Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 10.02.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt nýr samningur Vegagerðarinn- ar við Vestmannaeyjabæ um áfram- haldandi rekstur bæjarins á Herjólfi hafi í för með sér fjárhagslega áhættu fyrir bæjarfélagið er hugs- anlegt að á samningstímanum verði hægt að vinna til baka hluta taps sem varð á nýliðnu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Líklegt er að tapið verði yfir 100 milljónir kr. Njáll Ragnarsson, formaður bæj- arráðs Vestmanneyja, kveðst ánægður með nýjan samning um rekstur Herjólfs. Með honum sé bú- ið að laga marga af þeim hnökrum sem voru á gamla samningnum. „Samninginn tel ég góðan til þess að tryggja áfram góða þjónustu á leið- inni milli lands og Eyja,“ segir Njáll. Mikið tap varð á rekstri Herjólfs ohf. á árinu 2020. Njáll segir að ná- kvæm tala liggi ekki fyrir en tapið á síðasta ári verði örugglega ekki undir 100 milljónum króna. „Vissulega fylgir rekstrinum fjár- hagsleg áhætta fyrir sveitarfélagið þar sem félagið er rekið sem B- hlutafyrirtæki og afkoma þess kem- ur því beint inn í ársreikning Vest- mannaeyjabæjar. Það er mín trú að í eðlilegu ári sé unnt að reka félagið, með þarfir íbúa í Vestmannaeyjum að leiðarljósi, þannig að reksturinn verði í jafnvægi,“ segir Njáll. Bæjarráð telur það jákvætt við samninginn að Herjólfur ohf. fái tækifæri til að vinna upp það tap sem varð á rekstrinum á síðasta ári. Njáll segir alls óvíst að reksturinn skili hagnaði á næstu árum en ef það gerist muni hann verða notaður til að greiða niður tapið. Yfir 100 milljóna kr. tap af Herjólfi vegna faraldursins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herjólfur Ferjan siglir til hafnar í Vestmannaeyjum í blíðuveðri.  Möguleiki á að vinna hluta til baka Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stofnun Hollvinasamtaka Húsavík- urkirkju verður á dagskrá sóknar- nefndar í næstu viku. Grein um mikla þörf á viðgerð á kirkjunni í Morgunblaðinu á mánudaginn var vakti sterk viðbrögð heimamanna og fólks sem tengist Húsavík, að sögn Helgu Kristinsdóttur, for- manns sóknarnefndar Húsavíkur- sóknar. „Húsavíkurkirkja er tákn Húsa- víkur og fólkinu þykir vænt um kirkjuna sína. Þessi grein var það sem þurfti,“ sagði Helga. Talið er að nauðsynleg viðgerð á kirkjuturninum og fleiru, breyt- ingar til að laga aðgengi að kirkj- unni, lagfæring á safnaðarheimilinu Bjarnahúsi og tengibygging muni kosta nokkra tugi milljóna. Vilji er til að mála safnaðarheimilið í stíl við kirkjuna. Helga sagði að það mætti ekki dragast lengur að laga aðgeng- ið að kirkjunni. Hún sagði að sótt hefði verið um styrki til jöfnunarsjóðs sókna og húsafriðunarsjóðs og yrði því haldið áfram. Styrkir hafa fengist og hafa þeir gert kleift að sinna því bráð- nauðsynlegasta. „Við verðum að geta bjargað kirkjunni en viðhaldskostnaðurinn er orðinn þvílíkur að við sjáum ekki fram úr þessu,“ sagði Helga. Hún sagði að áfram yrði sótt um styrki og reynt að safna fé til fram- kvæmdanna. Viðhald íþyngir söfnuðum Séra Sólveig Halla Kristjáns- dóttir, sóknarprestur í Húsavíkur- sókn, segir að söfnuðurinn fái sókn- argjöld af sóknarbörnum. Þeir peningar hafa m.a. farið til viðhalds. Með hollvinasamtökum geti brott- fluttir Húsvíkingar og aðrir velunn- arar stutt kirkjuna. „Víða eru litlir söfnuðir með gamlar kirkjur. Rekstur margra þeirra er þungur,“ segir séra Sól- veig. Hún segir að viðhald kirkna sé mörgum söfnuðum þungt í skauti og komi niður á safnaðarstarfinu. „Við höfum ekki efni á að ráða æskulýðs- fulltrúa eða aðstoð til að byggja upp innra starfið, sem mikill hugur er til að gera,“ sagði séra Sólveig. Húsafriðunarsjóður styrkir Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði að fenginni umsögn húsafriðunar- nefndar. Nú er verið að