólympíu- lágmarkinu í greininni en eins og Morgunblaðið hefur fjallað um eru lágmörkin í frjálsum orðin æ erfiðari. Besti árangur Thomsen utanhúss er 21,03 metrar en norska metið utanhúss er 21,22 og hefur staðið síðan 1986. Eins og greint var frá á mbl.is á laugardaginn setti hin sænska Fanny Roos Norðurlandamet á móti í Þýskalandi á föstudag og kastaði 18,64 metra. Bæði æfa þau hjá Vésteini í Växjö í Svíþjóð en Vésteinn þjálf- ar um þessar mundir fimm kast- ara frá Svíþjóð og Noregi. kris@mbl.is Ljósmynd/Globalthrowing.com Met Marcus Thomsen og Vésteinn Hafsteinsson í Växjö á mánudaginn. Tvö landsmet sett á fjórum dögum Rúnar Alex Rúnarsson varð í gær- kvöldi þriðji íslenski knattspyrnu- maðurinn sem leikur deildarleik með Arsenal í ensku úrvalsdeild- inni. Hann kom inn á sem varamað- ur hjá Arsenal gegn Wolves þegar Bernd Leno var rekinn af velli á 72. mínútu. Áður höfðu þeir Albert Guðmundsson og Sigurður Jónsson leikið deildarleiki með Arsenal. Rúnar hélt markinu hreinu og varði tvö skot frá leikmönnum Wolves. Staðan var hins vegar von- lítil því Arsenal var 2:1 undir og tveimur leikmönnum færri, en Dav- id Luiz lét einnig reka sig út af og gaf Wolves einnig vítaspyrnu. Leno er kominn í eins leiks bann og því eru líkur á að Rúnar bæti öðrum leik á ferilskrána strax um næstu helgi. Rúnar er fyrsti íslenski mark- vörðurinn sem leikur í deildinni en Árni Gautur Arason lék hins vegar bikarleik með Manchester City. Ís- lendingarnir sem leikið hafa í efstu deild karla í Englandi eru nú orðnir tuttugu og einn talsins. kris@mbl.is  Umfjöllun um leikina í gær er að finna á mbl.is/sport/enski Rúnar Alex í fótspor Alberts og Sigurðar AFP Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson kemur inn á í leiknum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.