vinna úr umsóknum sem bárust á liðnu hausti og má vænta niðurstöðu um miðjan mars, samkvæmt upplýs- ingum frá Minjastofnun. Húsavík- urkirkja er á meðal umsækjenda. Í fyrra voru veittar 67,2 milljónir króna til 42 friðlýstra kirkna. Tveir hæstu styrkirnir voru fimm millj- ónir hvor en sá lægsti 100 þúsund krónur. Húsavíkurkirkja fékk sam- tals sex milljónir króna úr húsafrið- unarsjóði á árunum 2014-2017. Stofna holl- vinasamtök kirkjunnar  Ætla að safna fyrir kostnaðarsöm- um viðgerðum á Húsavíkurkirkju Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurkirkja Kirkjan er mikil bæjarprýði og þekkt kennileiti. Húsavíkurkirkja » Húsavíkurkirkja var byggð árið 1907. » Kirkjuna hannaði Rögnvald- ur Ólafsson arkitekt sem einn- ig hannaði Bjarnahús við hlið kirkjunnar sem nú er safnaðar- heimili. » Mikill fúi er í viðum í turni kirkjunnar og þarf að skipta út þverbitum. Allir fjórir krossar kirkjunnar eru einnig ónýtir. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýr skíðaskáli verður tekinn í notk- un á skíðasvæðinu í Tindastóli á út- mánuðum, vonandi fyrir páska í byrjun apríl, að sögn Sigurðar Haukssonar, umsjónarmanns skíða- svæðisins og starfsmanns skíða- deildar Tindastóls. Hann segir að það hafi lengi verið draumur for- svarsmanna skíðadeildarinnar að reisa skála með gistiaðstöðu og að því hafi verið unnið hörðum höndum til þess að bæta aðstöðu fyrir iðk- endur innan deildarinnar. Í skálanum verða búnings- og fundarherbergi, veitingaaðstaða, svefnpokapláss, sjúkraherbergi og aðstaða fyrir starfsemi skíðadeild- arinnar. Þar verður boðið upp á gistingu fyrir hópa og er horft til af- reks- og æfingahópa skíðaíþróttar- innar, skóla og félagsmiðstöðva, en einnig fyrirtækjahópa og annarra hópa og klúbba. Fyrst í stað að minnsta kosti er ekki reiknað með fleirum en 30 í gistingu hverju sinni. Í fyrrasumar var grafið fyrir skálanum, skipt um jarðveg og sökklar steyptir. Í haust var byrjað að raða alls 27 einingum á undir- stöðurnar og er hiti og rafmagn komið á húsið. Undanfarið hefur verið unnið að því að setja steinull og gifs á milli eininga til að bruna- verja og hljóðeinangra. Millibygg- ing verður reist á næstunni, en þar verður m.a. salernis- og sturtu- aðstaða. Veitingasala verður í sam- starfi við veitingastaði á Sauðár- króki. Hamli veður ekki fram- kvæmdum ættu verklok að geta orðið eftir nokkrar vikur. Skíðadeildin keypti einingarnar af Landsvirkjun og segir Sigurður deildina afar þakkláta þeim stuðn- ingi sem Landsvirkjun hafi veitt ungmennafélaginu, sem og öðrum sem hafa komið að þessu verki. Hann segir að reynt sé að halda kostnaði í lágmarki og hefur mikil sjálfboðavinna verið unnin í fjallinu síðustu mánuði. Hjólabraut í og við fjallið Sigurður segir að þetta sé stórt skref fyrir skíðasvæðið og áfangi að því að geta boðið upp á starfsemi á svæðinu allt árið. Stefnt sé að því að gera hjólabraut í og við fjallið þar sem börn og fjölskyldur þeirra geti notið sín yfir sumartímann. Sigurður segir að síðustu tvær vikur hafi verið góðar í Tindastóli, gott veður, mikill snjór og gott færi. Síðustu daga hafa afrekshópar verið við æfingar í fjallinu og með nýja skálanum við skíðabrekkurnar verði slíkar æfingabúðir og starfsemi deildarinnar einfaldari en nú er. Í Tindastóli séu flottar brekkur sem henti bæði keppendum og fjöl- skyldum. Sigurður segir gott veður fram undan samkvæmt veðurspám og góðir dagar í Tindastóli. Ljósmyndir/Sigurður Hauksson Sýning Skálinn í Tindastóli undir norðurljósahimni, en slíkar sýningar hafa verið algengar í fjallinu síðustu daga. Skálagisting við skíða- brekkur Tindastóls  Framkvæmdir langt komnar  Stefnt að heilsársaðstöðu Tindastóll Á góðum degi, en undanfarið hafa afrekshópar verið við æfingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.